Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 30
26. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fermingar
Köflótt hefur verið í tísku undanfarið.
Kjóllinn fæst í Mótor á 7.900 krónur.
Fermingartíska stúlkna þetta árið er
í senn þægileg og dömuleg og oft-
ast má nota fötin við fleiri tækifæri.
Við fengum nokkra álitsgjafa frá Deben-
hams, Mótor og NTC til að segja okkur
hvað væri vinsælast í fermingartísku
stúlkna í dag. „Mikið er um ermar og
leggings enda er það mjög þægilegur
fatnaður,“ segir Inga Rósa Harðardóttir
hjá NTC og samsinna Lilja Ingvarsdótt-
ir, verslunarstjóri hjá Debenhams, og Jó-
hann F. Traustason í Mótor því: „Erm-
arnar eru sniðugar til að hylja axlir ef
kjóllinn er opinn og þá má nota kjólinn á
fleiri en eina vegu,“ segir Jóhann.
Blöðrupilsin hafa einnig verið vin-
sæl og köflótt mynstur. „Við tókum til
dæmis inn smáköflótta kjóla í bleiku
og gráu og þeir hafa selst eins
og heitar lummur,“ segir Inga
Rósa. Mikið er um hlíralausa
kjóla eða kjóla með stillan-
legum hlírum og leggings af
ýmsum gerðum virðast vera
ráðandi. Skórnir eru bæði
teknir lágbotna eða með smá
hæl en almennt eru fermingar-
skórnir ekki mjög háir. „Ferm-
ingartískan fyrir stúlkur þetta
árið er smekkleg en líka þægileg
og skemmtileg,“ segir Inga Rósa og
Jóhann nefnir að hún sé líka dömu-
leg. „Kjólarnir eru eins konar „prom“
kjólar, ýmist með blöðru- eða tjullpilsi
og þröngir í mittið.“ -hs
Smekklegt en
skemmtilegt
Oftast eru fermingarskór stúlkna fremur nettir og gjarnan ljósir. Þó
má einnig finna litagleði og glamúr í bland.
Fermingarskór stúlkna eru umfram allt þægilegir og er hælahæð-
in oftast nær hófleg, ef hún er einhver, enda margar stúlkur að taka
sín fyrstu skref í dömuskóm.
Við fórum á stúfana og fengum sýnishorn af nokkrum hugguleg-
um skópörum fyrir fermingarstúlkur vorsins og virtist litagleði og
glæsileiki vera ráðandi í bland við ljósa og hófstillta liti og form. -hs
Litagleði, glys og glans
Sígildir hvítir lakkskór sóma sér ávallt vel við
fermingardressið. Þessir eru frá Fuzzies
og fást í Focus á 5.990 krónur
Þessir eru þægilegir en þó glæsilegir þar sem
stirnir á silfurslegið yfirborðið. Skórnir fást
í Skór.is á 3.995 krónur og eru til allt
niður í númer 28, en þá eru þeir líka
ódýrari.
Skærbleikir og sykursætir lágbotna
skór sem fást í Focus í Kringlunni.
Skórnir eru frá Spot On og kosta einungis
3.990 krónur.
Í Gallerí 17 er
áhersla lögð
á smekklegan
klæðnað fyrir
fermingar. Kjóllinn
sem hér sést er
með tjullpilsi og
stillanlegum hlírum
og kostar 10.900
krónur.
Fötin á þessari mynd fást í Mótor. Kjóll-
inn kostar 9.900 krónur og eru ermar á
verðbilinu 2.900 til 3.900 krónur.
Dömulegir gullskór sem
minna einna helst á dansskó
samkvæmisdansara. Klassískir
og glæsilegir skór en þó með
hóflegum hæl. Fást í Skór.is á
13.995 krónur og koma frá Sixmix.
Þessi dömulegi kjóll fæst í Debenhams
á 12.990 krónur. Jakki og fylgihlutir
fást þar einnig.
Dressið sem hér
sést fæst í Gallerí
17. Kjóllinn
kostar 10.900
krónur.
Fyrir þá sem vilja útbúa persónu-
leg fermingarkort eða mynd-
skreyta kerti gæti leiðin legið
í Föndurstofuna í Síðumúla 15.
Þar er að finna fjölbreytt úrval
af föndurvörum til að útbúa fal-
legar gjafir og nytjahluti.
Í Föndurstofuna er til dæmis
hægt að koma með ljósmyndir og
fá þær prentaðar út á sérstakan
pappír fyrir kerti en einnig býður
Föndurstofan upp á úrval mynda
til að festa á fermingarkertin.
Geirþrúður Þorbjörnsdóttir, eig-
andi verslunarinnar, segir alltaf
einhvern hóp foreldra og ferm-
ingarbarna vilja útbúa hluti í
höndunum til að gera daginn per-
sónulegri.
„Það er til dæmis mjög vin-
sælt hjá fermingarstúlkunum að
útbúa sitt eigið skraut í hárið,“
segir Geirþrúður en Föndurstof-
an býður upp á úrval af efni til
skartgripagerðar eins og hár-
spangir, fjaðrir, perlur og steina.
Einnig er vinsælt að útbúa per-
sónulega gestabók fyrir ferming-
ardaginn, skreyta hana og skrifa
til dæmis dagsetningu og nafn
fermingarbarnsins á bókina.
Verslunin er opin virka daga
frá klukkan 12 til 18 og á laug-
ardögum milli klukkan 11 og 15.
Föndurstofan er einnig með vef-
verslun á slóðinni www.fond-
urstofan.is þar sem hægt er að
kynna sér úrvalið. - rat
KYNNING
Skrautleg kerti og kort
Í Föndurstofunni má finna mikið úrval af föndurvörum til að útbúa kort, kerti og
fleira fyrir ferminguna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN