Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn r Fimmtudagur 4. janúar 1990 Fimmtudagúr 4. jánúar 1990 < j_gk'; * (ii Timinn T1 Skýrsla Byggðastofnunar um kostnað vegna þéttbýlismyndunar: Eftir Sigrúnu S. Hafstein Undanfarin misseri hefur Byggða- stofnun unnið að undirbúningi stefnu- mótunar um þróun byggðar í landinu. Þar hefur komið fram að ef framhald verður á þeirri þróun sem einkennt hefur þennan áratug muni byggðaþróunin ekki einungis verða óhagkvæm fyrir lands- byggðina heldur fari óhagkvæmni fyrir höfuðborgarsvæðið einnig að gæta. Einn liður í þessari stefnumótun er skýrsla sem Byggðastofnun hefur gefið út um ýmsa kostnaðarþætti við áfram- haldandi aukningu mannfjölda á höfuð- borgarsvæðinu. Þar kemur fram að heildaráhrif þessara fólksflutninga eru neikvæð. Meginniðurstaðan er sú að ríki, sveitarfélög og frumbyggjar á svæð- inu beri byrðar þéttbýlismyndunarinnar. Áhrif á innflytjendurna eru óljós. Þeir hagnist vissulega á sumum sviðum en tapi á öðrum. Þá er samkvæmt skýrslunni ekki ljóst hvort fyrirtæki tapi eða hagnist. Reyndar sé fyrirsjáanlegt að ákveðnir kostnaðarliðir þeirra hækki en á móti komi stækkun og efling markaða sem hugsanlega vegi það fyllilega upp og ef til vill gott betur. Skýrslan er samin af Ársæli Guð- mundssyni, hagfræðingi og byggir hún á upplýsingum sem fengnar eru með við- tölum við stjórnendur sveitarfélaganna á svæðinu og stofnana á þeirra vegum. í skýrslunni er beitt samfélagslegri heild- arsýn til að meta kostnað eða ábata af þéttbýlismynduninni á höfuðborgar- svæðinu. 50 þúsund á 20 árum? Samkvæmt framreikningi Byggða- stofnunar á fólksfjölgun og fólksflutning- um í landinu mun fjölgunin á höfuðborg- arsvæðinu til ársins 2010 nema20 þúsund manns án þess að tekið sé tillit til aðflutninga fólks, en um 50 þúsund manns sé reynsla undangenginna ára lögð til grundvallar. Ef gert er ráð fyrir að fjölgunin skiptist hlutfallslega milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu mun Reykvíkingum fjölga um rúm 34 þúsund, Kópavogsbúum um 5.500, Garðbæingum um 2.400 en íbúum á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ fjölgar um 1400 í hvoru bæjarfélagi. Á tuttugu ára tímabili verður því fjölgunin 36% í hverju sveitarfélagi sem er um 1,5% meðalaukning á ári miðað við 0,6% náttúrulega fjölgun á svæðinu. í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir að stjórnvöld grípi í taumana umfram það sem gert hefur verið og haldi aftur af þessari þróun. Hverjir flytja? Samsetning þess hóps sem flytur frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið vekur sérstaka athygli. Því hefur oft verið haldið fram að oftast sé um að ræða eldra fólk sem leyti sérhæfðrar þjónustu. í skýrslunni kemur hinsvegar fram að í miklum meirihluta er um að ræða ungt fólk á aldrinum milli tvítugs og þrítugs. Jafnframt fylgir fjöldi ungra barna for- eldrum sínum. í framhaldi af þessum upplýsingum má búast við mjög aukinni eftirspurn eftir dagvistunar- og skóla- rými. Einnig kemur fram að svokölluð kostnaðarmyndun vegna hinna að- komnu er að mörgu leyti með öðrum hætti en þeirra sem fyrir eru. Eins og áður sagði er yngra fólk yfirleitt í miklum meirihluta aðfluttra. Jafnframt er hlutfallslega stór hluti eldra fólks og ■ fólks með ákveðnar sérþarfir sem leita til staða sem bjóða upp á sérhæfða þjónustu, á þetta aðallega við um heil- brigðisþjónustu. Þetta þýðir að þarfir innflytjenda eru aðrar