Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Miðvikudagur 13. desember 1989 lllllllllllllllllllllllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þorsteinn Jónsson Fæddur 1. maí 1901 Dáinn 22. október 1989 Guðrún Jónsdóttir Fædd 5. september 1902 Dáin 16. júlí 1989 Kveðja til systkinanna að Bjamar- stððum í Bárðardal Oft heyrði ég þegar ég átti heima á Mýri í Bárðardal fram til 1940 og reyndar lengi síðan ókunnuga, sem ferðir áttu vestan megin um Bárð- ardal og gjarnan frá Sprengisands- leið ellegar til hennar í átt til Vonar- skarðs, spyrja um og undrast um miklar byggingar sem eins og hófust upp undir berum grjótum. Þær blöstu við vegfarendum sem um fóru hinum megin í dalnum, á milli tveggja klettagilja, Tröllagils og Svartárgils, þar sem hét að fara á glæfru um klakabrú af úða Svartár í óvissu nokkurri og harðviðrum. Þetta voru Bjarnarstaðir í Bárðardal sem hófust á sínum tíma frá kotbýli í hrörnun og uppblæstri örlagaárið mikla þegar kirkjan brann á Lundar- brekku sem jafnvel raskaði búsetu fólks, og til þess tíma þegar Bjamar- staðir urðu stórbýli og síðan höfuð- ból að allri gerð. Þó ekki væru gullhnappar í vesti Jóns Marteins- sonar, sem lengst bjó á Bjarnarstöð- um meðan umsköpun þar gerðist, voru hnappar þeir engu að síður gylltir. Ekki taldi hann heldur að mikið borðalögð einkenni væm á hatti sínum er hann leitaði hans meðal fleiri hatta. Ekki fannst held- ur nema líklegt að Vilhjálmur Þór, kaupfélagsstjóri Eyfirðinga, gengi af kontórnum niður í búðina til að afgreiða Jón Marteinsson þegar hann bað um það, enda hafði kaup- félagsstjórinn verið búðardrengur Hallgríms Kristinssonar þar ekki svo löngu áður, og munum við mikið yngri menn þann tíma og Vilhjálmur þó ekki mikið eldri. Þegar þau allt í einu em dáin á sama árinu tvö systkinin á Bjarnar- stöðum og ekki að öllu sorgarfregn eins og komið var. Friðrika Guðrún Jónsdóttir, 87 ára, og Þorsteinn 88 ára og Jón bróðir þeirra enn með vissum hætti á biðstofu heima 90 ára gamall, naumast alveg viss í sinni sök eða sjálfráður. Er nú af honum dregið frá því að hann flutti okkur námshringsmönnum fyrirlestur um búskap og búfjárrækt 1938. Það er eins og kalli til mín kvöð að minnast þessa samferðarfólks þó í litlu sé og af litlum burðum, þetta gat líka verið af heymarleysi mínu að þessi ómur varð til í höfði manns. Jón Marteinsson og kona hans Vigdís Jónsdóttir frá Sigurðarstöð- um stóðu fyrir búskap á Bjamarstöð- um frá 1896 til 1946 að skrifað er á bók og skal ekki rengt, þó allir viti að hinn stóri barnahópur þeirra hafi lengi um þessi ár borið meginþunga þess heimilis sem mest orð fór af og þeim umsvifum sem nútíma afreks- verk á sveitabæjum kalla á, og ýmsir . trúaðir mættu telja til kraftaverka í rúmri merkingu. Jón Marteinsson var héraðskunnur maður og reyndar víðar en það. Oddviti Bárðdæla- hrepps var hann um áratugi frá því að Ljósavatnshreppur náði frá Skjálfanda og fram til innstu bæja í Bárðardal sem nú eru sumir fyrir löngu síðan eyðibæir í afrétt. Hreppnum var skipt 1907 og varð Bárðdælahreppur þá til og Jón oddviti hins nýja hrepps og stóð svo um áratugi og margur annar trúnað- ur barst að honum. Þau voru átta Bjamarstaðasystk- inin: þau þrjú sem þegar hafa verið nefnd, þá Marteinn, Kristín, Gústaf, Þuríður og María. Tveir bræðurnir eru löngu látnir. Marteinn, sem dó ungur heima á Bjarnarstöðum, þótti mikill atorkumaður, bílstjóri heimil- isins um allmörg ár, flutti auk þess efni til símalagningar fremst í daln- um árið 1930. Gústaf dó einnig ungur frá konu sinni Jónínu Egils- dóttur og börnum þeirra sex og hafa þau gert garð sinn kunnan. Gústaf var um skeið oddviti sveitar sinnar samferða því að þau Jónína höfðu reist sér mikið myndarbýli á þó aðeins einum fimmta jarðarinnar en bær þeirra stendur sem næst því sem gamli bærinn eitt sinn var og sandinn skóf um. Nú er jafnræði með Bjarn- arstöðum og Rauðafelli í landaskipt- um en svo heitir bær þeirra Gústafs og Jónínu eftir fellinu upp frá bænum. Vel er þar að öllu staðið af börnum þeirra þar sem líka Egill Gústafsson er nú oddviti sveitar- stjómar og forsjármaður Bárðdæla- hrepps og Jón og systirin Vigdís þar heima. í fjarlægð búa þau Eysteinn, Björg og Svanborg. Kristín, systir Þorsteins, stóð eitt sinn á kirkjugólfi með undirrituðum þegar séra Her- mann fermdi þar sjö böm. Hún var húsfreyja Jóns Tryggvasonar frá Amdísarstöðum, bónda að Einbúa. Urðu þau kunn af sínum stóra barnahópi og frægð nokkurri er þau keyptu Möðruvelli í Eyjafirði fram og bjuggu þar af staðfastri dirfsku. Heima á Bjarnarstöðum systur Þor- steins, Þuríður og María, tvíbura- systumar sem saman voru einn vetur eitt sinn á Húsmæðraskólanum á Laugum hjá Kristjönu Pétursdóttur. Nú við búsýslu nokkra sem eftir stendur af hinu sífrjóa sambýlisbúi sem systkinin fimm höfðu lengst af staðið að. Virðast má að ættargarðurinn hafi lækkað, ekki er það þó víst. Sunnan megin bæjar, í stefnu til Klukku- fjalls, er heimilisgrafreiturinn með trjálundinum sem tekur fúslega því sem jörðin fær endanlega frá þeim Bjarnarstaðamönnum sem ekki er orðið að verkum sem efinn leikur um, en andinn fer til Guðs sem gaf hann. Gróðurhús Þorsteins stendur næst bænum með blómum sem máski fölna en matjurtum sem á að borða. Snertispöl í átt til Lundarbrekku hefur risið skjólveggur, þar er nýja heimilið þeirra Ólafs Ólafssonar frá Reykjavík og Friðriku Sigurgeirs- dóttur frá Lundarbrekku. Sögur herma að þar hafi reynst hver öðrum skjólveggur tímans og Þorsteinn hafi átt þar mikinn hlut að máli. Þá er ég aftur kominn heim til Friðriku og Þorsteins þar sem ég ætlaði að staldra við litla stund. Ætíð voru okkur Mýrarsystkinum og foreldrum okkar, Jóni og Aðal- björgu, kærar stundimar með þessu fólki, hvað þá afa mínum, Karli Emil Friðrikssyni, sem horfði svo létt framhjá þeim göllum á frændum sínum á Bjarnarstöðum ellegar Ystafelli sem hlutu þó að vera til. Oft hefur mér fundist að þeir sem búi við nokkra galla séu líka skiln- ingsbetri hvað varðar vankanta náungans. Þorsteinn og Friðrika á Bjarnarstöðum gengu stuttan tíma á skólavegum, hann aðeins hluta úr vetri á þeim gamla Breiðumýrar- skóla sem eins og leiddi Laugaskól- ann til sætis í héraðinu árið 1925. Þorsteinn vék ekki nema þetta að skóla en varð mikill vinur Amórs Sigurjónssonar og skólans á Laug- um. Það var að ýmsu áþekkt með Fiðriku, systur Þorsteins, sem ég man fyrst eftir í ungra stúlkna hópi heima á Mýri við sauma- og hann- yrðanám hjá Jónínu Stefánsdóttur frá Eyjardalsá. En ekki vék hún frá heimili sínu sem hefði máski hentað aldri hennar og líka því að Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum var viss átrúnaður Þingeyinga og ekki minnst þeirra sem voru í andlegum samböndum við fólkið handan við Fljótsheiðina þar sem einu sinni var sú þrenning: Jón Sigurðsson á Gaut- löndum, Austurfjöll og silungurinn í Mývatni sem allt er erfiðara að finna nú. Friðrika fór svo í Húsmæðra- skólann á Laugum þegar Kristjana var tekin við þeim skóla en stutt leið orðin til þess að Friðrika yrði kölluð móðir og amma af fósturbömunum þar því hvorki giftist hún né eignað- ist sín börn sjálf. Að líku fór með Þorsteini þó hann fengi máski ekki föður- ellegar afanöfn hjá þeim fóst- urbörnum Huldu og Guðmundi ell- egar honum Yngva Marinó Gunn- arssyni eða henni Hjördísi og öðrum þeim sem dvöldu þar og urðu af- bragðsfólk. Það var síst tengt sandfoki eða kirkjubruna þegar Hjördís fóstur- dóttir fluttist frá Bjamarstöðum og þá að Lundarbrekku þar sem hún hlúir best að steinkirkjunni gömlu og heimili sínu. Þorsteinn á Bjamarstöðum var fjölhæfur bóndi og handverksmaður sem flestir þurfa að vera ætli þeir að yrkja jörðina og yrkja sín ljóð í jörðina, enda var ljóð Bjarna Ás- geirssonar sungið við kistu hans, sem hafði verið formaður Búnaðar- félagsins í mörg ár. „Sveit er sáð- manns kirkja, sáning bænargjörð“. Ég hef undir höndum litia fund- argerðarbók sem svona hefst: „Mánudaginn 27. desember 1937 boðaði Þorsteinn Jónsson nokkra unga menn til fundar að Bjarnar- stöðum í því skyni að ræða með þeim hugmynd sína um stofnun námshrings í Bárðardal.