Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 18
18 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 96 Velta: 329 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 273 -0,80% 797 +-0,29% MESTA HÆKKUN STRAUMUR B. +3,43% MAREL FOOD S. +2,50% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉL. -44,44% BAKKAVÖR -4,35% ÖSSUR -3,84% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,25 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 420,00 +0,00% ... Bakkavör 1,76 -4,35% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,50 -44,44% ... Føroya Banki 99,00 -1,00% ... Icelandair Group 12,71 -0,86% ... Marel Food Systems 51,20 +2,50% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,51 +3,43% ... Össur 90,10 -3,84% Verðlagning gagnaflutninga um Farice-sæstrenginn tefur upp- byggingu gagnavera hér að mati Ármanns Kr. Ólafssonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks. Á Alþingi í gær spurði hann Kristj- án L. Möller samgönguráðherra út í flutningsgetu og nýtingu Farice-1 strengsins og svo Danice-strengs- ins sem taka á í notkun næsta sumar. „Ég fullyrði að ekkert mál væri að koma hér á næstu vikum af stað tveimur gagnaverum sem tryggja mundu 400 störf meðan væri verið að byggja næsta eina og hálfa árið og í framhaldinu tvö til þrjú hundr- uð störf, miðað við þau svör sem ég hef fengið frá iðnaðarráðherra,“ segir Ármann, en hann benti jafn- framt á að ekki væri verið nýta nema brotabrot af mögulegri flutn- ingsgetu strengjanna. Í svari ráðherra kom fram að uppsett flutningsgeta Farice- 1 strengsins væri 100 gígabit af gögnum á sekúndu, en mesta mögulega flutningsgeta hans næmi 720 gígabitum á sekúndu. „Af uppsettri flutningsgetu Far- ice eru um 80 prósent seld eða samningsbundin,“ segir Kristján. Hvað Danice-sæstrenginn varði, sem ákveðið hafi verið að leggja í tíð síðustu ríkisstjórnar, sé búið að ákveða að í júní á þessu ári verði sett upp 100 gígabita flutningsgeta á sekúndu, af þeim 5.120 gígabit- um sem strengurinn býður upp á í flutningsgetu. „Samkvæmt upplýs- ingum ráðuneytisins hafa samn- ingar náð fyrir um 80 prósent af þeirri flutningsgetu sem áætlað er að setja upp í júní.“ Samgönguráðherra hafnar því hins vegar alfarið að verðlagning gagnaflutninga um Farice standi í vegi fyrir því að erlend fyrir- tæki hefji hér þegar uppbyggingu gagnavera, heldur gæti þar áhrifa alþjóðlegu efnahagskreppunnar. Ríkið á hlut í bæði Farice og hlutafélaginu E-Farice sem stofnað var um lagningu Danice-strengs- ins. Meðal annarra hluthafa eru Og fjarskipti, Landsvirkjun, Orku- veita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja. - óká KRISTJÁN L. MÖLLER ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Deilt um verð gagnaflutninga Taka á Danice-sæstrenginn í notkun í júní. Antonios Yerolemou og Panikos J. Katsouris gengu úr stjórn Bakka- varar í fyrradag af persónulegum ástæðum, líkt og fram kemur í til- kynningu. Þeir tóku sæti í stjórn Bakkavarar við kaup félagsins á Katsouris Fresh Foods síðla árs 2001. Yerolemou, sem er 67 ára, var forstjóri og stjórnarformað- ur Katsouris Fresh Foods, en Kat- souris, sem er 58 ára, var fjármála- stjóri félagsins fram til 2002. Katsouris-mennirnir fyrrver- andi eru meðal stærstu hluthafa Bakkavarar. Yerolemou á 3,5 pró- sent hlutafjár í félaginu en Kat- souris 2,4 prósent. Með brotthvarfi stjórnarmann- anna sitja nú fimm eftir í stjórn Bakkavarar. Þeir geta verið átta að hámarki samkvæmt samþykktum félagsins. - jab FRÁ AÐALFUNDI Í FYRRA Stjórnarmönn- um Bakkavarar hefur fækkað um tvo í vikunni. Þeir eru nú fimm. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Katsouris-menn kveðja Gengi hlutabréfa í Föroya Banka stendur nú í 99 dönskum krónum á hlut eftir eins prósents lækkun í gær. Það hefur aldrei fyrr farið undir hundrað krónur á hlut. Bréf bankans voru skráð á mark- að hér um mitt ár 2007 að undan- gengnu almennu hlutafjárútboði. Gríðarleg umframeftirspurn var eftir bréfum bankans í útboðinu, eða 26-falt meiri en í boði var. Bréf bankans fóru á 189 krónur á hlut í hlutafjárútboðinu en topp- aði í 260 krónum á hlut í byrjun ágúst sama ár, um einum og hálf- um mánuði eftir skráningu. Gengi þess hefur síðan þá aðeins legið niður á við með einstaka hækkun inn á milli líkt og hjá öðrum fjár- málafyrirtækjum en heildarfallið á þessu eina og hálfa ári nemur 55 prósentum frá fyrsta viðskipta- degi. - jab Færeyingarnir aldrei lægri STJÓRN FÖROYA BANKA Föroya Banki var skráður á markað hér um mitt ár 2007. Gengi bréfa í bankanum endaði í lægsta gildi frá upphafi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS „Þetta eru vísbendingar um að það sé að draga