en hinna og því verður kostnaður vegna þeirra ekki mældur með meðaltalsreikningum sem gilda fyrir alla íbúana. Almennir málaflokkar Fjallað er um hvernig kostnaðar- /ábatahliðin snýr að nokkrum málaflokk- um ef tekið er mið af fyrrgreindri mannfjöldaaukningu. Einnig er fjallað nokkuð um núverandi ástand þessara mála. Samkvæmt mannfjöldaspá orkuspár- nefndar er gert ráð fyrir að orkuflutn- ingskerfi Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem verður fullfrágengið eftir 2-3 ár, geti annað eftirspurninni fram til ársins 2015. Ef hinsvegar er gert ráð fyrir 1,5% árlegri fjölgun íbúa eins og kom fram hér að framan, mun aflþörfin vera orðin meiri en kerfið getur annað þegar árið 2005. Almenn niðurstaða skýrslunnar er að Rafmagnsveitan þurfi á allra næstu árum að vera viðbúin hraðari uppbyggingu aðaldreifikerfisins. Jafnframt megi gera ráð fyrir aukningu í fjárfestingum um- fram áætlanir í kjölfar örari fjól- ksfjölgunar. Fjárfestingar RR muni því aukast verulega en ekki sé ólíklegt að tekjur aukist á móti. Fjárfestingar Hitaveitu Hvað Hitaveitu Reykjavíkur varðar er gert ráð fyrir að Nesjavallavirkjunin verði fullnýtt um aidamótin, eða tíu árum fyrr en mannfjöldaspá orkuspár- nefndar gerir ráð fyrir. í umfjöllun um Hitaveitu Reykjavíkur kemur fram að á árunum 1981-88 jukust fjárfestingar að raungildi um 20% að meðaltali á ári. Á sama tíma var vöxtur mannfjöldans á veitusvæðinu tæp 2% á ári. Segir orðrétt í skýrslunni: „Vöxtur fjárfestinganna var því tífalt meiri en vöxtur mannfjöldans sem telja verður mjög óeðlilegt. Skýringuna á þessum mikla mun má finna að hluta til í virkunarframkvæmdum á Nesjavalla- svæðinu." í niðurstöðum segir að vegna örari aukningar á íbúum verði að flýta rannsóknum og framkvæmdum varðandi orkuöflun. „Þar til viðbótar virðist allt benda til kerfisbundinnar aukningar í fjárfestingum umfram fólksfjölgun sem nauðsynlegt er að finna haldbæra skýr- ingu á. Engu að síður mun fjárfesting aukast á næstu árum en vafalaust munu tekjur aukast á móti.“ Hvað Vatnsveitu Reykjavíkur varðar kemur fram að töluverð endurnýjun á *» * g* pllÍJt-, 1 M;' 11 gMjP Tímamynd Pjetur kerfinu sé aðkallandi. Talið er að minnka megi vatnsnotkun á íbúa á sólarhring úr 750 lítrum í 600 lítra með endurbótum á kerfinu. Það láti því nærri að endurbæt- urnar einar muni duga til að mæta vatnsþörf næstu tuttugu ára. Vantar lóðir? Hvað framboð á lóðum varðar kemur fram að borgin hafi á undanförnum árum verið rausnarleg í úthlutun lóða og það hafi leitt til minni reitanýtingar svæða en hagkvæmt geti talist. Þetta hafi í för með sér að byggðin þenjist út með meiri hraða en gert hefur verið ráð fyrir og nú sé svo komið að lóðir sem áttu að duga til ársins 2004 eru að verða búnar. Óhjákvæmilegt sé að verð lóða muni hækka verulega á næstu árum. Hækkun- in muni í fyrstu koma fram í minnkun lóða, þar sem greiða verður sama verð fyrir færri fermetra lóð, þannig að reita- nýting verði meiri. Verðhækkun lóðanna' muni síðan leiða til hækkunar á fast- eignaverði þegar frá líði. Einnig er fjallað um þá tilhneigingu sem hefur gætt hjá fyrirtækjum að þau flytji úr miðbænum í önnur hverfi vegna þrengsla. Þetta hafi leitt til þess að hverfi sem skipulögð hafi verið sem iðnaðar- hverfi breyta um einkenni og verða verslunar- og viðskiptahverfi. Þessi þró- un leiði til breytts samgöngumynsturs og hafi ekki hvað síst skapað það umferðar- öngþveiti sem