Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 13. desember 1989 Laxveiðimenn borguðu drjúgt fyrir aflann: Meðalverð á laxinum um 24 þúsund krónur Samkvæmt yfirliti yfir meðaltalsverð sérhvers lax í þrjátíu veiðiám var hæsta meðaltalsverð á laxi rúmar 40 þúsund krónur en lægsta meðaltalsverð fyrir hvern lax var 3 þúsund krónur. Þessar upplýsingar koma fram í grein eftir Geir Thorsteinsson í Spoiíveiðiblaðinu sem nú er komið út. Séu tölurnar úr yfírliti Geirs lagðar saman og deilt í þá upphæð með fjölda ánna kemur í Ijós að meðaltalsverðið er um 24 þúsund krónur fyrir hvern lax. Alls veiddust 30 þúsund laxar á stöng síðastliðið sumar samkvæmt tölum frá Veiðimálastofnun. Ef gert er ráð fyrir að árnar þrjátíu gefi meðaltalsverð á hverjum veiddum laxi þá greiddu stangveiðimenn samtals 720 milljónir fyrir laxveið- ina. Geir reiknar meðaltalsverð á sér- hverjum veiddum laxi út frá dýrasta tíma á hverju veiðisvæði, en auka- kostnaði eins og fæði, leiðsögn og ferðakostnaði er sleppt. Samkvæmt útreikningum Geirs er laxinn dýrast- ur úr Laxá í Aðaldal, kostaði að meðaltali 43 þúsund krónur. Við nánari athugun Tímans kom hins vegar í ljós að vegna skiptingu árinnar í lax- og silungsveiðisvæði er hún varla samanburðarhæf við aðrar ár ef reikna á út meðaltalsverð á laxi. Til dæmis gerir Geir ráð fyrir of miklum fjölda stanga í ánni (28 stanga í stað 19). „Hreinar" Iaxveiði- ár ætti þó að ósekju að vera hægt að bera saman. 3000-41000 krónur Laxinn úr Elliðaánum var sem fyrr segir ódýrastur samkvæmt út- reikningum Geirs. Þar veiddust 1630 alvörulaxar, eins og það er orðað, og 133 eldislaxar, samtals 1763 laxar. Ef fjöldi laxa er margfaldaður með meðaltalsverðinu kemur í ljós að veiðimennirnir greiddu tæplega 4,9 milljónir fyrir laxana. Lax úr Norðurá var næst dýrastur að meðaltali, kostaði 41 þúsund krónur. Alls veiddust 880 laxar á stöng í Norðurá og miðað við sömu forsendur greiddu veiðimennirnir fyrir þá samtals rúmar 36 milljónir. Laxá í Kjós var aflahæsta laxveiði- áin síðastliðið sumar og gaf 2126 laxa. Meðaltalsverð á hverjum stangarveiddum laxi var samkvæmt útreikningum Geirs 17.500 krónur. Samtals voru því greiddar 37,2 millj- ónir fyrir laxana sem veiddust í Laxá í Kjós. Dýrasta veiðiá Iandsins, Laxá á Ásum, gaf mestan fjölda laxa á hverja dagstöng, að meðaltali 3,9 laxa. 720 laxar veiddust á síðasta sumri og meðaltalsverð var 27.500 krónur, eða samtals 19,8 milljónir króna. Laxveiðiverkfall? Geir byrjar grein sína á því að spyrja hvenær laxveiðimenn verði nógu skynsamir til þess að segja að nú sem komið nóg „af þessari verð- vitleysu á laxveiðileyfum", eins og hann orðar það. Síðan segir hann að ekki sé aðeins við veiðiréttarhafa að sakast þar sem þeir selji ekki veiði- leyfi nema einhver vilji kaupa og því sé sökin allt eins veiðimannanna og Geir veltir því síðan fyrir sér hvort laxveiðiverkfall hefði áhrif á verð veiðileyfanna. Síðar í greininni segir: „Þetta er stór sannleikur; umhverfið, náttúr- an, veiðifélagarnir og tilveran sjálf, allt er þetta samtvinnað veiðiskapn- um, en þetta erum við ekki að kaupa af veiðiréttarhöfum. Það er kominn tími til að greina þarna á milli. Veiðiréttarhafar geta ekki selt nátt- úruna, veðrið, veiðifélaga manns, lífið og tilveruna (að minnsta kosti ekki ennþá, þótt viljann til þess skorti vafalaust ekki hjá sumum þeirra). Það sem þeir eru að selja eru fiskarnir í ánni eða réttara sagt þeir fiskar, sem að meðaltalí koma á land hvern stangardag. (Hvernig svo sem stendur á því að þeir telji sig geta selt veiðileyfi, sem þeir eiga ekkert frekar en hver annar Islend- ingur)." SSH Umhverfi heilbrigði Á Evrópufundi heilbrigðis- og nmhverfisráðherra sem haldinn var f Frankfurt 7.