Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 4
4 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
VINNUMARKAÐUR Alþýðusam-
bandið, ASÍ, og Samtök atvinnu-
lífsins, SA, hafa náð samkomulagi
um að fresta endurskoðun kjara-
samninga og þar með launahækk-
unum, sem áttu að koma til fram-
kvæmda 1. mars, fram í júní. SA
hefur fallist á að hækka um næstu
mánaðamót lágmarkslaun um 12
þúsund krónur með því að hækka
lágmarkstekjutryggingu í 157 þús-
und krónur. Félagsmenn fá líka
einn orlofsdag í viðbót og fá því 30
daga sumarfrí á næsta ári.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, segir að SA
telji rétt að hækka lágmarkstekju-
trygginguna strax því að það dragi
það mikið úr hvötum til vinnu ef
atvinnuleysisbætur séu hærri en
lágmarkslaun. Samkomulagið nú
sé frágengið og gildi líka fyrir
félagsmenn verkalýðsfélaganna
fimm sem hafa óskað eftir alls-
herjaratkvæðagreiðslu um það.
Endurskoðun fari fram fyrir 1.
júlí.
Sigurður Bessason, formaður
Eflingar, segir að lágmarkstekju-
tryggingin sé fyrst og fremst
öryggisnet. „Væntanlega grípur
það einhverja en vonandi verða
þeir ekki margir.“
Reiði og hiti hefur kraumað
meðal félagsmanna fimm stéttar-
félaga vegna endurskoðunar kjara-
samninganna. Gylfi Arnbjörns-
son, forseti ASÍ, sendi félögunum
nýlega fyrirspurn til að kanna
hvort félögin vildu afturkalla
umboð samninganefndarinnar og
láta reyna á launahækkanir um
mánaðamótin en meirihluti hefur
verið fyrir því innan ASÍ að fresta
endurskoðun kjarasamninga fram
á sumar.
Forystumennirnir svöruðu að
þetta væri ekki svara vert og vís-
uðu í tillögu sína um að fara í alls-
herjaratkvæðagreiðslu innan ASÍ
og leyfa félagsmönnum þannig að
taka afstöðu til þess. „Þegar svona
mikilvægt mál liggur fyrir þá er
afar brýnt að félagsmenn geti tekið
ákvörðun um það sjálfir,“ segir
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness.
Gylfi segir að ASÍ hafi ekki
umboð til að leggja málið í
atkvæðagreiðslu. Félögin hefðu
sjálf átt að gera það innan sinna
raða. Frestunin taki til allra félag-
anna. Í sumar verði svo reynt að
ná þríhliða samkomulagi. En vafa-
laust hafi þetta mál afleiðingar í
framtíðinni.
„Það er ekki bara þannig að
þessir fimm félagar geti lýst yfir
að þeir séu reiðir. Það eru margir
aðrir yfir sig reiðir yfir því með
hvaða hætti framgangan hefur
verið.“ ghs@frettabladid.is
Lægstu laun hækka
um 12 þúsund krónur
ASÍ og SA hafa ákveðið að fresta endurskoðun kjarasamninga þangað til í júní.
Lágmarkstekjutrygging hækkar um 12 þúsund krónur og verður 157 þúsund,
eða hærri en atvinnuleysisbætur. Margir sárir og reiðir eftir átökin innan ASÍ.
ÁKVÁÐU AÐ FRESTA ENDURSKOÐUN Forystusveit ASÍ og SA ákváðu í gær að fresta endurskoðun kjarasamninga fram í júní.
Lágmarkstekjutrygging hækkar þó í 157 þúsund krónur og verður því hærri en lágmarkslaun. Reiði er innan ASÍ vegna bréfs sem
forseti ASÍ sendi til að kanna viðbrögð við hugmynd um að fimm verkalýðsfélög segðu sig úr samfloti hreyfingarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
T
B
W
A
\R
e
yk
ja
ví
k
\
S
ÍA
\
0
9
4
1
9
7
RÚSSLAND, AP Rússneski olíujöf-
urinn Mikhaíl Khodorkovskí og
félagi hans, Platon Lebedev, hafa
verið fluttir úr
fangelsi í Síber-
íu til fangelsis
í Moskvu, þar
sem halda á ný
réttarhöld yfir
þeim.