höfuðborgarbúar hafi kynnst á síðustu árum. Umferðarmálin erfiðust Það er samdóma álit allra sem rætt var við í sambandi við gerð skýrslunnar að umferðarmálin séu erfiðust viðureignar með tilliti til örrar fjölgunar fólks á höfuðborgarsvæðinu. Til staðar sé mikill uppsafnaður vandi og að auki eigi eftir að bætast við aukið álag vegna fólksfjölg- unar. Þetta leiði til þess að höfuðborgar- búar megi búast við mjög vaxandi ferða- kostnaði á næstu árum, einkum vegna aukins ferðatíma. Rúm 2 kíló af sorpi á mann á dag Þegar skýrslan var skrifuð voru miklar sviptingar í sorpmálum höfuðborgar- svæðisins og endanleg lausn ekki komin fram. Kemur fram að áhrif fólksfjölgun- ar á kostnað vegna sorphreinsunar séu ótvíræð. Þar sé bæði um beinan útlagðan kostnað að ræða og óbeinan samfélags- legan kostnað. Þess má geta til fróðleiks að samkvæmt nýjustu upplýsingum falla til um 850 kíló af sorpi á ári á hvern íbúa höfuðborgar- svæðisins eða rúm tvö kíló á dag. Ef mannfjöldaaukningin verður með sama hætti og undanfarin ár verður aukningin á sorpi rúm 40% á næstu tuttugu árum. Velferdarþjónustan þungur baggi Ef litið er á væntanlegt ástand í skóla-, dagvistunar- og heilsugæslumálum kem- ur í Ijós að verði mannfjöldaaukningin með fyrrnefndum hætti er þörf á miklum framkvæmdum á þessu sviði. Allveru- legra fjárfestinga er þörf á heilsugæsl- usviðinu til að halda í horfinu. Sem dæmi má nefna að bæta þarf við 800 sjúkra- rúmum næstu 20 árin, eða að meðaltali 40 rúmum á ári til þess einvörðungu að halda í horfinu. Hvað dagvistunarmálin varðar eru biðlistarnir langir í dag. í stuttu máli þá geta sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins séð fram á miklar og kostnaðarsamar fjárfestingar í dagvistunarmálum, bæði í fjárfestingum og rekstri vegna uppsafn- aðs vanda og vegna örra aðflutninga ungs fólks til svæðisins. Ástandið í skólamálum verður þó heldur skárra þar sem kostnaður vegna framkvæmda verður ekki eins mikill og vænta mátti en rekstarkostnaðurinn eykst. Lífskjörin ekki betri í skýrslunni eru settar fram almennar hugleiðingar um lífskjör á svæðinu til dæmis hvað varðar frítíma og nýtingu á honum. Þar kemur fram að ekki sé hægt að draga skýra niðurstöðu um saman- burð á lífskjörum höfuðborgarbúa lands- byggðar og þar gildi hið fornkveðna að hver hafi nokkuð til síns ágætis. Hinsvegar ef litið er á skatta- og húsnæðismálin kemur í ljós að ábati af því að flytja til höfuðborgarsvæðisins er ekki endilega eins mikill og fólk af landsbyggðinni heldur og vonar. Til dæmis virðist flest benda til þess að skattgreiðslur fjölskyldna og fyrirtækja sem flytja á höfuðborgarsvæðið muni aukast og er ástæðan hátt fasteignamat sem leiðir til verulegrar hækkunar á gjaldstofni. Hvað húsnæðismálin varðar er bent á hinn mikla mun sem er á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu annarsvegar og landsbyggðinni hinsvegar, en fasteigna- verð í Reykjavík er 50-60% hærra. Reykvíkingar hafi því mun meira fjár- magn bundið í fasteignum og vaxta- kostnaður sem af því hljótist sé veruleg- ur. Einnig bendi flest til þess að munur- inn á fasteignaverði komi til með aukast. Niðurstöður skýrslunnar um húsnæðis- málin eru því: „Ástand húsnæðismála á höfuðborgarsvæðinu getur reynst að- fluttum erfiður biti að kyngja. Húsnæðis- kostnaður mun vaxa verulega og greiðslubyrði vegna lána þyngjast að miklum mun.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.