Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagúr 4. járvúar 1990 <" '.'.'.'' '.<JJ~'.V '¦' UJ.'S.' V.'l'*, Trminn T1 DStnað vegna þéttbýlismyndunar: BYLISMYNDUNAR HEILDARÁHRIF að bætast við aukið álag vegna fólksfjölg- unar. Þetta leiði til þess að höfuðborgar- búar megi búast við mjög vaxandi ferða- kostnaði á næstu árum, einkum vegna aukins ferðatíma. Rúm 2 kíló af sorpi á mann á dag Þegar skýrslan var skrifuð voru miklar sviptingar í sorpmálum höfuðborgar- svæðisins og endanleg lausn ekki komin fram. Kemur fram að áhrif fólksfjölgun- ar á kostnað vegna sorphreinsunar séu ótvíræð. Þar sé bæði um beinan útlagðan kostnað að ræða og óbeinan samfélags- legan kostnað. Þess má geta til fróðleiks að samkvæmt nýjustu upplýsingum falla til um 850 kíló af sorpi á ári á hvern íbúa höfuðborgar- svæðisins eða rúm tvö kíló á dag. Ef mannfjöldaaukningin verður með sama hætti og undanfarin ár verður aukningin á sorpi rúm 40% á næstu tuttugu árum. Vetferðarþjónustan þungur baggi Ef litið er á væntanlegt ástand í skóla-, dagvistunar- og heilsugæslumálum kem- ur í ljós að verði mannfjöldaaukningin með fyrrnefndum hætti er þörf á miklum framkvæmdum á þessu sviði. Allveru- legra fjárfestinga er þörf á heilsugæsl- usviðinu til að halda í horfinu. Sem dæmi má nefna að bæta þarf við 800 sjúkra- rúmum næstu 20 árin, eða að meðaltali 40 rúmum á ári til þess einvörðungu að halda í horfinu. Hvað dagvistunarmálin varðar eru biðlistarnir langir í dag. í stuttu máli þá geta sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins séð fram á miklar og kostnaðarsamar fjárfestingar í dagvistunarmálum, bæði í fjárfestingum og rekstri vegna uppsafn- aðs vanda og vegna örra aðflutninga ungs fólks til svæðisins. Astandið í skólamálum verður þó heldur skárra þar sem kostnaður vegna framkvæmda verður ekki eins mikill og vænta mátti en rekstarkostnaðurinn eykst. Lífskjörin ekki betri í skýrslunni eru settar fram almennar hugleiðingar um lífskjör á svæðinu til dæmis hvað varðar frítíma og nýtingu á honum. Þar kemur fram að ekki sé hægt að draga skýra niðurstöðu um saman- burð á lífskjörum höfuðborgarbúa lands- byggðar og þar gildi hið fornkveðna að hver hafi nokkuð til síns ágætis. Hinsvegar ef litið er á skatta- og húsnæðismálin kemur í ljós að ábati af því að flytja til höfuðborgarsvæðisins er ekki endilega eins mikill og fólk af landsbyggðinni heldur og vonar. Til dæmis virðist flest benda til þess að skattgreiðslur fjölskyldna og fyrirtækja sem flytja á höfuðborgarsvæðið muni aukast og er ástæðan hátt fasteignamat Timamynd Pjetur sem leiðir til verulegrar hækkunar á gjaldstofni. Hvað húsnæðismálin varðar er bent á hinn mikla mun sem er á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu annarsvegar og landsbyggðinni hinsvegar, en fasteigna- verð í Reykjavík er 50-60% hærra. Reykvíkingar hafi því mun meira fjár- magn bundið í fasteignum og vaxta- kostnaður sem af því hljótist sé veruleg- ur. Einnig bendi flest til þess að munur- inn á fasteignaverði komi til með aukast. Niðurstöður skýrslunnar um húsnæðis- málin eru því: „Ástand húsnæðismála á höfuðborgarsvæðinu getur reynst að- fluttum erfiður biti að kyngja. Húsnæðis- kostnaður mun vaxa verulega og greiðslubyrði vegna lána þyngjast að miklum mun."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.