Fréttablaðið - 26.02.2009, Síða 35

Fréttablaðið - 26.02.2009, Síða 35
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 11fermingar ● fréttablaðið ● Mikilvægt er að muna eftir gesta- bókinni góðu í fermingarveislunni, svo gestirnir geti kvittað fyrir komu sína og hugsanlega skrif- að skilaboð til fermingarbarnsins, kveðju eða hlý orð, sem viðkomandi getur geymt um aldur og ævi. Þá er ekki verra að viðhafa þá reglu að láta meðlimi hverrar fjöl- skyldu skrifa í röð í bókina, svo fermingarbarnið eigi auðveldara með að muna hver er hver. Svo er bara skemmtilegra að nöfn einnar fjölskyldu komi öll fyrir á einum stað. Kvittaðu fyrir komu þína Ásamt því að kvitta má skilja eftir hlý orð. Hér eru nokkur atriði sem gætu gleymst fyrir ferminguna.  Bauðstu öllum sem þú ætlað- ir að bjóða? Það er ekkert að því að hringja í fólkið sem gleymd- ist.  Á öll fjölskyldan hrein og straujuð spariföt fyrir daginn?  Hvar á að geyma yfirhafnir?  Athugaðu stöðuna á blómavös- um á heimilinu. Er nóg til?  Hvar á að setja gjafirnar?  Veit fermingarbarnið af hverju það er að fermast?  Er búið að skrautskrifa í gesta- bókina?  Hver ætlar að gæta barna sem eru of ung til að hægt sé að hafa þau með í kirkjuna?  Áttu nóg af bollum, glösum, hnífapörum, diskum, fötum, spöðum?  Er búið að útnefna skrásetjara gjafa (gjarnan yngra systkini eða frændfólk)?  Er búið að panta köku?  Hver ætlar að sækja hana?  Er nóg pláss í ísskápn- um fyrir veitingar?  En í eldhúsinu?  Er búið að hugsa út í borðskreyt- ingar? Servíettur? Kerti?  Er nóg af stólum?  En borðum sem hægt er að borða við?  Hvar eiga gestir á barnsaldri að vera þannig að þeir skemmti sér en trufli ekki hina fullorðnu?  Hvar verða gæludýrin?  Er búið að útnefna ljósmynd- ara til að festa atburðinn á spjöld fjölskyldusögunnar? Gott að muna Gott er að eiga nóg af blómavösum. Systurnar í Karmelklaustri selja handmáluð kerti, gestabækur og kort ásamt ýmis konar handverki í litlu búðinni í klaustrinu á Öldu- slóð 37 í Hafnarfirði. Fyrir ferminguna er því verslun systranna sniðug- ur viðkomustaður en hægt er að sérpanta áletranir á kerti og gestabækur fyrir veisluna. Hægt er að leggja inn pantanir bæði í gegnum síma og í gegnum tölvupóst en verslunin er opin frá mánudegi til laugardags frá klukkan 10 til 19.30. Einnig er hægt að fá vörurnar send- ar í póstkröfu. Nánar er hægt að kynna sér vöruúrvalið á heimasíðu systranna, www.karmel.is -rat Fermingarkerti og kort Systurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði selja ýmis konar handverk, meðal annars hand- máluð kerti og kort. FRÉTTA BLA Ð IÐ /G VA H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 – 0 7 4 5 Nú getur þú gert þá góðu hefð að senda fermingarbarni skeyti á fermingardaginn enn persónulegri. Með persónulegum skeytum Póstsins getur þú sent skeyti með mynd úr þínu eigin myndasafni. Fermingarbarnið á frímerki Í tilefni af fermingunni er góð hugmynd að senda boðskortið með frímerki með mynd af barninu sjálfu. Kæra Sólrú n Innilega til h amingju me ð fermingar daginn. Ég s kreytti skey tið með mynd s em ég tók a f þér á fjósh augnum í sv eitinni hjá ö mmu. Það voru gó ðir dagar :- ) Kær kveðja , Bella frænk a Gerðu ferminguna persónulegri Sendu persónuleg frímerki og skeyti með mynd úr eigin myndasafni á www.postur.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.