Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. desember 1989 llllllllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllll Tíminn 13 Bjarni Guðmundsson frá Hömrum Fæddur 31. október 1908 Dáinn 4. desember 1989 Það er svo stutt síðan ég sá Bjama hlaupa við fót upp brekkuna hjá Hlaðhömrum og nú er hann horfinn. Hann var fæddur á Seli í Gríms- nesi, yngstur þriggja bama hjónanna Guðbjargar Eyjólfsdóttur og Guð- mundar Bjamasonar. Á Seli sleit hann barnsskónum meðal systkina og fimm barna hjónanna í Vestur- bænum, Þórunnar Bjömsdóttur og Kjartans Vigfússonar, því á Seli var tvíbýli og öll bömin eins og stór systkinahópur. Til vitnis um það hvað tvíbýlið á Seli var gott má nefna að þegar fjölskylda Bjama eignaðist útvarps- tæki var gerð lúga á vegginn sem aðskildi baðstofumar svo nágrann- arnir gætu hlustað líka. Einnig má nefna að dætur Bjama bera nöfn húsfreyjanna á Seli og heita Guð- björg Helga og Þórunn Björg. Á fardögum 1937 flytur Bjami með foreldrum sínum og bróður búferlum að Hömmm í sömu sveit. Það var mikið tilhlökkunarefni fýrir okkur í Austurbænum að Vestur- bærinn kæmist aftur í byggð því hann var búinn að vera í eyði í 3 ár. Á annan áratug bjuggu bræðumir félagsbúi á Hömrum. Áður en fjölskyldan gat flutt þurfti að byggja upp flest bæjarhúsin. Það gerði Bjami um vorið ásamt Jóhanni föðurbróður mínum. Þessi hús standa enn. Oft sótti Bjami vinnu út í frá á vetmm. Fór meðal annars til sjós á vetrarvertíð. Eins tók hann þátt í ýmsu fyrir byggðarlagið. Þegar þjálfa þurfti tvo menn til löggæslu var Bjarni annar þeirra sem urðu fyrir valinu. Hann fór á námskeið og fékk búning. Á þessum árum átti Bjami góða hesta og man ég vel eftir Sindra, mjög viljugum, töltara að mig minnir. Þótt Hamrar séu tvær jarðir, Hamrar I, Vesturbær og Hamrar II, Austurbær, em það aðeins slægju- lönd sem em aðskilin. Úthagar allir em óskiptir, svo kýr og allur fénaður gekk saman. Það kom því af sjálfu sér að öll smalamennska og aðrekst- ur fjár vor og haust þurfti að fara fram í sameiningu. Öll þessi sam- vinna var mjög ánægjuleg. Mjög sagði faðir minn að gott væri að leita til Bjama, því hann segði nei, ef hann héldi að hann gæti ekki orðið við bóninni til að vera viss um að svíkja ekki loforð, en væri svo kannski búinn að gera greiðann fyrr en varði. Einhverju sinni hafði faðir minn orð á því að hann hefði aðeins kynnst góðu fólki um dagana, en að búa í svona góðu tvíbýli væri eins og að upplifa himnaríki á jörð. Hvað mig varðar var sem að eignast þrjú eldri systkini. Árið 1949 létust foreldrar Bjama, Guðmundur í janúar og Guðbjörg í júní. Um næstu áramót flutti hann að Ljósafossi og skömmu seinna ræður hann hann sig til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Um svipað leyti, eða 10. febrúar 1950, kvænist hann stúlku af þýskum ættum, (Adelheid Frank) Aðalheiði Guðmundsson og stofnuðu þau heimili sitt í skólahúsinu á Ljósa- fossi. Þau eignuðust tvær dætur og nú em bamabömin orðin fimm. Svo er það í árslok 1954 að Bjami hefur störf hjá Alifuglabúi bakara- meistara hf. og gerist útibússtjóri á Fellsmúla á meðan aðalstarfsemin var enn á Sogamýrarbletti 46. Hann vann á Fellsmúla til 1. nóv. 1982 og má því kalla þetta aðalstarf hans. Það var mikið happ fyrir alifugla- búið að fá Bjarna til starfa þama. Hann hafði áður unnið hjá búinu tíma og tíma á Sogamýrarbletti 46 á meðan verið var að byggja upp þar, svo hann var ekki alveg ókunnugur fyrirtækinu. Á Fellsmúla beið hans mikið starf. Það þurfti að stækka og lagfæra íbúðarhús svo hann gæti flutt þangað með konu og dóttur. Eins þurfti að breyta fjárhúsi í svínahús og