Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 58
34 26. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Meistaradeild Evrópu:
Real Madrid-Liverpool 0-1
0-1 Yossi Benayoun (82.).
Chelsea-Juventus 1-0
1-0 Didier Drogba (12.).
Sporting-Bayern 0-5
0-1 Franck Ribery (42.), 0-2, Miroslav Klose (57.),
0-3 Ribery, víti (63.), 0-3 Toni (84.), 0-5 Toni (90.)
Villarreal-Panathinaikos 1-1
0-1 G. Karagounis (59.), 1-1 Giuseppi Rossi (67.).
Enska bikarkeppnin:
Middlesbrough - West Ham 2-0
1-0 Stewart Downing (5.), 2-0 Sanli Tuncay (20.).
Middlesbrough mætir Everton í 8-liða úrslitum.
N1-deild karla:
Haukar-Víkingur 31-26
Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10, Kári
Kristján Kristjánsson 7, Arnar Jón Agnarsson 5,
Elías Már Halldórsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 1,
Freyr Brynjarsson 1, Andri Stefan 1, Stefán Rafn
Sigurmannsson 1, Einar Örn Jónsson 1.
Mörk Víkings: Davíð Georgsson 7, Sveinn
Þorgeirsson 7, Sverrir Hermannsson 3, Hreiðar
Haraldsson 3, Hjálmar Þór arnarson 2, Þröstur
Þráinsson 2, Brynjar Loftsson 1, Óttar Pétursson
1.
IE-deild kvenna (A):
KR-Hamar 62-48
Stig KR: Sigrún Ámundadóttir 13, Margrét Kara
Sturlud. 12, Helga Einarsd. 11, Guðrún Þorsteinsd.
8, Hildur Sigurðard. 8, Gréta Guðbrandsd. 6,
Heiðrún Kristmundsd. 2, Guðrún Ámundard. 2.
Stig Hamars: LaKiste Barkus 15, Julia Demirer
10, Fanney Guðmundsd. 6, Jóhanna Sveinsd.
5, Sóley Guðgeirsd.3, Dúfa Ásbjörnsd.3, Hafrún
Hálfdánardóttir 1.
Keflavík-Haukar 71-50
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsd.18, Pálína
Gunnlaugsd. 13, Bryndís Guðmundsd. 10, Hrönn
Þorgrímsd.10, Halldóra Andrésd.8, Rannveig
Randversd. 4, Svava Ósk Stefánsd. 3, Bára Brag-
ad. 2, Lóa Másd. 1.
Stig Hauka: Monika Knight 11, Helena Hólm 10,
Guðbjörg Sverrisd. 9, María Sigurðard. 6, Kristrún
Sigurjónsd. 6, Telma Fjalarsd. 4, Bryndís Hreinsd.
2, Heiðrún Hauksd. 1, Sara Pálmad. 1.
IE-deild kvenna (B):
Fjölnir-Snæfell 47-75
Grindavík-Valur 59-79
Meistaradeildin í handb.:
Kiel-GOG 37-29
Ásgeir Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir GOG.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Baldur Sigurðsson staðfesti
við Fréttablaðið í dag að hann myndi ganga í raðir
KR, FH eða Vals á næstu dögum. Baldur fundaði
með KR og FH í gær og mun líklega hitta Vals-
menn að máli í dag. Það verður því ekkert af
því að hann gangi í raðir síns gamla félags,
Keflavíkur.
„Ég er að velta þessu fyrir mér og
meta þetta, Báðir fundirnir gengu vel
og báðir klúbbar eru mjög fínir. Það
verður erfitt að taka ákvörðun
sem er samt bara mjög gaman.
Það er betra að hafa skemmti-
lega kosti en enga,“ sagði Baldur og bætti við að
aðeins hefði verið rætt um fótbolta á fundinum
en ekkert um peninga.
„Ég geri ráð fyrir að hugsa þetta vel
um helgina og ákveða mig á mánu-
daginn nema eitthvað óvænt komi
upp á. Ég hallast ekkert meira að
öðru hvoru félaginu enda báðir
kostir mjög góðir. Þetta verður ekki auðvelt
val,“ sagði Baldur.
Hann mun væntanlega semja á þeim for-
sendum að komi tilboð erlendis
frá fyrir ákveðinn tíma geti hann
tekið slíku tilboði. Hann er með
að minnsta kosti eitt járn í eldinum
sem eitthvað gæti orðið úr.
