Tíminn - 21.12.1989, Page 5

Tíminn - 21.12.1989, Page 5
Fimmtudagur 21. desember 1989 Tíminn 5 Viðræðunefndir ASÍ og VSÍ sammála um meginatriði í nýhöfnum kjaraviðræðum sem koma jafnt skuldugum örvæntingarfullum launamönnum og fjarvana atvinnufyrirtækjum til goða: LÆKKADIR VEXTIR OG VERDLAG ER LAUSNIN „í viðræðum milli aðila vinnumarkaðarins, ríkisvaldsins og samtaka bænda sem staðið hafa yfir frá því í lok nóvember á bæði reglulegum og einnig óformlegum fundum hefur verið lagður grunnur beinna samningavið- ræðna. Málin liggja að ýmsu leyti skýrar fyrir nú en það er allt of snemmt segja að einhverjar niðurstöður hafi fengist,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og VMSÍ. ASÍ, VSÍ og VMSÍ hafa undan- farið haft óvenjulegt samráð sín í milli og er ekki með réttu hægt að segja að aðilar eigi í kjaradeilu. Báðir eru sammála um að staða þjóðarbúsins sé nú með þeim hætti að svigrúm sé ekki til beinna launa- hækkana. Vandinn sé slíkur að hann verði ekki leystur nema að aðilar vinni saman að lausn hans. „Við höfum verið að horfa á að lækkun nafnvaxta í kjölfar mjög hratt minnkandi verðbólgu yrði bæði fátækum, örvæntingarfullum og yfir sig skuldugum launþegum og fjármagnsvana framieiðslufyrir- tækjum í stórkostlegum vanda til verulegra hagsbóta. Við höfum verið að skoða hvort við eigum ekki þarna sameiginlegra hags- muna að gæta og hvort við gætum ekki þarna unnið upp eitthvað af því sem tapast hefur,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ í gær við Tímann. Kjarasamningar eru nú sem óð- ast að losna. BSRB er með lausa samninga og samningar flestra að- ildarfélaga ASÍ verða lausir um áramótin næstu. Forysta Verka- mannasambandsins hefur boðað hógværar kaupkröfur en lagt þunga áherslu á að vextir og verðlag lækki og skattar verði a.m.k. ekki hækk- aðir. Svo virðist sem að með nýjum formanni VSÍ og höfundi niður- færsluleiðarinnar svonefndu; Ein- ari Oddi Kristjánssyni hafi komið nokkuð annar tónn milli aðila vinnumarkaðarins en áður. „Ég lít svo á að við séum ekki í deilum heldur séum að reyna að finna sameigintega lausn,“ segir Einar Oddur sjálfur um málin. Viðræðufundir ASÍ og VSÍ hóf- ust í lok nóvember s.l. og fljótlega urðu aðilar ásáttir um að taka upp viðræður við ríkisvaldið um að færa niður verðlag og vexti og að fresta væntanlegum hækkunum á opinberri þjónustu. „Það má segja að eiginlegar kjaraviðræður séu í biðstöðu. Það er óumdeilt að kaupmáttur fer minnkandi, það er vaxandi at- vinnuleysi. Vaxtabrjálæðið er allt að drepa og þeim fjölgar stöðugt sem eru að lenda á uppboðum með aleigu sína og það gengur ekki,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son. Guðmundur sagði að ljóst væri orðið að fiskvinnslan og hugsan- lega útgerðin muni ekki gera kröf- ur um frekari gengislækkanir að sinni nema eitthvað komi upp á eins og olíuverðsprenging eða eitthvað því líkt eða að loðnan hyrfi gersamlega. „Við erum sammála um að vexti verði að lækka og að afstýra verði umbeðnum hækkunum ríkisstofn- ana. Þá er því ekki að neita að báðir eru mjög smeykir við virðis- aukaskattinn enda ýmislegt í óvissu með framkvæmd hans,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Nýrtónn Guðmundur sagði annan ,tón rfkja nú í viðræðum við atvinnu- rekendur en oft áður og þakkaði það að hluta nýjum formanni þeirra sem væri maður sem hægt væri að tala við beint úr pokanum. Þá kvaðst hann telja viðræðurnar við bændasamtökin ákaflega þýð- iilgarmiklar. Tónninn í þeim verið afar jákvæður og bændur áttuðu Guðmundur J. Guðmundssun sig mjög vel á hversu staðan væri erfið og aðilar vinnumarkaðarins áttuðu sig sömuleiðis á hversu staða bænda væri þröng. Örn Friðriksson varaforseti ASÍ tók í sama streng og Guðmundur og sagði að einhugur væri meðal launþega og atvinnurekenda um að höfuðmáli skipti með hvaða hætti verðbólgan yrði stöðvuð, stöðugleika yrði komið á og kaup- máttur síðan byggður upp. „Þetta er kannski brýnna nú einmitt vegna þess að atvinnuástandið er langt frá því að vera gott og lítur út fyrir að verða enn verra á næsta ári,“ sagði Örn. Hann sagði að fyrir lægju óskir um verðhækkanir á þjónustu Pósts og síma, Útvarps og Sjónvarps, rafmagns- og hitaveita. Aðilar vinnumarkaðarins hefðu farið fram á það formlega að með þessar hækkanir yrði beðið og hefði ríkis- valdið sæst á að fresta þeim um sinn. „Starfsnefndir ASÍ og vinnuveit- enda hafa verið