Tíminn - 21.12.1989, Síða 19
< i t l
Fimmtudagur 21. desember 1989
Vi V t
% j, \ * v % > <. * % *. % * «■ WW*- VAV4AW,W.*.V.V.V.V.V t.rrrTnrrrrt^vTj'.v'i’i**^’.
V*í*’i *•* '*’* 'tk X V't'i't ’l xa '-i X ■*, X \ A < i A * \ «44tti.liik4l i
<• I. I. <1. >1 II M ll
Tíminn 19
ÍÞRÓTTIR
01 sk *
HSK í fjögurra liða úrslit
HSK sigraði Þrótt Reykjavík í 1.
deild karla 3.0. I átta liða úrslitum í
bikarkeppni BLÍ sigruðu bæði lið
KA lið Völsungs 3:0 í karlaflokki og
3:1 í kvennaflokki. A-lið Þróttar
Neskaupstað sigraði B-lið sitt í báð-
um flokkumm 3:0. Lið ÍS vann HSK
að Laugarvatni 3:0 en kvennalið
stúdenta tapaði fyrir UBK 0:3. Vík-
ingur sigraði Þrótt Reykjavík 3:1 og
karlalið Þróttar átti ekki í erfiðleik-
um með HK og vann 3:0.
HSK yfirspilaði
Þrótt Reykjavík
f síðustu viku áttust við í 1. deild
karla að Laugarvatni lið HSK og
Þróttar Reykjavík. HSK sigraði 3:0,
15/11, 17/15 og 15/7. Þetta voru
úrslit sem fæstir áttu von á. Þróttarar
voru nýbúnir að taka nafna sína í
bakaríið og leit út fyrir að þeir væru
á réttri leið. HSK-menn voru ekki á
sama máli. Fyrsta hrinan var jöfn
framan af og höfðu Þróttarar forystu
9/8. Þá tóku heimamenn í taumana,
komust í 14/9 og sigruðu 15/11.
Önnur hrina var æsispennandi.
Þróttur komst í 10/1. HSK lagaði
aðeins stöðu sína en Þróttur hafði þó
forystu 13/6. Þá tóku HSK-menn að
berja hraustlega á Þrótturum með
Sigfinn Viggósson fremstan í flokki
og drógu stöðugt á þá. Þeir jöfnuðu,
14/14, og komust yfir, 15/14. Þróttur
náði að jafna en þá stungu HSK-
menn af og sigruðu 17/15. Þessi
meðferð virkaði sem rothögg á Þrótt
og eftirleikurinn var HSK-mönnum
auðveldur. HSK-menn börðu
hraustlega á Þrótturum í þessum
leik og gáfust aldrei upp. Sigfinnur
Viggósson fór oft illa með Þróttara
og lamdi allt í kringum hávörn
þeirra. HSK er með líkamlega sterkt
lið en vantar meiri tækni. Þrótt
vantar þessa dagana allan stöðug-
leika í leik sinn en fyrir það er liðið
einmitt frægt. Framspil þeirra er
lélegt og sjaldséð er að þeir vinni
upp tapaða leiki eins og svo oft áður.
