Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. febrúar 1990
Tíminn 5
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, segir að launahækkanir í þeim samningum sem enn
er eftir að ganga frá megi ekki verða meiri en þær sem gert er ráð fyrir í „tímamótasamningunum":
„Höldum út á mjög
þröngt einstigi“
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, flutti Alþingi
skýrslu ríkisstjórnarinnar um nýgerða kjarasamninga, í
sameinuðu þingi í gær. Þar rakti hann innihald kjarasamning-
anna ítarlega og sagði að markmið þeirra næðist ekki nema
allir aðilar leggðu sitt að mörkum. Launahækkanir hjá þeim
hópum í þjóðfélaginu sem enn væri ósamið við, mættu ekki
verða meiri en sem næmi þessum samningum.
Forsætisráðherra minnti á að
mikilvægt væri að allir aðilar leggðu
sig fram til þess að kjarasamningarn-
ir héldu og það markmið næðist að
verðbólguhraðinn væri um 2% í lok
þessa árs.
„Við erum að halda þarna út á
mjög þröngt einstigi og þar má lítið
út af bera,“ sagði Steingrímur. „Ég
vil í fyrsta lagi vekja athygli á því að
launahækkanir annarra í þjóðfélag-
inu mega ekki verða umfram það
sem hér er gert ráð fyrir og það er
sett mikil ábyrgð á alla þá sem eiga
eftir að semja um kaup og kjör, að
sprengja ekki þessa samninga. Mér
heyrist reyndar undirtektir við þá
vera slíkar að það megi gera ráð fyrir
því að á þessu verði ríkur skilning-
ur.“
Forsætisráðherra sagði það jafn-
framt mikilvægt að ekki skapaðist
þensla í þjóðfélaginu á samningstím-
anum. Nokkur merki um slíkt mætti
nú þegar greina, s.s. aukna sölu
fasteigna og bifreiða, ásamt því að
atvinnuleysi væri nú töluvert minna
heldur en spáð hefði verið.
„Lítið atvinnuleysi er vitanlega af
hinu góða, en þarna verðuin við að
læra af reynslunni frá árunum 1986
-‘87 og ’88, þegar við misstum
efnahagslíf þjóðarinnar í þenslu,
sem leiddi af sér mikla verðbólgu og
launaskrið," sagði forsætisráðherra.
„Það er afar nauðsynlegt að vextir
lækki eins og ráð er fyrir gert og
ánægjulegt að bankarnir hafa þegar
fylgt eftir fyrstu ákvörðun um vaxta-
lækkun. Raunvextir þurfa að lækka
og það þarf að gæta mikillar hag-
ræðingar í bankakerfinu til þess að
það megi takast.“
Steingrímur sagði það jafnframt
eina af forsendum þess að samning-
arnir næðu tilgangi sínum, að verð-
lagi yrði haldið í skefjum og það
tryggt að þær lækkanir sem fylgja
eiga í kjölfar upptöku virðisauka-
skttsins skili sér. Abyrgðin á því að
árangur næðist hvíldi á öllum,
stjórnvöldum, atvinnurekendum og
launafólki.
„Þarna er til afar mikils að vinna.
Getur þýtt, og mun þýða ef þetta
tekst, nýja framtíð í íslensku efna-
hagslífi og þá fyrst getum við vænst
þess að standa okkur sæmilega í
þeirri auknu samkeppni sem fram-
undan er í opnara samfélagi þjóð-
anna,“ sagði forsætisráðherra.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði í sinni
ræðu í gær að engin svör hefðu
fengist frá ríkisstjórninni um það
hvernig mæta ætti auknum halla á
ríkissjóði vegna kjarasamninganna.
Sú fjárhæð bættist við þann ríkis-
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra.
sjóðshalla, sem stjórnvöld hefðu ætl-
að sér að dylja við afgreiðslu fjárlaga
fyrir áramót.
