Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 4. janúar 1990 DAGBÓK B/EKUR lllif Sigurjónsdóttir, Ðavid Tutt og Christian Tónleikar í Listasafni Sigurjóns um helgina Laugard. 6. janúar kl. 17:00 verða tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar. Þar leika þau lllíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, David Tutt píanóleikari og Christian Giger sellóleikari. Þau flytja píanótríó nr. 1 ópus 49 í d-moll eftir Mendelssohn og píanótríó nr. 1 ópus 8 í H-dúr eftir Johannes Brahms. Hlíf, David og Christian hafa leikið saman undanfarín ár og m.a. haldið fjölda tónleika í Sviss. Haustið 1988 komu þau einnig fram sem tríó hér á landi við vígslu Listasafns Sigurjóns. Giger leika saman í Listasafhi Sigurjóns á laugardag. Frá Listasaini íslands í Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á verkum í eigu safnsins. Verkin eru unnin á árunum 1945-1989. Listasafnið vill minna á breyttan opn- unartíma. Safnið er nú opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 12:00 til 18:00. Veitingastofa safnsins er opin á sama tt'ma. Almenn leiðsögn um sýninguna sem stendur í safninu fer fram á sunnudögum kl. 15:00 í fylgd sérfræðings. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" er á fimmtudögum kl. 13:30. Toyota Landcruser árg. "67 Vél Chevrolet 350 - Sjálfskíptur - Vökvastýri - Dekk: 40" Mudder - Namco hásingar - (sama ög 14 bolta Chevrolet) - Blæja. TIL SOLU Toyota Corolla 1600 Gti 1988 ekinn 32.000 km D Rafmagn í rúðum D Raflæsingar D Sóllúga D D Vökvastýri D Vetrar- og sumardekk. D Skipti möguleg. Verðhugmynd 1.050.000.- Upplýsingar í síma 686300 frá kl. 9.00 til 14.30 og 675603 eftirkl. 18.00. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur. Félagar hittast eftir jólafrí laugardaginn 6. jan. kl. 11:00 að Nóatúni 17. Opið hús verður í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnudaginn 7. janúar. Kl. 14:00 - frjálst spil og tafl og kl. 20:00 verður dansað. Sönghópurinn Emil og Anna Sigga í Norræna húsinu í kvóld f Norræna húsinu mun í kvöld, fimmtu- daginn 4. janúar kl. 20:30 koma fram Sönghópurinn Emil ásamt Önnu Siggu og nokkrum hljóðfæraleikurum. Þau munu túlka þar tónlist eftir einn af meðlimum Bach-fjölskyldunnar, P.D.Q. Bach, sem var einn af sonum J.S. Bachs. Mynd mánaðarins í Listasafni Islands Mynd janúarmánaðar í Listasafni fs- lands er eftir Gunnar Örn Gunnarsson myndlistarmann. Verkið, sem ber heitið „Mynd", er unnið með olíulitum árið 1976. Stærð þess er 145X130.5 og var það keypt til safnsins árið 1976. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sérfræðings, fimmtudag kl. 13:30-13:45 og er safnast saman í anddyri. Listasafn fslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 12:00-18:00. Veit- ingastofa safnsins er opin á sama tíma. Aðgangur er ókeypis, svo og auglýstar leiðsagnir. Tónleikar í Gerðubergi Mánudaginn 8. janúar kl. 20:30 verða Ljóðatónleikar í Gerðubergi í Breiðholti. Þar syngur John Speight baritonsöngvari og Jónas Ingimundarson leikur á píanó. Flutt verða lög eftir Purcell, Ives, Britten, Wolf, Schubert og Schumann. Safnaðarfélag Ásprestakalls Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með kaffisölu í safnaðarheimilinu sunnu- daginn 7. janúar eftir messu, sem hefst kl. 14:00. Allir velkomnir. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 6. janúar í Húna- búð, Skeifunni 17. Félagsvistin hefst kl. 14:00. Allir velkomnir. Þrettándafagnaður Héraðsmanna í Reykjavík Félagsmenn Átthagasamtaka Héraðs- manna, svo og aðrir Héraðsmenn, vinir og kunningjar, ætla að hittast í „Bláa salnum" að Hótel Sögu laugardaginn 6. janúar kl. 20:30. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síiuiiin er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Minningarkort Styrktarsjóðs bamadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjarnarness, Vesturbæjarapót- ek, Hafnarfjarðarapótek, Garðsapótek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Arbæjar- apótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavík- urapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsap- ótek, Lyfjabúðin IÐunn. Blómaverslan- irnar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarnarnesi og Blómavali Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrifstofu og barnadeild Landakotsspítala. ioi:li:iO;ÍJHrfit:-iJWl:( Jön Viðar Sigurösson FRÁ GOQORÐUM