Tíminn - 06.02.1990, Qupperneq 14
14 Tíminn
Verkakvenna-
félagið
Framsókn
heldur félagsfund fimmtudaginn 8. febrúar kl.
20.30 að Skipholti 50A.
Fundarefni: Samningarnir.
Sýnið félagsskírteini við innganginn.
Stjórnin.
OLL VINNSLA
PRENTVERKEFNA
Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að
okkur hönnun og vinnslu á stórum og
smáum prentverkefnum.
Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki.
Reynið viðskiptin.
i PRENTSMIÐJAN i
Cl
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur.
Sími 45000.
LEKUR : ER HEDDIÐ
BLOKKIN? SPRUNGIÐ?
Viðgerðir á öllum heddum og blokkum.
Plönum hedd og blokkir — rennum ventla.
Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa.
Viðhald og viðgerðir á iðnaöarvélum — járnsmíöi.
Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar
Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110
Framsóknarfélag Seltjarnarness
Þriðjudaginn 6. febrúar verður haldinn almennur félagsfundur hjá
Framsóknarfélagi Seltjarnarness í fundarsal félagsins að Eiðistorgi
17, kl. 20.30.
Dagskrá: Framboðsmál í næstu bæjarstjórnarkosningum.
Stjórnin.
Kópavogur - Opið hús
Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19.
Alltaf heitt á könnunni.
Framsóknarfélögin.
Framsóknarfólk Norðurlandi vestra
Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár-
króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga
og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757.
Ðorgnesingar - Nærsveitir
Spilum félagsvist í Félagsbæ, Borgarbraut4, Borgarnesi, föstudaginn
9. febrúar kl. 20.30.
Mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgarness.
Þriðjudagur 6. febrúar 1990
llllllllllllllllllll■ll MINNING !::"!i|;|IIIIIIIIIIHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIi:i;lil:l.l.l11r: iiiIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|i|íI!|íH: :IiJillllllllllllllllllllllll'liiiHi!1 .;1111:i-llll.
Guðni Þórðarson
Quðni Þórðarson, fyrrv. verk-
stjóri hjá Síldarbræðslunni á Dag-
verðareyri, er nýlátinn á tíræðis-
aldri. Hann verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag, þriðjudag 6.
febrúar. Honum er búið leg í Akur-
eyrarkirkjugarði við hlið konu
sinnar, Sigríðar Einarsdóttur, sem
lést 1977. Sigríður og Guðni voru
lengst af bundin Dagverðareyrar-
verksmiðjunni og höfðu þar um
tíma sitt annað heimili, eins og
vinnu Guðna var háttað, en annars
áttu þau hús á Hamarsstíg 1 á
Akureyri, bjuggu þar samfleytt í 43
ár.
Guðni Þórðarson verður vinum
sínum minnisstæður fyrir margt, en
kunnastur var hann samferðamönn-
um sem verkstjóri hjá síldarverk-
smiðjunni á Dagverðareyri á árun-
um 1934-1957, þegar verksmiðjan
var lögð niður. Síldarsöltun og síld-
arbræðsla átti sér að vísu sína sögu
á Dagverðareyri áður en sú starfsemi
hófst þar, sem Guðni tengdist og var
svo lengi við bundinn. En þegar rætt
er um blómaskeið síldarvinnslu í
Dagverðareyrarvík er það sá tími
sem Guðni starfaði þar. Þetta er
ekki ýkja langur tími í athafnasögu
Eyjafjarðar, en merkur eigi að síður,
tengdur duttlungum síldarinnar,
þeim vonum og vonbrigðum, auð-
söfnunartrú og gjaldþrotauppgjör-
um sem „síldarævintýrin" eru talin.
