Tíminn - 21.12.1989, Side 3

Tíminn - 21.12.1989, Side 3
Fimmtudagur 21. desember 1989 Tíminn 3 Aðilar innan útgerðarinnar: Segjast vilja kaupa Hafrannsóknastofnun Verkalýðsfélag i nýtt húsnæði Hópur hagsmunaaðila í sjávarút- vegi vill kaupa Hafrannsóknastofn- unina og hefur sent sjávarútvegsráð- herra bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á stofnuninni. Frá þessu er sagt í Vestfirska frétta- blaðinu sem kom út nýlega. í bréfinu til ráðherra segir að vegna fjársveltis telji starfsmenn Hafrannsóknastofnunar sig ekki geta sinnt nauðsynlegum rannsókn- um. Ennfremur er bent á hversu afgerandi áhrif á veiðiheimildir og þar með þjóðartekjur stofnunin hafi og því sé nauðsynlegt að hún búi við sem bestar aðstæður. Þá lýsa bréfrit- arar þeirri bjargföstu trú sinni að rekstur stofnunarinnar verði mun betri í eigu aðila með meiri faglegan og fjárhagslegan metnað en núver- andi eigendur hafa. Með því verði stofnunin betur í stakk búin til ráðgjafar um þá miklu auðlind sem fiskistofnarnir eru og þar með verði lífskjör okkar íslendinga tryggari en þau eru nú. Bréfið er undirritað af Halldóri Jónssyni á Súðavík fyrir hönd óskil- greinds hóps manna. Afrit var afhent forstjóra Hafrannsóknastofnunar og fjármálaráðherra. Fúlasta alvara „Það er fullkomin alvara á bak við þessi skrif og stór hópur aðila í sjávarútvegi er búinn að bræða þetta með sér lengi. Það hefur verið óánægja innan stofnunarinnar og utan, þó að óánægjan hafi því miður ekki komið nógu vel fram opinber- lega,“ sagði Halldór Jónsson þegar Tíminn spurði hann að því hvort menn væru ekki að grínast með þessum bréfaskrifum. Aðspurður sagði Halldór að hóp- urinn væri ekki óánægður með störf stofnunarinnar heldur frekar þau störf sem ekki væru unnin þar. „Stofnunin sinnir skyldum sínum einungis að því marki sem henni er kleift fjárhagslega. Málið er að æ meira mark er tekið á stofnuninni þrátt fyrir augljósa vangetu hennar til að rannsaka þá hluti sem henni ber. Stofnunin er grundvöllurinn fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru varðandi veiðar úr fiskistofnun- um sem þýðir að rannsóknir stofnun- arinnar stjórna stórum hluta af okk- ar efnahag á sama tíma og hún er í fjársvelti sem leiðir til þess að rann- sóknirnar eru alls ekki nógu traustar til að byggja á. Við teljum að það þurfi að standa betur að stofnuninni til að hún skili fullkomnum upplýs- ingum. Við erum fyrst og fremst að lýsa vantrausti á fj árveitingavaldið. “ Halldór sagði að menn hefðu gert sér ákveðnar verðhugmyndir en vildi ekki láta þær uppi. Sagði hann að ef til kæmi yrði stofnunin rekin sem hvert annað fyrirtæki og viðskipta- aðilar greiddu fyrir upplýsingar sem þeir leituðu eftir. „Mér dettur helst í hug að þetta sé gálgahúmor í Vestfirðingum," sagði Jakob Jakobsson forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar er Tíminn leitaði álits hans á málaleitan út- gerðaraðilanna. „En að öllu gamni slepptu er maður feginn því að menn hafi áhuga á að efla hafrannsóknir. “ Aðspurður sagði Jakob að á undanförnum árum hefði í fjárlög- um alltaf verið gert ráð fyrir óbreyttri starfsemi stofnunarinnar og engin viðbót hefði fengist fyrir utan fisk- eldisstöð sem var afhent fyrir rúmu ári auk fjár sem var veitt til hvala- rannsóknanna. Jakob sagði að það væri alltaf álitamál hvort stofnunin næði að sinna hlutverki sínu með þeim fjármunum sem til hennar hefur verið veitt. „Vafalaust gætum við sinnt hlutverkinu betur ef við hefðum meiri peninga. Það eru alltaf gerðar meiri og meiri kröfur til okkar á sama tíma og við fáum ekki að efla starfsemina.“ Jakob sagði ennfremur að óhugs- andi væri að stofnun af þessu tagi gæti verið rekin af einkaaðilum sem hún væri þá jafnframt háð. Hinsveg- ar hefðu lengi verið uppi tillögur um það að sjávarútvegurinn kæmi sér upp rannsóknasjóði þannig að út- gerðaraðilar gætu styrkt tiltekin verkefni sem þeir hefðu áhuga á að stofnunin sinnti. Til dæmis loðnuleit eða einhver önnur „praktísk" verk- efni. En hefðbundin verkefni yrðu kostuð af ríkinu. Sagði Jakob að Vernharða Alba í Þjóðleikhúsinu Annan í jólum frumsýnir Þjóð- leikhúsið Heimili Vemhörðu Alba eftir spænska leikskáldið Federico Garcia Lorca, í nýrri þýðingu eftir Guðberg Bergsson. