Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 4. janúar 1990
MINNING
Ólafur Ingi Jónsson
Fæddur 29. október 1945
Dáinn 25. desember 1989
Á jóladag lést á Landspítalanum
eftir erfiða sjúkdómslegu Olafur Ingi
Jónsson prentari. Þar með lauk
hetjulegri baráttu þessa unga manns
við þann sjúkdóm sem leggur menn
að velli með leifturhraða eða lang-
varandi þjáningum og spyr ekki að
aldri.
Ólafur Ingi var fæddur 29. október
1945 á Patreksfirði. Foreldrar hans
voru hjónin Jósefína Helga Guð-
jónsdóttir og Jón Eggert Bachmann
loftskeytamaður.
Ólafur Ingi hóf nám í prentvcrki
hjá prentsmiðju Vísis 1. mat 1963.
Tók hann sveinspróf í setningu 1.
júlí 1967. Að loknu sveinsprófi lærði
hann vélsetningu á sama stað, en fór
um haustið til Englands að kynna sér
meðferð og viðgerð setningavéla.
Vann hann síðan áfram hjá prent-
smiðju Vísis fram til áramóta 1971-
1972 er hann réðst sem verkstjóri í
Blaðaprent hf. sem þá hafði verið
komið á fót og var sameign fjögurra
dagblaða, Tímans, Vísis, Alþýðu-
blaðsins og Þjóðviljans. Blöðin fjög-
ur höfðu komið sér saman um að
reisa fullkomna offset-prentsmiðju
til þess að annast útgáfustarfsemi
þeirra. Þessi vinnsla í útgáfu dag-
blaða var alger bylting hér á landi en
hafði tíðkast um nokkurt skeið er-
lendis. Algerlega ný vinnubrögð
urðu að takast upp á öllum sviðum í
vinnslu blaðanna, þar sem blýið var
horfið úr setningu og til prentunar
en í staðinn tekin upp Ijóssetning á
pappír og prentun af offset-plötum.
Allt voru þetta ný vinnubrögð sem
okkur prenturum var að miklu leyti
ókunnugt hvernig ætti að leysa af
hendi. Kostaði þessi breyting frá
gamalli og hefðbundinni prentað-
ferð til nýrrar tækni mikla undirbún-
ingsvinnu. Þar lögðu margir mætir
menn hönd á plóginn. Einn þeirra
var Óli Ingi og var hlutur hans stór í
þeim efnum.
í Blaðaprenti lágu leiðir okkar
saman. í nokkur ár unnum við
saman, hlið við hlið að lausn marg-
víslegra vandamála sem óhjákvæmi-
lega hlutu að koma upp í sambandi
við rekstur slíks fyrirtækis. Vanda-
málin voru leyst og það var ekki síst
því að þakka hve mikilli þekkingu
og útsjónarsemi þessi ungi maður
bjó yfir. Hann fylgdist vel með
tækninýjungum í prentverki og miðl-
aði óspart öðrum af þekkingu sinni.
Þegar einhverjir örðugleikar steðj-
uðu að, var það oft viðkvæði hjá Óla
Inga að það yrði bara að ganga í það
að leysa máiin. Ekkert víl.
Þetta voru ánægjulegir tímar.
Fólkið sem vann á þessum árum í
prentsmiðjustjóri
Blaðaprenti bast óvenjulega sterk-
um vináttuböndum sem lýsa sér
meðal annars í því að þótt það sé
löngu hætt að vinna saman kemur
það ennþá saman einu sinni á ári til
þess að halda hópinn og minnast
liðins tíma. Óli Ingi var vinsæll hjá
þessu fyrrum samstarfsfólki sínu
vegna hreinskilni sinnar og ljúfrar
framkomu. Ég veit að þessi hópur
hugsar nú til Ola Inga með þakklæti
fyrir samfylgdina og sendir samúðar-
kveðjur sínar til konu hans, barna
og annarra ástvina.
Eftir að Óli Ingi hætti störfum í
Blaðaprenti vann hann um skeið í
prentsmiðju G. Ben., sem sölumað-
ur hjá ACO í prentvörum og sem
kennari við prentdeild Iðnskólans.
Á öllum þessum stöðum var hann
mikils metinn. Að lokum réðst hann
sem prentsmiðjustjóri á þann vinnu-
stað þar sem hann hafði hafið
prentnám. Þar hafði hann forystu
um mjög umfangsmiklar tæknibreyt-
ingar á vinnslu DV sem þá stóðu
fyrir dyrum. Eigendur Dagbl. Vísis
Fædd 22. apríl 1921
Dáin 23. desember 1989
Hún amma er dáin. Á Þorláks-
messudag kvaddi hún amma mín,
Oddný Sumarrós Einarsdóttir, þetta
líf. Það er erfitt að sætta sig við það
þegar jafnyndisleg kona og hún
amma yfirgefur þennan heim. En
hún varð snemma heilsulítil og átti
við mikil veikindi að stríða á seinni
árum. Þrátt fyrir öll hennar veikindi
var hún ávallt andlega hress og
reyndi alltaf að vera kát sama hvern-
ig ástand hennar var. Oft þurfti að
flytja hana með sjúkraflugi til
Reykjavíkur en alltaf kvaddi hún
okkur systurnar með brosi á vör og
reyndi að veifa okkur hversu mátt-
farin sem hún var og hversu mikið
sem hún þjáðist.
Sömu sögu er að segja þegar ég
heimsótti hana á spítalann. Alltaf
reyndi hún að tala um daginn og
veginn og spurðist frétta að norðan
og hvernig mér gengi í skólanum,
þrátt fyrir allar hennar þjáningar.
Og alltaf brosti hún til mín þegar ég
fór.
Elsku amma í sveitinni sem ég
dvaldi hjá hluta úr hverju ári frá því
kunnu líka vel að meta þennan
hæfileikaríka samstarfsmann og
studdu við bak hans með miklum
sóma í veikindum hans.
Ég sem þessar línur rita heimsótti
Óla Inga á Landspítalann rétt eftir
að sjúkdómur hans hafði verið
greindur. Hann var allhress að sjá.
Ég vissi þó að honum leið ekki vel.
Samt brosti hann við mér og sagði
að þetta væri eins og hvert annað
mál sem þyrfti að leysa. Alltaf
jákvæður og sama baráttugleðin. Ég
fór af fundi okkar fullur vonar og
óskaði þess af heilum hug að honum
yrði að trú sinni. Svo varð því miður
ekki. Við getum vonað og gert
okkar áætlanir en það er annar sem
ræður för.
Ekki er hægt að minnast svo Óla
Inga að ekki sé getið konu hans, því
svo kært var með þeim hjónum. 16.
mars 1968 gengu þau í hjónaband og
hafa eignast þrjú mannvænleg börn.
Elst er Anna Sigurborg, þá Ingi
Rafn og yngstur er svo Sigurjón.
Sirrý hefur reynst manni sínum
ég man eftir mér og þangað til
foreldrar mínir fluttu með okkur
systurnar til þeirra hjónanna alla
leið norður í Trékyllisvík fyrir
nokkrum árum, okkur til mikillar
ánægju.
Á svona stundum leitar hugurinn
til baka og ég minnist þeirra stunda
þegar amma ásamt afa kenndi mér
stafina á hverjum degi þegar upp-
vaskinu var lokið, og var engin leið
að sleppa við lesturinn þó svo að
snjóþotan biði eftir manni úti á
hlaði. Amma var alltaf með borðhníf
eða prjón til að benda á stafina og
var það einkum þolinmæði hennar
og þrautseigju að þakka að ég lærði
að lesa þennan vetur. Á kvöldin
kom amma svo inn til okkar með
bók í hendi og las fyrir okkur
krakkana áður en við fórum að sofa
og alltaf var nú gott að leggjast lúinn
upp í rúm og hlusta á ömmu lesa.
Eitt var það sem amma gerði á
hverju einasta kvöldi áður en við
börnin, sem hjá henni vorum, sofn-
uðum og það var að hún birtist alltaf
rétt eftir að við vorum komin upp í
rúm með brjóstsykurmola eða
súkkulaðibita og stakk upp í okkur.
tryggur og góður lífsförunautur og
verið honum stoð og stytta í veikind-
um hans.
Að leiðarlokum langar mig til
þess að þakka Óla Inga samfylgdina.
Þrátt fyrir töluverðan aldursmun
tengdumst við traustum vináttu-
böndum sem aldrei bar skugga á.
Þegar ég heyri góðs manns getið
mun ég ávallt minnast hans. Ég og
fjölskylda mín sendum Sirrý og
börnum þeirra hjóna okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Óðinn Rögnvaldsson
Og ekki alls fyrir löngu sváfum við
systurnar hjá henni og afa og ekki
stóð á ömmu að koma með molann.
Amma gerði mikið af því að
prjóna og meðan kraftarnir leyfðu
prjónaði hún sokka og vettlinga á öll
barnabörnin, sem þá voru 14, og gaf
þeim í jólagjöf. Eitt er víst að þetta
voru mikið notaðar jólagjafir og
sérstaklega kærkomnar. Einnig lagði
hún amma oft kapla og kraup hún
stundum tímunum saman á eldhús-
stólnum við þessa iðju sína eftir að
hún missti heilsuna og var hætt að
geta unnið stærri húsverkin. Þegar
ég var yngri tíndum við barnabörnin
oft blóm eða bláber og gáfum ömmu
því það var svo gaman að gleðja
hana. Hún var ailtaf jafnánægð þó
svo að það hafi oft á tíðum verið lítið
annað en illgresi sem við vorum að
myndast við að tína í vönd handa
henni. Sama var hvernig „blómin“
voru útlítandi, alltaf setti hún þau í
vatn og hafði þau í eldhúsglugganum
og þakkaði okkur innilega fyrir þau.
Ég man lítið sem ekkert eftir
ömmu úti við því snemma varð hún
of lasburða til þess að geta verið úti,
en þrátt fyrir það fylgdist hún vel
Oddný Sumarrós
Einarsdóttir
Kristján Theódór Arnason
„Ted borgarstjóri"
Ted Árnason andaðist 26. des-
ember sl. í Johnson-minningar-
sjúkrahúsinu í Gimli eftir fimm ára
baráttu við krabbamein.
Ted fæddist í Gimli 25. júní 1918.
Hann var óþreytandi eljumaður allt
frá æsku er hann hóf störf á býli
foreldra sinna og síðan við margvís-
leg fyrirtæki sín. Hann var fjögur ár
í flugher Kanada í síðari heimsstyrj-
öld en árið 1946 stofnaði hann með
Valda bróður sínum sjálfsafgreiðslu-
verslunina „Arnason's Self Service"
sem var fyrsta verslun af því tagi í
Gimli.
Síðar starfaði hann við margvísleg
fyrirtæki á sviði byggingarstarfsemi
ásamt bræðrum sínum, Baldwin,
Joe, Frank og Wilfred, og stofnaði
loks ferðaskrifstofuna Viking Travel
Ltd. árið 1974.
Ted var ætið mjög áhugasamur
um félagsmál og virkur meðlimur
félaga þeirra og klúbba sem hann
gerðist aðili að. Árið 1977, þegar
hann var kominn á þann aldur er
flestir fara að hugsa um að setjast í
helgan stein, bauð hann sig í fyrsta
sinn fram til opinbers starfs og var
kjörinn borgarstjóri Gimli. Þau tólf
ár sem hann gegndi því embætti
gerði hann sér far um að stjórna af
réttsýni í allra garð, kynna Gimli og
bæta kjör íbúa bæjarins og nágrenn-
is.
Hann vann af kappi í ýmsum
nefndum og samtökum á vettvangi
bæjarins. Meðal helstu afreka hans
á því sviði voru árangursrík barátta
hans gegn Garrison-veitunni, sem
ógnaði Winnipegvatni, og gerð úti-
vistarsvæðis fyrir íbúa Giinli og um-
hverfis.
Hin mikla virðing sem Ted naut
meðal íbúanna kom fram í því að
hann var endurkjörinn þrisvar í
embætti borgarstjóra, svo og í sér-
stöku kveðjuhófi sem honum var
haldið og honum þótti sérstaklega
vænt um.
Ted hafði sérstakan áhuga á að
efla áhuga og skilning manna á
íslenskri menningu og erfðum sem
hann var svo hreykinn af. Hann
talaði íslensku og eftir margar ferðir
til Islands og vinfengi við marga
íslendinga var það honum sem ann-
að heimili. Hann vann ötullega í
Þjóðhátíðarnefnd um tuttugu ára
skeið og beitti hinni miklu samninga-
lipurð sinni og höfðingslund til að
treysta tengslin milli íslands og Kan-
ada. Hinn 17. nóvember 1989 var
hann sæmdur æðsta heiðursmerki
íslands, riddarakrossi fálkaorðunn-
ar, af forseta íslands.
í dagfari sínu öllu var Ted trúr
þeim einkunnarorðum sem hann
innrætti börnum sínum og barna-
börnum: „Það sem þið veitið lífi
annarra, veitist ykkur aftur.“ Tryggð
hans við fjölskyldu sína, hlýleiki
hans og örlæti, mætur hans á sam-
vistum við fjölskyldu og vini, vamm-
leysi hans og aðdáun á vel unnu
verki mun alltaf verða í minnum
höfð í fjölskyldu hans og meðal
hinna mörgu vina hans.