einkennast af. Eins og hagsöguskiln-
ingur er um þessar mundir má allt
eins búast við því að sagan eigi eftir
að berja það inn í höfuð næstu
kynslóða á sinn kaldhæðna hátt, að
íslenskir bjargræðisvegir framan af
öldinni og fram eftir hafi verið lítið
annað en að steypa stömpum og séu
síldarárin með sína mörgu íslands-
bersa dæmið um það. Þótt á ýmsu
gengi í síldveiðum og síldarvinnslu
fyrr og síðar væri það samt harður
dómur að sjá árangur þessara at-
vinnugreina í skammlífi þeirra einu
saman og lokauppgjörum einstakra
fyrirtækja þegar síldarævintýrum
lauk. Mun hitt sönnu nær að „síld-
arævintýrin" skildu mikið eftir sig í
varanlegum verðmætum, þau voru
eitt af hreyfiöflum íslensks athafna-
lífs og almennra framfara á ýmsum
sviðum. Ef þjóðin hefði ekki lagt út
í síldarævintýrin, ef hún hefði látið
þau fara fram hjá sér, gat slíkt ekki
borið vitni um annað en framtaks-
leysi og deyfð til úrræða í atvinnu-
málum.
Það varð hlutskipti Guðna Þórð-
arsonar að starfa lengi við síldarút-
veginn. Hann vann að því að endur-
reisa síldarbræðsluna á Dagverðar-
eyri árið 1934 sem aðalverkstjóri þá
þegar. Þeirri stöðu hélt hann við
vaxandi trúnað verksmiðjueigenda
alla þá tfð sem verksmiðjan starfaði.
Fyrir veru sína og verkstjórn á
Dagverðareyri varð Guðni þekktur
maður um Eyjafjörð og meðal
margra síldarsjómanna, enda lét
hann sín að góðu getið í hvívetna.
Hann var kunnur maður undir nafn-
inu „Guðni á Dagverðareyri“. Vel
mátti hann una þeirri nafngift, svo
tengdur var hann staðnum meðan sú
tíð stóð.
Guðni Þórðarson var Austur-
Skaftfellingur, fæddur á Brunnhóli á
Mýrum þar í sýslu 13. ágúst 1896.
Þar höfðu foreldrar hans, Þórður
Guðmundsson og Auðbjörg Guð-
mundsdóttir, búið lengi og eignast
13 börn, misst mörg þeirra svo að
aðeins fimm náðu fullorðinsaldri, að
því er ég best veit. Guðni var
yngstur systkinanna. Fjölskyldan
fluttist að Eskey í sömu sveit þegar
hann var þriggja ára og þar ólst hann
upp til 12 ára aldurs, þegar foreldrar
hans settust að á Höfn í Hornafirði.
Þar var þá kominn vísir að þorpi
kringum verslun Tuliniusarbræðra,
sem Þórhallur Daníelsson eignaðist
um þessar mundir og hafði áður
verið þar verslunarstjóri. Guðni fór
snemma að vinna hjá Þórhalli þótt
ungur væri. Hann var heimilismaður
kaupmannshjónanna nokkur ár og
féll vistin vel. Bar Guðni mikið lof á
Þórhall og taldi sig eiga honum
margt upp að inna vegna góðs atlætis
fyrrv. verkstjóri
og aðstöðu til gagnlegrar verk-
menntunar og þroska sem hann naut
í hans skjóli á unglingsárum sínum.