-8. desember síðastlið- j,inn var rætt um umhverfi og áhrif , þess á heilbrigði. Var þetta í fyrsta sinn sem ráðherrar þessara mála- flokka hittust og ræddu samspil þess- ara þátta. Fyrir fundinum lágu drög að Evr- ópuáætlun um umhverfi og heil- brigði sem unnin voru á vegum Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar. Áætlunin var samþykkt samhljóða á fundinum. í tilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu segir: „Ahrif umhverfis á heilbrigði eru Veiðimaður rennir fyrir lax í ánni Fáskrúð í Dölunum. Heildaraflinn í nóvember 1000 tonnum meiri í ár, en síðasta ár að loðnunni slepptri: Heildaraf li kominn í 1,3 milljónir tonna mikil og víðtæk og oft á tíðum skaðleg. Enginn er eyland í um- hverfismálum eins og nýleg mengun- arslys í Evrópu, t.d. Chernobyl-slys- ið hafa minnt harkalega á. Hin nýsamþykkta áætlun byggir á þess- um staðreyndum og undirstrikar mikilvægi þverfaglegrar og ekki síð- ur alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði." Af fslands hálfu sátu fundinn ráðherrarnir Guðmundur Bjarnason og Júlíus Sólnes og Dögg Pálsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu. Þá sat Ragnhildur Helgadóttir alþingisraaður - fuodinfl*sera-/ttlltr4W Evrópuráðsins. Heildarafli landsmanna það sem af er þessu ári er samtals 1357 þúsund tonn, en var árið 1988 1543 þúsund tonn. f nóvember var heild- arafli allra skipa 138 þúsund tonn, en var í sama mánuði í fyrra 244 þúsund tonn. Munar þar mestu um Ioðnuna, en í nóvember í ár var loðnuaflinn 35 þúsund tonn en í fyrra var loðnuaflinn 142 þúsund tonn. Þetta kemur fram í bráða- birgðatölum Fiskifélags f slands fyrir nóvember sl. Þar sem loðnuveiði var með ein- dæmum slök í nóvember sl. er forvitnilegt að skoða aflatölur að loðnunni slepptri. Þá kemur í ljós að heildaraflinn fyrir utan loðnu í nóv- ember í ár var 103.744 tonn, en var í sama mánuði í fyrra 102.637 tonn. Ef litið er á sömu tölur fyrir fyrstu 11 mánuði þessa árs, þ.e. heildarafli að loðnu slepptri, þá kemur í ljós að búið er að. veiða 818.610 tonn á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs, en á sama tímabili í fyrra var búið að veiða 745.917 tonn. í nóvember var heildarafli togara 30 þúsund tonn, en var í nóvember í fyrra 31 þúsund tonn, heildarafli báta var nú 103 þúsund tonn, en var í fyrra 209 þúsund tonn og felst munurinn aðallega í dræmri loðnu- veiði nú. Bátar veiddu hins vegar 800 tonnum meira af ýsu í nóvember nú og um 1500 tonnum meira af hörpudiski. Heildarafli smábáta var^ • í nóvember í ár 5000 tonn, en var<f sama mánuði í fyrra 3300 tonn, munurinn felst einkum í þúsund tonna meiri þorskafla og 600 tonna meiri ýsuafla smábáta nú en í fyrra. Á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildarþorskaflinn orðinn 322 þúsund tonn, en var á sama tímabili í fyrra 343 þúsund tonn. í ár var miðað við að þorskafli yrði sem næst 325 þúsund lestum, en búast má við að hann fari í um 330 til 240 þúsund lestir. Ýsuaflinn er orðinn um 51 þúsund lestir, en var í fyrra 46 þúsund lestir. 67 þúsund tonn hafa veiðst af ufsa í ár, en í fyrra þúsund tonnum minna og karfaaflinn er nú um 5000 Iestum minni. Steinbíturs- aflinn stendur í stað, en grálúðuafli er nú orðinn um 11 þúsund lestum meiri en hann var í fyrra, en skar- kolaafli um 2 þúsund tonnum minni. Humaraflinn er um 600 tonnum minni nú, rækjuaflinn 3000 tonnum minni, hörpudiskaflinn 1200 tonnum meiri en í fyrra. Mest barst á land á Siglufirði í nóvember, (allar fisktegundir), eða 16.988 tonn, því næst koma Vest- mannaeyjar með rúm 11 þúsund tonn og í þriðja sæti Eskifjörður með tæp 11 þúsund tonn. -ABÓ 5meðfullfermi Fimm loðnubátar tilkynntu um afla í gær til loðnunefndar, samtals 3360 tonn. Aflann fengu þeir aust- ur af Kolbeinsey. Það sem af er þessari vertíð er búið að landa rúniuni 43 þúsund tonnum. Að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá loðnunefnd telst honum til að 30 bátar séu nú á miðunum út af Sléttu, eða örlítið austar en bátarn- ir voru við veiðar í fyrrinótt. Bát- arnir eru að kasta á um þriggja mílna loðnutorfu á svæðinu, en loðnan stendur djúpt þar sem heið- skírt er og fullt tungl. í nótt var spáð éljum og ætti því að verða meiri veiði ef veðurspáin gengur eftir. Þeir sem tilkynntu um afla voru Sjávarborgin með 750 tonn, Þórs- hamar með 550 tonn, Víkurberg með 580 tonn, Dagfari með 350 tonn og Bjarni Ólafsson var með 1130 tonn. Allir bátar sem voru á miðunum fengu eitthvað og eru sumir þeirra að verða búnir að fylla sig. Hnúfubakurinn er á miðunum og reif hann meðal annars nótina hjá Dagfara. Ástráður taldi víst að sjómenn væru sáttir við að hafa hnúfubakinn a.m.k. til að byrja með, því það sýndi að loðna væri á svæðinu. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.