Engin óvænt úrslit
í bikarnum
Um síðustu helgi fóru fram átta
liða úrslit í bikarkeppni BLÍ. Að
Laugarvatni sigraði ÍS lið HSK 3:0,
15/6,16/14og 17/15. Stúdentar komu
stressaðir til þessa leiks, minnugir
rassskellsins sem Þróttarar fengu
þar rétt áður. Þetta olli því að þeir
komu ákveðnir til leiks og unnu
fyrstu hrinu örugglega 15/6. í annarri
hrinu komust stúdentar í 13/6 þegar
Tveir leikir voru í fyrrakvöld ■
úrvalsdeildinni í körfuknattleik. I
Keflavík báru heimamenn sigurorð
af Haukum 111-97 í fjörugum og
skemmtilegum leik og í Sandgerði
töpuðu Reynismenn sínum 16. leik í
Körfuknattleikur-NBA:
Lakers töpuðu
fyrir Chicago
Nokkrir leikir fóru fram í NBA-
deildinni bandarísku aðfaranótt
miðvikudags, úrslit urðu þessi:
New York Knicks-Utah Jazz .... 115-107
New lersey Nets-Miami Heat.100-98
Washington-Minnesota Timberw. . . 112-99
Charlotte Hom.-Dallas Maver. . . . 102-97
Atlanta Hawks-Sacramento K. . .. 115-112
Detroit Pistons-Seattle Supers .... 94-77
Chicago Bulls-L.A.Lakers... 93-83
Boston Celtics-Milwaukee Bucks . . 95-86
L.A.Clippers-Indiana Pacers .... 128-102
Portland Trail Bl.-Houston R. ... 119-100
BL
allt fór í baklás hjá þeim og gerði
þeir hver mistökin á fætur öðrum.
Þetta notfærðu HSK-menn sér og
söxuðu á forskotið. Þeir náðu að
jafna 14/14 þegar ÍS tók til sinna
ráða og sigraði 16/14. Þriðja hrina
var jöfn allan tímann. Stúdentar
leiddu 11/9 en HSK tók við sér og
náði forystu, 12/11. Lokamínúturnar
voru æsispennandi og sáust oft ágæt-
is skellir. ÍS átti góðan endasprett,
vann 17/15 og þar með leikinn. Segja
má að fall Þróttara skömmu áður
hafi hjálpað stúdentum í þessum
leik. Þeir áttu von á mikilli mót-
spyrnu og komu því grimmari til
leiks. Framan af átti HSK-liðið svar
við sterkum sóknum þeirra og góðri
hávörn. ÍS náði þó ekki að halda við
góðri byrjun og lenti því í erfiðleik-
um sem það hefði átt að geta sloppið
við. Sigfinnur Viggósson var bestur
HSK-manna, átti oft ágæta skelli en
var stundum mistækur. Hjá ÍS vakti
athygli ungur leikmaður, Viggó Sig-
ursteinsson, athygli fyrir góðan leik.
Hann átti firnasterkar og öruggar
uppgjafir og barðist vel í lágvörn-
inni. Arngrímur Þorgímsson, upp-
spilari þeirra ÍS-manna, átti einnig
góðan leik en hann lék oft illa á
hávörn HSK-manna.
í Hagaskóla fóru fram þrír leikir.
UBK sigraði vængbrotið lið ÍS
3:0, 15/9, 15/10 og 15/8. Sigur
Breiðabliks var aldrei í hættu í
þessum leik. Liðið var klassa betra
og réðu ÍS-stúlkur ekkert við það.
Sigurborg Gunnarsdóttir er að kom-
ast í sitt gamla form í uppspilinu og
þegar svo er þá leikur allt UBK-liðið
vel. Hún og Oddný Erlendsdóttir
náðu vel saman og réð hávörn ÍS illa
við skelli Oddnýjar. UBK-liðið átti
allt góðan dag en þurfti aldrei að
setja á fulla ferð. Lið ÍS var væng-
brotið, eins og áður sagði, þar sem
þeirra besti spilari, Ursula June-
mann, var erlendis. Sóknir þeirra
voru veikar en helst var það Katrín
Pálsdóttir sem sýndi UBK klærnar.
Víkingur og Þróttur áttust einnig
við. Víkingur sigraði 3:1, 15/7, 9/15
og 15/0. Fyrsta hrina var auðveld
fyrir Víking en í annarri sneri Þrótt-
ur við blaðinu og sigraði örugglega,
15/9. Þá var eins og úthaldið þryti,
þriðja hrinan var auðveld og sú
síðasta tekin með eggi. Fengu Þrótt-
arar aðeins tvær uppgjafir. Víkingur
er nú á góðri siglingu eftir vandræði
fyrr í haust. Virðist fátt geta komið
í veg fyrir sigur þeirra í deild og fleiri
titlar eru í hættu. Liðið er með
sterka spilara í hverri stöðu en sami
hópurinn hefur leikið saman í mörg
röð í deildinni, fyrir KR 55-84.