Um skólanám var ekki að ræða
hjá Guðna, aðeins heimanám í lestri
og skrift auk venjulegrar fermingar-
fræðslu. Hjá Þórhalli lærði hann að
skrifa fyrir alvöru með því að hafa
gamlar verslunarbækur Papóshöndl-
unar sem fyrirmynd. Þar fann hann
forskrift sem hann lagaði stafagerð
sína eftir og varð listaskrifari eins og
allir vissu sem þekktu Guðna. Hann
var vel að sér í stafsetningu án þess
að hafa nokkru sinni fengið leiðsögn
í þeirri grein svo neinu næmi. Einn
vetrarpart á þessum árum var honum
sagt til í reikningi og dönsku hjá
heimiliskennara á læknissetrinu í
Búlandsnesi við Berufjörð. Af því
varð hann fullfær reikningsmaður og
virtist fá svo góða undirstöðu í
dönsku að eftir stutta viðdvöl sem
skipverji á dönsku kaupskipi gerðist
hann ágætur dönskumaður og þó
kannske betri í norsku þegar hann
•fór að tileinka sér það mál af sér-
stakri nauðsyn. Það átti fyrir Guðna
að liggja að vinna mikið með Norð-
mönnum, ekki síst á Austfjörðum,
þar sem lengi eimdi eftir af norskum
athöfnum og áhrifum, - reyndar allt
til góðs, ef menn halda að svo hafi
ekki verið.
Það voru kynni við norska at-
hafnamenn sem áttu, að ég held,
mestan hlut að því að Guðni Þórðar-
son fluttist til Eyjafjarðar eftir nokk-
uð fjölskrúðugan atvinnuferil á sjó
og landi heima á Hornafirði, Eski-
firði og Norðfirði og loks Siglufirði.
Einn þeirra merku Norðmanna sem
settust að á íslandi á fyrri hluta
aldarinnar var Joachim Jentoft
Indbjör. Indbjör lagði það fyrir sig
fyrst og fremst að stjórna fiskimjöls-
og síldarverksmiðjum og átti sinn
þátt í að kenna íslendingum til verka
á því sviði. Þeir Guðni voru gagn-
kunnugir frá Norðfjarðarárum
beggja. Þegar Indbjör varð fram-
kvæmdastjóri síldarverksmiðjunnar
á Dagverðareyri valdi hann Guðna
sem aðalverkstjóra og aðstoðar-
mann sinn. Samstarf þeirra Indbjörs
stóð lengi. Verksmiðjulífið við Dag-
verðarvík einkenndist af því sam-
starfi og þeirri samheldni sem var
með þeim mönnum, sem mynduðu
kjarnann í starfsliði verksmiðjunn-
ar, Braga Eiríkssyni, Jóni Einarssyni
og Sveinmari Jónssyni og öðrum
sem þar unnu lengi og samfellt.
Kynni mín af Guðna Þórðarsyni
. voru mjög persónuleg. Hvorki voru
þau bundin frændsemi né hagsmuna-
tengslum. Atvikin höguðu þvf svo
að ég bast vináttu við fjölskylduna á
Hamarsstíg 1, þegar ég fór að stunda
nám á Akureyri unglingur og átti
langt að sækja. Vorið sem ég las
undir fyrsta bekkjar próf í M. A. var
mér komið fyrir á því góða heimili.
Kynnin voru þó eldri, því að Sigríður
og Guðni voru um skeið nágrannar
míns fólks á Norðfirði og við Aðal-
steinn Guðnason vorum leikbræður
í bernsku. Fyrstu þrenn Akureyrar-
jól mín, áður en foreldrar mínir
settust þar að síðar, var ég eins og
heimilismaður þeirra Siggu og
Guðna. Ekki var um það að ræða að
æða austur á Firði í jólaleyfum.
Samgöngur leyfðu það ekki.
Heimilið á Hamarsstíg 1 var til
mikillar fyrirmyndar. Fjölskyldan
var að vísu ekki stór og þurfti ekki
stór húsakynni. Rýmið í þessu húsi
var þá ekki mikið í metrum talið en
það virtist alltaf vera nóg, þótt þarna
væri mikill gestagangur, því að
margur Austfirðingurinn var nætur-
sakir í þessu húsi, man ég, og jafnvel
voru þar fastir leigjendur í ekki
stærra plássi. En á Hamarsstíg var
sérstök heimilismenning og m.a.
slíkt jafnvægi í nýtingu húsrýmis að
það verður mér alltaf minnisstætt.
