Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn. Fimmtudagur 4. janúar 1990 TiTninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháis 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar .686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 GARRI Fjárveitingavald Alþingis Ástæða er til að vekja athygli á frumvarpi til laga um fjárgreiðslur úr ríkissjóði sem flutt er í neðri deild Alþingis á vegum fjárveitinganefndar þingsins. Flutn- ingsmenn eru sjö fjárveitinganefndarmenn sem sæti eiga í neðri deild, en þess jafnframt getið að tveir fjárveitinganefndarmenn sem sitja í efri deild standi að frumvarpinu og hafi unnið að samningu þess. Þetta frumvarp er því stutt af fulltrúum allra þingflokka í fj árveitinganefnd. Undir það skal tekið að efni þessa frumvarps er mikilvægt. Tímabært var að fella það í frumvarpsbún- ing til skipulegrar umræðu á löggjafarþinginu. Kjarni þessa máls er sá að taka skuli föstum tökum á því vandamáli sem leiðir til svokallaðra aukafjárveitinga og er að ýmsu leyti séríslenskt fyrirbæri sem á sér sína sögu og skýringar. Með „aukafjárveitingu" er átt við þá ákvörðun sem fjármálaráðherra stendur að ásamt einhverjum fag- ráðherra, að greiða hærri fjárhæð úr ríkissjóði til tiltekins málefnis en fjárlög greina. Eins og fjárveit- inganefndarmenn benda réttilega á í greinargerð fyrir frumvarpi sínu stríða aukafjárveitingar í þessu formi gegn orðalagi 41. greinar stjórnarskrárinnar um að ekkert gjald megi greiða af hendi úr ríkissjóði nema heimild sé til þess í fj árlögum eða viðbótarfj árlögum. Sá háttur sem skapast hefur um framkvæmd auka- fjárveitinga, þ.e. að ráðherrar eigi um þetta sín á milli án nægilegra samráða við Alþingi, er óviðunandi bæði hvað varðar bein stjórnarskrárákvæði og almennan skilning á lýðræðislegum stjórnarháttum. Ef þessi stjórnarframkvæmd hlýtur viðurkenningu sem ein- hvers konar venjuhelgaður réttur ráðherra eða er látin þrífast í skjóli afskiptaleysis af hálfu Alþingis, þá er verið að bjóða heim hættum af ofurvöldum fjármála- ráðherra og ríkisstjórnar yfirleitt - sem Alþingi ber að vera á verði fyrir. Hitt er annað mál að endurskoðun reglna um meðferð aukafjárveitinga ryðja í sjálfu sér ekki úr vegi orsökum og ástæðum þessa íslenska fjáryeitingafyrir- bæris. Það er misskilningur ef einhver heldur það að aukafjárveitingastefna íslensks stjórnkerfis hafi orðið til vegna valdníðslutilhneiginga ráðherra og ríkis- stjórna eða skilningsleysis á því hvernig eigi að túlka 41. gr. stjórnarskrárinnar. Frumorsakarinnar er að leita í stjórnkerfinu sjálfu og því efnahagskerfi óðaverðbólgunnar sem hér hefur verið látið þróast í hálfa öld og ruglað hefur verðskyn og allar fjárhags- áætlanir. Þótt aukafjárveitingar séu lítt þekktar í nágranna- löndum, þá stafar það eingöngu af því að þar er verðbólgu haldið í skefjum. Þess vegna er hægt að gera fjárhagsáætlanir og semja fjárlög sem standast þá tólf mánuði sem þeim er ætlað að gilda. Slíkt hefur verið ógerningur á íslandi áratugum saman vegna innbyggðrar verðbólgu í efnahagskerfinu og skilnings- leysis áhrifaafla þjóðfélagsins, ekki síst aðila vinnu- markaðarins, á skaðsemi verðbólgunnar, þeirri trú að hægt sé að hlaupast undan verðbólgunni með gerviráð- stöfunum. Vandi aukafjárveitinga verður ekki leystur fyrr en búið er að kveða niður íslensku óðaverðbólguna. Undir hitt skal tekið með fjárveitinganefnd að Alþingi á að fjalla um aukafjárveitingar meðan þeirra er þörf. Ráðherrar eiga að bera fjárveitingaóskir sínar undir Alþingi en ekki fjármálaráðherra eingöngu. DRAUGAGANGUR Fréttastofa ríkissjónvarps birti í fyrrkvöld í ellefu fréttum eftirfar- andi um brottför Kjartans P. Kjart- anssonar yfirmanns fjármála hjá SÍS, en brottför hans er m.a. afleiðing af gjörbreyttu tilboði Landsbankans í Samvinnubank- ann: „Samkvæmí heimildum frétta- stofúnnar sagði Kjartan P. Kjart- ansson sjáltur upp síörfum, par sem fjármálastjóm Sambandsins hefði ekki haldið rétt á spöðunum í viðræðum rið Landsbankann og jafnvel íöðrum