Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 30
 26. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fermingar Köflótt hefur verið í tísku undanfarið. Kjóllinn fæst í Mótor á 7.900 krónur. Fermingartíska stúlkna þetta árið er í senn þægileg og dömuleg og oft- ast má nota fötin við fleiri tækifæri. Við fengum nokkra álitsgjafa frá Deben- hams, Mótor og NTC til að segja okkur hvað væri vinsælast í fermingartísku stúlkna í dag. „Mikið er um ermar og leggings enda er það mjög þægilegur fatnaður,“ segir Inga Rósa Harðardóttir hjá NTC og samsinna Lilja Ingvarsdótt- ir, verslunarstjóri hjá Debenhams, og Jó- hann F. Traustason í Mótor því: „Erm- arnar eru sniðugar til að hylja axlir ef kjóllinn er opinn og þá má nota kjólinn á fleiri en eina vegu,“ segir Jóhann. Blöðrupilsin hafa einnig verið vin- sæl og köflótt mynstur. „Við tókum til dæmis inn smáköflótta kjóla í bleiku og gráu og þeir hafa selst eins og heitar lummur,“ segir Inga Rósa. Mikið er um hlíralausa kjóla eða kjóla með stillan- legum hlírum og leggings af ýmsum gerðum virðast vera ráðandi. Skórnir eru bæði teknir lágbotna eða með smá hæl en almennt eru fermingar- skórnir ekki mjög háir. „Ferm- ingartískan fyrir stúlkur þetta árið er smekkleg en líka þægileg og skemmtileg,“ segir Inga Rósa og Jóhann nefnir að hún sé líka dömu- leg. „Kjólarnir eru eins konar „prom“ kjólar, ýmist með blöðru- eða tjullpilsi og þröngir í mittið.“ -hs Smekklegt en skemmtilegt Oftast eru fermingarskór stúlkna fremur nettir og gjarnan ljósir. Þó má einnig finna litagleði og glamúr í bland. Fermingarskór stúlkna eru umfram allt þægilegir og er hælahæð- in oftast nær hófleg, ef hún er einhver, enda margar stúlkur að taka sín fyrstu skref í dömuskóm. Við fórum á stúfana og fengum sýnishorn af nokkrum hugguleg- um skópörum fyrir fermingarstúlkur vorsins og virtist litagleði og glæsileiki vera ráðandi í bland við ljósa og hófstillta liti og form. -hs Litagleði, glys og glans Sígildir hvítir lakkskór sóma sér ávallt vel við fermingardressið. Þessir eru frá Fuzzies og fást í Focus á 5.990 krónur Þessir eru þægilegir en þó glæsilegir þar sem stirnir á silfurslegið yfirborðið. Skórnir fást í Skór.is á 3.995 krónur og eru til allt niður í númer 28, en þá eru þeir líka ódýrari. Skærbleikir og sykursætir lágbotna skór sem fást í Focus í Kringlunni. Skórnir eru frá Spot On og kosta einungis 3.990 krónur. Í Gallerí 17 er áhersla lögð á smekklegan klæðnað fyrir fermingar. Kjóllinn sem hér sést er með tjullpilsi og stillanlegum hlírum og kostar 10.900 krónur. Fötin á þessari mynd fást í Mótor. Kjóll- inn kostar 9.900 krónur og eru ermar á verðbilinu 2.900 til 3.900 krónur. Dömulegir gullskór sem minna einna helst á dansskó samkvæmisdansara. Klassískir og glæsilegir skór en þó með hóflegum hæl. Fást í Skór.is á 13.995 krónur og koma frá Sixmix. Þessi dömulegi kjóll fæst í Debenhams á 12.990 krónur. Jakki og fylgihlutir fást þar einnig. Dressið sem hér sést fæst í Gallerí 17. Kjóllinn kostar 10.900 krónur. Fyrir þá sem vilja útbúa persónu- leg fermingarkort eða mynd- skreyta kerti gæti leiðin legið í Föndurstofuna í Síðumúla 15. Þar er að finna fjölbreytt úrval af föndurvörum til að útbúa fal- legar gjafir og nytjahluti. Í Föndurstofuna er til dæmis hægt að koma með ljósmyndir og fá þær prentaðar út á sérstakan pappír fyrir kerti en einnig býður Föndurstofan upp á úrval mynda til að festa á fermingarkertin. Geirþrúður Þorbjörnsdóttir, eig- andi verslunarinnar, segir alltaf einhvern hóp foreldra og ferm- ingarbarna vilja útbúa hluti í höndunum til að gera daginn per- sónulegri. „Það er til dæmis mjög vin- sælt hjá fermingarstúlkunum að útbúa sitt eigið skraut í hárið,“ segir Geirþrúður en Föndurstof- an býður upp á úrval af efni til skartgripagerðar eins og hár- spangir, fjaðrir, perlur og steina. Einnig er vinsælt að útbúa per- sónulega gestabók fyrir ferming- ardaginn, skreyta hana og skrifa til dæmis dagsetningu og nafn fermingarbarnsins á bókina. Verslunin er opin virka daga frá klukkan 12 til 18 og á laug- ardögum milli klukkan 11 og 15. Föndurstofan er einnig með vef- verslun á slóðinni www.fond- urstofan.is þar sem hægt er að kynna sér úrvalið. - rat KYNNING Skrautleg kerti og kort Í Föndurstofunni má finna mikið úrval af föndurvörum til að útbúa kort, kerti og fleira fyrir ferminguna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.