Tíminn - 06.02.1990, Page 10

Tíminn - 06.02.1990, Page 10
10 Tíminn Þriðjudagur 6. febrúar 1990 Amnesty International: Samviskufangar DAGBÓK Mannréttindasamtökin Amnesty Intcrnational vilja vekja athygli al- mennings á máli þessara þriggja samviskufanga. Fjórði fangi mánað- arins, blaðamaðurinn Emmanuel Kalawole frá Benin, hefur verið látinn laus, og því eru fangamálin að þessu sinni aðeins tvö, þ.e. til Singa- pore og Tékkóslóvakíu. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem berjast gegn mannréttindabrotum á borð við þau, sem hér eru framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrifstofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá 16-18 í síma 16940. singapore: Vincent Cheng og Teo Soh Lung er haldið í einangrun í krafti neyðarlaga, en samkvæmt þeim er heimilt að hafa menn í haldi um ótiltekinn tíma án opinberrar ákæru eða dóms. Vincent Cheng, .ritari Réttlætis- og friðarnefndar erkibiskupsins í Singapore, og Teo Soh Lung, lögfræðingur, voru meðal þeirra 22 menntamanna, sem hand- teknir voru í maí og júní 1987 fyrir meinta aðild að „marxísku samsæri" til að steypa ríkisstjórn Singapore af stóli. Amnesty telur alla fangana 22 samviskufanga, þar sem þeir voru handteknir fyrir það eitt að nota tjáningar- og félagafrelsi á friðsam- legan hátt. Ríkisstjórn Singapore telur Vinc- . ent Cheng aðalhugsuðinn á bak við „samsærið". Hann hefur verið í einangrun allt frá því hann var handtekinn í maí 1987. í árslok 1987 höfðu allir aðrir verið leystir úr haldi, þar á meðal Teo Soh Lung. Hann var þó handtekinn aftur ásamt 8 öðrum eftir að hafa gefið út fréttatilkynningu þar sem þeir neit- uðu öllum sakargiftum og fullyrtu, að þeir hefðu verið pyntaðir við yfirheyrslurárið 1987. Fimm föngum var sleppt í desember 1988 og í kjölfar þess fóru Teo Soh Lung og þrír aðrir fangar fram á úrskurð um lögmæti frelsissviptingarinnar. Áfrýjunardómstóll studdi beiðni þeirra og voru þeir látnir lausir en jafnhliða voru gefnar út nýjar hand- tökuskipanir og þeir félagar umsvifa- laust handteknir á ný. Teo Soh Lung fór aftur fram á úrskurð um lögmæti frelsissvipting- arinnar en Hæstiréttur vísaði málinu frá í apríl 1989. Yfirheyrslur í málinu standa nú yfir fyrir Áfrýjunardóm- stóli Singapore ríkis. Hinum þrem föngunum var sleppt í mars sl., viku eftir að þeir drógu til baka beiðni um úrskurð um lögmæti frelsissvipting- arinnar. Vincent Cheng og Teo Soh Lung eru í einangrun í Whitley Road fangelsinu. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að Vincent Cheng og Teo Soh Lung verði látnir lausir tafarlaust og án skilyrða. Skrifið til: LEE KUAN YEW PRIME MINISTER PRIME MINISTER’S OFFICE ISTANA ANNEXE ORCHARD ROAD SINGAPORE 0922 Tékkóslóvakía. Frantisek Starek, 36 ára ritstjóri óopinbers menningar- tímarits, sem nefnist Vokno (Gluggi), var dæmdur í 30 mánaða fangelsi og í kjölfar þess 2 ára „strangt eftirlit" af rétti í Usti nad Orlici 28. júní sl. Hann hafði verið í varðhaldi síðan 23. febrúar 1989. Frantisek var dæmdur sekur um „undirróður" og ákærður fyrir út- gáfu og dreifingu á Vokno (sem er eitt af þekktustu sjálfstæðu tímarit- unum í Tékkóslóvakíu), og Vokn- oviny, sem er mánaðarlcgt frétta- blað er fjallar um það sem er efst á baugi á listasviðinu. Húsleit var gerð á heimili Frantisek Starek og meðal þeirra fjölda hluta, sem gerðir voru upptækir, voru skjalasafn Vokno, ýmisleg óopinber ritverk og fjölrit- unarvél. Ásakanir um „undirróður" hafa verið tíðar gegn fólki, sem fæst við skriftir, fjölfaldar, dreifir eða hefur undir höndum efni, sem tékkneska ríkisstjórnin telur að beinist gegn' sér. Amnesty telur Frantisek Starek samviskufanga, þar sem hann er í haldi fyrir að nota rétt sinn til frjálsra hugsana og skoðanafrelsis í friðsamlegum tilgangi. Hann er í haldi í Hradec Kralove fangelsinu. Starek hefur undirritað stefnuyfir- lýsingu