málum. Sambands- menn hefðu haldið verði bankans alltof háu og ekki gert sér grein fyrir því fyrr en ot seint og reynt í lengstu lög að halda verði bankans uppi á óraunhæfum grunni. Samkvsemt samkomulagi sem gert var milli Landsbankans og forráðamanna Sambandins var gert ráð fyrir að kaupverð væri 828 milljónir króna fyrir hluta SÍS í bankanum með fyrirvörum um ýmsa liði. Ettir að búið var aðmeta fyrirvarana bauð Landsbankinn svo ekki nema 605 milljónir króna í 52 % hlutafjár Sam vinnubankans, sem talið var sanngjarnt verð að mati fjármálasérfræðinga Lands- bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar vanmat forysta Sambandsins raunvemlegt verð fyrir brétin, og í framhaldi af því ákvað Kjartan P. Kjartansson, yfirmaður fjárhagsdeildar að segja upp störfum. Vemleg óánægja er sögð innan samvinnuhreyðngarinnar með tor- ystuna íþessu máli. Heimildamenn fréttastofu sjónvarps álíta að spurning sé hvort Kjartan verði sá eini sem hætti í tramhaldi at mál- iuii. Ekki náðist í Kjartan eða Guðjón B. Ólafsson, forstjóra SÍS, vegna þessa máls í kvöld." Glaðst yf ir 200 milljona tapi Þessi frétt Fréttastofu sjónvarps er undarleg í hæsta máta og stang- ast í raiin á við sjálfa sig, þar sem upplýsingum heimildamanna sker saman við raunveruleikann, þ.e. það samkomulag sem hafði náðst um að kaupverð Samvinnubankans skyldi vera 828 milljónir króna með fyrirvörum um ýmsa liði. Er að sjá sem heimildir sjónvarpsfrétt- ar telji að „veruleg óánægja sé innun samvinnuhreyfingarinnar" vegna þess að ekki skuli hafa verið tekið vel í það af forystu Sam- bandsins að lækka verðið um rúm- ar tvö hundruð milljónir króna, eins og nú hefur verið gert. Það er Ijóst af þessum orðum áð heimild- armenn virðast hafa einhverra hagsmuna að gæta hvað snertir óánægju samvinnumanna. Þetta viðhorf er enn betur undirstrikað með spá um að fleiri mundi hætta í Sambandsforystunni en Kjartan. Er ekki langt að minnast þess að uppi var mikil ófrægingarherferð á forstjóra Sambandsins. Varla verð- ur hann nú ásakaður um að hafa slegið tvö hundruð milljónum af Samvinnubankanum. Góðvildinnifómað Satt að segja undirstrika heim- ildir Fréttastofu sjónvarps undar- legan draugagang í þessu máli, sem beinist gegn einstaklingum, en fyrst og fremst gegn samvinnu- hreyfingunni og samvinnumönn- um. Er illt til þess að vita að ekki skuli vera hægt að eiga opinská og hreinskiptin viðskipti í svo stóru máli sem sala á banka er. Mega menn gjaman hafa í huga, lieim- ildamenn og aðrir, að með þeim niðurstöðum, sem nú liggja fyrir um bankasöluna, er málið komið á stig úlfúðar, sem engu bjargar og verður alls ekki til þess að Lands- bankinn njóti þeirrar góðvildar viðskiptavina, sem eðlilegt hefði verið hefðu undirmál eins og þau sem heimildarmenn Fréttastofu eru uppvísir að ekki ráðið of miklu. Samvinnuhreyfingin á marga and- stæðinga. Það hefur ekki fyrr verið vitað að þeir ættu greiðan aðgang, og að tilefnislausu, að fréttamönn- um sjónvarps með hreinan upp- spuna. Met í ósannindum Kjartan P. Kjartansson stóð fyr- ir samningaviðræðum við Lands- bankann um kaup á Samvinnu- bankanum. Eftir langar viðræður var komist að þeirri niðurstöðu að réttmætt verð væri 828 milljónir króna. Sérfræðingar bankans voru í þessum viðræðum og voru sam- komulaginu samþykkir. Fyrirvarar voru eðlilegir og áttu kaupin að miðast við september. Því var líka breytt í nýju kauptilboði Lands- bankans. Sú heimild fréttastofunn- ar hlýtur að vera meira en lítið kunnug iniiun samvinnuhreyfing- arinnar, sem staðhæfir nú að mikil óánægja hafi ríkt innan samvinnu- hreyfingarinnar með upphaflegt samningsverð. Samkvæmt heim- ilduni Fréttastofu gat hreyfingin ekki á heilum sér tekið fyrr en búið var að lækka kauptilboðið um tvö hundruð milljónir króna. Þá tók að glaðna yfir henni samkvæmt heimild Fréttastofu. Sjaldan hefur ineiri ósannindum verið þjappað saman í einni frétt, og þetta á að heita ríkisstofnun. Garri VÍTT OG BREITT Hinn nýi, sjúki maður Á nýbyrjuðum áratug þykir fáránlegt til þess að hugsa hve stutt er