Tíminn - 11.01.1990, Qupperneq 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 11. janúar 1990
Dómskerfinu breytt í snatri í kjölfar Hæstaréttardóms:
Aðskilnaði dóms- og
framkvæmdavalds flýtt
Tillaga samgöngu-
ráðherra fyrir
ríkisstjórnarfund:
Eyjaferja
Dómsmálaráðuneytið sendi í gær fyrirskipun til allra
sýslumanna og fógeta í landinu um að hætta nú þegar að
dæma í máluni sem þeir hafa sjálfir rannsakað. Ástæðan er
hæstaréttardómur sem féll í fyrradag. Aðskilnaður dóms-og
framkvæmdavalds að þessu leyti kemur því til framkvæmda
strax en áður hafði Alþingi samþykkt lög sem gera ráð fyrir
líkum aðskilnaði frá og með 1. júní 1992. Vegna þessarar
ákvörðunar ráðuneytisins þarf að skipa setu- eða héraðsdóm-
ara við nítján sýslumanns- og fógetaembætti út um landið eða
senda mál til Reyjavíkur til rannsóknar.
Hæstaréttardómurinn sem olli
þessari skyndilegu breytingu féll í
máli vegna rannsóknar og dóms
sýslumannsembættisins á Selfossi.
Fulltrúi sýslumanns hafði afskipti af
máli sem taldist smávægilegt. Hann
sendi rannsóknargögn lögreglu til
ríkissaksóknara til umsagnar og
þessi sami fulltrúi dæmdi síðan í
málinu. Hæstiréttur úrskurðaði slíka
tilhögun ranga, ómerkti dóminn og
vísaði málinu heim í hérað.
f þessu sambandi er skemmst að
minnast málareksturs Jóns Krist-
jánssonar fyrir mannréttindanefnd
Evrópu sem úrskurðaði að óhæft
væri að sömu menn stjórnuðu rann-
sókn máia og dæmdu einnig í þeim.
A myndinni má sjá hluta af efninu sem kom í veiðarfærin hjá Þorleifi EA ásamt tóinu sem greinilega hefur mátt
þola mikinn hita. Tiinamynd \rni Iljama
Ný eldstöð finnst
austan við Grímsey
Rækjubáturinn Þorleifur EA frá
Grímsey festi veiðarfærið þegar
hann var að toga um 10-11 sjómílur
austan við Grímsey. Eftir að búið
var að losa og draga inn kom í ljós
að 18 millimetra tóg sem sjómenn
kalla róp eða rússi, var sviðnað í
sundur. Upp með rækjunni kom um
300-400 kíló af efni sem jarðvísinda-
menn kaiia Anhydrít Ca S04.
Gylfi Gunnarsson skipstjóri á Þor-
leifi sagðist ekki hafa gert sér grein
fyrir hvers konar efni var þarna á
ferðinni, en þegar skipverjar tóku
eftir því hvernig tóið var útleikið var
ákveðið að senda efnið og tóendana
til jarðfræðinga í von um að þeir
gætu haft eitthvert gagn af fundin-
um. Gylfi sagði að þarna fyrir austan
Grímsey væn hefðbundin veiðistað-
ur og margsinnis væri búið að toga á
þessum slóðum. Gylfi sagðist hafa
heyrt um að eitthvað svipað hefði
komið í veiðarfæri hjá bát fyrir um
Skipadeild Sambandsins flutti 542.000 t.
Aukning f lutninga
Skipadeildar 6%
Flutningar Skipadeildar Sam-
bandsins voru aldrei meiri en s.l. ár,
en í heild námu þeir 542 þúsund
tonnum. Samdráttur varð í olíu-
flutningum á vegum Sambandsins,
að þeim meðtöldum er aukning á
flutningi skipadeildarinnar árið 1989
6%, en séu olíuflutningar ekki taldir
með nemur aukningin 19%.
Innflutningur óx í heild um 2%,
útflutningur um 29%, eigin strand-
flutningar Sambandsins um 47%,
flutningar erlendis um 22%, en sam-
dráttur í olíuflutningum innanlands
nam tæpum 10%. Þá varð 20%
aukning á gámaflutningum um vöru-
afgreiðslu Skipadeildarinnar við
Holtabakka.
Rekstrartekjur námu rúmum 2,8
milljörðum króna, sem er 32%
aukning frá árinu 1987. Sé tekið mið
af hækkun byggingarvísitölu nemur
hækkunin tæplega 10%. í árslok
1989 voru níu skip í rekstri Skipa-
deildarinnar. Fjögur þeirra í eign
Sambandsins, þrjú á leigu með ís-
lenskar áhafnir og tvö á tímaleigu
með erlendar áhafnir. - ÁG
tveimur árum. Þá var það sem upp
kom látið aftur í sjóinn án þess að
efnið væri rannsakað, en hugsanlegt
er að þar hafi verið um sama efni að
ræða.
Efnið sem kom upp heitir Anhyd-
rít, sem er vatnssnautt gips. Efnið
verður til á þann hátt að Kalsíum
leysist úr bergi, þegar heitur jarðsjór
leikur um það. Anhydrít fellur út við
uppstreymisop á sjávarbotni. Það er
því Ijóst að þarna er virk eldstöð.
Guðmundur Sigvaldason, jarð-
fræðingur og forstöðumaður Nor-
rænu eldfjallastöðvarinnar, sagði að
ekki hefði verið vitað um að parna
væri jarðhiti og kvikuhólf. Hann
sagði hins vegar að þetta kæmi á
engan hátt á óvart því svæðið er í
nágrenni við Atlantshafshrygginn.
Guðmundur sagðist eiga í nokkr-
um erfiðleikum með að skýra hvern-
ig tóið hefði náð að bráðna í sundur.
