Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. desember 1989 Tíminn 9 BÓKMENNTIR llllllllllllllilllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilillllllllllllllllllllllliílllllllllllllllllllllllllllllllllll]||lll Nornarspegill Vigdís Grímsdóttir Ég heiti fsbjörg. Ég er ijón Útgefandi: Iðunn. 1989 Sagan er mótunarsaga konunnar ísbjargar frá fyrstu bernskuárum til 21 árs aldurs. Hún er af efnalitlum foreldrum, býr í íslensku þéttbýli. Hún er dökk yfirlitum og framan af er hún ófríð, smávaxin, feit, geðstirð, uppivöðslusöm og greind er hún, og af þessum ástæðum öllum lendir hún snemma upp á kant við skólafélaga sína. Ástandið heima er ekki betra. Hún á mannleysu fyrir föður, sem hún þó ann, og geðluðru fyrir móður. Komung verður hún með óbeinum hætti til þess að faðir hennar fyrirfer sér, sem þá hefur að eigin áliti unnið sér það til óhelgis að áreita þessa dóttur sína kynferðis- lega. Hún fyrir sitt leyti kennir sér um afdrif föður síns. Þessi atburða- rás verður líklega til þess að leggja grundvöllinn að kynlífi ísbjargar til frambúðar. Jafnframt hefur faðir- inn, sem óar við flestu, innrætt henni ósveigjanleika, tortryggni og steig- urlæti. „Ég er ljón,“ segir fsbjörg um sjálfa sig, stef sem gengur í gegnum sögu hennar alla, og á hún þá við hluttektarleysi sitt og grimmd af ásetningi. Móðirin hefur fram til láts manns síns lifað í skugganum af honum og henni reynist ofraun að öðlast sjálf- stætt líf eftir að hún er orðin ein með dóttur sinni. A.m.k. fyrstu árin. Eftir að hafa lifað í sút með dóttur sinni um skeið ákveður hún að fyrirfara sér en er ekki meiri bógur en það að hún lætur dóttur sína samþykkja verknaðinn áður en til framkvæmdanna komi. Dóttirin, 11 ára gömul, leggst með fulltíða manni sama kvöld og móðir hennar kveður hana hinstu kveðju og verður því sú kynlífsreynsla til að marka spor óhugnaðarins með tvennum hætti í sálarlíf hennar; á sín fyrstu kynmök í skugga dauðans. Móðirin guggnar þegar til kast- anna kemur en við svo búið hafa þau sérstæðu skilyrði skapast í lífi ís- bjargar að hún hefur haft líf og dauða foreldra sinna beggja í hönd- um sér. Hún metur þennan flótta þeirra á vit dauðans sem svik við sig og þar af leiðir að hatur og fordæm- ing í þeirra garð þróast með henni. Sama hugarfar magnar viðmót skólafélaganna og með öllu þessu hatri er því illa sæði sáð, sem síðar verður til þess að ísbjörg banar um síðir viljandi og iðrunarlaust við- haldi sínu. Rammi sögunnar er 12 stunda yfirheyrsla verjanda ísbjargar í fangaklefa þar sem hún bíður dóms, aðþrengd af einangrun og mætti víst yfirfæra merkingu þessa fangaklefa á persónuleika hennar sjálfrar sem reynst hefur henni jafn aðskorinn og klefinn. Hinn huglægi stíll sögunnar, flæðandi og endurtekningasamur, ljóðrænn og seiðmagnaður, ber vott um miklar andlegar þrengingar, ör- væntingu og leit að undankomuleið- um frá lífsskilyrðum sem hafa staðið hinni stríðlyndu fsbjörgu fyrir þrifum. Saga hennar er hömlulítil orðahrina sem hún lætur dynja á viðmælanda sínum í klefanum, Pétri Péturssyni, myndarmanni sem reyn- ist henni hinn ágætasti fulltrúi reglna og meðallagshegðunar á nútíma- vísu. Afdráttarlausar lífsskoðanir fs- bjargar, sem svo snemma mótuðust, hafa leitt af sér óskmynd, draumsýn sem hún varðveitir með sjálfri sér og þróar. Jafnframt því að hún greinir frá ævi sinni útfærir hún þessa mynd enn frekar og er hún annað stef bókarinnar; nakin kona á strönd einhvers staðar úti í bláum fjarskan- um. Allt sem þetta leiðarhnoða hennar varðar, þetta sögustef, er andstætt um merkingu siðareglum og réttlætishugmyndum samfélags sem okkar, samfélags sem einkum dæmir menn fyrir hina áþreifanlegu mynd hvers verknaðar. Sekt er það sem lögin segja að sé sekt. Og ísbjörg ögrar Pétri í sífellu fyrir þá nauð hans að verða að sættast