Tíminn - 04.01.1990, Blaðsíða 20
AUOLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 l
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Tryggvagölu,
S 28822
SAMVINNUBANKINN l
I BYGGDUM LANDSINS |
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
ÞRÖSTUR
685060
VANIR MENN
Tíniiim
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990
Herferð Ríkissjónvarpsins á hendur óskráðum sjónvarpstækjum hefur skilað verulegum árangri:
„GENGIN 1“ HAFA FUNDIÐ
HÁn Á Þl RIÐJA ÞÚS. TÆKI
Frá því að Innheimtudeild Ríkissjónvarpsins hóf herferð
gegn óskráðum sjónvarpstækjum í nóvember 1988, hafa
starfsmenn stofnunarinnar leitað uppi hátt á þriðja þúsund
ólögleg tæki. Að sögn Theodórs Georgssonar hjá inn-
heimtudeildinni hafa menn í flestum tilfellum brugðist vel
við þegar leitarmenn Sjónvarps banka upp á, en í einstaka
tilfellum hafa húsráðendur neitað að veita nokkrar upplýs-
ingar. Innan skamms mun þó ekki duga að hlcypa
innheimtumönnum ekki inn fyrir þröskuldinn, því á næstu
vikum verður tekinn í notkun geislamælir til þess að miða
út ólögleg sjónvarpstæki.
Tímanum barst til eyra frásögn sem kynnti sig sem starfsmann
stúlku er fékk fyrir skemmstu upp- SKÁÍS og spurði á hvora sjón-
hringingu, að kvöldlagi, frá manni, varpsstöðina hún væri að horfa.
Stúlkan sem var með óskráð sjón-
varpstæki, svaraði því til að hún
væri að horfa á Stöð 2. Sá aðili sem
hringdi kynnti sig nú upp á nýtt og
tjáði henni að hann væri starfsmað-
ur innheimtudeildar Sjónvarpsins
og hún væri með ólöglegt tæki í
notkun. Ekki hefur fengist staðfest
hvort þarna var á ferðinni starfs-
maður innheimtudeildarinnar, eða
hvort hér var um gabb að ræða.
Þær upplýsingar fengust hjá Sjón-
varpinu að svona aðferðir tíðkuð-
ust ekki þar á bæ, en leitarflokkar
þeirra skiptast niður í nokkurgengi
sem skipta með sér svæðum.
Aðallega hefur verið leitað á
höfuðborgarsvæðinu, en starfs-
menn innheimtudeildar Sjónvarps-
ins hafa jafnframt farið norður í
land og til Eyja, í þeim tilgangi að
finna óskráð sjónvarpstæki. Þá hef-
ur einnig verið höfð samvinna við
heimamenn í kauptúnum og kaup-
stöðum á landsbyggðinni.
Þeim aðferðum er alla jafna
beitt, að Ríkissjónvarpið fær lista,
yfir þau heimili sem ekki eru skráð
fyrir sjónvarpi. Síðan mæta menn
á snærum innheimtudeildarinnar á
staðinn og spyrja viðkomandi
hvort að hann sé með óskráð
sjónvarp. Viðurkenni húsráðandi
það, er hann látinn borga afnota-
gjald af tæki sínu frá og með þeim
tíma og skiptir þá engu máli hvað
hann hefur haft tækið lengi óskráð.
Aðsögn Theodórs Georgssonar
neitar fólk í einstaka tilfellum að
svara og þess vegna var ráðist í að
kaupa sérstakt sjónvarpsleitartæki
frá Svíþjóð, sem tekið verður í
gagnið innan tíðar. Þetta tæki út-
geislun bylgja frá sjónvörpum - og
þá fyrst mega þeir vara sig, er neita
að gjalda Ríkissjónvarpinu það
sem Ríkissjónvarpinu ber, þegar
þeir sjá grunsamlega menn, með
framandi tækjabúnað, á vappi í
kringum húsakynni sín á útsend-
ingatíma. - ÁG
Islandsbanki opnar
með pompi og prakt
Nýr íslandsbanki tók til starfa í
gær með mikilli viðhöfn. Skotið var
upp flugeldum, blysum brugðið á
loft og blásið í lúðra. Nýjum við-
skiptavinum fslandsbanka var boðið
upp á veitingar í öllum afgreiðslu-
stöðum bankans.
Samanlagður fjöldi afgreiðslu-
staða þeirra fiögurra banka sem
sameinuðust í Islandsbanka eru 38,
þar af 18 í Reykjavík, 7 annars
staðar á höfuðborgarsvæðinu og 13
utan þess. í fjórum bæjum utan
Reykjavíkur hefur fslandsbanki nú
fleiri en eina afgreiðslu; 3 á Akureyri
og 2 í Hafnarfirði, Kópavogi og
Keflavík. Hagræðingin af samein-
Hér ber tvö útibú íslandsbanka fyrir
augu í sömu andránni, enda aðeins
með nokkurra metra millibili í mið-
borg Reykjavíkur. Höfuðstöðvar ís-
landsbanka eru í Húsi verslunarinn-
ar í Kringlunni. Timamynd Árni Bjarna.
