Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 11fermingar ● fréttablaðið ●
Mikilvægt er að muna eftir gesta-
bókinni góðu í fermingarveislunni,
svo gestirnir geti kvittað fyrir
komu sína og hugsanlega skrif-
að skilaboð til fermingarbarnsins,
kveðju eða hlý orð, sem viðkomandi
getur geymt um aldur og ævi.
Þá er ekki verra að viðhafa þá
reglu að láta meðlimi hverrar fjöl-
skyldu skrifa í röð í bókina, svo
fermingarbarnið eigi auðveldara
með að muna hver er hver. Svo er
bara skemmtilegra að nöfn einnar
fjölskyldu komi öll fyrir á einum
stað.
Kvittaðu fyrir
komu þína
Ásamt því að kvitta má skilja eftir hlý orð.
Hér eru nokkur atriði sem gætu
gleymst fyrir ferminguna.
Bauðstu öllum sem þú ætlað-
ir að bjóða? Það er ekkert að því
að hringja í fólkið sem gleymd-
ist.
Á öll fjölskyldan hrein og
straujuð spariföt fyrir daginn?
Hvar á að geyma yfirhafnir?
Athugaðu stöðuna á blómavös-
um á heimilinu. Er nóg til?
Hvar á að setja gjafirnar?
Veit fermingarbarnið af hverju
það er að fermast?
Er búið að skrautskrifa í gesta-
bókina?
Hver ætlar að gæta barna sem
eru of ung til að hægt sé að
hafa þau með í kirkjuna?
Áttu nóg af bollum, glösum,
hnífapörum, diskum, fötum,
spöðum?
Er búið að útnefna skrásetjara
gjafa (gjarnan yngra systkini eða
frændfólk)?
Er búið að panta köku?
Hver ætlar að sækja hana?
Er nóg pláss í ísskápn-
um fyrir veitingar?
En í eldhúsinu?
Er búið að hugsa
út í borðskreyt-
ingar? Servíettur?
Kerti?
Er nóg af stólum?
En borðum sem
hægt er að borða við?
Hvar eiga gestir á barnsaldri að
vera þannig að þeir skemmti sér
en trufli ekki hina fullorðnu?
Hvar verða gæludýrin?
Er búið að útnefna ljósmynd-
ara til að festa atburðinn á
spjöld fjölskyldusögunnar?
Gott að muna
Gott er að eiga nóg af blómavösum.
Systurnar í Karmelklaustri
selja handmáluð kerti,
gestabækur og kort ásamt
ýmis konar handverki í litlu
búðinni í klaustrinu á Öldu-
slóð 37 í Hafnarfirði.
Fyrir ferminguna er því
verslun systranna sniðug-
ur viðkomustaður en hægt
er að sérpanta áletranir á
kerti og gestabækur fyrir
veisluna.
Hægt er að leggja inn
pantanir bæði í gegnum
síma og í gegnum tölvupóst
en verslunin er opin frá
mánudegi til laugardags frá
klukkan 10 til 19.30. Einnig
er hægt að fá vörurnar send-
ar í póstkröfu.
Nánar er hægt að kynna
sér vöruúrvalið á heimasíðu
systranna, www.karmel.is
-rat
Fermingarkerti og kort
Systurnar í Karmelklaustrinu
í Hafnarfirði selja ýmis konar
handverk, meðal annars hand-
máluð kerti og kort.
FRÉTTA
BLA
Ð
IÐ
/G
VA
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
0
8
–
0
7
4
5
Nú getur þú gert þá góðu hefð að senda fermingarbarni skeyti á
fermingardaginn enn persónulegri. Með persónulegum skeytum
Póstsins getur þú sent skeyti með mynd úr þínu eigin myndasafni.
Fermingarbarnið á frímerki
Í tilefni af fermingunni er góð hugmynd að senda boðskortið
með frímerki með mynd af barninu sjálfu.
Kæra Sólrú
n
Innilega til h
amingju me
ð fermingar
daginn. Ég s
kreytti skey
tið
með mynd s
em ég tók a
f þér á fjósh
augnum í sv
eitinni hjá ö
mmu.
Það voru gó
ðir dagar :-
)
Kær kveðja
,
Bella frænk
a
Gerðu ferminguna
persónulegri
Sendu persónuleg frímerki og skeyti
með mynd úr eigin myndasafni á
www.postur.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA