Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 19
FlrhíHfUdágur 4: járiuár 1990 Tíminn 19 Belgía: Boutsen kjörinn Ökuþórinn Thierry Boutsen, sem keppir í Formula 1 flokki, hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins í Belgíu, en þarlendir íþróttafrétta- menn lýstu kjörinu í gær. Boutsen, sem ekur Williams bíl sigraði í kanadíska og ástralska Grand Prix kappakstrinum á síðasta ári. Hann hlaut 337 atkvæði á kjör- inu, en næstur kom markvörður belgíska knattspyrnulandsliðsins og liðs Mechelen, Michel Preud'- homme sem hlaut 204 atkvæði. Ingrid Berghmans Evrópu og heimsmeistari í júdó var kjörinn íþróttakona ársins með miklum yfir- burðum. BL Skoska knattspyrnan: Rangers á toppnum Glasgow Rangers trónir nú eitt í efsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar í knattspymu eftir 2-0 sigur á erki- fjendunum Celtics á útiveUi í fyrra- dag. Aberdeen er í öðra sæti, en liðið sigraði Dundee 5-0. Mother- well vann 2-0 sigur á Guðmundi Torfasyni og félögum í St. Mirren 2-0. Staðan í skosku úrvalsdeildinni: ...21 ...21 ...21 12 5 4 27-12 29 11 5 5 33-17 27 9 5 7 36-25 23 ...21 8 7 6 26-19 23 Ðunfermline — 19 Dundee United .. 20 St. Mirren......20 7 6 6 24-23 20 5 9 6 25-27 19 5 9 6 22-24 19 6 6 8 19-26 18 5 5 10 18-37 15 2 7 12 28-48 11 BL íslenskar getraunir: Tvær tólfur í árslok f 52. leikviku íslenskra getrauna sl. Iaugardag 30. desember gekk fyrsti vinningur út, en potturinn var sem kunnugt er tvöfaldur. Tvær raðir komu fram með 12 réttum og fyrir hvora greiða Getraunir út 329.478 kr. í vinning. Önnur tólfan kom á 100 kr. tölvu- val í versluninni Bárunni í Grindavík og hin kom á 3.680 kr. opinn seðil ; sem keyptur var í söluturninum Ásnum á Eyrarbakka. 17 raðir komu fram með 11 réttum og fyrir hverja röð greiðast 16.612 kr. í vinning. Úrslitaröðin varð þessi: 111, 211, x2x, lxl. BL Gamlárshlaup ÍR: Jóhann vann Gamlárshlaup ÍR var haldið í 14. sinn sl. gamlársdag og var metþátt- taka í hlaupinu að þessu sinni, 86 luku keppni. Jóhann Ingibergsson úr FH kom fyrstur í mark 31,14 mín. Annar í hlaupinu varð Bragi Sigurðsson Ár- manni og Daníel Guðmundsson USAH varð þriðji. Fyrst kvenna varð Martha Ernst- dóttir ÍR á 33,51 mín. BL Knattspyrna: Stórsigur á Lichtenstein íslenska unglingalandsliðið í knattspymu skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann lið Lichtenstein 9-0 í aukaleik í ísrael í fyrradag, en þar hefur íslenska liðið dvalið að undanförnu við keppni. Ríkharður Daðason gerði 4 mörk, Þórður Guðjónsson 3 og þeir Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson gerði 1 mark hvor. BL íþróttamaður ársins 1989: [Qililll Tfnl [J í hófi á Hótel Loftleiðum í kvöld Listinn yfir 10 efstu menn í Bjarni Friðriksson júdómaður úr knattleiksmaður úr FH og íslenska verður lýst kjöri íþróttamanns árs- kjörinu fer hér á eftir, í stafrófsröð: Ármanni. landsliðinu. ins 1989. Mikil leynd hvílir jafnan Einar Vilhjálmsson frjálsíþrótta- Þorvaldur Örlygsson knattspymu-yfir kjörinu sem Samtök íþrótta- Alfreð Gíslason handknattleiks- maður úr UÍA. maður úr KA, Nottingham Forest fréttamanna standa að. ígærsendi maður með KR, Bidasoa á Spáni Kristján Arason handknattleiks- og íslenska landsliðinu. Samúel Om Erlingsson formaður og íslenska landsliðinu. maður með Teka á Spáni og ís- Einsogáðursegirverðurkjörinu samtakanna þó frá sér lista yfir þá Amór Guðjohnsen knattspyrnu- lenska landsliðinu. lýst í hófi á Hótel Loftleiðum í 10 íþróttamenn sem efstir urðu í maður með Anderlecht í Belgíu og Ragnheiður Runólfsdóttir sund- kvöld, en í Ríkissjónvarpinu verð-kjörinu. Listinn er ekki í endan- íslenska landsliðinu. kona frá Akranesi. ur sýnt beint frá athöfninni í frétta-Iegriröðheldurístafrófsröðogþví Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnu- Sigurður Einarsson frjálsíþrótta- tíma. BL verður spennan í hámarki í kvöld maður með Stuttgart í V-Þýska- maður úr Ármanni. þegar kjörinu verður lýst. landi og íslenska landslíðinu. Þorgils Óttar Mathiesen hand- NBA-deildin: Portland vann eftir 3 framlengingar Leikir í NBA-deildinni í körfu- knattieik í Bandaríkjunum geta orð- ið mjög spennandi eins allir vita og oft þarf að framlengja leiki til þess að úrslit fáist. Sl. föstudag varð að þríframlengja Ieik Portland Trail Blazers og Dallas Mavericks áður en úrslit lágu fyrir. Það var Ioks lið Portland sem sigraði 144-140 eftir að leikið hafði verið í 63 leikminútur. Úrslitin á föstudag urðu þessi; Milwaukee Bucks-Detroit Pist. ... 