Breytingar á rekstri Arnarflugs. Fyrrverandi framkvæmdastjóri aftur tekinn við stjórn:
Staðan er erfið en ekki vonlaus
Stjórn Arnarflugs hefur skipað
nýja þriggja manna framkvæmda-
stjóm sem annast mun daglegan
rekstur félagsins fram til 1. apríl n.k.
og tók nýskipanin gildi nú um ára-
mótin.
Gunnar Þorvaldsson flugstjóri er
formaður framkvæmdastjórnarínn-
ar en aðrír í henni era Magnús
Oddsson svæðisstjóri og Magnús
Bjarnason aðstoðarframkvæmda-
stjóri.
Gunnar Þorvaldsson var fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs um skeið
fyrir sex árum síðan en flugstjóri hjá
félaginu bæði fyrir þann tíma og eins
á eftir. Hann hefur undanfarið verið
flugstjóri hjá sænsku flugfélagi að
nafni Transwed en er í launalausu
leyfi frá störfum meðan hann gegnir
stöðu formanns framkvæmdastjórn-
ar Arnarflugs. Þess má geta -að
meðan millilandaflugvél Arnarflugs
er I skoðun, hefur félagið fengið
leigða flugvél frá Transwed.
Bæði Gunnar Þorvaldsson og
Kristinn Sigtryggsson framkvæmda-
stjóri Arnarflugs neituðu því að í
þessari nýskipan fælist að verið væri
að ýta Kristni út í kuldann. Um það
væri að ræða að gefa Kristni andrúm
frá daglegum rekstri til þess að sinna
ýmsum sérverkefnum eins og endur-
fjármögnun og gera framtíðaráætl-
anir fyrir félagið og freista þess að
skapa því betri rekstrarskilyrði í
anda opinberrar flugmálastefnu.
Gunnar Þorvaldsson sagði t' gær
að staða Arnarflugs væri afar erfið
en þó ekki vonlaus. Flutningar bæði
farþega og farms hefðu vaxið stöðugt
undanfarin ár og sömuleiðis tekjur.
í flugmálastefnu stjórnvalda fælist
m.a. það að tvö innlend flugfélög
skuli annast flutninga til og frá
landinu. Hins vegar vantaði nokkuð
á að Arnarflugi hefði verið sköpuð
jafnréttisaðstaða í anda hennar.
Ástandinu nú mætti líkja við það
að á íslandi rækju tvö fyrirtæki alla
fiskiskipaútgerð á íslenskum fiski-
miðum. Annað þeirra réði öllum
fiskimiðunum allt frá Reykjavík og
hringinn í kringum landið að Þor-
lákshöfn. Hitt fyrirtækið hafði aðe-
ins fiskimiðin sunnan Reykjanessað
Þorlákshöfn. Kristinn Sigtryggsson
myndi næstu þrjá mánuði vinna að
því að á þessu ástandi verði breyting.
- sá
ingu; Útvegsbanka, Verslunar-
banka, Iðnaðarbanka og Alþýðu-
banka á að felast í því m.a. að fækka
þessum afgreiðslum að hluta með
sameiningu og þar með komast af
með færra starfslið.
Sjómenn á Austurlandi
eru óánægöir með kjörsín:
Boðið 10% á
markaðsverði
I gær héldu sjómenn á togurun-
um Hólmanesi og Hólmatindi og
forsvarsmenn Hraðfrystihúss
Eskifjarðar fund þar sem rætt var
um kröfu sjómanna um hærra
fiskverð. Fulltrúar útgerðar
lögðu fram tilboð sem fulltrúar
sjómanna ræddu í sínum hópi í
gærkvöldi. í tilboðinu felst að
eftir að búið er að ákveða físk-
verð í febrúar verði samningar
teknir til endurskoðunar. Þangað
til býður útgerðin sjómönnum að
greiða 10% af afla skipanna á
markaðsverði eða selja hann erl-
endis.
Sjómenn hafa farið fram á að
30% af afla skipanna verði greidd
á meðalmarkaðsverði. Útgerðin
hefur hafnað þessari kröfu en
boðið að 10% afla verði greidd
með þessum hætti.
í fyrradag var öllu starfsfólki
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar sagt
upp störfum en verkalýðsfélagið
á staðnum hefur mótmælt upp-
sögnunum og sagt að þær séu
ólöglegar.
Sjómenn á Fáskrúðsfirði og
Vopnafirði hafa einnig átt í deil-
um við útgerðarmenn út af fisk-
verði. -EÓ