Khodorkov-
skí var í eina
tíð ríkasti
maður Rúss-
lands. Hann
var dæmdur árið 2005 til átta ára
fangelsis fyrir skattsvik.
Gagnrýnendur segja
þau réttarhöld hafa verið
sýndarréttarhöld, til þess gerð að
styrkja stjórnvöld og þagga niður
í Khodorkovskí, sem hafði gagn-
rýnt stjórnina harðlega.
Nýjar ákærur um svik og þjófn-
að hafa verið lagðar fram. - gb
Frá Síberíu til Moskvu:
Réttað á ný yfir
Khodorkovskí
KHODORKOVSKÍ
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
16°
8°
5°
4°
7°
8°
5°
5°
6°
6°
18°
12°
6°
22°
2°
12°
11°
2°
Á MORGUN
5-13 m/s, hvassast með
ströndum nyrðra.
LAUGARDAGUR
3-10 m/s hvassast á
Vestfjörðum.
-1
-3
-5
-5 -6
-5
-7
-3
-2
3
-8
8
8
6
6 5
4
3
6
8
18
6
2 2
0 -2
-1
1
1
-1
-10
LÆGÐ Á LEIÐINNI
Það vantar ekki lægð-
irnar þessa dagana. Ein
kemur í dag. Samfara
því hvessir fyrir sunnan
og vestan auk þess
sem úrkomuloft siglir
inná landið úr suðri. Því
má búast við snjókomu
á öllum suðurhelmingi
landsins í kvöld. Allra
syðst má reyndar búast
við slyddu eða jafnvel
rigningu. Frost verður
um mestallt land en
sunnan til hlánar þegar
lægðin nálgast.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
BRETLAND, AP Sex ára gamall fjöl-
fatlaður sonur Davids Cameron,
leiðtoga breska Íhaldsflokksins,
lést óvænt á sjúkrahúsi í Lundún-
um í gærmorgun. Fréttin af and-
láti drengsins sameinaði stjórn-
málamenn úr öllum flokkum í að
sýna fjölskyldu hans samúð.
Ivan Cameron var elstur
þriggja barna íhaldsleiðtogans og
eiginkonu hans, Samönthu. Hann
var spastískur og þjáðist auk þess
af sjaldgæfu, alvarlegu formi
flogaveiki.
Gordon Brown forsætisráð-
herra tjáði þinginu að „andlát
barns er óbærileg sorg sem vart
er á nokkurt foreldri leggjandi“.
Fyrirspurnartíma forsætisráð-
herrans var aflýst af þessu til-
efni. - aa
Íhaldsformaður missir son:
Bretar samein-
ast í samúð
STJÓRNMÁL Jón Baldvin Hanni-
balsson, fyrrverandi formað-
ur Alþýðuflokksins og ráðherra,
býður sig fram í eitt af átta efstu
sætum Sam-
fylkingarinn-
ar í Reykjavík.
Þetta kemur
fram í tilkynn-
ingu sem hann
sendi fjölmiðl-
um í gær.
Í tilkynning-
unni segir að
framboðið sé
sett fram án vís-
unar til tiltekins sætis með fyrir-
vara um og í trausti þess að boðað
stjórnarfrumvarp um persónu-
kjör nái fram að ganga þannig að
væntanlegir alþingismenn öðlist
ótvírætt umboð kjósenda.
Jón Baldvin sat á þingi í 16 ár.
Hann var fyrst kjörinn árið 1982
en hætti þingmennsku árið 1998.
