Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 8
8 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
STJÓRNSÝSLA „Ég vil að borgin taki
við lóðunum og endurgreiði eins
og gert hefur verið við aðra. Fólk
er tæknilega gjaldþrota,“ segir
Arney Einarsdóttir, lóðarhafi í
Úlfarsárdal.
Arney og maður hennar keyptu
útboðslóð í Úlfarsárdal vorið 2006.
Þau buðu 14 milljónir í lóðina sem
þau fengu í Iðunnarbrunni. Fram-
kvæmdir áttu að hefjast í síðasta
lagi í fyrrahaust en borgin fram-
lengdi þann frest að sögn Arneyj-
ar um tvö ár. „Þeir láta líta svo út
að það sé ívilnandi fyrir okkur en
er í raun fyrst og fremst ívilnandi
fyrir borgina,“ segir hún.
Arney kveður níu lóðarhafa frá
útboðinu 2006 nú hafa ráðið sér
sameiginlegan lögmann því borg-
in neiti að taka lóðir þeirra til sín
og endurgreiða.
Allar forsendur fyrir lóðar-
kaupunum brustu með hruni
bankakerfsins og frystingu fast-
eignamarkaðarins að sögn Arn-
eyjar. Hennar fjölskylda beri
ekki ábyrgð á þeim hörmungum
og blóðugt sé að þurfa að fara í
langvinn málaferli. „Þetta getur
tekið nokkur ár svo áður en því
lýkur geta allir verið orðnir gjald-
þrota,“ segir hún.
Arney bendir á að lóðum í
hverfinu hafi verið úthlutað með
öðrum hætti en með uppboði eftir
vorið 2006. Allir sem fengu lóðir í
þeirri úthlutun og voru ekki byrj-
aðir að byggja hafi mátt skila og
fá endurgreitt. Þetta sé brot gegn
stjórnsýslulögum því jafnræð-
is sé ekki gætt. Einn úr hópnum
hennar hafi sent inn stjórnsýslu-
kæru. „Fólk sem fékk úthlutunar-
lóð ódýrara hér við hliðina og ætl-
aði að byggja í samfloti við okkur
er búið að skila og fá endurgreitt,“
útskýrir hún.
Borgin hefur verið að úthluta
lausum lóðum með hagstæðari
skilmálum að undanförnu. „Við
getum engan veginn keppt við
borgina um að selja lóðir. Við
höfum verið með okkar á sölu
frá því í mars í fyrra og það hafa
engar fyrirspurnir komið. Ég
get náttúrulega ekki boðið sömu
lánakjör og Reykjavíkurborg eða
lækkað verðið niður í ellefu millj-
ónir. Sömuleiðis höfum við reynt
að selja íbúðina okkar til að geta
fjármagnað byggingu á lóðinni
en það gengur bókstaflega ekki
neitt,“ segir Arney.
Í svari Ágústar Jónssonar,
skrifstofustjóra framkvæmda-
og eignasviðs borgarinnar, kemur
fram að borgarráð hafi ákveðið
að umræddum lóðum mætti ekki
skila enda hafi ekkert ákvæði um
slíkt verið í útboðsskilmálum.
Staða efnahagsmála snerti borg-
ina eins og aðra.
„Það væri ekki til að bæta
ástandið ef Reykjavíkurborg
breytti útboðs- og úthlutunarskil-
málum vegna lóða eftir því hvern-
ig vindar blása,“ segir í synjun-
arbréfi skriftstofustjórans til
Arneyjar. gar@frettabladid.is
Kærir borgina
vegna lóðar í
Úlfarsárdal
Kona sem keypti lóð á uppboði í Úlfarsárdal segir
mismunun að hún fái ekki að skila lóðinni líkt og
þeir sem fengu úthlutað. Einn lóðarhafi kærir. Borg-
in segir ekki hægt að breyta reglum eftir vindi.
ARNEY EINARSDÓTTIR Bauð hæst í einbýlishúsalóð á uppboði vorið 2006. Nú getur
hún hvorki fjármagnað byggingu á lóðinni né selt hana. Borgin neitar að taka lóðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DEIGLAN
Uppspretta hugmynda,
hvatningar og samstöðu
Í dag opnar DEIGLAN, atvinnu- og þróunarsetur Hafnarfjarðarbæjar,
í Menntasetrinu við Lækinn.
Deiglan er vettvangur fyrir fólk sem vill hrinda hugmyndum til
atvinnusköpunar í framkvæmd auk þess að vera aðstaða fyrir námskeið,
samveru, hugmyndavinnu og þróun nýrra atvinnutækifæra.
Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið og ráðgjöf í kjölfar atvinnu-
missis. Fulltrúar stéttafélaga, Vinnumálastofnunar, Nýsköpunar-
miðstöðvar o. fl. verða með fasta viðtalstíma til að tryggja greiðan
aðgang að upplýsingum, leiðum til úrbóta og hugsanlegum
atvinnutækifærum.
Allir sem vilja leggja hönd á plóginn við uppbyggingu Deiglunnar
eru hvattir til að líta inn eða hafa samband við Brynhildi Barðadóttur,
verkefnisstjóra Deiglunnar, í síma 664 5526 eða á netfangið
brynhildur@hafnarfjordur.is. F A B
R
I
K
A
N
www.hafnarfjordur.is
Deiglan verður opin
kl. 09.00 – 12.00
alla virka daga.
Láttu sjá þig!
1. Prinsessa hvaða
frændþjóðar okkar giftir sig á
næsta ári?
2. Konu hvaða leikmanns
Manchester United var ógnað
með hnífi í innbroti?