á svo einfalda úrlausn á svo óræðum ævi- ferli sem hennar er. Hún er ill en um leið saklaus undir yfirborði þeirra kjara sem lífið hefur búið henni. ísbjörg er svo frábrugðin því sem gerist um manneskjur hversdagsleik- ans að þær hljóta að fordæma hana og finna henni stað utan samfélags síns. Andsvar hennar hlýtur því að verða að hún velur sjálfa sig skefja- laust. En um leið er ísbjörg frum- kraftur og drifafl hverrar mann- eskju, svo afdráttarlaus sem upp- reisn hennar er gegn eigin persónu- leika og stíllinn afhjúpandi um innri hræringar og ástríður. Niðurstaða bókarinnar er að þrátt fyrir hvers konar ljótleika og illvirki sé mann- eskjan - nakin - handan sektar og sakleysis. Vigdís Grimsdóttir Isbjörg fríkkar reyndar með aldr- inum. Hún er bráðung kona þegar að fangelsisvistinni kemur, 21 árs. Hún á sér sín viðreisnarár, unglings- árin, fyrst í fóstri hjá skyldfólki og svo við menntaskólanám. Að sama skapi verður frásögnin bundnari lýs- ingum á ytri atburðum, stíllinn ein- faldari, afdráttarlausari; Er hún kemur úr fóstrinu trúir Isbjörg því að hún hafi hrakið illskuna úr hjarta sínu. En áður en langt um líður verða kringumstæður hennar á ný til að hún leitar óvenjulegra úrræða. Kröpp kjör á námsárunum og metn- aður fyrir hönd foreldranna beggja, móðir hennar hefur hafið nýtt líf og er um það háð henni, þessi skilyrði öll og reynsla hennar af kynferðis- málum í bernskunni verða til þess að hún tekur að stunda vændi sér til viðurværis. Hún gerist viðhald upp á kaup, en þar með lendir hún í átökum um eignarréttinn yfir sjálfri sér, átökum sem leiða til fangels- isvistarinnar. ísbjörgu hefur tilfinningakuldinn lengst af verið björg en einnig mara sem á henni hvílir þegar lífið hefur fundið henni stað. Af jafnöldrum sfnum hefur hún alltaf haft jafnlítið að segja. Það er ekki fyrr en undir lok sögunnar, eftir að ísbjörg hefur sagt hana og þar með fengið útrás fyrir sturlun sína og fordæmingu, að henni tekst að sameinast annarri manneskju, og þó ekki sé nema stundarkorn í fangelsisklefa. Henni tekst að sýna Pétri einhvers konar elskusemi undir lokin. Hún mun hljóta sinn dóm fyrir verknaðinn og verjandinn ekki til annars fallinn en hlusta á frásögn hennar, en samt mun hún hverfa að eigin hyggju til síns fyrirheitna lands. Þar mun hún sameinast föður sínum - í líki vinds- ins - hringurinn þar með lokast og hún lifa án dómsáfellis. Höfundur, Vigdís Grímsdóttir, hefur lýst ágætlega hlutskipti þess manns sem ekki getur sætt hin ytri og hin innri öfl síns sálarlífs, lífshvöt sína og lífsskilyrði, og hefur ekki skaplyndi til að lifa tvískiptu lífi. Höfundur hefur grafist fyrir um félagslegar rætur ofbeldishneigðar og merkingar hennar fyrir háttvísi og lög. Hún hefur leitast við að sveigja ýmis blygðunarefni manna í meðal, sem opinber hafa verið gerð á síðustu árum, undir stíl sinn og finna þeim varanlega merkingu - persónugert þessi efni skáldlega með ísbjörgu. Stíltöfrar sögunnar eru ekki svo megnir sem fyrri skáldsögu Vigdísar „Kaldaljóss", en seiðurinn er meiri. ísbjörg er nornarspegill sem sýnir mönnum í eigið sálarrann. Fágætlega ögrandi ritverk sem kallar á uppgjör.- María Anna Þorsteinsdóttir Furðuverk og fleira Himingeimurinn. Ritstjóri Patricia Burgess. Þý&andi Álfheiöur KJartansdóttir. Útgefandi Mál og menning. Gluggi alheimsins nefnist bókaf- lokkur sem Mál og menning gefur út. Hafa komið út tvær bækur og er þessi sú fyrri. Flokkurinn mun eink- um ætlaður fróðleiksfúsum, stálpuð- um krökkum, en sá fróðleikur sem þær flytja nýtist vissulega einnig fullorðnum. Þetta eru ríkulega myndskreyttar bækur og texta skipt í stutta þætti, svo lesandinn getur tileinkað sér efnið í smáum eða stórum skömmtum eftir geðþótta. Undirfyrirsagnir við bókarheitið lýsa efninu: Sólir. Stjörnur. Gervi- tungl. Geimtækni. Fléttaðireru