Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 26. febrúar 2009 33
Þær tvær plötur sem hér eru til
umfjöllunar eiga nánast ekkert
sameiginlegt nema að þær eru
tiltölulega nýkomnar í verslanir.
Don’t Push The Rocks In My Face
er fimmta plata einyrkjans 7oi. Á
henni er að mestu ósungin tölvu-
gerð raftónlist. Plata Pjeturs & Úlf-
anna hefur hins vegar að geyma
endurútgáfu á tveimur fjögurra
laga EP-plötum sveitarinnar frá
1978 og 1982, en sú fyrri, Plataðir,
náði töluverðum vinsældum.
7oi er listamannsnafn Jóhanns
Friðgeirs Jóhannssonar. Hann er
búinn að vera að senda frá sér plöt-
ur síðan 2001 þegar 7oi síngur kom
út. Eins og á fyrri plötunum er tón-
listin öll gerð af Jóhanni sjálfum og
eins og áður er þetta tilraunasæk-
in raftónlist. Jóhanni hefur farið
mikið fram og það er margt mjög
vel gert á Don’t Push The Rocks
In My Face. Stór hluti plötunnar
er sveimkenndur, hljóðheimurinn
er sannfærandi og oft nær tónlist-
in tökum á manni. Mér finnst samt
að Jóhann hefði mátt vera aðeins
grimmari að skera niður. Platan
er svolítið misjöfn að gæðum og
stundum er verið að teygja lopann
fullmikið. Það er samt vel hægt að
mæla með henni og vonandi heldur
7oi áfram að senda frá sér plötur.
Pjetur & Úlfarnir var MH-sveit
sem sló svo rækilega í gegn hjá
skólafélögunum með laginu Stjáni
saxófónn að þeim var boðið að gefa
út plötu. Fjögurra laga EP-platan
Plataðir kom út vorið 1978 og náði
töluverðum vinsældum. Þetta eru
hressileg 70’s lituð popplög með
ungæðingslegum textum. Píanó-
ið drífur þau áfram og lögin eru
skemmtilega ólík. Seinni platan
kom út vorið 1982 þegar íslenska
pönkið var í algleymingi. Hún
hlaut ekki sömu vinsældir, en
hljómar þokkalega í dag. Þetta er
enn popp, en útsetningarnar og
hljómurinn eru lituð af tíðarand-
anum. Það er gaman að fá þessar
tvær plötur endurútgefnar. Þær
staðfesta að þó að Pjetur & Úlfarn-
ir hafi ekki verið mikilvæg sveit í
sögunni þá voru þeir samt skrambi
skemmtilegir.
Trausti Júlíusson
Gamalt og nýtt
hvort úr sinni átt
TÓNLIST
Don’t Push The Rocks In My
Face
7oi
★★★
Frískleg raftónlistarplata, en nokkuð
misjöfn að gæðum.
TÓNLIST
1978 – 1982
Pjetur & Úlfarnir
★★★
Stjáni saxófónn og fleiri gamlir smellir
aftur fáanlegir.
Britney Spears æfir nú
stíft fyrir Circus-tónleika-
ferðalag sitt sem hefst í
New Orleans 3. mars
næstkomandi. Sam-
kvæmt heimildum
bandaríska tíma-
ritsins People hefur
hún ráðið sjónhverf-
ingameistarann Ed
Alonzo til að útfæra
ýmiss konar töfrabrögð
og sjónhverfingar á svið-
inu.
Ed Alonzo segir að í
einu laginu á tónleik-
unum verði látið líta
út fyrir að Britney sé
söguð í tvennt og hverfi svo
og birtist óvænt ann-
ars staðar á sviðinu.
Alonzo segir þessi
klassísku töfrabrögð
aðeins vera brot
af því sem bíður
tónleikagesta og
Britney sé komin
í hörkuform fyrir
ferðalagið.
Britney æfir töfrabrögð
TÖFRAR OG SJÓNHVERFINGAR
Britney Spears hefur ráðið
sjónhverfingameistarann Ed
Alonzo til að útfæra ýmiss konar
töfrabrögð á sviðinu á tónleika-
ferðalagi sínu.
Hljómsveitin Skakkamanage heldur loks tónleika til
að fagna útgáfu á nýjustu hljómplötu sinni All Over
The Face, sem kom út seint á síðasta ári. Tónleik-
arnir verða á Grand Rokk á föstudagskvöld.
Um eitt allsherjar skemmtikvöld af stærri gerð-
inni er að ræða því fjöldi annálaðra skemmtikrafta
mun troða upp á undan Skakkamanage. Goddur
tryllir lýðinn með öskrandi rafmagnsgítarleik og
með honum leikur hinn goðsagnakenndi Ringo Starr
á trommur. Skemmtikraftarnir Hugleikur Dagsson
og Friðrik Sólnes stíga fram með sjóðheit gaman-
mál sem fær mestu fýlupúka til að pissa í sig. Þá
mun hljómsveitin A-Hansens stíga á svið og votta
Skakkamanage virðingu sína. Í A-Hansens eru for-
eldrar Arnar Inga, bassaleikara Skakkamanage,
auk bróður hans, litlu systur og kærustu, Hildar í
Amiinu. Örn sjálfur er svo „svona skólastjórinn í
bandinu, samanber myndina School of Rock. Kennir
þeim að fara út úr líkamanum í rokkleiðslu,“ segir
Svavar, aðalsprauta Skakkamanage. Hann lofar geð-
veiku fjöri. Það hefst kl. 22. - drg
Síðbúnir útgáfutónleikar
ALLTAF Í STUÐI Útgáfutónleikar Skakkamanage eru annað
kvöld.
Í kvöld kl. 20:00 á Stöð 2
HVER ER SANNLEIKURINN
UM PÉTUR JÓHANN?
Ný heimildarmynd um Pétur Jóhann og
tilurð sýningarinnar Sannleikurinn.
Costa del Sol
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!