Vatn á 230 faðma dýpi eins og þarna
er, getur orðið allt að 200 gráðu
heitt. Hugsanlega nægir það til að
bræða í sundur 18 millimetra tó, en
forráðamenn Hampiðjunnar segja
þó að svona tó eigi ekki að fara í
sundur nema að það komist í tæri við
eld.
Norræna eldfjallastöðin á engin
tæki til að rannsaka sjávarbotn á
þessu dýpi, en Hafrannsóknarstofn-
un getur hugsanlega gert þar ein-
hverjar mæhngar. Starfsfólk Nor-
rænu eldfjallastöðvarinnar vildi
koma á framfæri þakklæti til Gylfa
Gunnarsson skipstjóra fyrir að hafa
sent þeim efnið til skoðunar. -EÓ
•Þessi niðurstaða varð til þess að á
síðastliðnu ári samþykkti Alþingi
lög sem kveða á um að frá 1. júní
1992 verði lögreglustjórn í höndum
sýslumanna en sérstakir héraðs-
dómstólar kveði upp dóma í málum
manna sem hafa orðið uppvísir að
refsiverðri háttsemi.
1 dag eru héraðsdómarar aðeins í
Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavfk,
Kópavogi, Vestmannaeyjum, á Ak-
ureyri og á Selfossi. Á öðrum stöð-
um verður nú að gera sérstakar
ráðstafanir til að uppfylla þessi nýju
fyrirmæli ráðuneytisins.
SSH
Ríkisstjórnin samþykkti á fundin
sínum s.l. þriðjudag, tillögu frá sam-
gönguráðherra, þess efnis að stefnt
skuli að smíði ferju er gangi á milli
Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
Umrædd ferja verður 68 -70 metrar
að lengd og mun aflað verðtilboða í
smíði skipsins frá innlendum aðilum,
á grunni þeirra hugmynda er nú
liggja fyrir um gerð þess.
Til álita kemur að nýta fyrirliggj-
andi hönnunaráætlanir og teikningar
sem Herjólfur hf, sem nú gerir út
ferju á milli lands og Eyja, hefur
þegar látið gera. Samkvæmt áætlun-
um frá Herjólfi frá síðasta ári, þar
sem gert er ráð fyrir smíði 79 metra
ferju, var kostnaður við smíði þess
þá á bilinu 1,1 - 1,3 milljarðar.
- ÁG
vatnsendi
uppbooi
Skattheimta Kópavogs hefur kraf-
ist uppboðs á jörðinni Vatnsenda,
sem er eins og kunnugt er í eigu
Magnúsar Hjaltested. Uppboðs-
beiðnin er vegna skuldar að upphæð
1 301 848 kr. Lögbirtingablaðið
hefur þrisvar sinnum birt auglýsingu
um uppboð á jörðinni þannig að
fyrsta uppboð mun að öllu óbreyttu
fara fram á Vatnsenda 24. janúar kl.
10.00.
Erfðaskráin margumtalaða kemur
að öllum líkindum ekki í veg fyrir að
hægt sé að bjóða jörðina upp. Óvíst
er hvort að ákvæði erfðaskrárinnar
hafa verið brotin ef að jörðin verður
seld á uppboð. -EÓ
Ríkið með aðra
sjónvarpsrás?
Til umræðu er að Ríkisútvarpið
fari af stað með aðra sjónvarpsrás.
Málið hefur verið til athugunar
innan stofnunarinnar en ekki verið
sent menntamálaráðherra til um-
fjöllunar. í forsíðufrétt Þjóðviljans
í gær sagði Svavar Gestson að þessi
kostur kæmi vel til greina og ekki
væri ólíklegt að þetta mál yrði
skoðað.
f lok síðasta árs úthlutaði sam-
gönguráðherra RÚV einu sjón-
varpsrásinni sem eftir var á metra-
bylgjusviði þó svo að Stöð 2 og
fsfilm hafi sýnt áhuga á að fá þá
rás. Hvatinn að umræðunni sem nú
er í gangi um að Ríkisútvarpið taki
þessa rás í notkun er slæm fjár-
hagsstaða Stöðvar 2. SSH
Verkfall símsmiöa:
Ræddu við
ráðherra
Símsmiðir áttu fund með sam-
gönguráðherra í gær þar sem rætt
var um deilu símsmiða og ríkisins.
Páll Þorkelsson formaður Félags
símsmiða sagði eftir fundinn að þar
hefði ekkert nýtt komið fram, en
ráðherranum hafi verið kynnt af-
staða símsmiða. Ráðherra gaf engin
fyrirheit eða yfirlýsingar um að hann
myndi beita sér í málinu.
Félag símsmiða, sem á aðild að
Rafiðnaðarsambandi fslands, hefur
boðað verkfall frá og með 16. janúar
nk. Deilan snýst fyrst og fremst um
réttmæti félagsins en fjármálaráðu-
neytið hefur ekki viðurkennt það
sem samningsaðila. Þá telur samn-
inganefnd ríkisins verkfallsboðunina
ólöglega þar sem símsmiðirnir hafi
sagt upp störfum.
Ekki hefur verið boðaður fundur
með deiluaðilum. SSH
Attræðurídag
Áttræður er í dag Guðmundur
Jón Hákonarson fyrrverandi kaup-
félagsstjóri Sláturfélagsins Örlygs á
Gjögrum. Guðmundur fæddist 11.
janúar 1910 á Hnjóti í Rauðasands-
hrepp. Foreldrar hans voru Hákon
Jónsson og Málfríður Guðbjarts-
dóttir. Guðmundur var kaupfélags-
stjóri Sláturfélagsins á Gjögrum í 25
ár og starfsmaður þess í um 40 ár.
Guðmundur hefur gegnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Guðmundur verður að heiman á
afmælisdaginn.