sam- an fróðleiksmolar um himintunglin og eðli þeirra og geimvísindi og rannsóknir. Aftast eru svo kort um stjörnur himingeimsins. Svona bók hlýtur að vera góður stuðningur og viðbót við kennslu- bækur og kærkomin krökkum sem áhuga hafa á þessu sviði. Bækumar eru í stóru broti og frágangur allur ágætur. Sjö furðuverk veraldar og fleiri stórvirki. Ritstjórl Susan Mennell. Þý&andi Árnl Ósk- arsson. Þetta er hin bókin í fyrmefndum flokki og unnin á sama hátt, höfund- ar margir og stuttar greinar prentað- ar í kringum viðeigandi myndir. Lýst er þeim mannvirkjum sem til forna vom kölluð hin sjö undur veraldar og ýmist samhliða eða á eftir lýst mannvirkjum nútímans sem tæknilega eiga einhverja samsvömn eða eru hliðstæður umfangsins vegna. Rakin er staðsetning hinna fornu mannvirkja og merkt á landabréf. Lýst er byggingartækni að því leyti sem menn nú telja sig þekkja hana og drepið á menningu þess samfélags sem að furðuverkunum stóð. Sum mannvirkin standa enn, svo sem pýramídamir í Egyptalandi, önnur em horfin, þ.á m. garðarnir í Babyl- on, en sagnir um þá hafa geymst og enn er grafið og leitað í rústum Babyloníu. Þetta er mjög skemmti- leg og falleg bók og líkleg til að vekja forvitni lesenda um forna menningu, auk þeirrar þekkingar sem hún miðlar. Fyrsta talnabókin mín. Höfundar: Angeia Wilkes og Claudla Zett. Stephen Cartwright myndskreytti. Gu&- mundur Jónsson kennari þýddi. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg. í aðfaraorðum bókarinnar segir að henni sé ætlað að hvetja börn til að njóta talna, auka leikni þeirra með tölur og kynna orðaforða í tengslum við talnakerfið. Tölur em skýrðar með myndum og smám saman þyngjast viðfangs- efnin og lýkur með talnaþrautum. Aftast eru orðskýringar og tákna. Til frekari hvatningar er mynd af andarunga falin á hverri opnu. Þetta ætti að verða skemmtilegt viðfang- sefni fyrir krakka með leiðsögn full- orðinna, gott tilefni til samveru og samstarfs. Leyniskjalið eftir Indriða Úlfsson. Útgefandl: Bókaútgáfan Skjaldborg. Myndskreyting: Bjaml Jónsson. önnur útgáfa. Á bókarkápu segir að þetta sé fyrst og fremst spennandi drengja- saga. Ég hélt að það væri liðin tíð að bækur væm flokkaðar með þessum hætti. Þó að söguhetjan sé strákur em ekkert minni líkur til þess að stelpur skemmti sér við lestur hennar. Hún fjallar um Brodda, þrettán ár dreng í smáþorpi, sem verður fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera bendlaður við þjófnað, þótt alsak- laus sé. Gerir það honum lífið leitt það sem eftir er skólatímans, en um sumarið fer hann í vegavinnu upp til heiða með afa sínum. Þar eignast hann góðan vin og röskan vinnufé- laga en þegar stolið er úr peninga- skáp afans syrtir að á ný. Þeir félagar komast á snoðir um grunsamlegar mannaferðir á fjöllunum og lenda í ýmsum mannraunum við að koma upp um þá sem reynast valdir að báðum þjófnuðunum. Þetta er hressileg saga með hóflegu ívafi áminninga um farsæl lífsviðhorf. Krakkar í klípu eftir Zilpha Keatley Snyder. Álfhei&ur Kjart- ansdóttir þýddi. Útgefandi: l&unn. Söguhetjurnar eru bandarísk fjöl- skylda. listmálarinn Molly og dóttir hennar Amanda, ásamt seinni manni Mollyar og fjórum börnum hans. Molly hefur skilið við fyrri mann Ástandíö-Mannlíf á hernamsárunum Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson Tákn1989 Við fyrstu sýn kann að vekja nokkra furðu að tveir mjög ungir menn kjósi sér sem viðfangsefni í heimildarit mannlífið í Reykjavík á hemámsárunum. Hvorugur þeirra höfunda, Bjama og Hrafns, vom fæddir á þessum ámm þegar foreldr- ar þeirra vom ungt fólk. Þó, þegar betur er að gáð, er þetta tímabil sérstaklega forvitnilegt fyrir ungt fólk í dag og fátt eða ekkert um það skrifað af þeim sem hvergi komu nærri og vom því ekki með einum eða öðmm hætti flæktir inn í þann tilfinningahita sem