Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. janúar 1990
Tíminn 5
Frá fjármálaráðherra vegna ummæla
forsvarsmanna „Þýsk-íslenska“:
YFIRLÝSING
Vegna ummæla Ómars Kristjáns-
sonar framkvæmdastjóra í fjölmiðl-
um að undanförnu og vegna yfirlýs-
ingar frá hlutafélaginu „Þýsk-ís-
lenska" í Morgunblaðinu í dag tel ég
rétt að taka fram að ég hef hvorki
fyrr né síðar haft afskipti af meðferð
embætta ríkisskattstjóra og ríkis-
saksóknara á skattamálum „Þýsk-ís-
lenska". Frétt af ákæru á hendur
fyrirtækinu barst mér í fjölmiðlum,
enda eru úrslit þessa máls á engan
hátt á valdi ráðherra.
Rétt er að benda forsvarsmönnum
„Þýsk-íslenska“ á að skattamál fyrir-
tækisins eru nú fyrir dómstólum og
er því eðlilegt að vörn í málinu fari
fram á þeim vettvangi.
Lokun fyrirtækisins í júní síðast-
liðnum vegna vanskila á söluskatti
eru þessu máli óviðkomandi. Hinn
8. júní voru gefin út almenn fyrir-
mæli til innheimtumanna ríkissjóðs
um hertar aðgerðir vegna vanskila á
söluskatti og var „Þýsk-íslenska“ í
hópi þeirra fyrirtækja sem ekki
höfðu gert skil. Fyrirtækið hafði
kært álagningu til ríkisskattanefnd-
ar, en hún hafði vísað kærunni frá
án þess að fella niður álagningu
söluskatts á fyrirtækið. Þegar fyrir-
tækið greiddi umrædda söluskatts-
skuld voru innsigli rofin.
Fullyrðingar um sérstakar póli-
tískar ofsóknir í garð fyrirtækisins
eru úr lausu lofti gripnar. Ég hef
fylgt þeirri stefnu sem fjármálaráð-
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra.
herra að móta almennar reglur um
skattamál og innheimtu, en hef forð-
ast afskipti af málefnum einstakra
aðila, og aldrei blandað mér inn í
meðferð rannsóknarembætta eða
embætta dómskerfisins á einstökum
málum. Slíkt er ekki á verksviði
fjármálaráðherra.
Ég hlýt því að vísa á bug dylgjum
Ómars Kristjánssonar í fjölmiðlum
síðustu daga, bæði í minn garð og
einnig gagnvart fjármálaráðuneyt-
inu og þeim embættismönnum sem
undir það heyra.
Ólafur Ragnar Grímsson
í gærkvöldi var veður orðið mjög
slæmt á sunnan- og vestanverðu
landinu og fólk var hvatt til að fara
ekki í ferðalög að óþörfu. í Vest-
mannaeyjum voru tíu vindstig
klukkan sex í gær og mjög hvasst var
einnig undir Eyjafjöllum eins og
jafnan er í austanátt. Illfært var um
alla vegi á Suðurlandi í gærkvöldi
vegna blindbyls. Nær ófært var á
Hellisheiði og rúta sem fór yfir hana
um miðjan dag í gær var þrjá tíma á
leiðinni. Margir bílar hættu við að
leggja á heiðina. Á Reykjanesbraut
var mikil hálka og skafrenningur.
Mjög slæm færð var í Mosfellssveit.
Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu
gekk hægt seinni part dags í gær.
Engin alvarleg óhöpp urðu þrátt
fyrir slæma færð.
Spáð var að vindátt myndi snúist
í norður í nótt og þá var búist við
hvassviðri um mest allt land. í dag
er spáð verstu verðri á Norður- og
Austurlandi, m.a. má búast við all-
mikilli snjókomu. Talsverð snjóaði
á Suðurlandi eins og sjá má mynd-
inni. F.Ó/limiimynd Pjelur
Hinn þekkti danski skemmtikraftur Eddie Skoller skemmtir í Islensku
óperunni um helgina.
Vinsæll danskur skemmtikraftur í íslensku óperunni um helgina:
Eddie Skoller
einn með gítar
Eddie Skoller, danski skemmti-
krafturinn, skemmtir á hljómleikum
í íslensku óperunni (Gamla bíói) 20.
og 21. janúar n.k. Þetta er í annað
sinn sem Skoller kemur til íslands til
að skemmta en nú sem fyrr kemur
hann á vegum lionsklúbbsins
Njarðar.
Eddie Skoller heitir í raun og veru
Edward Ralph Schoylar en faðir
hans fæddist í Rússlandi en hrökkl-
aðist úr landi undan gyðingaofsókn-
um árið 1904.
Foreldrar Eddie Skoller bjuggu
um tíma í St. Louis í BNA og þar
fæddist hann en fjölskyldan flutti til
Danmerkur þegar Eddie var sex ára
gamall.
Eddie Skoller útskrifaðist úr
Kaupmannaskólanum í Kaup-
mannahöfn og vann um tíma hjá
Danfoss en það stóð ekki lengi. Um
svipað leyti var hann að byrja að
koma fram einn síns liðs með sinn
gítar á ýmsum veitingahúsum í
Kaupmannahöfn. Jafnframt lék
hann í rokksöngleiknum Hárinu og
rokkóperunni Jesus Christ Superstar
á árunum um og eftir 1970.
Eddie Skoller vakti verulega at-
hygli utan heimalands síns með eigin
útgáfu á lagi og texta Tom Paxtons,
What did you learn in school today,
þar sem hann þykir ná frábærlega
vel framburðareinkennum ýmissa
Evrópuþjóða á enskri tungu auk
þess að varpa ljósi ýmis þjóðleg
sérkenni þeirra á skoplegan hátt.
-sá
Hluthafafundur hjá Stöö 2:
Ný stjórn
Hluthafafundur hefur verið
boðaður hjá Stöð 2 á morgun,
laugardag og verður þá væntan-
lega kosið í nýja stjórn í félaginu
eftir þær breytingar á eignarhlut
sem orðnar eru. Eins og Tíminn
greindi frá í gær seldi Eignar-
haldsfélag Verslunarbankans
hópi einstaklinga, sem saman
mynda Fjölmiðlun sf. lOOmilljón
kr. hlut í fyrirtækinu. Sömu aðilar
höfðu áður keypt 150 milljón kr.
hlut. Eignarhaldsfélagið á enn
100 milljón kr. hlut í Stöð 2 en
hefur gert samninga við Fjölmiðl-
unarmenn um meirihlutaráð í
stjóm fyrirtækisins, en hlutafé
Stöðvarinnar nemur rúmum 500
milljónum en ekki 400 eins og
sagt var í frétt blaðsins í gær.
Forráðamenn eignarhaldsfé-
lagsins kannast ekki við að hafa
brotið samninga á upphaflegum
eigendum og segja að ekkert hafi
legið fyrir um dreifða eignaraðild
að því._________________
Eg heiti ÞJ0ÐBJ0RG
Frumsýning á laugardag
Eg er steíngeit cítj
SJÁUMST í DANSHÖLLINNI
Borðapantanir í sima 23333
Fundur lögfræðinga VS( og rannsóknarlögreglustjóra:
Óskað frekari
greinargerðar
Lögfræðingar Vinnuveitendasambands íslands og rann-
sóknarlögreglustjóri funduðu í gær vegna óska VSÍ um
rannsókn á þeim athönum verkfallsvarða í Bifreiðastjórafé-
laginu Sleipni í þriggja daga verkfalli félagsins. Á fundinum
var rætt um hvað það væri sem óskað er rannsóknar á og bað
rannsóknarlögreglustjóri um greinargerðir þar sem fram
komi staðreyndir málsins. í framhaldi af þeim greinargerðum
tekur rannsóknarlögreglustjóri ákvörðun um framhald. Gert
er ráð fyrir að ofangreindum greinargerðum verði skilað til
RLR í dag.
„Þegar spurning er um hegningar-
lagabrot, þá eru menn persónulega
ábyrgir gerða sinna," sagði Jón H.
Magnússon annar lögfræðinga VSÍ.
Lögfræðingar VSI vöktu athygli
RLR á verkfallsaðgerðum bifreið-
arstjóranna og fór fram á opinbera
rannsókn á atburðunum á sl. þriðju-
dag.
Þegar spurning er um hvort um sé
að ræða hegningarlagabrot heyrir
það undir RLR, en ef um umferðar-
lagabrot er að ræða, heyrir það
undir viðkomandi lögreglustjóra.
RLR fór á fundinum fram á grein-
arbetri upplýsingar á hverjum þætti
fyrir sig og verður greinargerðum frá
hverju fyrirtæki lagðar fram. „Það
sem við erum að fara fram á er hvar
mörkin séu, hvað er manni heimilt
að gera í skjóli einhverra verkfalls-
aðgerða," sagði Jón.
Bent var á tvö ákvæði hegningar-
laga í þessu sambandi sem talið er
að einhverjir hafi geta gerst brotlegir
við, annars vegar grein 176. sem er
í kaflanum um ýmis brot á hagsmun-
um almennings. í greininni segir
m.a. að ef maður veldur með ólög-
mætum verknaði verulegri truflun á
rekstri almennra samgöngutækja ...
þá varði það varðhaldi eða fangelsi
allt að 3 árum, eða sektum ef
málsbætur eru. Hin greinin er númer
168. Þar segir að ef menn raska
öryggi... bifreiða eða annarra slíkra
farar- eða flutningatækja, eða um-
ferðaröryggi á alfaraleiðum varðar
það fangelsi allt að 6 árum eða
varðhaldi.
Við vildum bara að kannað væri
að einhverjir einstaklingar hafi farið
út fyrir það sem þeir hafa heimild til
og hugsanlega farið út fyrir refsilög-
gjöfina," sagði Jón.
Ef svo fer að einhverjir teljist hafa
gerst brotlegir við refsilöggjöfina,
þá er málið ekki í höndum viðsemj-
enda og getur því ekki komið til
niðurfellingar í samningum.
„Við viljum bara leggja okkar af
mörkum við að reyna að koma því á
framfæri sem gerðist, síðan teljum
við það á annarra færi að meta það
hvort viðkomandi hafi gengið of
langt og gerst brotlegur," sagði Jón.
Jón vildi til áréttingar benda á
grein þá er fjallar um lögreglumenn,
sem oft er borin fyrir því að þeir
megi ekki hafa afskipti af vinnudeil-
um. Greinin er númer 10 í lögum nr.
56 frá 1972. „Lögreglumenn má ekki
nota til að hafa önnur afskipti af
vinnudeilum en að halda þar eins og
annars staðar uppi friði og afstýra
skemmdum, meiðslum og vandræð-
um.“ Jón sagði að menn skjóti sér
oft á bak við þessa grein og segi:
„Lögreglumenn má ekki nota til að
hafa afskipti af vinnudeilum." Jón
sagði að niðurlagið á greininni segi
það sem lögreglu beri að gera.
-ABÓ
Blindbylur á Sudurlandi