Marjorie, kona Teds, lifir hann
ásamt þrem dætrum þeirra, eigin-
mönnum þeirra og börnum, Petrínu
móður hans, fjórum bræðrum og
þrem systrum, en Guðjón, faðir
hans, og tveir bræður eru látnir.
Neil Bardal
Kveðja frá Tímanum
Þegar fjögur dagblöð, sem öll
voru keppinautar, stofnuðu Blaða-
prent var uggur í mörgum að sam-
starfið í prentsmiðjunni yrði örðugt
og jafnvel óframkvæmanlegt. En sá
ótti hvarf þegar fyrstu starfsdaga
fyrirtækisins.
Þar átti starfsfólk Blaðaprents
stærstan hlut að máli og ekki hvað
síst ungur og dugmikill verkstjóri
sem aldrei viðurkenndi vandamál
-aðeins óleyst verkefni.
Ólafur Ingi Jónsson var sá sem
leitað var til með úrlausnar- og
ágreiningsefni. Brosmildur og ljúfur
í viðmóti leysti hann allan vanda
sem upp kom, kunni við flestu ráð
og varð trúnaðarmaður starfsmanna
allra blaðanna sem sem áttu tilveru
sína undir að Blaðaprent gengi,
hvað sem allri samkeppni og tor-
tryggni þeirra á milli leið.
Ný tækni í prentun blaða var tekin
upp og þurftu blaðamenn að læra
sína lexíu frá byrjun, og reyndar
margir prentarar einnig.
Óli Ingi var afbragðs fagmaður og
aldrei brást honum þolinmæði né
meðfædd geðprýði til að útskýra og
leiðbeina á því sviði sem öðrum.
Nú er skarð fyrir skildi í íslenskri
prentarastétt og er söknuður að
góðum dreng og félaga.
Tíminn sendir ástvinum Óla Inga
samúðarkveðj ur.
með því sem var að gerast á bænum.
Á hverju vori var svo náð í fallegustu
lömbin og þau borin inn til ömmu
svo hún gæti séð þau og þegar
eitthvert lambið var veikt var farið
með það inn til ömmu og þar
hjúkraði hún því af mikilli natni.
Maður gat oft hlegið með ömmu
því hún sagði svo skemmtilega frá og
þegar hún hló sem innilegast komst
enginn hjá því að brosa eða hlæja.
Hún hafði líka einstaklega fallegt
bros og þegar ég var lítil fannst mér
engin kona geta orðið eins falleg og
hún amma þegar hún brosti og ég er
ekki frá því að ég hafi haft rétt fyrir
mér. Gamall maður sagði eitt sinn
við mig að hún væri sú greindasta og
skýrasta kona sem hann hefði kynnst
og ég er fyllilega sammála honum og
þrátt fyrir að hún amma hafi verið
ósköp lítil og veikbyggð þá stóð hún
ávallt eins og klettur upp úr hafi ef
eitthvað amaði að. Hún sagði mér
líka fyrir mörgum árum, er ég var
hjá þeim hjónunum eitt sinn sem
oftar, að ég gæti sagt henni ömmu
allt, hún myndi hjálpa mér ef eitt-
hvað væri að og reyndist hún mér
alveg sérstaklega vel.
Amma kom heim í sveitina fáein-
um dögum fyrir ferminguna mína,
eftir að hafa legið á sjúkrahúsi í
nokkurn tíma. Þó var hún langt frá
því að vera nógu frísk til þess að
ferðast svona langa leið og það sem
meira er þá kom hún út í kirkju og
gekk með mér til altaris. Var það
meira gert af vilja en mætti og þótti
mér ákaflega vænt um það og þykir
enn. Þetta sýnir bara hve viljasterk
hún var og kjarkmikil og hún gerði
það sem hún ætlaði sér.
Eitt var það sem hún amma átti
sem hjálpaði henni mikið í gegnum
öll hennar veikindi. Hún átti yndis-
legan eiginmann sem studdi hana og
gerði allt fyrir hana fram á síðustu
stundu.
Elsku afi, guð gefi þér styrk á
þessum erfiða tíma og biðjum guð
að varðveita þessa yndislegu konu
sem gaf okkur svo margt. Betri
ömmu get ég ekki hugsað mér.
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Valgeirsdóttir
Árnesi