að horfa framan í þennan tvíþætta ógnarvanda sem við þykjumst sjá að bíði okkar verði ekkert við gert. Um er að ræða mjög lækkað atvinnustig eða aukið atvinnuleysi og áframhald- andi kaupmáttarhrap. Við erum sannfærðir um að við náum engum árangri nema sameig- inlega. Hann snýst um hvernig við getum stöðvað eða lágmarkað kaupmáttarhrap sem við sjáum fyrir að verði á næsta ári. Þá er hitt er að reyna halda atvinnuvegunum Örn Friðriksson í gangi. Það verður að reyna að eyða óvissu manna og forðast að missa atvinnustigið niður í ein- hvern voða. Það er nú þegar tiltölu- lega lágt og við þykjumst sjá að það eigi eftir að lækka enn á fyrstu tveimur mánuðum næsta árs,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ. Hann sagði að allar vonir væru bundnar við að samningsaðilar gætu eytt óvissunni í þjóðfélaginu og komið á heildarsamningi. Þá gæti atvinnulífið farið að rétta sig af í marsmánuði á næsta ári. Ýmsar hliðar kaupmáttar Nú væri séð fram á minnkandi þjóðartekjur á næsta ári. Þess vegna yrði að halda öllu til skila. Hefðbundinn mælikvarði á afkomu manna væri svokallaður kaupmátt- ur sem er ekkert annað en hlutfall framfærsluvísitölu og kaups. Á þetta hefði verið einblínt. „Við viljum hins vegar meina að ef við getum róað þetta þjóðfélag og komið á það einhverjum skikk eða jafnvægi þá séu fleiri þættir sem skipta verulegu máli fyrir fátæka launþega jafnt sem fjárvana at- vinnufyrirtæki." Einar Oddur minntist einnig á viðræður ASÍ/ VSl við fulltrúa bænda. Þótt ekki væri búið að slá neinu föstu þá hefðu viðbrögð bænda verið ákaf- lega jákvæð og góð. Hann lagði á það áherslu að nafnvextir skiptu höfuðmáli í þess- um sambandi enda hefðu þeir ekki Einar Oddur Kristjánsson bara bein áhrif á hag launþega og framleiðsluatvinnuveganna einna. Nafnvextir hefðu gífurlega þýð- ingu í verðmynduninni í verslun og þjónustu. - En nú er forseti ASÍ formaður bankaráðs stærsta einkabanka landsins. Er ekki staða hans hálf undarleg ef hann þarf bæði að gæta hagsmuna launþega og krefjast lægri vaxta og gæta hagsmuna banka síns sem hefur tekjur af vöxtum? „Nei alls ekki. Það liggur alveg fyrir og má öllum vera Ijóst sem eitthvað þekkja til að það eru ekki síður gríðarlegir hagsmunir fyrir íslenska bankakerfið að þessum ósköpum linni og að við reynum að ná tökum á peningamálum okkar og verðbólgu. Ef við höldum þess- um dansi áfram, þá eru bankarnir síst betur staddir en aðrir. Þetta skilja talsmenn bankanna. Bankamenn eru nær veruleikan- um en einmitt margir aðrir. Þeir sjá hvaða hryllingur bíður okkar. Þeir horfa upp á fyrirtæki og þekkja stöðu þeirra. Ég held ein- mitt að forseti ASÍ sé í mjög góðri stöðu til að sjá heildarmyndina." Einar Oddur sagði að viðræðum yrði haldið áfram eftir hátíðar og þá væri ætlunin að aðilar legðu það mjög stíft niður fyrir sér hvort að á þeim grunni sem þegar hefur verið lagður verði hægt að leggja fram sameiginlega tillögu. Báðum aðil- um væri fullljóst að ekkert átak yrði gert nema að báðir stæðu að því. - sá Renna hefur myndast í ísinn frá Horni að Hælavík um 3 sjómílur frá landi en þar fyrir vestan er ísinn þéttari. Timamynd: Pjetur Lítill hafís á Húnaflóa Við ískönnunarflug í gær kom í Ijós að lítill ís reyndist vera á Húna- flóa. ísinn er landfastur frá Munað- arnesi á Ströndum að Horni, fjórar til fimm sjómílur út frá ströndinni. Gisnari ís er á siglingaleið frá Horni að Straumnesi en leiðin er ekki fær ennþá að sögn Þórs Jakobssonar forstöðumanns Hafísdeildar Veður- stofunnar. Síðdegis í gær sást frá Hornbjargs- vita 10-15 kílómetra samfelld ís- breiða út frá ströndinni, utan við er auður sjór með nokkru ísreki. Sem fyrr segir hefur ísinn gliðnað fyrir Horn og að Straumnesi og er að þéttleika 4/10. Myndast hefur renna frá Homi að Hælavík um þrjár sjómílur frá landi en þar fyrir vestan er ísinn þéttari. Þór Jakobson sagði að hægviðri hafi verið á íssvæðinu í gær en spáð væri norð-austan átt þannig að sigl- ingaleiðir yrðu lokaðar út vikuna. „Það er kannski fyrst um helgina sem gætu orðið suð-austan áttir sem þá myndu losa um ísinn við strönd- ina.“ Þór sagði að þá væri möguleiki á að siglingaleiðir opnuðust um helg- ina. „Hitt er annað mál að það verður varasöm sigling á svæðinu lengi því að bráðnun íssins tekur sinn tíma.“ Þess má að lokum geta að ísinn rekur 1-1.5 sjómílur á klukkustund. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.