Garðurinn kringum húsið var í
höndum Sigríðar hin mesta bæjar-
prýði vegna vöxtulegs trjágróðurs
og vel hirtra blómareita. Á því
heimili varð eins mikið úr litlum
efnum og frekast er unnt, allt með
dugnaði og útsjónarsemi. Hvað það
snerti voru Sigríður Einarsdóttir og
Guðni Þórðarson samvalin. Þau
„hirtu vel um sinn garð“, hvörfluðu
ekki frá því sem næst þeim stóð. Hjá
þeim var fyrirheitna landið heima-
slóðin.
Þótt Guðni yrði fjörgamall og
hyrfi ungur úr átthögum sínum á
Hornafirði og yndi hvergi betur en
við Eyjafjörð, sé ég hann alltaf fyrir
mér sem „Hornfirðing“ af þeirri
gerð sem mér er tamast að trúa að
sé raunveruleg, þótt nokkuð sé sú
mynd einfölduð eins og önnur norm
og staðlar. „Hornfirðingur“ er ekki
gefinn fyrir að halda sér fram með
áberandi hætti, en með kurteisislegri
ýtni kemst hann gjarnan fram úr
öðrum. „Hornfirðingur" gerir sjald-
an of mikið úr viti sínu og hæfileik-
um, en hefur lúmskt gaman af því að
koma náunganum á óvart með því
að vita ýmislegt betur en aðrir.
„Hornfirðingur" er húmoristi af
þeirri gerð sem ekki er talin sérstak-
lega „íslensk“. Hann snýr fyndninni
að sjálfum sér og ef hann víkur
henni að öðrum, þá gerir hann það
á „fyndinn" hátt en ekki með gróf-
yrðum. En upp úr öllu stendur
gamla hornfirska tungutakið, þessi
orðgnótt sérstæðrar mállýsku sem
hæfir svo vel frásagnargleði Horn-
firðinga, þegar þeir taka sig til að
segja sögur og fara með vfsur.
öllu þessu kynntist ég meira og
minna í fari Guðna Þórðarsonar.
Hann var fastmótaður maður af ætt
og erfðum, uppvexti sínum. Hann
vildi ekki láta á sig ganga og var vís
til að snúast hart við áleitni ef svo
bar undir. Til þess kom þó sjaldan
því að allt hans far var agað af
hófsemi og hæversku sem margir
kalla skaftfellskt einkenni og er það
að vissu marki. Stjórn Guðna á fólki
fannst mér mild og góðmannleg það
litla sem ég kynntist því af eigin
reynd.
Guðni Þórðarson rakti æviferil
sinn í skemmtilegu viðtali við Erling
Davíðsson ritstjóra, og er það birt í
ritröðinni Aldnir hafa orðið 6. bindi
útg. 1977. f þessu viðtali birtist
Guðni ljóslifandi eins og hann kom
vinum sínum fyrir sjónir: greindur
og fróður, athugull og kíminn, en
umfram allt ráðdeildarsamur maður,
sem allir hlutu að treysta.
Guðni fluttist frá Akureyri eftir
lát konu sinnar fyrir 13 árum og
settist að hjá einkasyni sínum, Aðal-
steini Guðnasyni loftskeytamanni og
konu hans Inger Stiholt, Fögru-
brekku 22 í Kópavogi. Þar átti hann
sitt ævikvöld og lifði við góða heilsu
þar til fyrir nokkrum mánuðum að
hann vistaðist á dvalarheimili til þess
að fá notið fullkominnar ellihj úkrun-
ar, eftir að aldurinn fór að segja
nokkuð til sín. Hann andaðist 28.
janúar sl. á nítugasta og fjórða
aldursári.
Ég hef ærna ástæðu til að þakka
Guðna langa og góða viðkynningu
við hann og þau hjón bæði, sem þau
létu fjölskyldu mína njóta meðan
við vorum samvistum á Akureyri.
Aðalsteini og Inger og börnum
þeirra sendum við hugheila samúð-
arkveðju.
Ingvar Gíslason.