Tíminn - 20.12.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Vinningstölur laugardaginn
16. des. ’89
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1 ■ 5 af 5 0 2.326.714
2. 4af5^^ 3 134.818
3. 4af 5 100 6.976
4. 3af 5 4.018 405
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.056.058 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Laugardagur kl.20:15
51. LEIKVIKA- 23. des. 1989 111 X 2
Leikur 1 Aston Villa - Man. Utd.
Leikur 2 C. Palace - Chelsea
Leikur 3 Derby - Everton
Leikur 4 Luton * - Nott. For.
Leikur 5 Man. City - Norwich
Leikur 6 Q.P.R. - Coventry
Leikur 7 Southampton - Arsenal
Leikur 8 Tottenham - Millwall
Leikur 9 Wimbledon - Charlton
Leikur 10 Ipswich - West Ham
Leikur11 Sheft. Utd. - Leeds
Leikur 12 Swindon - Blackburn
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002
Þrefaldur pottur!!!
St. Jósepsspítali Landakoti
Hjúkrunarritarar
Hjúkrunarritara vantar á deild sem er 13 rúma
handlækningadeild og 9 rúma móttöku/dagdeild.
Upplýsingar gefa Björg J. Snorradóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri í síma 604300 og Kolbrún
Sigurðardóttir, deildarstjóri í síma 604314.
Reykjavík 19. desember 1989.
Tilboð óskast
Tilboð óskast í flutning á áburði frá Áburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi til viðskiptamanna á félags-
svæði Kaupfélags Hrútfirðinga. Magn 400-600
tonn.
Allar upplýsingar og útboðsgögn liggja frammi á
skrifstofu félagsins.
Kaupfélagsstjóri.
Mjðvikudagur 20,deserriber 1989
BÓKMENNTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Dásamaða Ameríka!
FYRIRHEITNA LANDIÐ
Skaldsaga eftir Einar Kárason
Útg: Mái og menning, 1989
Þar kom að því að maður fékk allt
að vita um dásemdarlífið í henni
Ameríku. Ekki verða allir jafn ríkir
og frægir eins og af er látið eða
hvað? I þessari þriðju bók Einars
Kárasonar um fjölskyldu og afkom-
endur Karólínu spákonu í Thule-
kampinum fáum við að vita um
örlög þeirra fjölskyldumeðlima, sem
fluttu til fyrirheitna landsins, til
hinnar dásömuðu Ameríku.
í þessari bók fylgjum við lang-
ömmubarni spákonunnar, honum
Munda, sem fer með frænda sínum
og vini, Manna, í rannsóknar-
leiðangur til Ameríku. Þeir hyggjast
kanna lífsafkomu ömmu Gógó,
Bóbó hálfbróður og Badda móður-
bróður. Það er semsagt ákveðið
„pródjekt" í gangi. Hvað svo sem
það þýðir á íslensku.
Félagarnir þvælast víða og alltaf
er Bóbó með þeim, en hann hirtu
þeir hreinlega upp í New York. Þeir
fundu ömmuna eftir nokkra leit í
símaskránni og hún lofaði að sækja
þá, en samkvæmt þeirra kortum
voru þeir ekki svo langt frá heimili
hennar. Þeir biðu og biðu, en aldrei
kom „kelling". Það var ekki fyrr en
seint og um síðir eftir nokkurra
klukkustunda bið að hún skilaði sér
og höfðu þá mörg blótsyrðin fallið í
hennar garð.
En amman hafði ekki látið sig
muna um það að sækja drengina
sína þótt hún neyddist til að aka
hvíldarlaust í sjö klukkustundir. Já,
fjarlægðirnar eru miklu meiri í Am-
eríku en hér á landi. Ekki held ég að
margir skryppu frá Akureyri til
Keflavíkur til að sækja einhvern
ættingja og biðja hann bara um að
hinkra aðeins á meðan.
