Tíminn - 06.02.1990, Side 5
Þriðjudagur 6. febrúar 1990
Tíminn 5
Breytingar á skipulagi og greiðslufyrirkomulagi fyrir lyf og læknishjálp:
Viðtöl við heimilislækna
ókeypis á dagvinnutíma
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, kynnti í gær tvær reglugerðir sem fela í sér verulegar
breytingar hvað varðar skipulag og greiðslufyrirkomulag fyrir
lyf og læknishjálp utan sjúkrahúsa. Taka þær gildi 15. febrúar
næstkomandi og verður gert sérstakt átak í að kynna þær
almenningi.
Meginmarkmið reglugerðanna er
að tryggja fagleg samskipti milli
heilsugæslulækna, heimilislækna og
sérfræðinga þar sem hagsmunir
sjúklinganna eru hafðir að leiðar-
ljósi. Meginreglan verðursú að sam-
skipti sjúklings og Iæknis hefjast hjá
heilsugæslu- eða heimilislækni og
verður reynt að beina þeim sam-
skiptum inn á opnunartíma heilsu-
gæslustöðvanna. Sjúklingur greiðir
lægra gjald fyrir lyf ef ávísað er á
ódýrasta lyf með sama virka efninu.
Eiga þessar breytingar að draga úr
útgjöldum sjúkratrygginga. Á fundi
með heilbrigðisráðherra kom fram
að þetta mun ekki þýða það að
sjúklingar verði að greiða meira
fyrir þjónustuna, heldur það að
fyrirkomulag og valkostir á notkun
þjónustunnar breytast.
Sérfræðingar sammála
Náðst hefur samkomulag við sér-
fræðilækna og heimilislækna varð-
andi atriði er snúa að þeim, en sem
kunnugt er mótmæltu sérfræðilækn-
ar harðlega drögum að reglugerð-
inni. Hafa verið felld út atriði sem
sérfræðingarnir stóðu hvað mest á
móti, en það var að þjónusta þeirra
yrði helmingi ódýrari fyrir þá sjúk-
linga sem framvísuðu tilvísun frá
heimilislækni. í staðinn verður sá
háttur hafður á að þjónusta heilsu-
gæslu- og heimilislækna verður
ókeypis á dagvinnutíma, frá 8:00 til
17:00, en áður þurfti að greiða 190
krónur fyrir viðtalið. Er þetta gert til
að beina fólki í ríkara mæli til
heilsugæslu- og heimilislækna. Utan
dagvinnutíma verða sjúklingar að
greiða 500 krónur fyrir hverja komu
á læknisstofu og 1000 krónur fyrir
hverja vitjun.
í fjárlögum þessa árs er ráðgert að
draga úr útgjöldum sjúkratrygginga
um 550 milljónir króna frá fyrra ári.
Fyrrnefndar breytingar eru liður í
þessum sparnaði en að auki koma til
aðrar breytingar á greiðsluþátttöku
sjúklinga í lyfja- og læknishjálp.
Áður þurftu allir nema elli- og
örorkulífeyrisþegar að greiða 630
krónur fyrir hverja komu til sérfræð-
ings, en með breytingunni hækkar
þetta gjald í 900 krónur. t*á er þess
getið sérstaklega að að óheimilt sé
að krefja sjúkratryggða um greiðslur
vegna kostnaðar við hvers kyns ein-
nota áhöld og umbúðir sem læknar
leggja til, þar sem slíkt sé innifalið í
greiðslum sjúkratryggðra. Nokkur
brögð hafa verið að því að læknar
hafi innheimt sérstakt gjald af sjúkl-
ingum fyrir slíkt. Þetta þýðir að
gjaldið til sérfræðingsins er í öllum
Frá hlaðamannafundinum í gær.
tilfellum 900 krónur, hvort sem um
rannsókn eða aðgerð er að ræða.
Elli- og örorkulífeyrisþegar þurfa
nú að greiða 300 krónur fyrir hverja
komu til sérfræðings en greiddu 215
krónur áður. Þá mun gjald fyrir
hverja rannsókn eða röntgengrein-
ingu lækka úr 440 krónum í 300
krónur, en elli- og örorkulífeyrisþeg-
ar greiða 100 krónur. Sú breyting
verður gerð að elli- og örorkulífeyr-
isþegar skulu ekki greiða hærri upp-
hæð en 3000 krónur á hverju alman-
aksári vegna heimsóknar til sérfræð-
inga, rannsókna eða röntgengrein-
inga.