óopinberu mannréttinda- hreyfingarinnar Karta 77. Hann hef- ur áður setið þrjú ár í fangelsi sem samviskufangi. Hann var fyrst fang- elsaður 1976 vegna menningarstarf- semi sinnar og 1981 var hann dæmd- ur í 30 mánaða*fangelsi fyrir útgáfu og dreifingu á Vokno. Vinsamlega skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að Frantisek Starek verði tafarlaust látinn laus og án skilyrða. Skrifið til: JUDr JAN PJESACK GENERALNI PROKURATOR CSSR NAM HRDINU 1300 1400 PRAHA 4-NUSLE CZECHOSLOVAKIA Houmphanh Norasing, fyrrver- andi þingmaður, hefur verið í haldi vegna „endurmenntunar" frá árinu 1975. Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna hann sé í haldi, en Amnesty telur ástæðuna vera þá að hann sé andvígur stefnu stjórnvalda. Frá 1985 hefur flestum, sem haldið hefur verið í „endurmenntunarbúð- unum“ í Houa Phanh-héraði og öðrum afskekktum héruðum í Norð- austur-Laos, verið sleppt en fregnir herma að 37 séu þar enn í haldi. Houmphanh Norasing er talinn vera í haldi nærri Sop Pan fengels- inu. Þaðan var fólk sent í þrælkunar- vinnu en því hefur nú verið hætt, því fregnir herma að fangelsið hafi verið rifið. Þeir, sem enn eru í haldi, eru í þremur íbúðarblokkum undir eftir- liti lögreglu og sér atvinnumálanefnd héraðsins um að úthluta föngunum vinnu. Houmphanh Norasing var þing- maður Sayabouli-héraðs í síðustu ríkisstjórn og fulltrúi á Ráðgjafa- þinginu. Ráðgjafaþingið var stofnað árið 1973 af þáverandi ríkisstjórn (ríkisstjórn sem herinn stofnaði í þeim tilgangi að koma á konungs- stjórn) í kjölfar friðarsamnings milli kommúnista og andkommúnista, sem áður áttu í stríði í Laos. Árið 1975 var Alþýðulýðveldið Laos stofnað og hin nýju stjórnvöld köll- uðu fulltrúa Ráðgjafaþingsins saman til fundar í bænum Viengxai í Houa Phanh-héraði. Nokkrir fulltrúar Ráðgjafaþings- ins fengu að snúa aftur til höfuðborg- arinnar Vientiane en aðrir, þar á meðal Houmphanh Norasing, voru hafðir í haldi í Viengxai til 1977 er þeir voru fluttir í aðrar „endur- menntunarbúðir". Vinsamlcgast sendið kurteislegt bréf og farið fram á að hann verði látinn laus tafarlaust: Premier Kaysone Phomvihan Vientiane Laos Alþjóðleg frístæl- og tískulínukeppni 1990: VERNDUM ÓSONLAGID Þann 4. mars nk. fer fram á Hótel íslandi alþjóðleg frístæl- og tískulínu- keppni 1990 undir slagorðinu „Verndum ósonlagið". Dagskráin hefst kl. 12.30 og stendur fram á kvöld. Úrslit verða til- kynnt kl. 23.00 en fyrstu verðlaun eru 150.000 kr. Húsið verðuropnað kl. 23.30. Kynnir er Gunnlaugur Helgason. Slagorðið „Verndum ósonlagið" og keppnin sjálf hefur verið kynnt á sýning- um, keppnum og í tímaritum víða um heim og hefur vakið umræðu og eftirtekt. Á meðfylgjandi mynd má sjá umfjöllun ýmissa erlendra blaða um keppnina. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. HÁSPENNA - LÍFSHÆTTA! Rafmagnseftirlit ríkisins sendir frá sér eftirfarandi viðvörun: ★ Óhöppum og tjónum af völdum háspennu fer fjölgandi. Flest slík óhöpp verða fyrir vangá eða hugsunarleysi. ★ ÖKUMENN: Hafið gát á háspennulínum ef þiö eruð með hátt loftnet eða með háfermi á bílnum. Reisið ekki bílpall upp í línur, eins og mörg dæmi eru um við vegagerð og aðrar framkvæmdir. ★ GRÖFU- OG KRANASTJÓRAR: Fylgist vandlega með öllum hreyfingum tækjanna og farið með sérstakri gát, ef þið eruð að störfum í nánd við háspennu- línur. Ef ökutæki eða vinnuvél snertir há- spcnnulfnu er sjálfsagt að reyna strax að ★ STJÓRNENDUR FLUGDREKA: Leikið ykkur ekki í nágrenni við há- spennulínur. Nylonlína getur leitt há- spennt rafmagn í röku veðri. Sleppið' línunni, ef flækja við raflínur er fyrirsjá- anleg. MÁLMHÚS Ert þú að hugsa um að byggja t.d. iðnaðarhúsnæði, verkstæði, áhaldahús, gripahús, bílskúr eða eitthvað annað? Þá eigum við efnið fyrir þig. Uppistöður, þakbitar og lang- bönd eru valsaðir stálbitar og allt boltað saman á byggingar- stað. Engin