Tíminn - 11.01.1990, Side 7

Tíminn - 11.01.1990, Side 7
Fimmtudagur 11. janúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Gunnar Dal: Uppruni Ijóðsins Ljóðið er gamalt. Mjög gamalt. Og Ijóðagerð hefur margar merkingar. Rætur Ijóðsins er að finna í sjálfu manneðlinu. Það hefur því alltaf lifað í manninum. í fyrstu er Ijóðið sennilega ekki iðja sérstakra skálda, heldur allra manna. Menn tjá sig í Ijóði sér til hugarhægðar og skemmtunar. Síðar leggja flestir fullorðnir þetta niður, en börn halda því ennþá áfram. Öll börn, hvar sem er í heiminum, búa til myndir, leika, dansa og syngja. Allt þetta eru gleðigjafar sem menn njóta í bernsku. OII börn eru listamenn. Eftir að tungumál varð til tók allur hópurinn, líka hinir fullorðnu, þátt í þessari iðju. Menn voru, ef svo mætti segja, alhliða listamenn. Á næsta stigi fer ljóðið að hafa sérstakan tilgang og hagnýtt gildi. Þetta stig byrjar sennilega fyrir tugum eða hundruðum árþúsunda. Veiðimaðurinn hefur yfir töfraljóð til að friða náttúruanda og seiða til sín bráðina. Öll störf og allar athafnir mannsins eignast sinn söng eða söngva. Bænir til hins dular- fulla verða auðveldlega að máttar- orðum, öðru nafni ljóðum. Á þessu stigi verða til atvinnuskáld í þeim skilningi að skáldið verður þjónn starfsins. Tilgangur Ijóðsins er að létta mönnum lífsbaráttuna. Og frumljóðið, gleðigjafinn, lifir líka áfram. Menn syngja það og dansa á fullu tungli um allan heim. Skáld- ið hefur enn enga sérstöðu. Skáldið er veiðimaður meðal veiðimanna. Það deilir kjörum með öðrum. En þeir sem sköruðu fram úr öðrum í ljóðagerð, ekki síst í gerð máttar- orða og töfraþulu, komu sér smám saman upp sérstöðu innan hópsins. Skáldið fékk viðurkenningu sem töframaður eða galdraprestur. Þessi tvö fyrstu stig ljóðsins lifa bæði af inn á þriðja stigið. En á þriðja stigi Ijóðsins koma fram raunveruleg atvinnuskáld sem ráða yfir meiri tækni og getu en aðrir. Og þessi skáld fara að yrkja ljóð, ljóðsins vegna. Elstu heimildir segja frá slíkum skáldum. Og þar sem Ijóðaform eru lengi að þróast, þá hafa slík ljóð vafalítið verið til í tugi árþúsunda. Ljóðagerð og ljóðaform getur ekki vaxið nema sjálft tungumálið þróist. Og slík þróun getur aðeins gerst á löngum tíma. Það er tiltölulega stutt síðan menn fóru að nota lestur. Á því var byrjað í Mesópótamíu í byrjun borgarmenningar. Helsti Ijóða- bálkur frá Mesapótamíu er um konung sem réð Urúk á fyrri hluta þriðja árþúsundsins f.Kr. Hann nefndist Gilgamesh, en orðið þýðir faðir eða hetja. Ljóðin fundust í Ninevu. Þar voru þau skrifuð á akkadian máli og voru í safni Ashurbanipals kon- ungs í Assýríu (669-630? f.Kr.). En kvæðin eru talin miklu eldri. Fimm þessara Ijóða fundust á sumerisku á töflum frá fyrri hluta annars árþúsunds f.Kr. Þau fjalla um land hinna ódauðlegu, hið heilaga naut og undirheima. Gilga- mesh er öllum hetjum hetjulegri og hugaðri. Þessi hetjuljóð urðu víðfræg, ekki aðeins meðal manna í Mesópótamíu. Þau voru alkunn í Tyrklandi á máli Hittita og Hurri- ana um 1400 f.Kr. Og þaðan bárust þau til Grikkja. Ljóðin’ virðast hafa verið endurort um 1200 f.Kr. af skáldinu Sin-leqeunnini sem bjó í Úrúk, borg söguhetjunnar Gilga- mesh. Enginn veit aldur hetjukvæða í sanskrítarbókmenntum. En er ekki sennilegt að þau séu jafngöm- ul hetjunum? Aðeins skáld geta skapað sannar og varanlegar hetjur. Ljóðagerð í sanskrít er skipt í tvö tímabil, Vedatímabilið 1500-200 f.Kr. og fornbókmennta- tímabilið 500 f.Kr til 1000 e.Kr. Mest af Vedabókum eru ljóð. í Rig-Veda einni eru á annað þúsund ljóðræn trúarljóð í 10.600 erindum og þau eru ort undir fjölmörgum bragarháttum. Um 1500 f.Kr. eru skráð á sanskrít trúarljóð, basnir, löfsöngvar, töfraþulur og máttar- Ijóð (möntrur). Indverjar eiga líka svipuð verk og Hómerskviður er - nefiiast Mahabarata og Ramayana. Grfsk söguljóð eru sögð byrja með Hómerskviðum en auðvitað eiga slík ljóð langa þróunarsögu að baki. Og Hómerskvæði voru sjálf.