Höllin hennar ömmu Gógó sem
sagt er frá í Gulleyjunni reynist ekki
vera til staðar. Draumalandið er
ekki meiri draumur en svo að hún
býr með syni sínum honum Badda í
hjólhýsi í nöturlegu, afgirtu hjól-
hýsahverfi. Ekki geta drengirnir
fengið að gista þar, svo þeir fá inni
hjá vinkonu ömmu Gógó. Það eru
nefnilega allir svo alþýðlegir í henni
Ameríku. Allir eru vinir og standa
með náunga sínum - allavega alveg
þangað til að eitthvað kemur fyrir.
En amma „klikkar aldrei", hún
„reddar öllu“ og lætur sér fátt um
finnast þótt sonurinn berji Jiana
svona endrum og eins.
Ég var ekki svikin af þessari bók
Einars, frekar en hinum tveimur,
Djöflaeyjunni og Gulleyjunni.
Kímni hans er á réttum stað. Lýsing-
ar á Línu spákonu, eru gott dæmi
um þetta, en það er kerling sem
ekkert þykist heyra eða skilja, en
fylgist samt með öllu. Einnig má
nefna spaugileg bókarkaup Fíu og
Tóta.
Eitt og annað hefur ekkert breyst
frá því í fyrri bókunum og á það
aðallega við Gógó. Hún er alltaf jafn
lífsglöð, hvað sem á gengur.
fslenskan á þessari bók er ekki
verri en gengur og gerist á markaðn-
um um þessar mundir, en mér finnst
hún þó lakari en í fyrri bókum um
eyjaklasann. Ákveðið stílbragð virð-
ist vera mikið „in“ um þessar
mundir, eða n.k. tískufyrirbrigði. Á
þetta einkum við samsetningu orða
eins og til dæmis, „þarsem" og
„neinei", að ég tali ekki um
„mússík“ með tveimur essum. Ein-
mitt í allri þessari umræðu um mál-
ræktarátak finnst mér að rithöfundar
ættu að taka börnin til fyrirmyndar
og reyna bæði að skrifa og tala
vandað mál.
í heild er bókin þó skemmtilegur
afþreyingarlestur og gildir þá einu
þótt ekki hafi að fullu verið fylgst
með undnagengnum bókum í skerja-
garðinum hans Einars. Þeir sem
ekki eiga neina af fyrri bókum hans
bendi ég hins vegar á að útvega sér
í það minnsta ættartöluranar úr
þeim fyrri til að auðvelda lestur og
skilning skáldsögunnar endalausu.
Kristján Björnssun
Stuttur stans í vestrinu
Piers Paul Read: A Season in the
West. Secker & Warburg 1988.
Piers Paul Read skrifar skemmti-
legar skáldsögur. Hann er kaþólskur
og aðspurður í sjónvarpsþætti fyrir
nokkrum árum hvort hann tryði á
þrennar vistarverur annars heims,
kvað hann svo vera. Þetta féll ekki í
sem bestan jarðveg meðal þeirra
sem leitast við að móta bókmennta-
smekk Englendinga, gagnrýnenda
og svokallaðra „róttækra höfunda".
Þetta vakti mikla hneykslan í hópum
„vinstri intelligensíunnar“. Meðal
skáldsagna Reads er „The Free
Frenchman", löng skáldsaga um
Frakkland á stríðsárunum, sem
mætti vera miklu lengri.
í þessari skáldsögu, „A Season in
the West“ segir af flóttamanni frá
alþýðulýðveldinu Tékkóslóvakíu
sem tekst að komast úr landi. Josef
Birek er rithöfundur og andófsmað-
ur í heimalandi sfnu. Nokkur kvæði
og smásögur hafa birst í óleyfi yfir-
valda í heimalandi hans og verið
smyglað til Vesturlanda.
Illlllllllllllllllllllllll BÆKUR lllllllll.....
Pappírs-Pési
Pappírs-Pési heitir myndabók
sem er nýkomin út. Bókin er
byggð á sjónvarpsmynd sem
kvikmyndagerðin Hrif vann og
sýnd var 1 sjónvarpi fyrir ári.
