Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2009 3
Sumarið 2009 verður kjóla-sumar eins og það síð-asta og því styttri sem kjólarnir eru því betra.
Ekki kannski alveg það besta í
klæðnaði í sjö gráðu rigningar-
sudda í Reykjavík í júlí (nema
að það verði enn eitt góðviðris-
sumarið?) eða roki og rigningu á
Stórhöfða. Hinir himinháu hælar
sem nota á við kjólana eru held-
ur ekki það þægilegasta í göng-
ur í grasbrekkum. En fátt er svo
með öllu illt að ei boði gott eins
og sungu eitt sinn þau systkin
Ellý og Vilhjálmur og það sem
mun bjarga íslenskum konum frá
kulda og veikindum í sumar eru
þykku sokkabuxurnar sem nota
má við kjólana. Auðvitað eru
þessar sokkabuxur ekki bein-
línis kynntar hjá tískuhúsunum
sem algjört „must“ í sumar og
ekki eru þær heldur komnar
úr vor- og sumartískunni í ár.
Fæstir eru tískuhönnuðirnir
með höfuðstöðvar í Reykja-
vík og því verður að taka
tískunni eins og hún er,
breyta og aðlaga aðstæð-
um í hverju landi svo að
innfæddir hætti ekki lífi
og limum.
Endurkoma kjólanna
einkennir tískuna síð-
ustu misseri eftir að
hafa verið í áralangri
útlegð ef frá eru tald-
ir síðkjólar sérstaklega
gerðir fyrir rauða dregla Ósk-
arsverðlaunahátíða í Los Ang-
eles eða Cesar-verðlaunakvölda
í París. Þeir teljast varla með
í lífi venjulegra kvenna. Nú
er kjóllinn ekki aðeins kom-
inn inn úr kuldanum heldur er
hann lykilatriðið í fataskápnum.
Stuttu kjólana má nota eina sér
eða með þykkum sokkabuxum
eða leggins eins og um mussu
væri að ræða. Aðrir eru fínir
með klassískum, víðum síðbux-
um eða jafnvel gallabuxum að
hætti Ségolène Royal, fyrrver-
andi forsetaframbjóðanda hér
í landi, sem hefur breyst úr
íhaldslega klæddri stjórnmála-
konu í Hvatardragt í „póst-hippa-
mussu-komma“, „peace and love“
og kemst nú í tískudálka meðal
vel klæddu kvennanna í staðinn
fyrir að sitja undir háðsglósum
meðan hún var reyrð í dragtir
líkt og spennutreyju. Hér eins
og víðar er fyrst talað um hár-
greiðslur og föt þegar stjórn-
málakonur eru annars vegar.
Hjá ítalska tískuhúsinu Val-
entino eru framleiddar þrjár
tískulínur og ein þeirra kall-
ast RED sem dregið er af
hinum fræga rauða Val-
entino-lit. Valentino opn-
aði á dögunum í fínustu
stórverslun Parísar, Le Bon
Marché, sem er á „Rive
Gauche“ en á Vinstri bakk-
anum eru menn sagðir
hugsa. Reyndar merkilegt
að ekkert er um rauða
kjóla þrátt fyrir nafn-
ið. Þessi tískulína bíður
upp á fjöldann allan
af fínum kjólum í hvítu,
svörtu og heilmargir í sterkum
fjólulit sem sést víða í sumar.
Verðið er fimm sinnum lægra
en á kjólum aðallínunnar sem
verður að teljast plús á þessum
síðustu og verstu. bergb75@free.fr
Kjólar á allar konur
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Alheimskreppan setur mark
sitt á tískuvikuna í Mílanó.
Tískuvikan í Mílanó hófst í gær
en hún verður með ögn fábreytt-
ara sniði en oft áður enda hefur
alheimskreppan sett mark sitt á
tískuheiminn eins og annað.
Tæplega áttatíu tískuhús
munu kynna haust- og vetrar-
línur sínar en það eru um tíu
færri tískuhús en í fyrra. Hönn-
uðir á borð við Giorgio Armani,
Versace og Gucci munu þó ekki
láta sig vanta. Æ fleiri framleið-
endur leita þó leiða til að kynna
vörur sínar öðruvísi en með
kostnaðarsömum
tískusýningum,
og er Roberto
Cavalli á meðal
þeirra. - ve
Tískuvika í
kreppu
Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465
www.belladonna.is
Laugaveg 54,
Sími: 552 5201
Vefdeild 365 miðla leitar að kraftmiklum .net forritara
Helstu verkefni eru:
Viðhald og þróun margvíslegra .net kerfa, ss. Vísir.is, blogcentral.is, veftv-kerfis o.fl., skjölun
kerfa, samskipti við innlenda og erlenda undirverktaka/birgja vegna verkefna
Þekking/reynsla/menntun:
- háskólamenntun æskileg, verkfræði, tölvunarfræði eða samsvarandi menntun
- mikil reynsla af visual studio 2005 og 2008
- reynsla á MS SQL Server 2005 og T-SQL
- þekking á HTML/DHTML, Java Script, XML, XSLT
Viðkomandi þarf að:
Geta unnið sjálfstætt og skilað verkefnum á réttum tíma, hafa góða samskiptahæfileika og
þjónustulund, hafa gott vald á íslensku og ensku, geta unnið vel undir álagi og hafa a.m.k. þriggja
ára reynslu af .net forritun
Sótt er um á vef 365 miðla - www.365midlar.is.
Frekari upplýsingar veitir Ágúst Valgeirsson framkvæmdastjóri tæknisviðs 365
í síma 5125540 eða agustv@365.is
Vilt þú vinna hjá skemmtilegu og líflegu fyrirtæki?