hratt úr verðbólgu og að hún gangi niður nú þegar jafnvægi kemst á krónuna,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,51 pró- sent í febrúar og mældist verðbólga 17,6 pró- sent í mánuðinum. Í mánuðinum á undan mældist hún 18,6 prósent. Snorri segir fátt annað stýra verðbólguþróun í dag en gengissveiflur þar sem samdráttur sé í hagkerfinu, launahækkanir engar og fast- eignamarkaður í kyrrstöðu. Það var einmitt húsnæðisliðurinn sem dró verðbólguna niður nú en fasteignaverð lækk- aði um þrjú prósent á landinu öllu á milli mánaða í febrúar. Greining Íslandsbanka (áður Glitnis) bendir á að lækkun sem þessi hafi ekki sést á milli mánaða síðan vísitalan var tekin saman fyrir níu árum. Greiningardeildin bendir á að húsnæðisverð hafi nú lækkað um 6,2 prósent að nafnverði síð- astliðna tólf mánuði sem samsvari raunlækkun upp á tuttugu prósent á milli ára. Frekari lækk- unar megi vænta miðað við stöðuna í hagkerf- inu. Greining Íslandsbanka segir þróunina jákvæða því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi ítrekað sagt að forsenda fyrir aflétt- ingu gjaldeyrishafta og lækkun stýrivaxta væri hjaðnandi verðbólga, stöðugleiki krónu og jákvæður viðsnúningur á greiðslujöfnuði. Miðað við stöðuna nú hafi fyrstu tvö markmið- in gengið eftir. Tölur um greiðslujöfnun verða birtar í dag og greiningunni lýkur á jákvæðum fréttum. Spár IFS reikna með að verðbólga verði komin niður í tíu prósent um mitt ár og jafnvel tvö til þrjú prósent í árslok, að sögn Snorra. - jab SNORRI JAKOBSSON Mjög hefur dregið úr verðbólgu eftir að jafnvægi komst á gengi krónunnar, segir sérfræðingur IFS. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Verðbólga mælist nú 17,6 prósent Samdráttur kælir verðbólguna hratt. Ekki er ólíklegt að hún fari í tvö prósent í árslok. Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað um sextán prósent frá áramótum og hefur ekki verið lægra í sjö ár. Framvirkir samningar Landsvirkjunar vinna gegn lægra raforkuverði. „Til skemmri tíma er Lands- virkjun með varnir gegn lækkun álverðs. Það vinnur gegn lækk- andi raforkuverði. En varnirnar duga ekki í áraraðir,“ segir Þor- steinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar. Verð á raforku Landsvirkjunar til stóriðju er tengt heimsmark- aðsverði á áli. Verðið hefur lækk- að um sextán prósent frá áramót- um og hefur það í för með sér að tekjur Landsvirkjunar af orkusölu hafa dregist nokkuð saman. Verðið stóð í 1.500 Bandaríkja- dölum á tonnið um áramót en fór í 1.264 dali á þriðjudag og hefur það ekki verið lægra frá 2002. Þorsteinn bendir á að verðlækk- unin hafi ekki áhrif á arðsemis- mat Kárahnjúkavirkjunar. Matið sé tæki sem stuðst sé við hvort fara eigi út í framkvæmd en nú sé virkjunin komin í rekstur og skipti máli að reka hana sem best. Matið var endurskoðað í janúar í fyrra og var arðsemi eigin fjár metin 13,4 prósent miðað við upphaf- legt mat upp á 11,9 prósent. Aukn- ingin þá skýrðist af háu álverði, sem stóð í 3.300 dölum á tonnið í sumar. Upphaflegt mat miðaði við með- alverðið 1.550 dali á tonnið, sem er tæpum 23 prósentum hærra en nú um stundir. Þorsteinn bendir á að arðsemis- útreikningar miði við að Kára- hnjúkavirkjun greiðist upp á þrjá- tíu árum en að virkjunin komi til með að starfa í á annað hundrað ár. „Við náum þessu með ákveðnu meðalverði á áli á tímabilinu.“ Þorsteinn bætir við að þegar álverð hafi snert hæstu hæðir hafi Landsvirkjun gert ráðstaf- anir gegn hugsanlegri verðlækk- un með framvirkum samning- um. Nú sé svo komið að varnirnar bæti upp lágt álverð. „Það gæti orðið svona næstu misserin,“ segir hann. jonab@markadurinn.is FRÁ KÁRAHNJÚKUM Varnir Landsvirkjunar gegn sveiflum á álverði skila sér í meiri tekjum en af sölu á raforku til stóriðju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Landsvirkjun varin sveiflum á álverði Hjá FORTIS starfar samhentur hópur lögfræðinga með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum. Við leitumst við að veita persónulega og alhliða þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar og sérhæfum okkur í skaðabótamálum vegna umferðar- og vinnuslysa, skilnaðar- og sambúðarslitamálum svo fátt eitt sé nefnt. Höfum áratuga reynslu af uppgjöri slysabóta. Átt þú rétt á bótum eftir slys? Gylfi Thorlacius hrl. Svala Thorlacius hrl. S. Sif Thorlacius hdl. Kristján B. Thorlacius hdl. Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. www.fortis.is K R A FTA V ER K Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími: 520 5800 • fortis@fortis.is Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum þér að kostnaðarlausu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.