Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 4. janúar 1990 r»r Halldór Jón Almennur stjórnmálafundur Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson alþingismaður ræða stjórnmálaviðhorfið, atvinnu og byggðamál á almennum stjórnmálafundi í Valaskjálf á Egilsstöðum mánudaginn 8. janúar kl. 20.30. Halldór Ásgrímsson, Jón Kristjánsson. Páll Pétursson Stefán Guðmundsson Vestur Húnvetningar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Vertshúsinu, Hvammstanga mánudaginn 8. jan. kl. 18-20. Skarðstrendingar - nærsveitamenn Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals á hótel Dagsbrún, þriðjudaginn 9. jan. kl. 14-17. Hofsósbúar - nærsveitamenn Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Höfðaborg Hofsósi miðvikudaginn 10. jan. kl. 15-18. Guðmundur Páll Stefán ElínR Bjarnason Pétursson Guðmundsson Lindal Austur Húnvetningar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Blönduósi þriðju- daginn 9. jan. kl. 20.30. Frummælendur: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín Líndal varaþingmaður. Allir velkomnir. Steingrímur Páll Stefán Skagfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðár- króki miðvikudaginn 10. jan. kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir Halldór Siglfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Höfn sunnudaginn 14. jan. kl. 14. Frummælendur: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og al- þingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir. Tíminn 17 lllllllllllllllllillllllll SPEGILL ............................................................................................................Illllll...........................Illlll........ „Þetta var gott ár,“ segir leikarinn Sam Neill, sem fékk í ár verðlaun fyrir kvikmyndaleik - og kvæntist í fyrsta sinn, 41 árs Sam Neill hefur verið eftirsóttur kvikmyndaleikari í mörg ár, og er enn sagður á uppleið í leiklistinni. Til sannindamerkis má nefna, að myndin „A Cry In The Dark“ sem Sam Neill og Meryl Streep léku í, fékk ótal verðlaun - Oscars-verð- laun og IFA-verðlaunin í Ástralíu. Þar fékk Sam m.a. verðlaun fyrir bestan leik, og var það heiður sem hann mat mjög mikils. En aðallán hans í ár, segir leikar- inn, var að kvænast Noriko, hinni japönsku vinkonu sinni. Þau hafa þekkst vel í þrjú ár. Noriko er förðunarmeistari og vinnur við kvikmyndir. Sam Neill hefur aldrei áður gengið í hjónaband, en hann á sjö ára son með leikkonunni Lisu Harrow, sem var vinkona hans um árabil. Sú leikkona lék móður Nonna og Manna í samnefndri kvikmynd. Annars hefur Sam Neill verið þekktastur fyrir leik sinn í njósna- eða spennumyndum, svo sem eins og í sjónvarpsmyndinni Reilly, sem gerist á keisaratímabilinu í Rúss- landi. Þar leikur Neill enskan njósnara sem lendir í ótal ævintýr- um. Einnig þótti hann mjög góður í myndinni „Dead Calm“ sem hef- ur verið sýnd hér á landi. Sam Neill er fæddur í Norður-ír- landi, en í föðurætt er hann ættaður frá Nýja-Sjálandi. Hann ólst þar upp að mestu leyti og þar á hann bústað, sem hann er oft í þegar hann tekur sér frí. Einkum að vetri til, því að þá er besta veðrið á suðurhveli jarðar. „London er mér nauðsynleg," segir hann, og bætir því við, að þangað komi hann til að fara í leikhús og fá andlega næringu. Fara á sýningar og kynnast nýjum menningarstraumum. Best sé að koma á vorin til Bretlands og eftir nokkrar leikhúsferðir, að ferðast þá norður til Skotlands og yfir til Irlands. En Nýja Sjáland og Ástralíu segist hann elska vegna útilífsins þar, veðráttunnar og þar eigi hann svo marga góða kunningja og vini. Þau sópuðu að sér verðlaunun- um, Meryl Streep og Sam Neill eftir frumsýningu á myndinni „A Cry In The Dark“ Sam Neill er hér í hlutverkum sínum í spennumyndinni „Dead Calm“ t.v. og sem Reilly í sam- nefndri sjónvarpsmynd Brúðhjónin Noriko Watambe og Sam Neill búa nú í Sydney, þar sem Sam er að skrifa handrit að kvikmynd Lisa Harrow, sem lék í myndinni Nonna og Manna (móður þeirra) og Sam eiga saman 7 ára son

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.