3. Hvaða hljómsveit verður
leiðbeinandi í rokksmiðju í
félagsmiðstöðinni Garðalundi í
Garðabæ?
LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur vísaði í
gær frá dómi kæru Catalinu Mikue
Ncogo þess efnis að gæsluvarð-
haldi yfir henni yrði aflétt. Form-
galli var á kæru Catalinu og því
mun hún sitja í varðhaldi til morg-
undagsins eins og héraðsdómur
hafði úrskurðað um.
Catalina var handtekinn við
komuna til landsins frá Hollandi
á föstudaginn síðasta grunuð um
skipulagt mansal og að hafa ætlað
að flytja til Íslands allt að tíu kíló af
kókaíni frá Amsterdam. Hollensk
lögregla handtók kærasta henn-
ar, Helga Val Másson, með efnið í
fórum sínum á Schiphol-flugvelli í
Amsterdam í síðustu viku.
Þá þykir lögreglu vera til stað-
ar „rökstuddur grunur þess efnis
að hinn ætlaði innflutningur fíkni-
efnanna tengist mun umfangsmeiri
innflutningi fíkniefna hingað til
lands á undanförnum mánuðum
og árum,“ segir í gæsluvarðhalds-
úrskurði.
Yfirheyrslur hafa haldið áfram
yfir Catalinu síðustu daga og sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
neitar hún alfarið sök í málinu,
bæði hvað varðar meintan innflutn-
ing á fíkniefnum og skipulagningu
á mansali.
Catalina er talin hafa rekið
vændisþjónustu í húsi á Hverfis-
götu um nokkra hríð þar sem hún
mun hafa gert út fjórar konur og
hagnast á því. - sh
Grunaður kynlífsþrælahaldari og fíkniefnasmyglari:
Catalina í varðhaldi
en neitar öllu
LÖGREGLUMÁL Þrítugur maður
var handtekinn á Hvammstanga
á þriðjudag eftir að hafa kveikt í
íbúð sinni og síðan ekið bíl unn-
ustu sinnar út í sjó.
Maðurinn bjó ásamt unnustu
sinni í kjallara þríbýlishúss við
Höfðabraut á Hvammstanga. Unn-
ustan hafði nýverið flutt út og virð-
ist það hafa orðið honum tilefni til
verknaðarins.
Slökkvilið var kallað til á þriðja
tímanum um daginn þegar eldur
logaði í íbúðinni. Maðurinn hafði
þá gengið berserksgang í íbúð-
inni og borið eld að fötum sem þar
voru.
Að því loknu ók hann brott á bíl
sem skráður er á unnustu hans og
út í sjó við ströndina. Bíllinn var
hálfur í kafi þegar Blönduóslög-
regluna bar að garði. Ekki mun þó
hafa verið bráð hætta á ferðum og
svo virðist sem maðurinn hafi ekki
ætlað að vinna sjálfum sér tjón.
Íbúðin er töluvert skemmd eftir
brunann, einkum vegna reyks að
sögn lögreglunnar á Akureyri sem
annast rannsókn málsins. Allt inn-
anhúss er ónýtt. Þá er bíllinn einn-
ig töluvert skemmdur, enda ók
maðurinn yfir nokkuð af stórgrýti
á leið sinni niður fjöruna.
Maðurinn var drukkinn og ját-
aði verknaðinn við yfirheyrslur
hjá lögreglu. Honum var sleppt um
hádegisbil í gær. Hann hefur áður
komið við sögu lögreglu vegna
ýmissa afbrota. - sh
Þrítugur íbúi á Hvammstanga tók sambandserfiðleikum illa og skemmdi íbúð:
Kveikti í fötum og ók út í sjó
FRÁ HVAMMSTANGA Efri hæð hússins
er einnig töluvert skemmd, að sögn
lögreglu. Myndin tengist fréttinni ekki
beint. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
SJÁVARÚTVEGUR Ný gulldeplumið
hafa fundist djúpt suður af Vest-
mannaeyjum. Frá þessu var sagt
á heimasíðu Landssambands
íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) í
gær.
Í fréttinni segir að sjö skip
séu nú á veiðum á miðunum
nýfundnu, Hugin VE, Kap VE,
Birtingur NK, Jóna Eðvalds SF,
Guðmundur VE, Hoffell SU og
Ásgrímur Halldórsson SF.
Öll hafi þau fengið einhvern
afla í fyrradag, en bræla og leið-
indaveður hafi haft í för með sér
að ekki hafi verið hægt að kasta í
gærmorgun.
Nokkrir erfiðleikar hafa verið
með geymslu aflans sökum
smæðar gulldeplunnar, en lausn-
ar á þeim vanda mun ekki langt
að bíða.
- kg
Miðsjávarfiskur:
Ný gulldeplu-
mið fundin
SKÓLAMÁL Hársnyrtinemar
Tækniskólans bjóða gestum
klippingu á 1.500 krónur á opnu
húsi á kynningardegi skólans,
sem haldinn verður laugardaginn
28. febrúar á milli kl. 12 og 16.
Á kynningardeginum verða auk
þess í boði opnar vinnustofur í
teiknun og hönnun, köfunarskóli,
ljósmyndastúdíó, skartgripagerð,
ratleikur og sýningar á verkefn-
um nemenda ásamt því að þyrla
Landhelgisgæslu mætir.
Opið verður í Sjómannaskóla-
húsinu, gamla Iðnskólanum,
Vörðuskóla og Flugskólanum.
Nánari upplýsingar má nálgast
á www.tskoli.is
Opið hús í Tækniskólanum:
Bjóða klippingu
á 1.500 krónur
VEISTU SVARIÐ?