Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. janúar 1990 Tíminn 9 AÐ UTAN illllllllilllllllllllllllllllll Búskmennimir eru mættir á kjörstað þó að hugmyndin um ríkisstjórn sé þeim framandi og alls ólík þeirri samfélagsmynd sem þeir búa við. Namibia Búskmenn kynnast kosningum Nýlega fóru fram kosningar í Namibíu sem fram að þessu hefur verið verndarsvæði Suður-Airíku en á að hljóta sjáifstæði á næsta ári. Alheimur fylgdist með og gert var ráð i'yrir hreinum sigri Swapo-manna, jafnvel svo að þeir næðu þeim tveim þriðju hlutum atkvæða sem hefði gefið þeim vald til að semja einir stjórnarskrá landsins eftir sínu höi'ði. Meirihluta náðu þeir, um 60%, en verða að fá aðra tíl liðs við sig til annast stjórnarskrársamninguna. Ekki var annað að sjá af frétta- myndum í sjónvarpinu en almenn- ur fögnuður ríkti í Namibíu með kosningarnar. Einn hópur íbúa landsins vill þó gjarnan gleymast í sjálfstæðisvímunni. Hvað verður um búskmennina? Buskmennimir mættir á kjörstað Megn þefur af ólöglegum bjór fyllti kæfandi loftið um miðjan morgun, en strjálingurinn af búsk- mönnum sem biðu þess að greiða atkvæði sitt í skugga geysistórs apabrauðs-trés virtist merkilega róiegur. Karlarnir, sem voru greinilega ekki vanir að klæðast þeim fáu vestrænu fataplöggum sem voru í eigu þeirra, röbbuðu lágvært sam- an á sérkennilegri smellandi tungu sinni um skortinn á atvinnu og peningum. Konurnar höfðu sveip- að um sig ábreiðum og skreytt sig með flóknum, litríkum perlu- skreytingum og höfðu hemil á skara af lífsglöðum börnum. Hér eru komnir síðustu búsk- mennirnir í Kalaharíeyðimörkinni sem lifa eingöngu af veiðum og því sem til fellur. Þar til fyrir 30 árum notaði þetta fólk eiturörvar til að viða sér til matar. Það kann enn að komast af í eyðimörkinni á safa frá jurtum. En í þetta sinn eru búskmennirn- ir búnir að kjósa í fyrsta sinn í afskekktu byggðinni Tsumkwe í skrælnuðu búskmannalandi Nam- ibíu. Búskmenn verða að breyta um lifnaðarhætti Hugmyndin um að kjósa sér ríkisstjórn stangast á við þá þjóð- félagsmynd sem búskmenn hafa. Hvað þá varðar er eina sanna þrepabygging þjóðfélagsins innan fjölskyldunnar. Hugtakiðþjóðhef- ur litla merkingu í þeirra augum. Stáltröppur yfir girðinguna sem skilur að Namibíu og Botswana gera þeim kleift að fara yfir landa- mærin eins og þeir vilja. Engu að síður tilheyra þeir núna óhjákvæmilega nútíma veröldinni. Þó nokkuð margir búskmenn eiga ekki afturkvæmt til síns fyrra lífs. Ungir menn í þeirra hópi hafa lítið lært að gera í höndunum, og á svæðinu þeirra er þegar fleira fólk en landið getur fætt án ræktunar, vegna stefnu Suður-Afríkumanna á verndarsvæðum þeirra. Þegar kosningarnar í Namibíu fóru fram á dögunum komu tugir búskmanna á vörubílum frá fjar- lægum stöðum til að kjósa. Þeir æptu af fögnuði þegar þeir komu auga á félaga og vini sem fyrir voru. Sumir þeirra héldu fast um boga og örvar sem þeir ætluðu að selja sem minjagripi. Búskmennirnir, rétt eins og hinir 700.100 skráðu kjósendur landsins, ætluðu að kjósa þing sem fær það verkefni að semja stjórnarskrá landsins þegar þessi síðasta ný- lenda í AfríkU fær sjálfstæði á næsta ári. Tveggja þriðju hluta meirihluta þarf á þinginu til að annast samningu stjórnarskrárinn- ar og höfðu Swapo-menn gert sér vonir um að fá hann einir. Svo fór þó ekki, þeir hlutu um 60% at- kvæða, og verða því að fá til samstarfs menn úr öðrum flokkum þar til tilskilinn meirihlutí hefur náðst. Ekki treysta allir Swapo Tíu flokkar buðu fram, en aðal- keppinautarnir voru þó aðeins tveir: Swapo, „SouthWest African People's Organisation", sem háði í meira en 20 ár skærubaráttu fyrir sjálfstæði gegn Suður-Afríku, og „Democratic Turnhalle Alliance" (DTA), sem margir hvítir kjósa, en hvítir menn eiga 80% lands í Namibíu. Þótt vafi þyki leika á að Swapo sé fulls trausts vert fyrir að halda mannréttindi í heiðri hefur flokk- urinn heitið því að styðja fjölflokka lýðræði þar sem réttindi og mál- frelsi minnihlutahópa verði tryggð. En margir óttast að ríkisstjórn undir valdi Swapo eigi eftir að gera Namibíu að eins flokks landi, og er hræðslan við það einkum áberandi meðal 80.000 manna minnihlut- ahóps hvítra í landinu. Búskmenn hafa löngum verið ofsóttir Sigur Swapo gæti boðað mikla vá fyrir búskmennina. Meira en 2000 þeirra frá norðurausturhluta Namibíu, þ.