„Launafólkið í landinu hefur fall-
ist á mjög hógværa kjarasamninga,"
sagði Þorsteinn. „Ríkisstjórnin hef-
ur skuldbundið sig til þess með
beinum aðgerðum að lækka verðlag,
en fyrir Alþingi liggja frumvörp
hennar um hækkun á sköttum, sem
ekki hafa verið afgreidd."
Máli sínu til stuðnings nefndi
formaður Sjálfstæðisflokksins,
frumvörp um sérstakan skatt á orku-
fyrirtæki og tillögur um hækkun á
bifreiðagjaldi.
„Það koma engin svör um þessa
Þorsteinn Pálsson
formaður Sjálfstæðisflokksins.
fyrirhugðu skattheimtu," sagði Þor-
steinn.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, svaraði Þorsteini á þá
leið að stóru tíðindin væru þau að nú
hefði í fyrsta skiptið á þessum áratug
tekist að skapa þau skilyrði að unnt
væri að gera kjarasamninga í þeim
anda sem gert hefði verið nú.
„Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar
varð að binda verkalýðsfélögin með
lögum, en skildi samt atvinnulífið
eftir í rúst og stóð frammi fyrir því
að hrökklast frá,“ sagði fjármálaráð-
herra. „En hér hefur tekist á full-
komlega lýðræðislegan hátt, með
frjálsum samningum aðila á vinnu-
Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra.
markaði, að festa í sessi stöðugleika
í efnahagsmálum og byggja á þeim
grundvelli sem ríkisstjórnin hefur
lagt. Án þess að beita lögþvingun
með einum cða öðrum hætti.“
Umræðum utan dagskrár um
skýrslu forsætisráðherra varðandi
kjarasamningana var frestað síðdeg-
is í gær og fyrir tekiö frumvarp um
Stjórnarráð íslands sem gerir ráð
fyrir stofnun umhverfisráðuneytis.
Önnur umræða um frumvarpið í
fyrri deild var síðan kláruð í gær og
stóð til samkvæmt samningi á milli
stjórnar og stjórnarandstöðu að
Ijúka utandagskrárumræðunum í
gærkveldi eða nótt. - ÁG
Ráðunautafundur Búnaðarfélags íslandsfjallar um möguleikatil lækkunar búvöruverðs:
Forsætisráðherra segir
um niðurskurð:
Auknar kröf ur eru geroar til bænda
Nú stendur yfir í Reykjavík árlegur ráðunautafundur Búnaðarfé-
lags íslands og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Á fundinum
er rætt um ýmsa þætti landbúnaðarins frá ólíkum sjónarhornum. í
gær og í fyrradag var rætt um möguleika til lækkunar búvöruverðs.
Tímamynd Ámi Bjama
Gunnlaugur Júlíusson, hagf-
ræðingur Búnaðarfélagsins, var
spurður hvort fundarmenn telji al-
mennt að unnt sé að lækka verð á
búvörum.
Gunnlaugur sagði að menn teldu
sig vissulega geta hagrætt eitthvað
bæði í framleiðslu og vinnslu land-
búnaðarvara. Hins vegar kæmust
menn ekki hjá því að taka með í
reikninginn byggðasjónarmið og
hagsmuni einstaklinga og fyrirtækja.
Gunnlaugur sagði tímafrekt að
koma á hagræðingu því málin væru
flókin.
„Umræða um hagræðingu í land-
búnaði og lægra verð á landbúnaðar-
vörum er ekki einangruð við ísland,"
sagði Gunnlaugur. „Þetta er hluti af
alþjóðlegri umræða sem kemur í
kjölfar meira frjálsræðis í verslun
með landbúnaðarafurðir. Á fundi
norrænu bændasamtakanna sem
haldinn var í Helsinki í haust kom
fram að rekstrarumhverfi bænda færi
harðnandi og að í framtíðinni yrðu
gerðar meiri kröfur til bænda sem
rekstraraðila. Þar að leiðandi yrði
að gera meiri kröfur til leiðbeining-
arstarfseminnar og rannsóknar-
starfseminnar."