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir, en með aðal- hlutverk fara Kristbjörg Kjeld, Bríet Héðinsdóttir og Herdís Þorvalds- dóttir. Heimili Vernhörðu Alba er leikrit mikilla tilfinninga, brennandi lífs- þorsta og þjáninga sem hlýst af Launavísitala hækkarum2,2% Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu fyrir desembermánuð 1989 miðað við meðallaun í nóvember. Er vísitalan 112,7 stig eða 2,2% hærri en vísitala fyrra mánaðar. Samsvarandi launavísitala til greiðslujöfnunar fasteignaveðlána tekur sömu hækkun og er því 2.467 stig í janúar 1990. -EÓ valdbeitingu. Leikritið gerist innan húss á brennheitum sumarvikum á Spáni. Vernharða Alba heldur dætr- um sínum fimm í járngreipum, eng- inn andblær má komast inn á heimil- ið þau átta ár sem sorg skal ríkja eftir andlát heimilisföðurins. Allt er bundið í viðjar hefða og venja. Elsta dóttirin á þó biðil, ungan stæltan mann sem dæturnar girnast allar, einkum sú yngsta. Vernharða reynir að stjórna rás viðburðanna án tillits til þeirra tilfinningaólgu er býr í brjóstum dætranna. Yngsta dóttirin býður móðurinni og öllu þorpinu birginn með framferði sínu. Lorca lauk við Heimili Vernhörðu Alba rétt áður en hann lét lífið árið 1936 sem eitt af fyrstu fórnarlömbum spænsku borgarastyrjaldarinnar. Verkið var fyrst sýnt í Buenos Aires árið 1945. Eins og áður segir verður leikritið frumsýnt annan í jólum, en næstu sýningar verða 28. og 30. desember. Tvö önnur leikrit verða sýnd í Þjóð- leikhúsinu um jólin en þau eru Lítið fjölskyldufyrirtæki og barnaleikritið Ovitar. -EÓ þessi tillaga hefði hlotið þolanlegar undirtektir en ekkert hefði orðið úr framkvæmdum að öðru leyti en því að LÍÚ styrkir eitt verkefni sem er söfnun upplýsinga um bátaafla. SSH í byrjun mánaðarins tók Verka- lýðsfélag Borgarness í notkun nýtt húsnæði. Húsið, sem hefur verið gefið nafnið Félagsbær, mun hýsa Neytendafélag Borgarness, Iðn- sveinafélag Borgarness, Verslun- armannafélag Borgarness, auk Verkalýðsfélagsins. Áður höfðu þessi félög starfsemi sína í Snorrabúð vestast í bænum. Það húsnæði hefur nú verið selt og keypti Verkalýðsfélagið nýtt hús á Borgarbraut, en þar var áður rekin verslun. Með tilkomu Félagsbæjar batnar öll aðstaða til félagsstarfsemi mjög mikið. Húsið er um 300 fer- metrar. Þar er m.a. fundarsalur fyrir 90 manns. Mjög góð aðstaða er fyrir hreyfihamlaða. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið. Um 70 tillögur bárust og var tillaga Árdísar Kristjánsdóttur, Fé- lagsbær, valin. Á sunnudaginn var opnuð málverkasýning í Félagsbæ. Þar sýnir Einar Ingimundarson tólf olíumálverk. Við opnun hússins bár- ust verkalýðsfélaginu margar góðar gjafir og kveðjur. M.a. gaf Geir Jónsson heiðursfélagi félagsins því stórt málverk af Borgarnesi. -EÓ ið notum ýmis tákn til að vekja viðeigandi stemmingu og tilfinningar. Við skreytum jólatré um jótin, skjótum flug- eldum um áramót, kveikjum kertaljós til að undirstrika notalegheit og rómantík. Stundum er tilgangurinn með táknunum sá að undirstrika áfanga í lífinu eða einfaldlega að gera sér dagamun. Til þessa er algengt að nota áfengi meó öðrum táknum. Sá sem vanist hefur hinu táknræna hlutverki áfengisins getur átt erfitt með að gera sér í hugarlund að hægt sé að vera án þess og nota önnur tákn með sama árangri í staðinn. Tákn sem uppfylla allar kröfur um hátíðleika, til- breytingu og fjölbreytni eiyhafa'þann kost til viðbótar að hafa engar neikvæðar aukaverkanir. Jól og áramót eru tilvalin tækifæri til að brydda upp á óvæntum nýjungum til ánægjuauka. Hvernig væri að prófa uppskriftlna sem hér fylgir. u.þ.b. 3 I. 1 I appelsínusafi V2 I eplásafi /2 I blandaður safi 3 flöskur sítrónugosdrykkur 2 flöskur tonik skvettur af grenadin ís þunnar sítrónu og gúrkusneiðar TÁKN UM TILBREYTINGU Átak gegn áfengi Vímulaus æska. Áfengisvarnaráð

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.