Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2009 UMRÆÐAN Gunnlaugur Stefáns- son skrifar um þing- ræði Njörður P. Njarðvík próf- essor skrifaði grein í Fréttablaðið um „Nýtt lýð- veldi“. Þar leggur hann til að Alþingi verði lagt niður í allt að 16 mánuði svo sérstaklega skipuð neyðarstjórn „með víðtæku valdsviði“ geti stjórnað landinu og samið nýja stjórnarskrá. Þetta eru þekktar hugmyndir þegar mönn- um var í nöp við lýðræðið. Slíkir stjórnarhættir voru kenndir við menntaða einvalda, herforingja eða Sovétlýðveldin og enduðu ávallt með ósköpum. Lýðræði á Íslandi grundvallast á þingræði og mannréttindum. Nú er vegið að þessum grunnstoðum með ýmsum hætti. Stjórnmála- menn þola níð og yfirgang sem er bein aðför að lýðræðinu. Stjórn- málaflokkar verða fyrir óverð- skulduðu aðkasti. Á sama tíma þykir fínt að hrópa eftir útlensk- um manni til að stjórna Seðlabank- anum, útlendingum til að rannsaka bankahrunið og hafa vit fyrir þjóð- inni á mótmælafundum. Hvenær verður þess krafist, að útlendingar sitji einir á Alþingi hins nýja lýð- veldis? Íslendingar heyja nú bar- áttu um efnahagslegt sjálfstæði sitt. Það verður ekki tryggt nema á íslenskum forsendum, en í sam- starfi við aðrar þjóðir. Það er rétt að þingið hefur veikst andspænis framkvæmdarvaldinu. Ekki vegna þess hvernig þing- menn og ráðherrar sitja í þingsaln- um, sem fyrrum prófessor hefur áhyggjur af, en er þó enn lifandi tákn um styrk þingsins, heldur vegna þess að Alþingi hefur ekki náð að eflast og þróast í ljósi marg- þættara og tæknivæddara þjóðfé- lags á meðan stjórnsýsl- an hefur þanist út. Einnig hefur það verið lífsstíll og þjóðaríþrótt, sérstaklega á meðal fólks sem vill láta á sér bera, að tala niðrandi um þingið. Táknrænt er að prófessorinn vill leggja niður störf aðstoðarfólks þingmanna, sem er þó mjór vísir til að styrkja sjálfstæði þingmanna. Þar er hann sammála þeim sem alltaf fannst lýðræðið dýrt og þvælast fyrir viturlegum ákvörðunum í erfiðum aðstæðum. Fjármálakerfi þjóðarinnar hrundi. Það var mannanna verk á meðan landsframleiðsla vinn- andi fólks var í sögulegu hámarki. Horfast verður í augu við þær staðreyndir, læra af reynslunni og vonandi taka þau maklegum mála- gjöldum sem ábyrgð báru. Það er sárt fyrir almenning að bera óverðskuldaðar byrðar, en verð- ur ekki sælla við að brjóta niður það sem enn stendur. Nú ber að standa vörð um fólkið sem minnst má sín með öflugri velferðarþjón- ustu, beitingu skattkerfis til jöfn- unar lífskjara, efla atvinnulífið með öllum ráðum og verja mennt- un. Það er styrkur þjóðar að eiga grunnstoðir og opinbera þjónustu sem byggir á mannréttindum og sterkri lýðræðishefð. Þessi gildi verður að varðveita og styrkja and- spænis öfgafullu niðurbroti og upp- lausn. Við skiptum hvorki um fólk í landinu né gefumst upp, heldur byggjum á þeim grunni sem best hefur reynst: Lýðræðinu þar sem einstaklingurinn er í fyrirrúmi. Ég er sammála Nirði P. Njarðvík um að þar verði kristilegt siðferði og ábyrgð að vera leiðarljós. Höfundur er prestur í Heydölum, fyrrv.alþm. og í flokkstjórn Sam- fylkingar. Aðför að þingræðinu GUNNLAUGUR STEFÁNSSON Potta- og pönnubúðin þín Rúmlega 100 tegundir í boði! Allar með afslætti! Komdu á potta- og pönnudaga og sparaðu þúsundir! Stórir pottar • litlir pottar • skaftpottar • þrýstipottar fonduepottar • gufusuðupottar • djúpar pönnur grunnar pönnur •pottapönnur • grillpönnur •wok-pönnur pönnukökupönnur • ál • stál • pottjárn • keramik • teflon • títan Pottar Pönnur! Potta- og pönnubúðin þín nur! Á ÍSL ENSK RI FR AMLE IÐSL U 30% afsláttur af íslenskum rúmum allt að TILB OÐ allt að 60% afsláttur af arineldstæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.