Guðjón Skúlason fór á kostum
fyrir ÍBK gegn Haukum og gerði 33
stig, Sandy Anderson kom næstur
með 19 stig. Fyrir Hauka skoraði
Jonathan Bow 29 stig og Henning
Henningsson 26.
KR-ingar höfðu mikla yfirburði
gegn Reyni og gátu leyft sér að hvíla
lykilmenn langtímum saman. Anot-
olij Kovtoum var þeirra stigahæstur
með 28 stig, en Matthías Einarsson
gerði 18. David Grisson gerði 23 stig
fyrir Reynismenn. BL
Staðan í deildinni:
A-riðill:
Keflavik... 15 11 4 1491-1222 +269 22
Grindavík . 16 10 6 1310-1274 +36 20
ÍR......... 15 6 9 1179-1275 -94 12
Valur...... 15 6 9 1216-1220 -4 12
Reynir .... 16 0 16 1087-1490 -403 0
B-riðill:
Njarðvík... 15 13 2 1344-1233 +111 26
KR ........ 15 13 2 1177-1011 +166 26
Haukar.... 16 7 9 1429-1388 +41 14
TindastóU .. 15 7 8 1324-1285 +39 14
Þór........ 16 4 12 1335-1512 -177 8
ár. Sigrún Sverrisdóttir, uppspilari
þeirra, átti góðan dag, svo og Björk
Benediktsdóttir en liðið átti frekar
náðugan dag. Snjólaug Bjarnadóttir
er aftur komin til leiks hjá Þrótti
eftir meiðsli og styrkir liðið mikið.
Liðinu fer fram með hverjum leik en
verður væntanlega ekki í toppbarátt-
unni þetta árið. Metta Helgadóttir
átti einnig góðan dag en var ekki
öfundsverð að vinna úr lélegu fram-
spili.
Þá áttust við í karlaflokki Þróttur
Reykjavík og HK. Þróttu sigraði
nokkuð örugglega 3:0, 15/10, 15/12
og 15/7. Fyrsta hrinan var nokkuð
örugg eign Þróttara. Þeir komust í
14/3 en HK náði að rétta stöðu sína
nokkuð áður en Þróttur lauk henni.
t annarri komst Þróttur í 14/8 en
með mikilii baráttu náðu HK-menn
að minnka muninn í 14/12. Þá gerðu
þeir tvívegis mjög ódýr mistök og
kláruðu hrinuna fyrir Þróttara. í
síðustu hrinu náði Þróttur strax
góðri forystu og átti ekki í teljandi
erfiðleikum með hana.
Leikurinn var mjög hraður og
skemmtilega leikinn. Mikið var um
góðar varnir og skelli. Ótrúlegt var
að sjá að þar fór sama liðið og tapaði
fyrir HSK þrem dögum áður. Halda
mætti að Þróttur eigi við sama
vandamál að stríða og íslenska
landsliðið í handknattleik að eiga
alltaf annan hvern leik góðan. Sókn-
ir liðsins voru sterkar en móttaka
léleg. Einar Ásgeirsson átti góðan
leik gegn sínum fyrri félögum og Jón
Árnason góða skelli og hann er einn
af fáum mönnum í Þrótti sem getur
tekið á móti fyrsta bolta. HK-liðið
er mikið baráttulið. Það er ungt og
vantar því meiri stöðugleika í leik
sinn. Það leikur oft á tíðum mjög
skemmtilegt blak en gerir þess á
milli grátleg byrjendamistök. Geir
Hlöðversson er kominn aftur í liðið
og styrkir það mikið. Hann ásamt
Vigni Hlöðverssyni voru bestu menn
leiksins en einnig átti Karl Sigurðs-
son góða spretti í lágvörninni. Ekki
eru HK-menn búnir að ráða nýjan
þjálfara en líklegt er að ieikmenn
liðsins sjái um þjálfun þess. Þeir
hafa þó ráðið sér liðsstjóra og fékk
hin fornfræga sleggja Kjartan Busk
það hlutverk.
f Neskaupstað áttust við a og b lið
þróttar og karla- og kvennaflokki. A
liðin sigruðu bæði. f karlaflokki 3:0.