Eftir þingmennsku varð hann
sendiherra í Bandaríkjunum og
síðar Finnlandi. - th
Jón Baldvin Hannibalsson:
Býður sig fram
með fyrirvara
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
SPÁNN Óánægður íbúi í baska-
bænum Lazkao braust inn á kaffi-
hús í bænum, þar sem aðskiln-
aðarsinnar úr ETA-samtökunum
hafa haft bækistöð. Maðurinn
braut og bramlaði allt sem hann
gat.
Hann var reiður vegna þess að
íbúð hans, sem var beint á móti
skrifstofu Sósíalistaflokksins í
bænum, skemmdist í sprengingu
á sunnudagskvöld. Fjöldi bæjar-
búa, þar á meðal hópur stjórn-
málamanna, kom saman í bænum
til að mótmæla ofbeldisverkum
aðskilnaðarsinna, sem hafa færst
í aukana nú í aðdraganda kosn-
inga, sem verða í næsta mánuði.
- gb
Ráðist á bækistöð ETA:
Baskar mót-
mæla ofbeldi
FJÖLMIÐLAR Íslandsbanki tók í gær
tilboði Þórsmerkur í útgáfufélag-
ið Árvakur, sem gefur út Morgun-
blaðið.
Hvorki kaupandi né bankinn
gefur upp kaupverðið, að öðru
leyti en því að tilboð Þórsmerkur
hafi verið 200 milljónum hærra
en næsthæsta tilboð, frá ástralska
fjárfestinum Steve Cosser.
Sá mun vilja fá staðfestingu á
því að hann hafi ekki átt hæsta
tilboðið og hefur verið boðið til
fundar með bankamönnum í dag.
Már Másson, fjölmiðlafulltrúi
Íslandsbanka, segir að hæsta til-
boðinu hafi vissulega verið tekið
og að engar kröfur aðrar en fjár-
hagslegar hafi verið gerðar til
væntanlegra kaupenda. Árvakri
fylgir meðal annars útgáfuréttur
blaðsins, fasteign að Hádegismó-
um og prentsmiðja.
Meðal fjárfesta í Þórsmörk eru
Óskar Magnússon, Gísli Baldur
Garðarsson, Guðbjörg Matthí-
asdóttir og Þorsteinn Már Bald-
vinsson.
„Morgunblaðið hefur verið
rekið með ágætri afkomu um
áraraðir,“ segir Óskar. „En svo
hafa verið erfiðleikar undanfar-
in ár. Ef mönnum tekst að skilja
og fást við þá, ásamt með öðrum
áformum sem við kunnum að hafa,
getur þetta orðið prýðisrekstur
í framtíðinni, eins og hann var í
fortíðinni.“ Hann vill ekki ræða
hverjir þessir erfiðleikar eru, né
heldur um hugsanleg áform Þórs-
merkur.
Óskar segir að aukið samstarf
milli prentmiðla á markaði, svo
sem um prentun, geti vel komið
til greina. „Og ég held að það gæti
verið mjög hagkvæmt fyrir alla,
án þess að það skekki samkeppni,“
segir Óskar. Spurður um áform
til hagræðingar bendir Óskar á
að starfsmönnum blaðsins hafi
nú þegar verið fækkað verulega.
Ekkert hafi verið rætt um aðrar
mannabreytingar á ritstjórn.
- kóþ
Ástralska fjárfestinum Steve Cosser hefur verið boðið til fundar með Íslandsbankamönnum í dag:
Þórsmörk festir kaup á Morgunblaðinu
ÓSKAR MAGNÚSSON Óskar fer fyrir hópi
fjárfesta undir nafninu Þórsmörk, en við
kaupin færist hlutur núverandi hluthafa
niður í núll. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
GENGIÐ 25.02.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
177,3752
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,97 112,51
162,06 162,84
143,7 144,5
19,287 19,399
16,406 16,502
12,737 12,811
1,154 1,1608
165,49 166,47
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR