Tíminn - 11.01.1990, Síða 19
I ‘1 'í 'I n
Fimmtudagur 11. janúar 1990
Tíminn 19
ÍÞRÓTTIR
Knattspyrna:
Eyjólfur bindur
vonir við næsta
keppnistímabil
Enska knattspyrnan bikarkeppnin:
Enn jafnt hjá Everton
Frá Erni Þórðarsyni, Sauðárkróki:
Eyjólfur Sverrisson knattspyrnu-
maðurinn kunni á Sauðárkróki er nú
komin til Vestur-Þýskalands, en þar
mun hann dvelja hjá stórliðinu Stutt-
íþróttamenn ársins
í bæjum landsins:
Linda valin í
Hafnarfirði
íþróttaráð Hafnarfjarðar afhenti
á sunnudaginn verðlaun sín til þeirra
íþróttamanna sem sköruðu framúr á
árinu 1989.
í hófi sem bæjarstjórn hélt var
Linda Steinunn Pétursdóttir úr Fim-
leikafélaginu Björk valin íþrótta-
maður Hafnarfjarðar 1989. Linda
varð íslandsmeistari í fimleikum
1989.
Aðrir sem hlutu viðurkenningar
voru: Arnþór Ragnarsson SH fyrir
sund, Úlfar Jónsson Keili fyrir golf,
Jón Arnar Ingvarsson Haukum fyrir
körfuknattleik, Þorgils Óttar Mathi-
esen FH fyrir handknattleik, Sús-
anna Helgadóttir FH fyrir frjálsar
íþróttir, Guðmundur Karlsson FH
fyrir frjálsar íþróttir, Hörður Magn-
ússon FH fyrir knattspyrnu, Jón P.
Ólafsson Sörla fyrir hestaíþróttir,
Atli Guðmundsson Sörla fyrir hesta-
íþróttir, Ragnar Jónsson FH fyrir
störf að íþróttamálum og Magnús
Magnússon SH fyrir störf að íþrótta-
málum. BL
Ragnheiður langefst
í kjörinu á Akranesi
Ragnheiður Runólfsdóttir sund-
kona hlaut 100 stig af jafnmörgum
mögulegum í kjöri íþróttamanns
Akraness 1989.
Ekki þarf að fjölyrða um árangur
Ragnheiðar á síðasta ári, en hann
var einstaklega glæsilegur.
Hjalti Nielsen golfmaður varð
annar í kjörinu og Guðbjörn
Tryggvason knattspyrnumaður
þriðji. BL
Þóra valin
á Dalvík
íþróttamaður Dalvíkur 1989 var
valin Þóra Einarsdóttir hástökkvari.
Hún hefur stokkið 1,77 m sem er
annar besti árangur Islendings frá
upphafi. Þóra keppti með íslenska
landsliðinu í sumar á Smáþjóðaleik-
um og Evrópukeppni. BL
Staðan í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik
A-riðill:
Keflavík... 17 13 4 1702-1389 +311 26
Grindavík . 17 11 6 1386-1346 +40 22
ÍR....... 17 6 11 1338-1472 -134 12
Valur.... 17 6 11 1381-1405 -24 12
Reynir .... 17 1 16 1181-1573 -392 2
B-riðill:
KR ..... 17 15 2 1308-1162 +176 30
Njarðvík... 16 13 3 1429-1324 +106 26
Haukar.... 16 7 9 1429-1388 +41 14
Tindast ... 16 7 9 1375-1341 +34 14
Þór...... 16 4 12 1335-1512 -177 8
í kvöld verður einn leikur í deild-
inni, Tindastóll og Haukar mætast á
Sauðárkróki, en þessum leik var
frestað í fyrrakvöld vegna ófærðar.
Leikurinn hefst á Sauðárkróki kl.
20.00.
gart F B næstu 18 mánuði. I síðasta
mánuði var gengið frá samningum
milli Eyjólfs og Stuttgart en áður
hafði Eyjólfur dvalið við æfingar hjá
liðinu 10 daga í haust og kynnt sér
aðstæður.
Eyjólfur sagði í samtali við frétta-
ritara ekki gera ráð fyrir að komast
í aðallið Stuttgart á þessu keppnis-
tímabili enda barátta hörð um sæti
hjá slíku stórliði. Það væri hinsvegar
á næsta tímabili sem hefst á ágúst
sem meiri möguleikar væru að hann
kæmist í liðið, bæði væri líkur á að
einhverjir leikmenn færu frá félaginu
og einnig að reglum varðandi fjölda
útlendinga sem liðum væri heimilt
að nota í leikjum yrði breytt.
Eyjólfur átti mjög gott keppnis-
tímabil s.l. sumar, hann skoraði
fjölda af mörkum fyrirTindastólslið-
ið og lék auk þess sex landsleiki með
liði íslands 21 árs og yngri og
skoraðisex mörk í þeim leikjum.
Ö Þ.
Everton ætlar að ganga erfiðlega
að komast í 4. umferð ensku bikar-
keppninnar í knattspyrnu. í gær-
kvöld mætti liðið Middlesbrough
öðru sinni og aftur varð jafntefli 1-1.
Liðin verð því að mætast í þriðja
sinn. Það lið sem áfram kemst mætir
Sheffield Wednesday í 4. umferð.
Derby tapaði óvænt fyrir 2. deild-
arliði Port Vale 2-3. Port Vale mætir
Aston Villa í 4. umferð.
Úrslitin í gærkvöld urðu annar
þessi:
Aston Villa-Blackburn.......3-1
Bradford-Charlton............0-3
Crewe-Chelsea................0-2
Derby-Port Vale..............2-3
Everton-Middlesbrough .... 1-1
Norwich-Exeter ..............2-0
Oldham-Birmingham............1-0
QPR-Cardiff .................2-0
I fyrrakvöld vann Liverpool stór-
sigur á Swansea 8-0 á Anfield Road,
en liðin gerðu markalaust jafntefli í
Swansea á laugardaginn var. lan
Rush skoraði þrennu í síðari hálf-
leik, John Barnes skoraði tvívegis
og þeir Peter Beardsley, Steve Nicol
og Ronnie Whelan gerðu 1 mark
hver.
Cambridge komst í 4. umferð
með 4-1 sigri á Darlington á útivelli
Eyjólfur Sverrisson knattspymumaður.
Mynd ÖÞ.
Körfuknattleikur-NBA:
TaphjáLakers
Bulls og Celtics
Toppliðin í NBA-deildinni í
körfuknattleik í Bandaríkjunum áttu
erfiðan dag á þríðjudaginn.
Efsta lið Miðriðils Austurdeildar-
innar, Chicago Bulls tapaði fyrir
NBA meisturunum Detroit Pistons
100-90. Þar með hafa liðin bæði
tapað 11 leikjum, en Chicago heldur
þó efsta sætinu þar sem liðið á leik
til góða.
Lið Los Angeles Lakers sem hafði
góða forystu á toppi Kyrrahafsriðils
Vesturdeildarinnar tapaði fyrir Pho-
enix Suns 118-121 í framlengdum
leik. Forskot Lakers á Portland
Trail Blazers hefur því minnkað.
Boston Celtics hefur ekki tapað
leik í lengri tíma en í fyrrakvöld
mætti liðið ofjörlum sínum. Boston
tapaði fyrir New Jersey Nets 78-87
og kemur það verulega á óvart. Nets
liðið hefur þó verið í mikilli sókn
uppá síðkastið.
Sigurganga New York Knicks hélt
áfram, liðið vann 131-127 sigur á
Washington Bullets í framlengdum
leik og hefur liðið nú enn betra
forskot en áður á toppi Atlantshafs-
riðils Austurdeildarinnar. Reyndar
er liðið örskammt á eftir Lakers,
með næst besta vinningshlutfall allra
liðanna í NBA-deildinni.
San Antonio hefur gott forskot í
efsta sæti Miðvesturriðils Vestur-
deildarinnar, eftir að liðið vann
107-102 sigur á Miami Heat.
Önnur úrslit í fyrrinótt urðu þau
að Houston Rockets vann 97-90
sigur á Seattle Supersonics og Sacra-
mento Kings vann 84-70 sigur á
Minnesota Timberwolves. BL
og Millwall og Manchester City
gerðu 1-1 jafntefli í framlengdum
leik. Liðin verða því að mætast í
þriðja sinn. BL
(talska knattspyrnan:
Inter tapaði
f gærkvöld var leikið í ítölsku
bikarkeppninni í knattspyrnu. ít-
ölsku meistararnir Inter Mílan töp-
uðu 1-2 fyrir Ascoii. Það voru Júgó-
slavinn Borislav Cvetkovic og Paolo
Giovanelli sem komu Ascoli í 2-0,
en v-þýska landsliðsmanninum
Lothar Matthaeus tókst að minnka
muninn í lokin.
En nágrannar Inter, Evrópumeist-
arar AC Mílan unnu 6-0 stórsigur á
2. deildarliði Messina. Fyrirliðinn
Franco Baresi skoraði þrennu úr
vítaspyrnum. Leikurinn var í jafn-
vægi í fyrri hálfleik og staðan í
leikhléinu 1-0. í síðari hálfleik opn-
uðust síðan allar flóðgáttir og AC
skoraði 5 sinnum. Auk Baresi skor-
uðu Stefano Borgonovo, sem lék í
stað Marco van Basten, tvívegis og
varamaðurinn Marco Simone gerði
mark.
Napólí lék án Diego Maradona
sem mun vera með inflúensu. Mót-
herjar liðsins voru Bologna sem beið
lægri hlut 0-2. Mörkin gerðu þeir
Giovanni Francini og Brasilíumað-
urinn Alemao. BL
Badminton:
Meistaramót
hjá TBR
Um næstu helgi 13.-14. janúar
heldur Tennis og badmintonfélag
Reykjavíkur sitt árlega meistara-
mót. Keppni hefst kl. 10.00 báða
dagana.
Keppt verður í einliðaleik, tvíliða-
leik og tvenndarleik í eftirtöldum
flokkum ef næg þátttaka fæst: Meist-
araflokki, A-flokki og B-flokki.
Þátttökutilkynningar skulu berast
til TBR í síðast lagi kl. 12.00 föstu-
daginn 12. janúar. BL
Unnu þrefalt
Unglingameistaramót TBR var
haldið um síðustu helgi í húsum
félagsins við Gnoðarvog. Þrír ungl-
ingar vöktu mesta athygli á mótinu
þar sem þeir unnu þrefalda sigra í
sínum flokkum.
Gunnar Petersen keppti í drengja-
flokki 14-16 ára og vann þrefaldan
sigur. í einliðaleik, tvíliðaleik með
Kristjáni Daníelssyni og í tvenndar-
leik með Önnu Steinsen.
Brynja Steinsen vann þrefaldan
sigur í meyjaflokki 12-14 ára. Hún
sigraði í einliðaleik, í tvíliðaleik
með Valdísi Jónsdóttur og í tvennd-
arleik með Haraldi Guðmundssyni.
Ágústa Arnardóttir keppti í tátu-
flokki undir 12 ára. Hún vann einnig
þrefalt, í einliðaleik, í tvíliðaleik
með Hildi Ottesen og í tvenndarleik
með Hans Hjartarsyni.
í piltaflokki 16-18 ára sigraði
Konráð Þorsteinsson TBA, en í
tvíliðaleik í flokknum sigruðu þeir
Sigurjón Þórhallsson og Ragnar
Jónsson TBR.
í telpnaflokki 14-16 ára sigraði
Elsa Nielsen í einliðaleik, en Anna
Steinsen og Áslaug Jónsdóttir TBR
í tvíliðaleik.
í sveinaflokki 12-14 ára sigraði
Haraldur Guðmundsson í einliða-
leik, en Grímur Axelsson Víkingi og
Orri Árnason TBR í tvíliðaleik.
Sveinn Sölvason vann tvöfaldan
sigur í hnokkaflokki undir 12 ára, í
tvíliðaleiknum vann hann ásamt fé-
laga sínum úr TBR, Hans Hjartar-
syni. BL
LESTUNARIUEILUN
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Árhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Annan hvern þriðjudag
Kaupmannahöfn:
Alla miðvikudaga
Varberg:
Alla fimmtudaga
Moss:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Skip..........
10/2
Gloucester/Boston:
Alla þriðjudaga
New York:
Alla föstudaga
Portsmouth/Norfolk:
Alla sunnudaga
Lestunarhafnir innanlands:
Reykjavík:
Alla miðvikudaga
Vestmannaeyjar:
Alla föstudaga
Húsavík:
Alla sunnudaga
Akureyri:
Alla mánudaga
ísafjörður:
Alla þriðjudaga
S/OfíADE/LD
r^SAMBANDS/NS
Sambandshúsinu, Kirkjusandi
105, Reykjavík, sími 698300
lii.ll 1 1 i .
•'AKN IRAIJ8IRA +LUININf,A