síðan vísindalegur kommúnismi átti að skapa hinn nýja mann og töluðu og skrifuðu vinstri róttækl- ingar digurbarkalega um byltingar- sinnaða, sögulega nauðsyn þess að þeir og þeirra líkar mundu um- skapa manninn og móta að eigin hégiljum. En satt best að segja er verið að umbreyta mannskepnunni með byltingarhraða og víðar veður hjáfræðin um endursköpunina uppi en í úreltum fræðum komma- gerpanna, sem séð hafa sinn fífil fegri. Uppinn og uppan eru skilgetin afkvæmi lífsgæðakapphlaups neysluþjóðfélaga, þar sem frami, skjótfengin gróði og ábúðarmikill íburður eru tilgangur og takmark hérvistar manngerðarinnar. Varla þarf að lýsa hinum nýja manni sem gert hefur heilsurækt að neyslu og menntun að gróða- lind. Gljámyndarit og tískuviðtöl gera því efni öllu miklu betri en næg skil. Og svo auðvitað auglýs- ingahetjurnar sem eru svo ofboð hamingjusamar í fínu bílunum, flugvélunum, í fínu fötunum, með fínu makana sína og fínu börnin í fínu villunum eða sullast um í fínu fjörunum og á flottu fjöllunum. Álagog heilsubrestur Nú hefur landlæknisembættið unnið skýrslu um streitusjúkdóma með öllum sínum ömurlegu af- leiðingum. Skemmst er frá að segja að streitan í fólki á aldrinum 34-44 ára hefur tvöfaldast á tuttugu árum. Rannsóknirnar eru byggðar á skýrslum Hjartaverndar en streita og sívaxandi hjartarugl fara einatt saman. Þeir þjóðfélagshópar sem kvarta mest um streituna eru háskóla- menntað fólk og atvinnurekendur. Minnst kvarta húsmæður (heimavinnandi?) og ófaglært fólk. Sá hópur sem verst er úti af> völdum streitu eru háskóla- menntaðar konur á aldrinum 34-44 | ára. Á hinum síðustu og bestu tímum vinna 92% kvenna meira en 55 I stunda vinnuviku. Skýrt var frá þessu í Tímanum í gær og er þar haft eftir landlækni j að svo virðist að yfirleitt sé mun minni streita hjá þeim aldurshóp- um sem komnir eru yfir húsbygg- ingaraldur. Enn er haft eftir land- lækni að konur sem kvarta um streitu þyngist meira en aðrar þrátt fyrir að þær stunda oftar líkams- æfingar. Streitukonur reykja meira og vinna meiri aukavinnu. Þær hafa oftar mannaforráð og skipta oftar um atvinnu og íbúðir en þær konur sem síður kvarta um þennan leiða fylginaut framsækins lífs- gæðakapphlaups. Að streituhrjáðar konur eru gerðar fremur að umtalsefni en taugaveiklaðir karlkyns uppar með höfuðverk, bakverki, magasár og svefntruflanir, er að fjölgunin er að mestu meðal menntaðra, frama- sækinna kvenna. Farvel fomu dyggðir Síbeljandi áróður fyrir að skapa hinn nýja mann dynur á manni úr öllum áttum og enginn hefur döng- un í sér til að andmæla. Eftir því sem heimilin verða stærri og ríkmannlegri er unnið að því öllum árum að leysa fjölskyld- una upp. Menntunin mikla og góða og síðar hinn sæli vinnumark- aður skilja mann og konu að og heimilið er börnunum ekki annað en rúm í sérherbergi til að sofa í. Önnum kafna framsækna fólkið á helst ekki að eiga nema eitt barn en ef þau eru fleiri er systkinum stíað sundur alla daga því hver stofnun á sinn eigin aldurshóp og vei þeim sem vogar sér að halda því fram að ungbörnum væri hollt að eiga sér heimili sem tryggan íverustað þar sem illa menntaðar mæður eða enn óhæfari ömmur væru að burðast við uppeldi. Svo ekki sé talað um hve freklega væri gengið á rétt kvennanna ef þær ekki fá að þræla yfir 55 stunda vinnuviku í frystihúsi eða á fast- eignasölu. Enda hefur þjóðfélagið svo laglega í pottinn búið að hjón verða bæði að vinna mikið og lengi til að halda heimili þótt það kosti að fjölskyldulífið sé lagt í rúst. Hinir nýju lífshættir sýnast hvergi nærri hollir sé tekið mark á skýrslu landlæknis um streituna, sama þótt þeir líti vel út á pappír og skjá. Kannski verður mannskepnan brátt leið á keppninni hörðu á framabrautinni og tekur upp nýtt lífsgæðamat, þar sem öryggi, ró- semi hugans og hófleg nægusemi verður talinn hinn eini og sanni lúxus. Það er í rauninni ekki annað en það sem höfundar helstu og göfug- ustu trúarbragða heims hafa reynt að koma til skila gegnum aldirnar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.