Með reglugerð um lyfjakostnað er
stefnt að 300 milljón króna sparnaði
á þessu ári. Stigið verður fyrsta skref
í þá átt að fá lækna til að ávísa jafnan
á ódýrustu lyfin innan hvers lyfja-
flokks og með reglugerðinni er gef-
inn út sérstakur listi yfir ódýrustu
lyfin. Fyrir lyf sem eru á listanum
þarf hinn sjúkratryggði að greiða
550 krónur en 750 krónur sé lyfið
ekki á listanum. SSH
Tímamót í verslunarrekstri samvinnumanna á höfuðborgarsvæðinu:
Mikligarður hf. í stað KR0N
-Þessar breytingar marka
ákveðin kaflaskil. Ytri aðstæður
í verslunarrekstri eru gjörbreytt-
ar frá því sem var og samvinnu-
formið hæfír honum ekki leng-
ur. Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis verður því iagt niður
og nýtt hlutafélag; Mikligarður
hf. tekur við verslunarrekstri
þess,- sagði Þröstur Ólafsson
framkvæmdastjóri Miklagarðs
og Kaupstaðar efnislega í gær.
Stjórn KRON ákvað á fundi sín-
um s.l. fimmtudag að leggja félagið
niður sem kaupfélag og breyta því í
eignarhaldshlutafélag sem annast
mun verslunarrekstur KRON á
höfuðborgarsvæðinu. Hið nýja
hlutafélag verður stofnað með form-
legum hætti þann 1. apríl. Pá verður
kosin stjórn félagsins og fram-
kvæmdastjóri ráðinn. Til þess tíma
gegnir Þröstur Ólafsson stöðu fram-
kvæmdastjóra.
Ætlunin er að Mikligarður verði
almenningshlutafélag með víðtækri
eignaraðild viðskiptavina, fyrrum
félaga í KRON, starfsmanna, verka-
lýðsfélaga og Sambandsins. Sam-
komulag hefur þegar verið gert við
stjórn Sambandsins um að það leggi
100 milljónir í hlutafélagið til viðbót-
ar eignarhlut þess í Miklagarði sf.
Gert er ráð fyrir að heildarhlutafé
verði 200-250 milljónir króna.
Verslunarrekstur samvinnu-
manna á höfuðborgarsvæðinu er því
að taka miklum breytingum þessa
dagana og hlutafélagsstofnunin er
endapunktur á þróun sem hófst með
stofnun Miklagarðs, stórmarkaðar
við Sund árið 1983. Síðan hefur
Kaupfélag Hafnarfjarðar sameinast
KRON, komið hefur verið á sameig-
inlegri yfirstjórn KRON og Mikla-
garðs. Jafnframt hefur verið leitast
við að ná auknum hlut í matvöru-
verslun á höfuðborgarsvæðinu með
því að kaupa verslunarrekstur Víðis
í Mjóddinni og JL húsið við Hring-
braut auk verslunarinnar Kaupstað-
ar við Eddufell sem ætlunin er að
selja.
Þröstur Ólafsson sagði í gær að
kaupfélagsformið hæfði ekki lengur
verslunarrekstri á höfuðborgarsvæð-
inu. Ástæður þess væru ýmsar og
nefndi hann m.a. mikla og harða
samkeppni, mikla fjármagnsþörf og
að slíkur rekstur væri mun áhættu-
meiri en áður hefði verið.
Þá greindi hann frá því að í
samkomulagi sem stjórn KRON
hefði gert við stjórn Sambandsins í
tengslum við stofnun Miklagarðs hf.
væri yfirlýsing um að Sambandið og
Mikligarður hf. leituðu samvinnu
Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri tilkynnti starfsfólki KRON um fyrirhugaðar breytingar á verslanarekstri
samvinnumanna á höfuðborgarsvæðinu á fundi í Glym í gærmorgun. <v
um hagræðingu og hagkvæm inn- viðskiptavinum sínum góða þjón- þau legðu fé í fyrirtækið. Undirbún-
kaup. Almennt séð væri stefnt að ustu. ingsviðræður hefðu átt sér stað við
hagkvæmum innkaupum enda væri Þröstur Ólafsson og Atli Gíslason forystumenn nokkurra félaga og
stjórnaformaður KRON sögðu að í undirtektir hefðu verið jákvæðar
fyrirhugaðri hlutafjársöfnun yrði þótt engin bein hlutafjárloforð lægju
leitað til verkalýðsfélaganna um að enn fyrir. -sá
fyrirtækinu ætlað að vera nútímalegt
og neytendasinnað þjónustufyrir-
tæki sem seldi góðar vörur og veitti
Ég er sauður
- ég meína hrútur
SJÁUMST í DANSHÖLLINNIÁ LÁUGÁRDAGINN