suðuvinna, ekkert timbur. Allt efni í málmgrind galvaniserað. Upplýsingar gefa: ] jjjjjf f MALMIÐJAN HF. SALAN HF. Sími 91-680640 PÓSTFAX TÍMANS Borgfirskar konur: Óskað eftir efni Á árinu 1986 þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Svöfu Þorleifsdóttur, skólastjóra og félagsfrömuðar frá Skinnastað, stofn- anda Sambands borgfirskra kvenna, efndi Sambandið til útgáfu bókar til minningar um hana og störf hennar, sem fékk heitið „Gull í lófa framtíðar“. Þetta var vönduð bók um merka konu og gekk útgáfan vel og þegar upp var staðið reyndist nokkur afgangur af sölu hennar. Á vegum Sambandsins hafði starfað þriggja kvenna nefnd að útgáfunni og þegar hún skilaði af sér útgáfu Svöfubók- arinnar með nokkrum afgangi, var henni á ný fengið annað verkefni sem verja skyldi ágóðanum í, en það var í þá veru að stuðla að útgáfu á skáldskap borg- firskra kvenna. Nefndin hefur velt þessu verkefni nokkuð fyrir sér, kannað ýmsar hliðar þess og komist að því að mikið muni til af skáldskap eftir eldri og yngri borgfirsk- ar konur, þar sem það hefur komið í ljós að konur hafa eins og vitað er haldið sér til baka ekki sfst frá eldri tíma og ekki flíkað skáldskap sínum og síst ætlað hann til birtingar. Hefur nefndin því ákveðið að vinna að því að safna skáldskap borgfirskra kvenna, Ijóðum, sögum o.fl. til útgáfu bókar sem mun taka mótun af því efni sem safnast kann. Er því hér með beint til kvenna sem eiga hjá sér skáldskap eða vita um hann hjá öðrum að senda nefndinni og gefa henni upplýsingar um áhugavert efni frá eldri og yngri tíma. Nefndina skipa undirritaðar konur sem einnig gefa nánari upplýsingar: Ingibjörg Bergþórsdóttir, Fljótstungu, Hvítársíðu. Sími 51198. Katrín Gcorgsdóttir, Vogabraut 24, Akranesi. Sími 11669. Herdís Ólafsdóttir, Vesturgötu 88, Akranesi. Sími 11949. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík: ÁRSHÁTÍÐ Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík heldur árshátíð sína laugar- daginn 10. febrúar nk. í Goðheimum, Sigtúni 3. Húsið opnað kl. 18.30 og fordrykkur borinn fram. Borðhald hefst kl. 19.30. Sfðan fer fram mjög vönduð skemmtidagskrá. Aðgöngumiðasala fimmtud. 8. febr. í Sigtúni 3 frá kl. 16.00 til kl. 18.00. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veirð ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Sírninn er 21205 - opinn allan sólar- hrínginn. Háskólatónleikar: Slagverkhópurinn Snerta Á morgun, miðvikudaginn 7. febrúar, verða haldnir Háskólatónleikar og hefjast þeir kl. 12.30. Það er slagverkhópurinn Snerta sem þar kemur fram en hann skipa Maarten van der Valk, Árni Áskelsson, Pétur Grétarsson og Eggert Pálsson. Minningarkort Félags nýmasjúkra Minningarkort félagsins eru til sölu á eftirtöldum stöðum: 1 Kirkjuhúsinu. hjá Hönnu í síma 672289 og hjá Salóme í síma 681865. Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld, þriðjudaginn 6. febrúar í Félagsheimili Kópavogs. Byrjað verður að spila ki. 20.30. Allir velkomnir. Minningarsjóður Einars á Einarsstöðum Vinir Einars á Einarsstöðum stofnuðu minningarsjóð um hann nýlátinn. Þeir benda á þann sjóð til áheita fyrir þá sem vilja heiðra minningu hans og styrkja cftirlifandi konu hans. Sjóðurinn er varðveittur við Útibú Landsbanka Íslands á Húsavík og cr nr. 5460. Opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóð- minjasafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100. ÚTVARP/SJÓNVARP Kaupfélóg á krossgötum er yfirskrift þáttar sem sýndur verður í Sjónvarpinu í kvöld kl. 23.10. Þar leggja áheyrendur í sal fram fyrir- spurnir til þeirra Guðjóns B. Ólafs- sonar forstjóra Sambandsins og Egils Olgeirssonar stjórnarfor- manns Kaupfélags Þingeyinga. Raunir Ericu nefnist breskur gamanmyndaflokkur sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld kl. 22.15.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.