Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 13. desember 1989 Tíminn 17 i «nr Jólaglögg í Kópavogi Framsóknarfélögin i Kópavogi bjóða félagsmönnum sínum, vinumog samherjum upp á jólaglögg í „Opnu húsi“ að Hamraborg 5 miðvikudaginn 13. desember n.k. og hefst fagnaðurinn kl. 18.00. Sérstaklega hvetjum við samherja af landsbyggðinni sem staddir eru í bænum að líta við og ylja sér í skammdeginu. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Freyjukonur - Hörpukonur Jólafundur Freyju í Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 5,3. hæð fimmtudaginn 14. desember n.k. kl. 20.30. Hörpukonur í Hafnarfirði eru boðnar á fundinn. Verið allar velkomnar. Stjórnin. Akranes BASAR - BASAR Basarinn sem féll niður á laugardaginn vegna óviðráðanlegra orsaka verður haldinn fimmtudaginn 14. desember kl. 16.30 til 20.00 í framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Mikið úrval fallegra jólamuna. LFK. Jólaalmanak S.U.F. 1989 Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar f síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofunni, Nóatúni 21, Fteykjavík. Velunnarar, látið ekki happ úr hendi sleppa. 7. des. 13. vinningur nr. 1937 14. vinningur nr. 3035 8. des. 15. vinningur nr. 1996 16. vinningur nr. 3860 9. des. 17. vinningur nr. 1840 18. vinningur nr. 4217 10.des. 19. vinningur nr. 3935 20. vinningur nr. 5514 11 .des. 21. vinningur nr. 546 22. vinningur nr. 1164 12.des. 23. vinningur nr. 5442 24. vinningur nr. 3569 Samband ungra framsóknarmanna. 1 .des. 1. vinningur nr. 5505. 2. vinningur nr. 579 2. des. 3. vinningur nr. 4348 4. vinningur nr. 2638 3. des. 5. vinningur nr. 2656 6. vinningur nr. 2536 4. des. 7. vinningur nr. 4947 8. vinningur nr. 1740 5. des. 9. vinningur nr. 1341 10. vinningur nr. 4997 6. des. 11. vinningur nr. 5839 12. vinningur nr. 5839 Suðurland Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarfélaganna, Eyrarvegi 15, Selfossi er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 15-17, sími 98-22547. Lítið inn, kaffi á könnunni. Stjórn KSFS. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður 23. desember n.k. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda g íróseðla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s. 43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. “.7-19. K.F.R. Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00. ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASÍMI 680001 - ■ - ... .... ---^ HHHIIHiiill SPEGILL llllllllllllli;iilj.lhl!j|i|lllllllllllllllllllllllil;|l||./:lill!llllllllllllllllll^ .......IHIIIIII............................................................ Tina Turner, Paioma Picasso, Danielle Mitterrand og Grace Jon- es eru ákafir aðdáendur „tísku- trá Túnis“ Naomi Campell er ein af þeim sem hafa gaman af að sýna hina svoköll- uð „S-laga kjóla“ frá Alaia. Tískukóngurinn frá Túnis: Azzedine Alaia undir- strikar kvenlegar línur • Paloma Picasso. • Danielle Miíterrand. • Grace Jones - og módelin sýna ókeypis fyrir hann! Sagt er að jafnvel Greta Garbo dáist að hinum smávaxna tísku- hönnuði frá Túnis, og sama geri Paloma Picasso og Danielle Mitte- rand, Tina Tumer og Grace Jones o.fl. o.fl. Alaia berst ekki mikið á. Hann sefur uppi á háalofti fyrir ofan vinnustofu sína í París og kærir sig ekkert um að blaðamenn séu að kynna tískuna hans. Það er reyndar oft þannig, að Alaia kemur síðar með sínar sýn- ingar en önnur tískuhús í Parfs. Nú í ár er hann t.d. hálfum mánuði seinna á ferðinni er Yves Saint Laurent, Christian Lacroix o.fl. sem hafa að undanförnu verið að sýna vortísku fyrir næsta vor. Það er ekki ofsögum sagt af vinsældum Alaias hjá sýningar- stúlkum og viðskiptavinum. Það' eru margar af hæstiaunuðu sýning- arstúlkum heims, sem koma á eigin kostnað til Parísar og sýna kauplaust á sýningum hjá meistar- anum. En það er líka nokkurs virði að komast ef til vill á forsíður tískublaða eins og t.d. Vogue. Ljósmyndarar og blaðamenn frá tískublöðum víða um heim láta sig ekki vanta á Alaias-sýningar. En hvers vegna er Alaias-tískan svona geysilega vinsæl hjá módel- um og viðskiptavinum? „Það er vegna þess að hann leggur áherslu á að sýna mjúkar kvenlegar línur,“ segja þeir sem vit hafa á. Þeir bæta við, „að allir hafi verið orðnir leiðir á „pokakjólun- um“ sem japönsku hönnuðirnir komu með upp úr 1980 og voru þá aðalnúmerið í tískuheiminum.“ En það var aigjört fráhvarf frá pokatískunni þegar Azzedine Al- aia kom fram með stuttu, þröngu og flegnu kjólana úr prjóna- eða teygjuefni. Því er spáð að Alaia verði vinsæl- asti tískuhönnuður síðasta áratug- ar aldarinnar. Nokkrar sýningardömur flykkjast um meistarann, hinn smávaxna og vinsæla tískuhönnuð Azzedine Alaia eftir sýninguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.