í fyrstu óskráð og bárust milli kyn- slóða áður en þau voru fest á bók. Söguljóð eru jafnan hetjukvæði og fræg fyrir lengd sína. Mörg söguljóð voru aldrei skráð. Þau voru ekki lesin heldur kveðin. Menn lærðu þau utan að og þannig bárust þau milli kynslóða. Af þess- um sökum vita menn lítið um uppruna söguljóðsins. En um leið og ríki og konungur verða til í elstu borgarmenningu varð skáldið nauðsyn. Kóngur varð að vera hetja. Og það’þarf skáld til að gera kóng að hetju. Þessi skáldskapur var breytilegur eftir tungumálum og getu skáldanna. Skáldið varð auðvitað líka nauðsynlegt í veiði- mannasamfélagi. Veiðimaður hafði þörf fyrir að láta yrkja um afrek sín. Aðeins skáld gat með Ijóði sínu skapað foringja og hetju hópsins. Ljóðið var líka nauðsyn við trúarathafnir. Menn dönsuðu ljóð. Menn sungu ljóð. Hjóna- vígslusálmurinn, erfiljóðið, sigur- söngurinn og lofkvæðið um hetj- una voru öll til á undan Hómers- kviðum um allan hinn gamla heim. Og úr samruna allra þessara teg- unda varð söguljóðið til. En ljóðlist var alltaf erfið list sem fáir gátu iðkað með góðum árangri. Skáld sungu eða fluttu ljóð sín við undir- leik lýrunnar. Listgrein vex á tvo vegu. Hún leitar eigin fullkomnunar. Og hún fæðir af sér aðra list. Upp úr Ijóðlist spruttu nýjar listgreinar. ' Upp úr flutningi ljóða þróaðist talkór og kórsöngur. Og upp úr samspili skálds og kórs þróaðist samtalsbókin og leiklistin. Hinn fyrsti gríski skáldskapur sem vitað er um var trúarathöfn. Skáldin tilbáðu menntagyðjurnar og töldu sig sækja náðargáfu sína til þeirra. Skáldin fluttu Apollo sálma. Þessi fyrstu trúarljóð í Grikklandi voru ort skömmu eftir þjóðflutninga Asíubúa til Grikklands. Um 690 f.Kr. vaxa tveir frægir þættir út úr hexameter Hómers: Elegiur og Jambíur. Elegian er samsett úr tveimur Ijóðlínum. Sú fyrri er hexametcr. Sú síðari pentameter. Grísk og rómversk skáld ortu ástarljóð og sorgarljóð undir þessum hætti. Elstu grísku elegíurnar eru frá 7. til 6. öld f.Kr. En skáld í Evrópu ortu einnig vísdómsljóð eða Ijóð um eigin ævi undir þessum hætti í fimmtán aldir. Nútímaskáld nota þennan hátt yfirleitt lítið en Eng- lendingar hafa þó á seinni öldum nefnt sorgarljóð elegy. Elegían er skyld lýrik. Hún var upphaflega sungin við undirleik flautu. Jambíur, tvíliðir, voru ortar frá 655 f.Kr. Þær voru í fyrstu ádeilu- Ijóð eða satírur. Jambíur hafa verið algengasta ljóðform enskra skálda alveg frá 14. öld. Þær eru að vísu í ýmsum tilbrigðum og frávik- um. Lýrik var einnig óaðskiljanleg frá tónlist. Og ljóð í ætt við hin grísku söngljóð hafa verið ort öld- um saman. Drama, grísk leiklist, fæddist í upphafi af einu ljóði. Nafnið drama eða harmleikur á rætur að rekja til „Geitasöngsins" sem sunginn var á Dyonysusar hátíðinni. Drykkju- söngurinn sem sunginn var Bakk- usi til heiðurs þróaðist af því ljóði. Flutningur þess ljóðs varð fyrsta gríska leikritið. Guðinn fór með aðalhlutverkið. Kórnum var skip- að niður í minni hópa og • hver hópur fór með sitt hlutverk. Leik- ritaskáldið Aeschylos bætti síðar öðrum lejkara við. Þannig varð til leikrit óhað kór. Gleðileikurinn, eins og sorgar- leikurinn, á rætur að rekja til hátíðar Dyonysusar. Texti