Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 3
FifTimtudáöúr 4." jáhúár i 990 Tíminn 3 Vinnufundir um starí- semi Þjóðleikhússins -, á þessu ári: Akvörðun í lok janúar Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar, varðandi starfsemi Þjóðleik- hússins seinni part þessa árs, en sem kunnugt er verður því lokað í vor, á meðan fram fara endurbætur á hús- inu. Að sögn Gísla Alfreðssonar þjóðleikhússtjóra verður ekki tekin endanleg ákvörðun um framvindu mála fyrr en í lok mánaðarins. Pjóðleikhússtjóri hefur undan- farna daga setið á fundum með menntamálaráðherra og öðrum þeim aðilum er málið varða. Engar ákvarðanir varðandi starfsemina hafa verið teknar og að sögn Gísla hefur verið um vinnufundi að ræða, þar sem menn hafa velt upp ýmsum hugmyndum um hvernig halda megi leikstarfsemi gangandi þann tíma sem Þjóðleikhúsið verður lokað. -ÁG Verðmæti alls sjávarafla 37 milljarðar kr. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands er heildarafli landsmanna á árinu sem er að líða 1522 þúsund tonn og er það sjötta árið í röð sem sjávarafli fer yfir 1500 þúsund tonnin. Áætlað er að verð- mæti alls afla upp úr sjó verði um 37,5 milljarðar króna, en á árinu 1988 var verðmætið rúmlega 30,7 milljarðar og hefur aukningin á milli áraþví orðið22,l%. Þetta segir hins vegar ekki alla söguna, því í dollurum talið minnk- aði verðmætið úr 714 milljónum 1988 í 661 milljón dollara eða um 7,4%. Sé miðað við gengi SRD gjaldmiðilsins þá var andvirði aflans nú 517 milljónir en var í fyrra 534 milljónir, sem er samdráttur upp á 3,2%. Áætlað er að andvirði útflutnings sjávarafurða 1989 verði 57,5 millj- arðar króna, miðað við 45,2 millj- arðar árið áður. f dollurum talið verður andvirði útflutningsins 1.013 milljónir, en var 1.052 milljónir í fyrra. Þetta þýðir samdrátt upp á 4%. Sé hins vegar miðað við SRD er aukning upp á 1% milli áranna, úr 785 milljónum 1988 í 793 milljónir króna 1989. Þess ber að geta að birgðir sjávarafla eru minni í ár en undanfarin ár. - ABÓ Hörður Agústs- son fær heið- ursverðlaun Herði Ágústssyni listmálara hefur verið veitt heiðursverðlaun úr Verð- launasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Verðlaunin eru viðurkenn- ingarskjal og peningaverðlaun að upphæð 155 þúsund krópur. Hörður fær verðlaunin fyrir rannsóknir á sögu byggingarlistar á íslandi og fyrir að kanna þróun og gerð bygg- inga hér á landi allt frá Landnáms- öld. I stjórn sjóðsins eiga sæti Sturla Friðriksson, Ármann Snævarr próf- essor og Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri. - EÓ VÖRUR í VIRÐISAUKASKATTI: Sama verð stundum lægra! Nýmjólk, G-mjólk, undanrennaog léttmjólk lækka í verði vegna endurgreiöslunnar. Þessi lækkun á að skilasérbeint í vöruverðinu strax eftir áramótin. Neyslufiskur á að lækka í verði. Endurgreiðslan miðast við ferskan óunninn neyslufisk í heildsölu. Álagningin er frjáls, og er mikilvægt að fisksalar og neytendurtaki höndum saman til að skattalækkunin skili sér í vöruverðinu. Tegundirnarsem lækka eru: Ýsa, þorskur, ufsi, steinbítur, karfi, langa, keila, lúða, koli, skata, skötuselur, rauðmagi og grásleppa. Vöruverð á ekki að hækka þegar virðisaukaskattur leysir söluskatt af hólmi nú um áramótin. Vissar vörutegundir lækka verulega og almennt vöruverð stendur í stað eða þokast niður á við. Meö virðisaukaskatti breytist skatthluttallið úr 25% í 24,5%. Þá hverfa einnig uppsöfnunaráhrif söluskatts í vöruverðinu því að virðisaukaskattur leggst aðeins einu sinni á sömu vöruna, óháð fjölda framleiðslu- og viðskiptastiga. Vöruverð á því alls ekki að hækka vegna kerf isbreytingarinnar. Þvert á móti ætti breytingin að leiða til lækkunar á almennu vöruverði. Vegna sérstakrar endurgreiðslu hefur skattbreytingin þau áhrif að neyslumjólk, ferskfiskur, kindakjöt og ferskt innlent grænmeti bera ígildi 14% skatts í stað 24,5% á öðrum vörum. Ef aðrir þættir, til dæmis álagningin, haldast óbreyttir geta skattaumbæturnar haft í för með sér að þessi matvæli lækka um allt að 7-9% strax eftir áramótin. yskm FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Kindakjöt í heilum og hálfum skrokkum lækkar í verði frá afurðastöðvunum nú strax eftir áramótin vegna endurgreiðslunnar. Verðlækkun á til dæmis lambalærum, lærissneiðum, hrygg, kótilettum og súpukjöti er háð aðgæslu kjötkaupmanna og aðhaldi neytenda þvi frjáls álagning er á unninni kjötvöru. 4- sr jgiy Allt innlent grænmeti lækkar í verði, til dæmis kartöflur, sveppir, baunaspírur, gulrófurog gulrætur. Álagning er frjáls á þessari matvöru. Þess vegna er það ekki sístkomiðundir árvekni neytenda og aðgæslu verslunarmanna að endurgreiðslan skili sér að fullu í vöruverðinu. FYLGJUMST MEÐ - VEITUM AÐHALD Það er mikilvægt að almenningur veiti aðhald og beri saman verðlag fyrir og eftir áramót. VERÐLAGSSTOFNUN fylgist með því af fremsta megni að skattbreytingin um áramót leiði ekki til verðlagshækkunar, og að endurgreiðslan skili sér í lækkuðu verði þeirra innlendu matvæla sem hún tekurtil. Ef þú verður var/vör við óeðlilegar verðhækkanir eftir áramótin, og ekki fást fullnægjandi skýringar hjá kaupmanninum, skaltu hafa samband við VERÐLAGSSTOFNUN. Hún kannar hvert tilvik og hefur sérstakt eftirlit með verðlagsbreytingum. PÓSTFAX TÍMANS 687691 HEIMSMEISTARA-HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS Stöndum saman um landsliðið okkar 25 BILAR ! Westu möguleikar í einu happdrætti að vinna bíl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.