fljót- lega var byggt yfir nokkur hundruð hænur. Við þetta vann Bjami til að byrja með. Næstu árin sá Bjami oftast einn um gegningar á Fellsmúla og var þar sín ögnin af hverju: svín, endur, gæsir, 3-4 kýr, 1 hestur og fáeinar kindur. Á ámnum 1965-1966 flutti búið endanlega að Fellsmúla og eftir það vom þar nær eingöngu hænsni og svín. Enda búið að byggja yfír nokkur þúsund hænsni og svínin komust í 150 með grísum og öllu þegar flest var. Svínin vom sérsvið Bjarna þótt hann ynni við aðrar gegningar líka. Það kom sér vel að Bjarni var laginn því þar sem svona búskapur er stundaður er að mörgu að hyggja. Ekki dugar annað en að kunna til verka þegar eitthvað bilar, t.d. í sambandi við vatn og rafmagn. Þetta gerðist helst í vondum veðrum þegar samgöngur jafnvel tepptust með öllu. Það gat meira að segja verið útilokað að láta vita, því þama var sveitasími sem var opinn fáa tíma á dag. Þetta sýnir hve nauðsyn- legt það var að hafa þarna mann sem gat gert við þótt ekki væri nema til bráðabirgða. Oft hefði það getað kostað mörg líf ef ekki hefði verið fjölhæfur og áræðinn maður á staðnum. Þar að auki var Bjarni sérstakur dýravinur sem ekkert mátti aumt sjá. Hann hafði oft orð á því hvað sér þætti sárt að mega ekki bæta smáögn á svínin þegar hann þurfti að ganga um svínahúsið milli mála, t.d. til að fylgjast með gyltum. Haustið 1984, 17. október, flutti hann að Akurholti, rétt fyrir ofan Fellsmúla og bjó þar í skjóli yngri dóttur sinnar næstu 4 árin. Þau höfðu alltaf átt heimili saman. Bjarni og Aðalheiður slitu samvistum vorið 1976 þegar Þómnn Björg var 14 ára. Það má heita merkilegt hvernig hann gat haldið heimili sem einstæð- ur faðir, þar sem hann var alinn upp við að konur einar gerðu húsverk. Á Akurholti hafði hann nóg að starfa því þar vom fáein húsdýr til að hlúa að og stór lóð til að snyrta. Þeir sem hirða um dýr eru bundnir og eiga sjaldan frí. En þó Bjarni gerði ekki víðreist eftir að hann kom að Fellsmúla héldu þó vinir og kunningjar tryggð við hann. Kom þetta skýrt í ljós á stórafmælum. Þetta kunni hann vel að meta, enda lýsti hann því yfir að besti auðurinn væri góðir vinir. Bjami var mikill vinur bama og dýra. Auk þess hvað bamabömin vom honum kær var samband hans við systkinabörnin alveg sérstakt. Missir hans var því mikill þegar Guðmundur Ingólfsson, systursonur hans, féll frá fyrir rúmum tveimur ámm, aðeins 58 ára að aldri. Nú er Helga ein eftir á lífi af systkinunum þremur frá Seli, Eyjólfur bróðir Bjarna lést haustið 1960, 64 ára að aldri. Fyrir rúmu ári, rétt fyrir áttræðis- afmælið, flutti Bjami að Hlaðhömr- um og hafði þar litla íbúð til umráða. Þar leið honum vel í hópi góðra vina því hvar sem Bjarni fór eignaðist hann vini. Þó aldurinn hafi verið orðinn nokkuð hár var minnið svo gott að hann gat flutt heila bragi án þess að reka í vörðumar. Eins hafði hann frá mörgu að segja og gat haft samtöl orðrétt eftir ef því var að skipta. I seinni tíð sótti hann samkomur eldri borgara í Mosfellsbæ og var vinsæll spilafélagi, enda jafnvígur á bridge og lomber. Ég var 15 ára þegar Bjarni og fjölskylda hans komu að Hömmm og ég hef ætíð litið á hann sem stórabróður. Hann var mér bæði hollráður og hjálplegur. Ekki var ég mikið samtíða honumm á Hömmm, því eftir þetta var ég alla vetur á Mosfelli. Þar til haustið 1941 að ég giftist Einari Tönsberg sem á sama tíma var framkvæmdastjóri við Ali- fuglabú bakarameistara hf. Eftir þetta kynntist ég Bjarna betur, því Einar sótti mjög eftir honum til starfa þegar verið var að byggja upp á Sogamýrarbletti 46 og bjó hann þá á heimili okkar. Þeim varð vel til vina Einari og Bjama