TIL RIKJA ÞRÓUN GODAVALDS Á12. OG 13. ÖLD Stjórnmála- þróun Sturl- ungaaldar Frá goðorðum til rikja — þróun goðavalds á 12. og 13. öld eftir Jón Viðar Sigurðsson er komin út á vegum Sagníræðistofnunar Háskólans. Um verkið segir svo á bókarkápu: Um nokkurt skeið hefur verið því likast sem gróirm áhugi Islendinga á fólki og atburðum fyrstu aldanna í sögu þeirra hafi heldur sjatnað. Nú virðist hann vera að sækja í sig veðrið á ný. Til marks um það er meðal armars rit það sem hér kemur fyrir almennings sjónir. Það fjallar um „valdasamruna 12. og 13. aldar" hér á landi og er að stofni til kandidatsritgerð höfundarins við Björgvinjarháskóla frá 1987. Það leiðir hugarrn að þvi, að saga íslands á miðöldum vekur áhuga langt út fyrir raðir landsmanna sjálfra, þó að Norðmenn snúi líkast til þynnra móðureyra að slíkri umræðu en aðrir. Ungur fræðimaður dregur saman í einn stað heimafengna þekkingu og skoðar hana síðan í ljósi erlendra sem innlendra athugana á fyrirbærum, atvikum og aðstæðum. Kemur þá meðal annars á daginn, að ófáir fræðimenn annarra þjóða hafa kannað og brotið heilann um sögu íslands og þjóðfélagsþróunina þar fyrir daga Gamla sáttmála. Samantekt Jóns Viðars Sigurðssonar um stjómmálaþróun Sturlungaaldar, þegar Noregskonungur var sem óðast að flækja íslenzku höfðingjana í neti sinu, vekur ótal spurningar og er til þess fallin að varpa ljósi á gang mála frá ýmsum sjónarhomum sem íslendingar hafa naumast gefið gaum til þessa. Bókaútgáfa Menningarsjóðs sér um útgáfu og dreifingu. ET^' "**£¦¦ WWW c . 9 1 Ættbók og saga íslenska hestsins 5. bindi í þessu bindi er lýsing stóðhesta frá nr. 964 til 1140 og lýsing á hryssum frá nr. 3500 til nr. 4716. Þá er í bókinni starfssaga höfundarins Gunnars Bjarnasonar sem ráðunautar til ársins 1973. Segir þar m.a. frá kynningu á íslenska hestinum í Evrópu og Ameríku og stofnun hestaklúbba erlendis. Bókina prýða myndir af flestöllum stóðhestum sem lýsing er af. Forseta bruggað banaráð Frjálst framtak hefur gefið út skáldsöguna Banaráð eftir breska rithöfundinn Jeffrey Archer. Er þetta þriðja bókin eftir hann sem kemur út á íslensku. Áður hafa verið gefnar út bækurnar Heiður i húsi og Hvorki meira né minna. Banaráð fjallar um samsæri semm gert er gegn Flórentínu Kane, fyrstu konunni sem gegnir embætti forseta Bandarikjanna. Leyniþjónustan fær veður af áformum samsærismarrna en þeir sem vitneskju haf a um málið týna brátt tölunni. FBI-maðurinn Mark Andrew er lykilmaður í þvi að leysa gátuna. Hann veit í fyrstu fátt annað en að öldungadeildarþingmaður er viðriðirm málið og að tíminn til stefnu er skammur. Kapphlaupið við að ná samsærismönnunum er mikið og spennandi. Jeffrey Archer er einn af kunnustu spennusagnahöfundum i heimi og bækur hans hafa verið á metsölulistum bæði í Bandarikjunum og Bretlandi. Gerðar hafa verið kvikmyndir og sjónvarpsmyndaflokkar byggðir á sögum hans og m.a. sýndir hérlendis. Má þar nefna Fremstir meðal jafningja og Kain og Abel. Björn Jónsson þýddi bókina sem er 256 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda en auglýsingadeild Frjáls framtaks hf. hannaði kápuna. Þessu trúir enginn Iðunn hefur gefið út bókina Þessu trúir enginn, en hún er gefin út i tilefni af 50 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur. í bókinni er að finna ógleymanlegar frásagnir af þrautreyndum stangaveiðimönnum, bæði þeim sem voru frumherjar í íslenskri stangaveiði og lögðu á sig ómælt erfiði til að komast í kallfæri við veiðigyðjuna og hinurn sem fetuðu í fótspor þeirra og margir eru sjálfir orðnir goðsagnir í lifanda lífi. Hér er saga stangaveiðinnar sögð með orðum veiðimannanna sjálfra og veiðiævintýrið og gleðin af samvistum við náttúruna sitja í fyrirrúmi. Hér segir frá veiðum Jóhannesar á Borg, Hermanns Jónassonar og Thors Jensen, frá fyrstu íslensku stangveiðikonunni, frá hertogum, bændum og trillukörium og frá fjölmörgum ólíkum ernstaklingum. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda. Viðtöl í bókinni tóku Guðrún Guðjónsdóttir og Guðni Kolbeinsson. Rímaðar gátur Gátuvísur eftir Sigurkarl Stef4nsson eru komnar út hjá Skákprenti. Þar eru 76 gátuvísur að glíma við fyrir þá sem þjálfa vilja hugann. Höfundurinn, Sigurkarl Stefánsson, er kunnur sem kennari við menntaskóla og háskóla og hefur áður komið út safn af gátuvísum eftir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.