“ Þama komum við saman og bundumst félagsskap ellefu piltar og héldum fimmtán ræður á staðnum og var þetta upphaf fundarferða okkar næstu árin og oftast að Bjamarstöð- um. Við héldum fynrlestra um hin ólíkustu efni sem kröfðust umræðu og umhugsunar. Við höfðum í hendi rit og ráð sem Þorsteinn útvegaði frá Hauki Snorrasyni um samvinnu ungs æskufólks um framtíð sína. Þetta var í sambandi við menningarsjóð Kaupfélags Eyfirðinga en leiðir okk- ar skildu og sá eldur okkar sem var vakinn kulnaði. Það var mikils að njóta að fara með Þorsteini til aðal- funda að hitta Hauk og finna gustinn frá Vilhjálmi Þór, en Þorsteinn má vita að ég kem fundargerðum okkar í safnahús á Húsavík, hvort sem ræður okkar um spennandi vanda- mál lífsins fara þangað. Auðvitað fer lítið fyrir ýmsu sem manni þótti áður vísir að miklu en mætti valda tímamótum og gerði sumt. Við hjuggum tvennir bræðrahópar ísaldarrunna melanna með járnköll- um undir stjórn Gunnlaugs Krist- mundssonar sandgræðslustjóra þar sem sandgræðslugirðingamar risu á Bjarnarstöðum og Mýri. Þannig var það líka með löngu vegina, hver á sínum kjálka um dalinn sem höggnir voru með stunguspöðum um móa, mela og hraun og bám senn skrölt- hljóð hestvagna og síðan þyt bíla, en læddist þó með bæjum togstreitan um vegafjárútdeilingu sem ætíð er vandamál. En það sem braut blað í sögu dalsins og fólksins var Skjálf- andafljótsbrú Páls á Stómvöllum og Jónasar frá Hriflu sem mestri bjart- sýni hnýttu þennan sigurboga menningar og félagshyggju milli fljótsbakkanna í dalnum og gjör- breytti viðhorfum fólks til samlífs og jafnræðis. Félagshyggja er mjög af- stætt hugtak og form líka í reynd. Félagshyggja Þorsteins á Bjamar- stöðum var að hluta til efnishyggja þar sem sterkur grunnur verður að standa undir umbótum og hagsæld fólks og hamingju en að hinu leytinu var hún hugsjón það sem þið gerið einum af mínum minnstu bræðmm. Það er ekki óvart að hér hefur mikið verið talað um lifandi fólk í starfi, þannig var það líka á náms- hringsfundum. Þar er æskan og framtíðin. Það var sunnangola og sólskin hinn 21. júlí þegar kista Friðriku var borin til heimagrafreitsins á Bjarnar- stöðum en norðankuldaél hinn 4. nóvember þegar kista Þorsteins hvarf þangað. Þannig var líf þeirra í fjölbreytni sinni frá sandgræðslu til góðbýlis. Ekki brást séra Bjöm á Húsavík er hann talaði um þau systkinin af velvilja og skilningi og mælti fram orðin: „Sáð er dauðlegu en upp rís ódauðlegt." Með þakklæti bið ég þeim blessunar og góðrar fyrirgreiðslu. Jón Jónsson Fremstafelli Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. desember n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðmiðunar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. MINNINGARKORT <zA/\inninyanjóbux J\l\axinói 1/3/axna U\xiltjánííonax /“ £(xi- fUuníju w J*’j \ % 'ZJif minninijux um /'ufux ijóóuxinn nuHUtib minn '"WPÍ- llró inniCtíjxl liCutti/tninijU. '-J Gefin hafa verið út samúðarkort á vegum minningarsjóðs Marinós Bjarna Kristjánssonar frá Efri-Tungu, Rauða- sandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Tilgangur sjóðsins, sem stofnaður var 22. apríl 1983 af ættingjum Marinós og vinum, er að veita styrki til einstaklinga eða fjölskylda í Rauðasandshreppi sem orðið hafa fyrir slysum eða öðrum áföllum. Eftirtaldir aðilar munu hafa kortin til sölu: Emma Kristjánsdóttir, Efri-Tungu, Rauðasandshreppi, Vest- ur-Barðastrandarsýslu, sími 94-1588. Jónína H. Jónsdóttir, Túngötu 19, Patreksfirði, sími 94-1133. Friðgeir Kristjánsson, Arnarheiði 2, Hveragerði, sími 98- 34222. Zíta Benediktsdóttir, Grænuhlíð 26, Reykjavík, sími 91- 30265. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Björgvin Bjarnason fyrrv. bæjarfógeti, Akranesl lést í sjúkrahúsi Akraness þann 10. desember sl. Jarðsett verður frá Akraneskirkju föstudaginn 15. desember nk. kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Kknarstofnanir. Sigurbjörg Guðmundsdóttir Svanhildur D. Björgvinsdóttir Elður Kr. Benediktsson Anna Halla Björgvinsdóttir Bjarni G. Björgvinsson Ólöf M. Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.