á m. nokkrir sem höfðu flúið frá Angóla þegar það land hlaut sjálfstæði frá Portúgal um miðjan síðasta áratug, börðust með suður-afríkönskum hersveit- um gegn Swapo. Búskmennirnir hafa líka sætt ofsóknum annarra afrískra ætt- bálka um langan tíma. Nú vinna margir búskmenn á bóndabæjum í eigu svartra annars staðar í Nam- ibíu og sagt er að þeir sæti lítið betri meðferð en þrælar. „Ef Swapo nær öllum völdum er líkleg- ast að þeir hefni sín og reyni að drepa einhverja búskmenn," segir trúboði einn. Brogðum beitt í kosningunum Kosningarnar stóðu í fimm daga og í upphafi ríkti bjartsýni um að allt færi vel fram, en þegar á leið fór að kárna gamanið, þrátt fyrir nærveru yfir 7000 starfsmanna Sameinuðu þjóðanna til að hindra að Swapo, Suður-Afríkustjórn eða stuðningsmenn hefðu í frammi ógnanir eða fremdu vísvitandi afglöp. í vikulok var orðið augljóst að alls kyns bellibragða hafði verið neytt til að reyna að hafa áhrif á kjósendur. Hjálparstofnunin Oxfam til- kynnti um „óróavekjandi misfell- ur" í framkvæmd kosninganna og hélt því fram að raunverulegar lýðræðiskosningar væru ófram- kvæmanlegar vegna þess að yfir- stjórn á framkvæmd þeirra hefði verið falin Suður-Afríku. Stofnun- in benti á skort á atkvæðaseðlum í norðurhluta landsins, þar sem er höfuðáhrifasvæði Swapo, og að sums staðar hefðu kjörstaðir verið settir niður í dómshúsum, sem Oxfam kallaði „tákn kynþáttaað- skilnaðarstjórnarinnar". Hvort hér var um að ræða raun- verulegar tilraunir til að hafa áhrif á kosningarnar er umdeilanlegt. David Steel, fyrrum foringi Frjáls- lynda flokksins breska og meðlim- ur nefndarinnar sem eftirlit hafði með kosningunum, sagði: „Fram- kvæmdin hefur ekki verið gallalaus frá byrjun til enda, en það er hin eindregna einbeitni namibísku þjóðarinnar að sigrast á þessum göllum sem stendur upp úr." Samt voru gerðar klunnalegar tilraunir til að afvegaleiða kjósend- ur. Þar má nefna bæklinga sem dreift var úr flugvél á áhrifasvæð- um Swapo, þar sem fólki var ráðlagt að draga það til vikuloka að fara á kjörstað - í því skyni að örtröð myndaðist þar þá. Líka var tilkynnt um a.m.k. eina tilraun til að stela atkvæðakössum. Atkvæði Búskmanna keypt fyrir sykur í brugg Búskmennirnir fóru ekki var- hluta af tilraunum óvandaðra til að beita kosningabrögðum, þó að inn- an við 5000 manns byggi runna- og eyðimerkurlandið á þeim 15.000 fermílum sem nefnast Búskmanna- land. í þeirra tilfelli var beitt hráum efnivið til heimabruggs til að kaupa atkvæði. Þar sem alkóhól hefur tekið sinn toll í samfélagi þeirra hefur það verið bannað, en búskmenn kunna að blanda saman sykri og hraðvirku geri til að fram- leiða kraftmikinn drykk. Bæði Swapo og DTA hafa neitað því að hafa gefið sýnt mikla rausn í sykurgjöfum, en ungur búskmað- ur, með derhúfu DPA á höfðinu og æfingaskó á fótum, lýsti yfir aðild síns flokks í gjöfunum og hefði tilgangurinn verið að vinna sigur á Swapo. „Allir hafa heyrt að ef Swapo vinnur kæfa þeir búskmenn- ina fyrst, skera síðan handleggina af, rista á kviðinn og éta síðan skrokkinn," sagði hann. DTA hefur löngum átt mikið fylgi á svæðum búskmanna og sigur fiokksins þar myndi staðfesta fullyrðingu hans um að vera sá flokkur sem verndar hagsmuni minnihlutahópa gegn Swapo, sem DPA heldur fram að sé fyrst og fremst fulltrúi Ovambo-ættflokks- ins úr norðri, fjölmennasta ætt- bálksins í Namibíu. Búskmennimir dæmdir til að verða undir? En hvort sem búskmennirnir eiga vinum að mæta hjá sigurvegur- um kosninganna eða ekki þarfnast þeir brýnt aðstoðar ef þeim á að takast að komast út úr þeirri erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Núna er aðeins ein verslun, sjúkraskýli og, þótt undarlegt megi teljast, fang- elsi í Tsumkwe-byggðinni. Bandaríkjamaðurinn John Marshall, sem áður var kvik- myndagerðarmaður en helgar nú krafta sína því verkefni að kynna landbúnað á svæði búskmanna, álítur að búskmennirnir séu dæmd- ir til að verða undir, hver svo sem fari með völdin í landinu. Hann er svo svartsýnn að hann segist ekki eiga aðra ósk heitari en að yfirgefa Namibíu. „En ég get ekki farið héðan," segir hann, „þetta fólk verður að fá hjálp."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.