og höfðu um margt að spjalla. Brátt varð öll fjölskylda Bjama orðin bestu vinim- • ir sem við Éinar eignuðumst á lífs- leiðinni. Þar sem Einar átti ekki fjölskyldu hér á landi verður þessu góða fólki aldrei fullþökkuð sam- fylgdin. Með þessum línum kveð ég Bjarna og sendi dætmm hans, bama- bömum og öðmm ástvinum og vin- um samúðarkveðjur. Hér er góður drengur genginn. Blessuð sé minning hans. Ingibjörg Tönsberg Um 1950 flutti Bjami Guðmunds- son að Ljósafossi ásamt Hædi, eigin- konu sinni. Fengu þau litla íbúð í skólanum og bjuggu þar í nokkur ár ásamt eldri dótturinni, Helgu. Vann Bjarai í fyrstu við skólann, en síðar við rafstöðvamar þar til hann fluttist að Fellsmúla í Mosfellssveit. Bjama hafði ég þekkt frá því ég var bam, en góður vinskapur var með föður mínum og þeim bræðmm Bjarna og Eyjólfi frá gamalli tíð. Bjarni var þeirrar gerðar að það var gott að vera í návist hans. Hann var góður verkmaður að hverju sem hann gekk og þótti öllum gott með honum að vera. Bjami var jafnlynd- ur og glaðsinna og næmur á hið broslega í tilveranni. Hann kunni frá mörgu að segja, sumu broslegu, og gerði það af snilld. Var hermi- kráka þegar við átti. Allt var þetta græskulaust og til gleði. Eftir að Bjami flutti í Mosfells- sveitina var það árviss tilhlökkun að fá hann í heimsókn kvöldið fyrir Hólaréttir. Með honum komu jafn- an frændur hans, ýmist einn eða tveir, og var glatt á hjalla. Bjami hafði gaman af spilum og var lunkinn spilamaður hvort sem spilað var lomber eða bridge. Ekki skemmdi þegar snjallir spilamenn eins og Guðmundur og Örn Ingólfssynir vom með honum. Þá gátu sagnir orðið þó nokkuð glæfralegar. Þessi kvöld gleymast ekki. Næsta morgun var svo risið snemma úr rekkju, farið í morgun- kaffi að Efri-Brú og svo í réttirnar. Vín aðeins til upplyftingar og alltaf í hófi. Nú er Bjami allur, en eftir lifa minningar um góðan dreng. Við Svava sendum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Böðvar Stefánsson Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélrit- aðar. TÓNLIST FINIR TONLEIKAR Öll verkin þrjú á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands höfðu til síns ágætis nokkuð: Reflex eftir Kjartan Ólafsson er fmmlegt og kraftmikið nýtt verk ungs íslensks tónskálds (f. 1958, að læra í Finn- landi en áður í Hollandi), Einar Jóhannesson spilaði Klarinettukons- ert Carls Nielsen (1865-1931) frá- bærlega vel, en konsert þessi er fáheyrður vegna þess hve svívirði- lega erfiður hann er, og 4. sinfónía Beethovens, yndisleg og stórkostleg í eðli sínu, var prýðilega flutt. Stjómandinn var einnig viturlega valinn, Colman Pearce frá írlandi, því skv. tónleikaskrá hefur hann lagt sérstaka áherslu á flutning samtíma- tónlistar og verið ötull að kynna stórvirki þessarar aldar fyrir írskum áheyrendum. „Þeir fiska sem róa,“ stendur þar og nú gæti opnast fyrir sölu „Reflex" og jafnvel annarra verka okkar manna á írlandi, ef vel tekst til. Burtséð frá því stjómaði Colman Pearce af öryggi og kunn-. áttu og átti vafalaust góðan þátt í því hve prýðilegir þessir tónleikar vom. Fræg er sagan af því þegar Stravin- sky kom út af fmmsýningu Disney- myndarinnar Fantasía í miklu upp- námi vegna þess hve smekklaus honum þótti myndin, en þó einkum vegna þess að Disney hafði látið „laga“ Vorblótið. Disney sneri þessu sér f hag og sagði fréttamönnum það eitt að Stravinsky hefði verið „visibly moved“, sem mátti skilja þannig að hann hefði verið í mikilli hrifningar- geðshræringu. En hvað sem um Fantasíu má segja, þá fannst mörg- um hún merkileg á sínum tíma og þótti hún gera æðri tónlist aðgengi- legri með því að myndskreyta