Tíminn - 11.01.1990, Side 10

Tíminn - 11.01.1990, Side 10
10 Tíminn Fimmtudagur 11. janúar 1990 Fimmtudaguf 11. janúar 1990 tfrtíirlri 11r,,/j’ Wm Mikil fjárhagsvandræði hjá tugum þéttbýlissveitarfélaga - Sveitarstjórnarmenn: » OFGO Eftir Heidi Helgadóttur Þær kröggur sem tugir lítilla og miðl- ungs stórra þéttbýlissveitarfélaga eru í, stafa ekki hvað síst af því að sveitar- stjórnir reyna að uppfylla kröfur kjós- enda sinna um þjónustu og framkvæmdir álíka og í stærstu sveitarfélögunum, þótt það hafi verið langt umfram fjárhagsiega getu þeirra. Sá vandi hefur verið leystur með miklum lántökum. Kostnaðurinn af þeim er nú að sliga mörg sveitarfélög, enda dæmi um að fjármagnskostnaður fari í allt að 40-50% af tekjum þeirra. Þar á ofan hafa sum þeirra látið undan kröfum um framlög og/eða ábyrgðir vegna fyrirtækja í kröggum, sem oft er og verður tapað fé. Verst stöddu sveitar- félögin eru hlutfallslega flest í hópi þéttbýlisstaða með 1.000 til 2.500 íbúa, utan Reykjaness. Minnstu og stærstu sveitarfélögin standa fjárhagslega best. Framangreint má m.a. lesa út úr niðurstöðum skýrslu um fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sem unnin var af nefnd skipaðri af félagsmálaráðherra í júlí á nýliðnu ári. Allt að 50% tekna í „vexti“ Nefndin skoðaði stöðu 28 skuldugustu og verst settu sveitarfélaganna sérstak- lega. í þeim hópi er helmingur (8) þeirra 16 þéttbýlissveitarfélaga landsins (utan Reykjaness) sem hafa 1.000 til 2.500 íbúa. Skuldir þessara sveitarfélaga námu að meðaltali um 70% af árstekjum þeirra árin 1987-88 og hátt í tvöfaldar árstekjur hjá þeim verst settu. Fjár- magnskostnaður vegna þessara skulda var að meðaltali um 20% af heildartekj- um þeirra, en fór allt upp í helming teknanna hjá þeim skuldugustu. Árið 1988 voru tekjur þessara sveitarfélaga um 67.400 kr. á hvern íbúa að meðaltali (þær hæstu utan Reykjavíkur), hvar af um 12.100 krónur á íbúa fóru í fjár- magnskostnað að meðaltali. Af þessum 28 eru síðan tíu úr flokki (29) minni þéttbýlisstaða og stærstu blönduðu sveitarfélaganna og 7 úr hópi (25) minni blandaðra sveitarfélaga þar sem meirihluti íbúanna býr í þéttbýlis- kjarna. Nefndin telur ljóst að þær aðgerðir sem hún leggur til muni ekki duga til að lagfæra stöðuna hjá öllum. Hefur hún enn til skoðunar 12 sveitarfélög úr þess- um hópi þar sem grípa þurfi til harðra aðgerða til að koma fjármálum á réttan kjöl. Aðhaldi verið ábótavant Hvað varðar fjármálastjórn segja skýrsluhöfundar kjörna sveitarstjórnar- menn og framkvæmdastjóra sveitarfé- laganna í mörgum tilvikum ekki hafa sýnt næga fyrirhyggju. „Aðhaldi í rekstri hefur verið ábótavant. Margvíslegur rekstur og þjónusta hafa verið aukin án þess að fjárhagslegur grundvöllur væri fyrir hendi“. Af öðrum orsökum fjárhagsvanda á mörgum stöðum nefnir nefndin m.a.: Of lágar tekjur - Aukin verkefni og þjón- ustu - Of miklar fjárfestingar - Mikinn fjármagnskostnað vegna skuldasöfnunar síðustu ára - Skerðingu á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Staðgreiðsluútsvar miklu hærra Fram kemur að við breytingu yfir í staðgreiðslukerfi jukust útsvarstekjur sveitarfélaga verulega, eða um 16% umfram launahækkanir milli áranna 1987 og 1988. Tekjur eru einnig taldar hækka töluvert með breytti álagningu fasteignagjalda, utan höfuðborgar- svæðisins, nú á þessu ári. Meðal ráða til að komast út úr fjár- hagsvandanum nefnir nefndin eftirfar- andi: Sveitarfélög forðist þátttöku í at- vinnurekstri eftir föngum - Tekjur Jöfn- unarsjóðs verði ekki skertar - Rekstrar- gjöld verið dregin saman - Lánasjóður sveitarfélaga láni í auknum mæli til skuldbreytinga en dragi saman fram- kvæmdalán - Settar verði ákveðnar við- miðanir um ábyrgðir, lántökur og nettó- skuldir - Áhersla á menntun og þjálfun þeirra sem stjórna sveitarfélögum verið aukin. Lítið þéttbýli erfitt... Almennt gildir það að minnstu sveitar- félögin standa allvel fjárhagslega. Prátt fyrir minnstar tekjur á íbúa veita þau þar á móti einnig litla þjónustu. „Um leið og örlar á þéttbýli virðist sem samhliða vaxi þjónustuþátturinn sveitarfélögunum yfir höfuð“. Sveitarstjórnir hafa á undanförnum árum fundið sig knúnar til að taka upp margs konar þjónustu sem áður var einungis veitt í stærstu sveitarfélögum. Helstu þættir aukinnar þjónustu eru nefndir: Pjónustu við aldraða, kostnaður við tannviðgerðir og tannréttingar skóla- barna, mötuneyti í skólum, staðarupp- bót til kennara, rekstur dagheimila/leik- skóla, rekstur heilsugæslustöðva og framlög til sjúkratrygginga, sem hafi hækkað mjög mikið milli ára. í kjölfar fjárfestinga í þjónustumannvirkjum hef- ur fylgt aukin rekstrarkostnaður. Pessi þjónusta er hlutfallslega dýrari á fá- mennum stöðum, samhliða hlutfallslega lægri tekjum. „Sveitarfélögum hefur gengið misvel að gæta að útgjöldum sínum og er vandi sumra þeirra fólginn í þeirri staðreynd. í nokkrum tilvikum hafa sveitarfélög ekki gætt sín sem skyldi og aukið rekstr- arútgjöld sín umfram fjárhagslega getu. Afleiðingin hefur orðið söfnun lausa- skulda eða jafnvel lántökur til lengri tíma“, segir í skýrslunni. Þungar byrðar í langan tíma Varðandi skuldasöfnun segja skýrslu- höfundar m.a. vaxandi þrýsting á þátt- töku sveitarfélaga í atvinnulífinu leiða til verri fjárhagsstöðu. „Þess eru jafnvel dæmi að opinberir sjóðir geri það að skilyrði fyrir fyrirgreiðslu að sveitarfélög auki þátttöku sína í atvinnulífinu og stuðli þannig að enn meiri skuldasöfnun og fjárþröng hjá viðkomandi sveitarfé- lagi enda standa sveitarfélögin oft ber- skjölduð gagnvart slíkum kröfum. Ef illa fer geta skilyrði af þessu tagi lagt þungar byrðar á sveitarfélög og íbúa þeirra um langan tíma og torveldað framkvæmd meginverkefna sveitarfélagsins". „Dýrt“ að bjarga atvinnunni Síðar segir að sum sveitarfélaganna hafi á síðustu árum lagt fram verulega fjármuni til atvinnurekstrar til þess að halda uppi vinnu - oft langt yfir fjárhags- lega getu. Bilið hafi þá verið brúað með lántökum. „Ljóst þykir að áhrif á fjárhag sveitar- félaga vegna mikilla erfiðleika í atvinnu- rekstri eru 'ekki komin fram nema að hluta. Talið er víst að mörg sveitarfélög verði fyrir áföllum af þessum sökum í ár og næstu ár. Sveitarfélög munu tapa verulegum fjármunum vegna erfiðleik- anna. Hlutafjáreign sveitarsjóðs tapast í gjaldþrotum. Skattar, fasteignagjöld og ýmiss þjónustugjöld tapast í gjaldþrot- um‘ Ríkisvaldið meðal „betlaranna“ Þá segir að óskum um niðurfellingar opinberra gjalda og þjónustuútgjalda hafi fjölgað og beiðnum um skuldbreyt- ingar sömuleiðis, m.a. frá ríkisvaldinu. Nú síðast vegna fyrirgreiðslu Atvinnu- tryggingarsjóðs og Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar. í mörgum tilvikum hafi sveitarfélög gengið í einfaldar ábyrgðir vegna lána fyrirtækja, sem í einhverjum mæli falli á sveitarfélögin vegna gjaldþrota. Heiður Helgadóttir. ... og fækka fólki Þá er bent á að rekstrargjöld sumra sveitarfélaga séu of há í samanburði við önnur samsvarandi og ætti því að vera hægt að lækka þau verulega. Breytt innheimtufyrirkomulag í kjölfar stað- greiðslukerfis ætti líka að geta stuðlað að fækkun starfsmanna. Að gefnu tilefni leggur nefndin til að sveitarfélög forðist þátttöku í atvinnu- rekstri eftir því sem frekast er unnt, enda sé það ekki í þeirra verkahring sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum. Jafnframt er varað við að leysa vanda atvinnufyrir- tækja Lígt er til að félagsmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga komi sér saman um ákveðnar viðmiðunartölur, m.a. að nettóskuldir sveitarfélaga ættu yfirleitt ekki að fara yfir 50% af tekjum og að hættumörkum væri náð við 80-90% hlutfall. En dæmi fundust um 180% skuldahlutfall 1988. - HEI » ATKVÆ SÍN ii Stöðva framkvæmdir...... Til að bjarga málunum telur nefndin mjög mikilvægt að hinar auknu tekjur af staðgreiðslusköttunum og fasteigna- gjöldum ásamt með hagræði af breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga verði notaður til að bæta fjárhagsstöðu verst settu sveitarfélaganna, en ekki til að auka rekstur eða framkvæmdir. Þær eigi að fjármagna sem mest með sam- tímatekjum. En til að það geti orðið þurfi mörg sveitarfélög að koma sér út úr þeim fjárhagslega vítahring sem þau eru kom- in í. Það verði þau verst stöddu að gera með því að draga mikið úr, eða nánast að stöðva framkvæmdir þar til skulda- staðan kemst í viðunandi horf, þannig að vextir og afborganir gleypi ekki mest allt framkvæmdaféð. Frá Hofsósi, en fjármál sveitarfélagsins hafa mikið verið í sviðsljósinu eftir að það var svipt tímabundið fjárræði ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.