„Eins og staðan er í dag mun ég spila
heima en maður veit aldrei hvað gerist.
Mér standa til boða valkostir heima núna
og maður skoðar bara það sem er í boði,“
sagði Baldur. - hbg
Baldur Sigurðsson fundaði með KR og FH í gær og hittir Valsmenn í dag:
Verður ekki auðvelt að velja félag
EFTIRSÓTTUR Það
er hart slegist
um Mývetning-
inn sterka þessa
dagana.
FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu til-
kynnti í gær 20 manna hóp sem er á leiðinni til Portúgals til að taka
þátt í Algarve-bikarnum. Sigurður valdi þær Ernu Björk Sigurðardótt-
ur og Guðnýju Björk Óðinsdóttur að nýju inn í landsliðið en þær eru
báðar að koma til baka eftir krossbandaslit. Erna Björk var að slíta
krossbönd í þriðja sinn og nú á hægri eftir að hafa slitið á vinstri
fæti í tvö fyrri skiptin.
„Ég var mjög glöð þegar þegar ég frétti að þessu. Ég var
búin að stefna að þessu og búin að leggja
hart að mér síðustu þrjá mánuði,“ segir
Erna en hún var síðast með landslið-
inu á Algarve fyrir tveimur árum og var
þá í byrjunarliðinu í þremur síðustu
leikjunum. „Maður var að vinna sig inn
í landsliðið og þá var svo leiðinlegt að
slíta,” sagði Erna sem sleit krossböndin
skömmu eftir að hún kom heim frá
Portúgal vorið 2007.
Erna segist hafa undirbúið sig fyrir að
komast ekki í landsliðið núna. „Það eru svo margar góðar fyrir utan
hópinn núna og margar sem voru að standa sig vel á landsliðsæf-
ingum um helgina þannig að maður var alls ekki viss um að komast
í hópinn. Við stelpurnar í Breiðabliki erum að æfa mikið aukalega
og það hefur alveg örugglega hjálpað til,“ segir Erna sem segir
landsliðið hafa hvatt hana til að koma til baka.
„Ég hafði alltaf sagt að ef ég myndi slíta einu sinn enn þá væri
ég hætt. Svo var ég búin að sjá að það væru svo spennandi
tímar framundan hjá landsliðinu að ég gæti ekki hætt því þá
hefði ég alltaf séð eftir því. Ég er komin aftur í hópinn og það er
flott. Ég hætti pottþétt ef ég slít aftur,“ segir Erna. „Nú er ég ekkert
að hugsa um þetta heldur stefni að því að halda mér í landslið-
inu. Maður getur alltaf bætt sig meira og ég held að ég sé ekki
alveg komin þangað sem ég var,“ segir Erna. Hún segist hafa
sett stefnuna á að komast á EM í Finnlandi en veit að margt
getur breyst þangað til. „Það þýðir ekki neitt fyrir
sumarið að vera komin í þennan hóp. Það
eiga örugglega aðrar stelpur eftir að standa
sig vel í sumar,” segir Erna að lokum.
ERNA BJÖRK SIGURÐARDÓTTIR: KOMIN AFTUR Í A-LANDSLIÐIÐ Í FÓTBOLTA EFTIR ÞRIÐJU KROSSBANDASLITIN
Gat ekki hætt á svona spennandi tímum
Nýting íslenska
rjúpnastofnsins
Málstofa á vegum Skotveiðifélags Íslands
verður haldin laugardaginn 28. febrúar 2009 kl. 14:00
á Fosshótel Lind, Rauðarárstíg 18.
Dagskrá
Rjúpnarannsóknir á Íslandi
Dr. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur
Náttúrufræðistofnun Íslands
Um sníkjudýr rjúpunnar
Karl Skírnisson, dýrafræðingur
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði, Keldum
Rjúpnaveiðar á Íslandi, lesið í veiðiskýrslur
Bjarni Pálsson, deildarstjóri
Svið náttúruauðlinda, Umhverfisstofnun
Veiðiráðgjöf Náttúrufræðistofnunnar
Dr. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur
Náttúrufræðistofnun Íslands
Stofnlíkan fyrir rjúpu
Gunnar Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands
Veðrið á veiðitíma rjúpunnar
Árni Sigurðsson, veðurfræðingur, Veðurstofu Íslands
Um veiðitíma á rjúpu
Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands
Þeir sem hyggjast sækja málstofuna eru vinsamlegast
beðnir að tilkynna þátttöku á tölvupósti: skotvis@skotvis.is
Fundarstjóri: Elvar Árni Lund
www.skotvis.is
> KR náði þriðja sætinu
KR vann í gær sigur á Hamri, 62-48, og tryggði sér þar
með þriðja sæti A-riðils Iceland Express deildar kvenna
en deildakeppninni lauk í gær með heilli umferð
í bæði A- og B-riðlum. KR mætir því
Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninn-
ar en Hamar þarf að kljást við Valsmenn.