leikrits- ins var Ijóðræns eðlis. Fyrsta leik- ritagerðin má því teljast til ljóða- gerðar. Grísk ljóðagerð stóð með blóma fram á 4. öld f.Kr. en fer þá að hnigna. " Rómversk ljóðagerð. Rómverj- ar fluttu inn gríska ljóðlist og gríska menningu. Þeir hafa ekki sjálfir komið með neinar nýjungar svo vitað sé. Sama máli gegnir um trú og goðafræði. En þeir hafa viðhaldið grískri ljóðgerð alveg til nútímans. Það er aðeins til einn ítalskur háttur sem nefndur er satúrnískur háttur. En hann er raunar aðeins afbrigði af hexa- meter. Þennan hátt notaði gríski leysinginn Lívíus Andronikus þeg- ar hann á 3. öld f.Kr. þýddi Odysseifskviðu ásamt tíu grískum harmleikjum. Með honum hefst mikil ljóðmenning hjá Rómverj- um. Gullöld rómverskrar ljóðlistar og bókmennta hefst á 1. öld f.Kr. Þá koma fram skáldin Lucretius, Catullus, Virgilus, Horatius og Ovidus. Þessi skáld nota marga hætti. Þau lifðu í opnum heimi og gátu notað alla arfleifð hins gamla heims. Silfuröldin í rómverskri Ijóða- gerð hefst á fyrstu öld e.Kr. Völdin í Róm spilltu flestum listum. Ljóð- forminu hnignaði en ljóðið hélt samt velli. Á 4. öld fór skáldskapur að falla í gamlan farveg sem hafði raunar aldrei þornað alveg frá fyrstu tíð. Skáldin fara að lofsyngja hetjur og valdamenn sér til fram- dráttar. Og á þennan hátt unnu skáldin sér frægð og lárviðarsveiga. Þótt rómverskur skáldskapur hafi ekki verið frumlegur né skap- andi gegndi hann þó hlutverki sem er jafnvel enn mikilvægara. Hann varðveitti skáldskapinn. Grískur skáldskapur gleymdist, en þessi íhaldssama afstaða rómverskra skálda bjargaði hinu langa sam- hengi. Hún varð til þess að Evrópa bæði sunnan og norðan Alpafjalla eignaðist mikinn og góðan skáld- skap er tímar liðu. Dante og Snorri Sturluson eru aðeins tvö af fjöl- mörgum nöfnum stórskálda. Án þessarar rómversku íhaldssemi hefðu verk þeirra aldrei orðið til. Gunnar Dal Málefni Þjóðleikhússins hafa verið ofarlega á baugi allt sfðasta ár og ber einkum tvennt til. í fyrsta lagi hefur athygli verið beint að ástandi hússins og nauðsyn þess að gagnger viðgerð fari fram á því eftir áratuga sinnuleysi í þeim efn- um og síðan hefur sjónum verið beint að rekstri leikhússins og fjár- málum þess. Núverandi menntamálaráðherra hefur sett sig vel inn í málefni leikhússins og hefur sýnt mikinn stórhug í því að vilja taka á þeim. Hann hefur látið til skarar skríða varðandi flesta þætti og sjáum við nú fram á að gagngerar endurbætur fari fram á byggingunni og sömu- leiðis mun það ætlun hans að rekstri leikhússins verði komið í tryggt horf á næstu misserum. Það er vissulega þakkar vert. Allt frá því Þjóðleikhúsið fór á fjárlög fyrir rúmum þremur áratug- um, hefur nær undantekningalaust þurft að koma til aukafjárveitinga á haustmánuðum, þar eð framlag til reksturs leikhússins hefur verið svo naumt skammtað, að það hefur ekki nægt. Á síðustu árum hefur þetta verið látið heita skuldasöfnun við ríkissjóð f stað aukafjárveiting- ar, þar sem menn hafa viljað draga úr þeim, sem auðvitað er rétt, en á móti þarf að koma, að fjárframlag sé þá haft raunhæft miðað við Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri: Þjódleikhús - Þjódleikhús rekstur stofnunar, en svo hefur ekki verið hvað varðar Þjóð- leikhúsið, því oftast hefur vantað Vi og stundum meira upp á að framlagið dygði fyrir rekstri leik- hússins. Það er því ljóst að hér er ekki um að ræða vandamál síðustu ára, heldur hefur þetta verið með þessum hætti í marga áratugi og mætti því halda að ráðamenn vildu bara hafa þetta svona! f greinargerð með fjárlagafrum- varpinu