15/10. 15/5 og 15/7 en í kvennaflokki
einnig3:0,15/2,15/8 og 15/10. Þessir
leikir voru létt æfing fyrir a liðin og
var sigur þeirra aldrei í hættu.
Á Húsavík kepptu Völsungur og
KA. í karlaflokki sigraði KA örugg-
lega 3:0, 15/6, 15/4 og 15/10. í
kvennaflokki vann KA 3:1, 15/1,
15/6, 5/15 og 16/14. Fyrstu tvær
hrinurnar voru auðveldar fyrir KA-
stúlkur en í þriðju hrinu sneru
heimasæturnar dæminu við og unnu
örugglega 15/5. f fjórðu hrinu héldu
þær áfram sömu baráttu og komust
í 14/2. Þá skall allt í baklás og saxaði
KA jafnt og þétt á forskot þeirra.
Völsungi, sem er utan deilda en
hefur marga gamla landsliðsjaxla
innanborðs, tókst síðan alls ekki að
ná þessu síðasta stigi. KA-stúlkur
jöfnuðu, unnu síðan hrinuna og þar
með leikinn 3:1. Þetta mun vera í
fyrsta skipti sem KA sigrar Völsung
í kvennaflokki.
Þau lið sem komust í fjögurra liða
úrslit í bikarkeppni BLÍ eru því:
Kariar: ÍS, Þróttur Reykjavík,
KA og Þróttur Neskaupstað a.
Konur: UBK, Víkingur, KA og
Þróttur Neskaupstað a.
Staðan í 1. deild karla og kvenna
þegar haldið er í jólafrí er þessi:
Karlar
ÍS ............ 9 9 0 27- 7 18
KA ............ 7 6 1 20- 6 12
Þróttur R..... 9 4 5 16-19 8
HK ............ 7 3 4 13-14 6
HSK ........... 8 3 5 13-17 6
Þróttur N..... 9 2 7 11-23 4
Fram .......... 7 1 6 6-20 2
Konur
Víkingur...... 6 6 0 18- 4 12
UBK ............6 5 1 16- 5 10
ÍS ............ 8 5 3 20-12 10
KA ............ 6 4 2 14- 8 8
Þróttur N..... 9 3 6 13-21 6
Þróttur R.....7 1 6 3-19 2
HK ............ 6 0 6 3-18 0
BL
jyH&Esfjsjsjsstsa^ !
LESJIINARJUETLIIN
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Árhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Annan hvern þriðjudag
Kaupmannahöfn:
Alla miðvikudaga
Varberg:
Alla fimmtudaga
Moss:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Arnarfell .... 5/2 1990
Gloucester/Boston:
Alla þriðjudaga
New York:
Alla föstudaga
Portsmouth/Norfolk:
Alla sunnudaga
Lestunarhafnir ínnanlands:
Reykjavík:
Alla miðvikudaga
Vestmannaeyjar:
Alla föstudaga
Húsavík:
Alla sunnudaga
Akureyri:
Alla mánudaga
ísafjörður:
Alla þriðjudaga
SKÍMDE/U)
^kSAMBANDS/NS
Sambandshúsinu, Kirkjusandi
105, Reykjavfk, sími 698300
L 1 1 í Á A A A Á.
!AKN IRAl JSIPA N I JlfvJir\K ,A
Körfuknattleikur-Úrvalsdeild:
ÍBK og KR unnu