Sagan er eftir Herdísi Egilsdóttur
en myndskreytingu gerði Bemd
Honum er tekið opnum örmum
fyrir í London, sem nokkurs konar
píslarvætti. Stofnun, sem annast
flóttamenn úr stétt rithöfunda, aug-
lýsir komu hans og Laura Morton,
sem er starfsmaður stofnunarinnar,
hefur allan veg og vanda af honum
fyrstu daga og vikur. Hann er kynnt-
ur fyrir væntanlegum útgefendum,
og enskum og bandarískum rithöf-
undum, útgáfustjórum og stjóm-
armönnum rithöfundasamtaka.
Fundir hans og Lám með þessu fólki
verða oftast kátlegir. Höfundur
dregur fram ýmis heldur neikvæð
einkenni þessara hópa og einfeldn-
ingslega afstöðu flóttaskáldsins til
„vestrænna gilda“. Þegar flótta-
skáldið fer að tala um negra sem
alnæmissmitbera dettur andlitið af
intelligensíunni. Eins og kunnugt er
em það kynþáttafordómar að bera
sér orðið „niggari" í munn og að
tengja þá alnæmi er fasistaáróður.
Einnig verður flóttaskáldi það á að
tala um Guð almáttugan, ekki leist
gáfnaelítunni á slíkar ræður.
Ogrodnik sem gerði líka brúðuna
í kvikmyndina. Sagan segir frá
Magga, dreng sem er einmana og
teiknar sér leikfélaga, Pappírs-
Pésa, sem lifnar við og bráðlega
staekkar félagahópurinn. Það
gengur á ýmsu við að bjarga Pésa
úr ógöngum sem hann lendir i
enda er pappír viðkvæmur fyrir
hnjaski og fullorðna fólkið skilur
ekki að Pési er lifandi drengur.
Hrif vinnur nú að fleiri
sjónvarpsþáttum um Pappírs-
Pésa sem sýndir verða fljótlega.
Mál og menning gaf bókina út.
Kappasögur
endursagðar
Komin er út hjá MáU og
menningu bókin Kappar og
konungar, þar sem Guðlaug
Richter endursegir valda
íslendingaþætti. Þættirnir greina
frá hetjulund og höfðingsskap
fomgarpa sem sigldu utan og
freistuðu gæfunnar á erlendri
gmnd. Kappamir sóttu gjarnan
Hrifning þeirra, sem reka flótta-
mannaaðstoð andófsrithöfunda sem
sloppið hafa vestur yfir, dofnar á
skáldskap þessa skálds og loks tekur
Laura hann upp á sína eigin arma í
bókstaflegri merkingu. En það
stendur ekki lengi. Bráðlega er hann
yfirgefinn af öllum fyrri aðdáendum
og lokin verða þau að hann hverfur
aftur austur fyrir tjald.
Mynd sú sem Paul Read dregur
upp af engilsaxneskum höfundum er
ekki sérstaklega aðlaðandi. Þetta
eru mestan part blautleg sýndar-
menni, hræsnisfullir potarar, sem
hafa lapið upp útþynnta hugmynda-
fræði og telja sig baráttumenn jafn-
réttis, félagshyggju og andlegs
frelsis, en hugsa í peningum.
Sagan er ákaflega skemmtileg og
vel skrifuð, húmor og glöggsýni
höfundarins nýtur sín vel og hann
virðist njóta þess að hæða framúr-
stefnu framagosa og sjálfskipaða
menningarpostula.
Siglaugur Brynleifsson
heim erlenda konunga, færðu
þ'éim góðar gjafir eða sýndu
hollustu og hlutu vináttu og góða
gripi aðlaunum. Sögurnar em
myndskreyttar af dönsku
listakonunni Piu Falck Pape og
skráðar á auðveldu máh fyrir böm
á skólaaldri.