Gunnlaugur var einn af fulltrúum
bænda í viðræðum þeirra við aðila
vinnumarkaðarins.
„Það er alveg Ijóst að bændur
verða að taka mið af kröfum neyt-
enda og verkalýðsfélaga um lægra
verð á landbúnaðarvörum. Bændur
geta ekki leyft sér að sitja hjá og
látið eins og neytendur séu ekki til.
Þeir þurfa á neytendum að halda á
sama hátt og neytendur þurfa á
bændum að halda. Ég tel að bændur
geti unað vel við þá niðurstöðu sem
fékkst í kjarasamningunum. Ég held
að það hafi verið mjög mikilvægt
fyrir bændasamtökin að taka þátt í
þessum samningum. Það var einnig
mjög jákvætt að verkalýðshreyfingin
skyldi í fyrsta skipti í um 25 ár ljá
máls á því að taka þátt í verðlagn-
ingu landbúnaðarvara," sagði Gunn-
laugur.
í gær fluttu Egill Bjarnason og
Vilhelm Andersen erindi um hag-
ræðingu í mjólkuriðnaði. Þeir sátu í
Frá Ráðunautafundinum á Hótel Sögu.
nefnd sem fjallaði um þetta málefni,
en nefndin lagði m.a. til að ntjólkur-
samlögum yrði fækkað og komið
yrði á meiri sérhæfingu í vinnslu
mjólkurafurða. Niðurstöður nefnd-
arinnar hafa verið harðlega gagn-
rýndar í fjölmiðlum. Sama var upp
á teningnum á fundinum í gær.
Ýmsir töldu að með tillögum að
leggja niður mjólkursamlög á stöð-
um eins og Borgarnesi og Hvamms-
tanga væri verið að vega að atvinnu-
uppbyggingu á þessu stöðum. Verið
væri að leggja til að flytja atvinnu-
tækifæri frá landsbyggðinni til
Reykjavíkur.
Egill Bjarnason sagði að þessi
gagnrýni væri ekki að öllu leyti rétt.
Hann sagði slæmt að öll umræða um
hagræðingu á þessu sviði skyldi snú-
ist upp í karp um hvaða mjólkursam-
lög ættu að leggja niður. Tillögur
nefndarinnar snerust um margt
fleira.
í dag verður m.a. rætt um bænda-
bókhald og virðisaukaskatt. Fundin-
um líkur á föstudaginn, en þá verður
rætt um íslenskan landbúnað með
hliðsjón af landbúnaði í Evrópu-
löndunum. -EÓ
Staðan er
mjög þröng
Á ríkisstjórnarfundi í gær var rætt
um með hvaða hætti væri hægt að
skera niður útgjöld ríkisins, en Ijóst
er að útgjöld ríkissjóðs munu aukast
um nokkur hundruð milljónir vegna
nýgerðra kjarasamninga. Fjármála-
ráðherra lagði fram sínar huginyndir
um niðurskurð á fundinum. Engin
ákvörðun var tekin. Málið þarf að
fara fyrir þingflokkana og fjárveit-
inganefnd.
Steingrímur Hermannsson sagði
eftir fundinn í gær að mjög erfitt
væri að skera útgjöldin meira niður
því mjög hart hefði verið gengið
fram í niðurskurði við fjárlagagerð-
ina. Hann sagði ljóst að niður-
skurðurinn kæmi fyrst og fremst
niður á framkvæmdum, mjög erfitt
yrði að draga meira úr rekstrarkostn-
aði.
Steingrímur sagði óæskilegt að
leita eftir innlendu lánsfé til að mæta
þessum auknu útgjöldum því þá yrði
erfitt að halda vöxtunum niðri. „Við
viljum reyna niðurskurð eins og
frekast við getum áður en við förum
að leita lána. En ef að við verðum
að taka lán ber að leggja áherslu á
að taka þau innanlands," sagði for-
sætisráðherra. -EÓ