Haukar og Keflavík voru búin að tryggja
sér efstu tvö sætin í A-riðli og fara því
beint inn í undanúrslitin þar sem
þeirra bíða sigurvegarar hinna
leikjanna tveggja. Keflavík vann
í gær stórsigur á deildarmeist-
urum Hauka á heimavelli, 71-50,
í leik sem hafði þó litla þýðingu.
FÓTBOLTI Ensku liðin Liverpool og
Chelsea standa vel að vígi fyrir
síðari viðureignir sínar í 16-liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Bæði lið unnu 1-0 sigra á sterkum
andstæðingum sínum.
Þá vann Bayern München 5-
0 stórsigur á Sporting Lissabon
og það í Portúgal. Panathinaikos
gerði einnig góða ferð til Spán-
ar þar sem liðið náði 1-1 jafntefli
gegn Villarreal.
Steven Gerrard var ekki í byrj-
unarliði Liverpool í gær en hann
er að jafna sig á meiðslum. Þar að
auki var hann veikur í gær en lék
þó síðustu mínúturnar í leiknum.
Fyrri hálfleikur var fjörlegri en
sá síðari þó svo að mörkin hafi látið
standa á sér. Heimamenn byrjuðu
betur en Liverpool fékk betri færi.
Iker Casillas var vel á verði gegn
þeim Fernando Torres og Benayo-
un sem fengu báðir ágæt færi.
Real Madrid skoraði svo mark
sem var dæmt af vegna rangstöðu
en þar var Gonzalo Higuain á ferð-
inni.
Arjen Robben þekkir Liver-
pool vel frá sinni tíð hjá Chelsea
en hann átti eitt hættulegasta færi
Real Madrid er hann þrumaði
knettinum að marki á 71. mínútu
en Pepe Reina sá við honum.
Madrídingar náðu annars lítið að
ógna í leiknum og gerðu sig seka
um slæma varnarvinnu er Liver-
pool skoraði markið. Fyrst fékk
Gabriel Heinze á sig aukaspyrnu á
hættulegum stað er hann handlék
knöttinn en úr henni kom mark-
ið. Fabio Aurelio tók auka-
spyrnuna sem rataði beint
á Benayoun sem skor-
aði með kröftug-
um skalla, einn
og óvaldaður í
teignum.
Didier
Drogba var
hetja Chelsea
gegn Juventus
en eina mark þess leiks
kom strax á 12. mínútu.
Hann fékk sendingu
frá Salomon Kalou á
vítateigslínunni, náði
að snúa af sér rang-
stöðugildru Ítalanna og skora með
ágætu skoti.
Bæði lið fengu ágæt færi eftir
þetta og komst til að mynda Pavel
Nedved nálægt því að jafna í blá-
lokin er skot hans breytti um
stefnu á varnarmanninum Alex
og fór hárfínt framhjá marki Chel-
sea.
Bayern München setti met í gær
þegar liðið skoraði í sínum fjór-
tánda útileik í röð í Evrópukeppn-
um. Óhætt er að Bæjarar hafi gert
það með stæl þar sem þeir skor-
uðu fimm sinnum í mark lánlausra
heimamanna í Sporting Lissabon.
eirikur@frettabladid.is
Benayoun hetja Liverpool
Yossi Benayoun var hetja Liverpool er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á
Real Madrid á útivelli í gær. Chelsea vann einnig 1-0 sigur á Juventus á Brúnni
en alls fóru fjórir leikir fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
DROGBA FAGNAR
Didier Drogba hefur oft reynst Chel-
sea dýrmætur í stóru leikjunum og
það var tilfellið í gær.
NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES
SIGURMARKIÐ Yossi Benayoun skallar hér að marki Real Madrid og tryggir Liverpool sigurinn. NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES