Tíminn - 26.01.1990, Qupperneq 3
Föstudagur 26. janúar 1990
Miðbær Selfoss:
Hugmynda-
samkeppni
um deili-
skipulag
Bæjarstjórn Selfoss hefur ákveðið
að efna til hugmyndasamkeppni um
deiliskipulag miðbæjarins. Þetta er
gert í framhaldi af staðfestingu fé-
lagsmálaráðherra á endurskoðuðu
aðalskipulagi fyrir Selfoss 1987 til
2007.
í aðalskipulaginu er m.a. mörkuð
stefna varðandi landnotkun, umferð
og umhverfi. Um miðbæ Selfoss er
mikill umferðarstraumur og er til-
gangur samkeppninnar að fá fram
hugmyndir um uppbyggingu heil-
steyptari miðbæjarkjarna. Miðbæj-
arkjarninn á ekki aðeins að þjóna
Selfossi, heldur öllum byggðasvæð-
um í Árnessýslu um leið og umhverf-
ið verður gert meira aðlaðandi.
Þeir sem þátt vilja taka í hug-
myndasamkeppninni fá samkeppnis-
gögn afhent gegn skilatryggingu hjá
trúnaðarmanni dómnefndar og er
skilafrestur á hugmyndum til 11.
apríl 1990. Verðlaunin eru ekki af
verri endanum, en heildarupphæð
verðlauna eru kr. 1,5 milljón króna
og verða fyrstu verðlaun ekki lægri
en 800 þúsund krónur. Heimilt er að
verja 300 þúsund krónum til inn-
kaupa á tillögum.
Trúnaðarmaður dómnefndar er
Ólafur Jensson hjá Byggingarþjón-
ustunni, Hallveigarstíg. -ABÓ
Afmæli ísl.
kvikmynda-
vorsins
Um þessar mundir er áratugur
liðinn frá frumsýningu fyrstu ís-
lensku kvikmyndarinnar á hinu
svokallaða „kvikmyndavori", eða
frá því að samfelld kvikmyndagerð
hófst í landinu. í dag mun Félag
kvikmyndagerðarmanna efna til ráð-
stefnu af þessu tilefni klukkan 17:00
að Borgartúni 6.
Á ráðstefnunni verður horft yfir
farinn veg og reynt að meta stöðu
íslensku kvikmyndarinnar í dag. Á
síðasta áratug sáu að meðaltali 260
þúsund íslendingar íslenska kvik-
rnynd á ári hverju. Þriðja hver mynd
sem dreift var erlendis hlaut viður-
kenningu eða verðlaun á alþjóða-
vettvangi og um 260 milljónir Vest-
urlandabúa sáu íslenskar kvikmynd-
ir á sama tíma. Samt stendur íslensk
kvikmyndagerð höllum fæti í dag og
svo gæti farið að hún legðist af með
öllu. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Félagi kvikmyndagerðarmanna.
Ávörp á ráðstefnunni flytja: Þor-
steinn Jónsson, formaður Félags
kvikmyndagerðarmanna, Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands, Ág-
úst Guðmundsson, formaður Sam-
bands íslenskra kvikmyndaframleið-
enda, Þráinn Bertelsson, kvikmynd-
agerðarmaður og Svavar Gestsson
menntamálaráðherra.
LEIDRÉTTING
í viðtali við Guðrúnu Þórsdóttur í
opnugrein í blaðinu í vikunni var
rangt með farið að henni væri ekki
kunnugt um að náms- og starfs-
fræðsla væri í nágrannalöndunum.
Hið rétta er að fyrirkomulag starfs-
fræðslunnar hér á landi er ekki að
erlendri fyrirmynd. Hins vegar er
náms- og starfsfræðsla með ýmsu
móti í Evrópu og Bandaríkjunum.
SSH
v
i
BIFREIÐÆ
HLUNNINDI
Endurgjaldslaus afnot launamanns af bifreið launagreiðanda eru staðgreiðsluskyld
og skulu þau metin honum til tekna þannig:
Af bifreið sem tekin var í notkun á
árunum 1988 og 1989 eða tekin verður í
notkun á árinu 1990 skal meta 20% af
kostnaðarverði bifreiðarinnar sem hlunn-
indi til tekna. Af eldri bifreið skal meta 15%
af kostnaðarverði sem hlunnindi til tekna.
Kostnaðarverð er skilgreint sem stað-
greiðsluverð samkvæmt verðlista á sams
konar bifreið nýrri af árgerð 1990, að með-
töldum kostnaði vegna hvers konar auka-
og sérbúnaðar. Verðlisti fæst hjá skattstjór-
um og RSK. Hafi launamaður greitt hluta af
verði bifreiðar skal lækka verð bifreiðarinn-
ar til hlunnindamats um þá fjárhæð sem
launamaðurinn sjálfur greiddi.
Séu endurgjaldslaus afnot launa-
manns takmörkuð við ákveðinn kílómetra-
fjölda þannig að hann greiði launagreið-
anda sínum fyrir ekna kílómetra umfram
umsamið hámark skal reikna honum full
mánaðarleg hlunnindi til tekna uns
umsömdu hámarki er náð. Eftir þau tíma-
mörk skal draga greiðslu launamanns frá
fjárhæð mánaðarlegra hlunninda og falla
þau niður sé greiðsla launamanns jafnhá
þeim.
Mánaðarleg hlunnindi teljast 1/12 af
hlunnindamati bifreiðar. Ef afnot launa-
manns eru takmörkuð við hluta af mánuði
skal meta bifreiðahlunnindi hans í réttu
hlutfalli við þann dagafjölda í mánuðinum
sem hann hefur afnot af bifreiðinni.
Greiði launamaður eldsneytiskostnað
(og smurningu) skal lækka hlunnindamat
um 4 prósentustig, þ.e. í 16% eða 11 % eftir
aldri bifreiða.
Heimilt er að lækka hlunnindamat ef
launamaður greiðir annan rekstrarkostnað
enda afhendi launamaður launagreiðanda
sínum kvittanir frá þriðja aðila fyrir slíkum
kostnaði og fái hann ekki endurgreiddan.
Greiði launamaður launagreiðanda
sínum fyrir afnot af bifreið endurgjald sem
er lægra en hlunnindamat, skal mismunur-
inn teljast launamanni til tekna.
Launamanni, sem hefur takmörkuð
not af bifreið launagreiðenda, skal meta til
hlunninda 14 kr. per ekinn km. Þetta á þó
ekki við akstur milli heimilis og vinnustaðar
ef slíkur akstur er honum ekki til hagsbóta.
Endurgreiddur kostnaðurtil launamanns vegna afnota launagreiðanda
af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, er metinn þannig:
Þar sem kílómetragjald er lægra fyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi
að fylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu.
Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra,
sem miðast við „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald“ sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður,
má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hér segir:
Fyrir 1 -10.000km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 3.75 kr. pr. km.
— torfœrugjald hœkkun um 10.85 kr. pr. km.
Fyrir 10.001-20.000 km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 3.30 kr. pr. km.
— torfœrugjald hœkkun um 9.65 kr. pr. km.
Umfram 20.000km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 2.95 kr. pr. km.
— torfœrugjald hœkkun um 8.50 kr. pr. km.
Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu vegna kílómetragjalds er að færð sé reglulega
akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin
vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala
launamanns og einkennisnúmer ökutækis.