hemáminu og ástandinu fylgdi - ekki síst þeim hluta ástandsins sem sneri að sam- skiptum íslenskra stúlkna og breskra og bandarískra hermanna. Þeir Bjami og Hrafn virðast því ganga til verks tiltölulega fordómalausir, en þó gætir í allri bókinni rómantísks viðhorfs til allra þeirra sem með einhverjum hætti lenda á skjön við samfélagið og tíðarandann. Það er þessi rómantík gagnvart hinum „misskildu", og þeim sem em „öðm- vísi“ sem eflaust mun fá marga til að sinn og dóttirin er ekki að öllu leyti sátt við ríkjandi fyrirkomulag og semur illa við elsta stjúpbróðurinn Davíð. Enn frekari röskun verður á högum fjölskyldunnar þegar Molly tæmist arfur sem dregur þau til ársdvalar á Ítalíu. Amanda gerir uppsteyt og segist ætla að verða eftir hjá pabba sínum, en í raun er hún aðeins að vekja á sér athygli. Fjölskyldan flytur til Ítalíu og leigir sér hús skammt frá Flórens. Þar gerist meirihluti sögunnar sem er býsna skemmmtileg. Tungumála- erfiðleikamir eru æði miklir, nema fyrir Júlíu, gáfnaljósið sjö ára, sem finnast þeir taka upp hanskann fyrir ástandsstúlkumar. I rauninni er það þó tæplega svo. Hins vegar draga þeir fram hluti sem varpa ljósi á ástandið út frá sjónarhóli þeirra sem voru í ástandinu, jafnframt því sem þeir draga fram hluti sem varpa ljósi á afstöðu þeirra sem höfðu megnustu fyrirlitningu á ástandsgálunum. M.ö.o. þeim tekst að dómi þess er þetta ritar að draga fram mjög lifandi mynd af margbreytilegu þjóð- lífi þessara ára. Lykillinn að því að lýsing þeirra verður eins lifandi og raun ber vitni er sá, að þeir leggja talsvert mikla áherslu á að finna hversdagsleg smáatriði sem gefa vís- bendingu um tíðarandann, en allt of oft er slíkt ekki talið nógu mikilvægt til að vera flokkað sem „sögulegar staðreyndir" í hefðbundinni sagn- fræði. Eitt dæmi af mörgum um slíkt er þegar þeir eru að lýsa því hvað ungt fólk í Reykjavík var að hugsa kvöldið fyrir hemámsdaginn, þá flýt- ur með hvað var verið að sýna í kvikmyndahúsunum og hvað annað var helst til skemmtunar. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að höfundamir koma sér strax í upphafi niður á mjög víða, og skynsamlega skilgreiningu á brátt kemst í gott samband við heimafólk og túlkar fyrir systkini sín. Amanda segir hverjum sem heyra vill að pabbi hennar sé millj- ónamæringur, sem ekki er þó sann- leikanum samkvæmt, og árangurinn verður sá að henni er rænt, en systkinin veita henni öll eftirför og lenda í haldi hjá mannræningjunum. Sagan er lipurlega skrifuð og vel þýdd og krakkarnir hver með sínum persónueinkennum. Auðvitað fer allt vel eftir allmargar árangurslaus- ar tilraunir krakkanna til að sleppa út höndum ræningjanna. Sigríður Thorlacius. „ástandinu", en hún spannar nær alla þætti samskiptanna við setulið- ið, allt frá draumnum að vera með dáta, til bretavinnunnar sem kenndi mönnum að taka sér „pásur“ í vinnutímanum. Megin áherslan er þó á samskipti stúlkna og dáta, og í bókinni er m.a. rætt við konur sem voru í ástandinu. Sá þáttur er þó settur í samhengi við annað sem var að gerast í þjóðlífinu. Almennt séð er þetta skemmtileg bók aflestrar og hún er vel skrifuð. Stíllinn er yfirleitt hnitmiðaður og á köflum bráðfyndinn. Heimilda er aflað víða, auk hefðbundinnar heim- ildaöflunar úr blöðum, bókum og skjölum hafa höfundamir rætt við marga þá ekki síst ástandskonur eins og áður segir. Bókin skiptist í 20 kafla og er prýdd fjölda ljósmynda og skopteikninga úr Speglinum. Út- lit og umbrot bókarinnar er í nokkr- um „skólabókarstíl“, miklar spássí- ur og stórt letur. Slíkt er smekksat- riði og er undirritaður það íhalds- samur á bækur að persónulega þykir honum það - með einhverjum óskiL/ greindum hætti - gefa frásögninni og bókinni allri óvandaðra yfirbragð en efni standa til. -BG ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.