er þetta viðurkennt, en þar segir: „Framlag ríkissjóðs til reksturs leikhússins verður 260.000 þús. kr. samanborið við 171.000 þús. kr. í fjárlögum 1989oghækkar því um 52%. Þessi hækkun á gjaldaáætlun leikhússins og fram- lagi úr ríkissjóði er viðurkenning á að umfang starfseminnar á undan- förnum árum hafi verið meira en fjárlög hafi heimilað og gert ráð fyrir. í frumvarpinu er komið til móts við þessa þróun og ætlast er til að starfsemi stofnunarinnar verði endurskipulögð þannig að starfsemin haldist innan marka fjárlaga í framtíðinni." Þetta voru fyrir okkur Þjóð- leikhúsmenn gleðitíðindi, að við ættum framvegis að fá að horfa á raunhæfar tölur í fjárlögum og auðvitað ekki nema eðlileg krafa, að starfsemi leikhússins verði að- löguð að fjárlögum, enda ljggja þegar fyrir áætlanir um það og verið er að vinna að því að hrinda þeim í framkvæmd. Það urðu okkur því mikil von- brigði, þegar fjárveitinganefnd lækkar framlagið til leikhússins við 3ju umræðu fjárlaga og krefst þess, ef marka má orð formanns fjárveit- inganefndar, að starfsemi leikhúss- ins verði hætt á meðan viðgerðir fara fram á leikhúsbyggingunni. Hér virðist mikill misskilningur vera á ferðinni eða skortur á þekk- ingu á eðli leiklistar. Lög um Þjóðleikhús fjalla ekki um rekstur á leikhúsbyggingunni, heldur um rekstur á listastofnun. Leikhús er fyrst og fremst þeir listamenn, sem þar starfa og annað starfsfólk og sú list sem framin er á vegum þess og um það fjalla lög um Þjóðleikhús. Byggingin er umgjörðin, aðstaðan, og það er ekkert sem réttlætir að gera það fólk, sem starfar við listastofnunina Þjóðleikhús, at- vinnulaust, vegna þess að gera þurfi við bygginguna Þjóðleikhús. Með sömu rökum ætti að hætta kennslu við Háskólann og segja háskólakennurum upp, ef gera þyrfti við Háskólabygginguna, eða senda alþingismenn heim í launa- laust leyfi, þegar gera þarf við alþingishúsið, eða hvers vegna er frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, nú ekki í launalausu leyfi, þegar verið er að gera við Bessa- staði? Það sjá allir, að þessi rök- semdafærsla Sighvats Björgvins- sonar fær ekki staðist. Því með þessu er í raun verið að láta starfsfólk Þjóðleikhússins borga viðgerðirnar á byggingunni. Er hægt að réttlæta það? Fjölmörg leikhús á Norðurlönd- um, þar með talin þjóðleikhús þriggja þeirra, hafa gengið í gegn- um gagngerar breytingar og endur- bætur á undanförnum árum, en hvergi hefur það leitt til þess, að starfsemi leikhúsanna hafi verið lögð niður, eins og hér virðist vera ætlunin. Þvert á móti hefur tíminn verið notaður til að reyna nýjar leiðir og vera með öðru vísi leikhús með ýmsu sniði til tilbreytingar, sem hefur svo skilað sér í því, að þegar aftur var tekið til starfa í endurbættu leikhúsi, hefur leiklist- in blómstrað og aðsókn aldrei verið meiri! Það sem hér er aftur á móti upp á teningnum, er að vinna leiklist- inni óbætanlegt tjón, því samfella í leikhússtarfi er leiklistinni álíka nauðsynleg og mönnum að nærast. Og þetta gerist á afmælisári Þjóð- leikhússins, en leikhúsið (rekstur- inn) verður 40 ára á þessu ári, eða nánar tiltekið sumardaginn fyrsta, og einnig þegar aðsókn að leikhús- inu hefur tekið verulegan kipp upp á við og mörg aðsóknarmet slegin á sl. hausti. Við Þjóðleikhúsfólk sjáum ekki neitt sem réttlætir þessa aðför að Þjóðleikhúsinu nú. Ég vil skora á ráðamenn að endurskoða þessa afstöðu sína og taka málið upp að nýju, þannig að reka megi Þjóðleikhús með þeirri reisn, sem listamenn þess og þjóðin öll á skilið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.