99- 85 Phoenix Suns-Minnesota T.w. . . . 118-101 Chicago Bulls-S.A.Spurs.......101- 97 PortlandT.B.-DallasMaver.....144-140 Boston Celtics-Seattle Supers. ... 96-89 L.A.Lakers-Golden State Warr. . . 130-111 Sacramento Kings-Philadelphia . . 105- 95 Úrslitin í fyrrinótt urðu á þessa leið: Atlanta Hawks-Milwaukee Bucks . 113-107 Detroit Pistons-Orlando Magic . . . 115-113 Washington Bullets-N.J.Nets-----110-96 LA.Clippets-Minnesota Tunberw. . . 87- 79 Phoenix Suns-New Yoik Knicks . . 113- 99 DallasMavericks-IndianaPac. ... 110-106 Golden State Warr.-Utah Jazz ... 133-120 PortlandTrailBl.-MiamiHeat . .. 119- 95 BL Knattspyrna: Stjóri Luton hættur störfum Ray Harford hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri enska 1. deildarliðið Luton. Luton berst nú harðri baráttu fyrir sæti sínu í 1. deild, en liðið hefur nú 20 stig í næst neðsta sæti deildarjnn- ar. Fyrir aðeins 6 vikum skrifaði Har- ford undir nýjan tveggja ára samning við félagið, en nú hefur veðurskipast í lofti. Óánægja vegna sölunnar á Roy Wegerle til QPR fyrir 1 milljón punda í síðasta mánuði mun vera ein af ástæðunum fyrir brottför Harford ásamt slæmu gengi liðsins að undan- förnu. Undir stjórn Harfords sigraði Luton í fyrsta skipti í stórmóti, þegar félagið sigraði Arsenal í úrslit- um deildarbikarkeppninnar 1988 og í fyrra lék liðið á ný í úrslitum keppninnar en tapaði þá fyrir Nott- ingham Forest. BL Frjálsar íþróttir: Lewis-Johnson einvígi í uppsiglingu á árinu Allt útlit er nú fyrir að í septem- ber á þessu ári muni þeir Carl Lewis og Ben Johnson á ný mætast á hlaupabrautinni. Þann 25. sept- ember rennur úr gildi 2 ára keppn- isbann það sem Johnson var dæmdur í eftir að hann varð uppvís að lyfjaneyslu á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Sem kunnugt er þá var Johnson sviptur gullverðlaunum sínum og heimsmeti á leikunum og í réttar- höldum sem haldin voru í Kanada á síðasta ári viðurkenndi hann að hafa um árabil notað hormónalyf. Síðar í þessum mánuði mun John- son missa heimsmet það sem hann setti á Heimsleikunum í Róm 1987 og þá mun Carl Lewis á ný verða heimsmethafi í 100 m hlaupi. Nokkrir aðilar hafa áhuga á að fjármagna keppni þeirra Lewis og Johnsons og miklir fjármunir er nefndir í því sambandi eða allt að 10 milljónir dala. Ekki er Ijóst hvar einvígi þeirra verður haldið en all margir staðir koma til greina svo sem Bandarík- in, Japan og Spánn. Ahugi manna á keppni milli þessara fótfráu manna er svo mikill að mest minnir á einvígi hnefa- leikakappa. Fjármálastjóri Lewis segir að hann vilji að keppni þeirra Lewis og Johnsons verði í rauninni ekkert einvígi, 5-6 hlauparar muni taka þátt í 100 m hlaupinu og einnig verði keppt í 200 m, 400 m og jafnvel 800 m hlaupi á mótinu og tveimur greinum kvenna. BL Cari Lewis og Ben Johnson á hlaupabrautinni í Róm 1987 þegar Johnson sigraði og setti heimsmet 9,83 sek. Lewis hljóþ á 9,93 sek. Þetta heimsmet Johnsons mun nú brátt heyra sögunni til og Lewis mun á ný verða skráður fyrir heimsmetinu í greininni. I september á þessu ári, þegar Johnson losnar úr keppnisbanni, er gert ráð fyrir að þessir kappar mætist á nýjan leik á hlaupabrautinni. Ufta&£slBB|«^J LESTUNARÁÆTLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotteidam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Amarfell ........ 5/1 1990 Gloucester/Boston: Alla þríðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þríðjudaga !fe% SKIfíADEIlD T^SAMBANDSINS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.