hana, lfkt og gert er við bækur handa bömum. Og sjálfum dettur mér Fantasía stundum í hug, eða Raf- eindaljóð Boulez og Corbusier, þeg- ar ég hlýði á verk ungu mannanna. Myndskreyting við þau virðist jafn- æskileg og hún var ónauðsynleg við verkin sem Disney valdi í sína mynd. En burtséð frá þessu var Reflex eftir Kjartan Ólafsson kröftugt verk og vel uppbyggt, að því er virtist, og með áheyrilegri nýverkum. Einar Jóhannesson vann umtals- verðan listamannssigur með einleik sínum í klarinettukonsert Nielsens. Konsert þessi mun, af ástæðum mér ókunnum, þykja meðal „dýpri“ verka tónskáldsins og sannarlega em í honum fallegir og skemmtilegir kaflar þótt hann virðist nokkuð los- aralegur á pörtum. Hann er hins vegar með meiri háttar klarinettu- konsertum og var kominn tími til að hann heyrðist hér á landi, en eins og fyrr sagði er hann talinn svo tækni- lega erfiður og tyrfinn, að fáir klarin- ettistar leggja í að spila hann. Þekkt- asta hljómplatan mun vera með fyrrum kennara Einars, John McCaw, en Einar spilaði þetta svo dæmalaust vel og snilldarlega, að nú ætti hann bæði að fara í spilaferð um heiminn með konsertinn og að spila hanji inn á hljómplötu. Hann hefur nú þegar spilað Mozart-konsertinn inn á hljómplötu, sem allir vinir Mozarts, klarinettunnar og góðrar tónlistar ættu að eignast, og með því að bæta Nielsen-konsertnum við upptökusafn sitt, mundi hann sveifla sér upp í hóp 20 fremstu klarinettista heims. (Tónleikaskráin segir frá því, að í nýrri bók um heimsins klarin- ettusnillinga sé Einar talinn einn af 45). Um Beethoven er svosem ekki margt að segja annað en það, að hann er auðvitað mestur. Og þegar Beethoven er fallega spilaður, eins og nú, þá slær honum enginn við á hösluðum velli tónleikasalarins. Sig. St. Villa-Lobos á gítar Gítarleikarinn Joseph Fung skemmti mönnum á háskólatónleik- um 6. desember með verkum eftir brasilíska tónskáldið Heitor Villa- Lobos (1887-1959). Þar hafði Joseph Fung úr nógu að velja, því Villa- Lobos, helsta tónskáld Brasilíu- manna og jafnvel spænska málsvæð- isins alls á þessari öld, var afkasta- mikill í besta lagi og gítarinn þjóðar- hljóðfæri hans. Enda segir í tón- leikaskrá, að eftir Villa-Lobos liggi yfir 2000 verk, þeirra á meðal óper- ur, ballett, kórverk, tólf sinfóníur, 15 strengjakvartettar, píanóverk og gítarverk og hafi þessari miklu fram- leiðslu verið líkt við frjósemi fmm- skógarins - þar mun vera átt við skóga Amazon. Joseph Fung er uppmnninn í Hong Kong, en hefur búið hér á landi síðan 1980. Hann starfar sem tónlistarkennari, en er einnig mjög virkur flytjandi, bæði sem einleikari og sem félagi f hljómeykjum. Auk þess er hann tónskáld og hefur m.a. samið tvo gítarkonserta. Eins og vænta mátti af svo alhliða tónlistar- manni einkenndist flutningur hans á háskólatónleikunum af miklu öryggi og talsverðum músfkölskum tUþrif- um. Nokkuð áberandi þóttu mér strokhljóð vinstri handar eftir strengjunum, einkum á stöðum þar sem samhljómar fylgja hver öðmm, en ég ímynda mér að hjá þessu verði tæplega komist - þetta sé nokkurs konar veikleiki hljóðfærisins. Joseph Fung flutti fyrst 5 prelúdí- ur (af mörgum) fyrir gftar, þá Chor- os nr. 1 og loks Skottís-Choros, en choros er tónform sem sérstaklega er kennt við VUla-Lobos og er eins • konar fantasía byggð á brasilískri alþýðutónlist. Enda fékkst VUla- Lobos, eins og Béla Bartók og Bjami Þorsteinsson, við það að safna alþýðulögum í heimalandi sínu. Hinir fyrmefndu tveir notuðu þetta efni í tónlist sína, en sjóður Bjama nýttist öðmm tónskáldum, ekki síst Jóni Leifs. Sig. St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.