Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 15
Miövikudagur 7. febrúar 1990 Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR Páll Kolbeinsson KR-ingur og Chris Behrends no. 14 hjá Val, verða báðir í úrvalssliði Landsins, sem mætir Suðurnesjaúrvalinu á föstudag. Tímamynd Pjet-r. Körfuknattleikshátíð í Keflavík: Bíll í verðlaun fyrir að hitta tvisvar frá miðju -Landið mætir liði Suðurnesja á föstudagskvöld Körfuknattleikssamband íslands, í samvinnu við Samtök íþróttafrétta- manna, stendur fyrir körfuknatt- leikshátíð í íþróttahúsi Keflavíkur föstudagskvöldið9. febrúar. Hátíðin hefst kl. 19:00 með undankeppni í troðslu og þriggja stiga skotum. Síðan hefst leikur á milli Suðurnesja- úrvals og úrvalsliðs landsins. Úrvalsliðin eru valin af íþrótta- fréttamönnum. Leikurinn verður 4 leikhlutar, 12 mínútur hver leikhluti. í leikhléum verður ýmislegt til skemmtunar. I fyrsta leikhléi leikur stjórn KKÍ gegn íþróttafréttamönn- um. Þess má geta að stjórnarmenn KKÍ hafa samanlagt 193 A-lands- leiki. í öðru leikhléi verða úrslit í troðslukeppni og þriggja stiga skotk- eppni. I þriðja leikhléi fá tveir heppnir áhorfendur tækifæri til að vinna Nissan Micra bíl frá Ingvari Helga- syni hf. að verðmæti kr. 700.000 ef þeir hitta tveimur skotum af þremur í körfuna frá miðju vallarins. Eftirfarandi eru lið landsins og Suðurnesja sem íþróttafréttamenn hafa valið: Landið: Chris Behrens, Valur Axel Nikulásson, KR James Bow, Haukar Anatoli Kouwtoun, KR Valur Ingimundarson, UMFT Guðni Guðnason, KR Dan Kennard, Þór Pálmar Sigurðsson, Haukar Páll Kolbeinsson, KR Björn Stefensen, ÍR Stjórnandi: Torfi Magnússon Suðumes: Guðmundur Bragason, UMFG Magnús Guðfinnsson, ÍBK David Grissom, Reynir, Sandgerði Sandy Anderson, ÍBK Teitur Örlygsson, UMFN Patrick Releford, UMFN Guðjón Skúlason, ÍBK Friðrik Ragnarsson, UMFN ísak Tómasson, UMFN Hjálmar Hallgrímsson, UMFG Stjórnandi: Dennis Matika Leikmenn sem taka þátt í þriggja stiga skotkeppninni: Guðjón Skúlason, ÍBK Pálmar Sigurðsson, Haukar Steinþór Helgason, UMFG Valur Ingimundarson, UMFT David Grissom, UMFG Teitur Örlygsson, UMFN Chris Behrends, Valur Anatoli Kovtoun, KR Leikmenn sem vaidir hafa verið til þátttöku í troðslukeppni: Teitur Örlygsson, UMFN Guðmundur Bragason, UMFG Sandi Anderson, ÍBK Patrick Releford, UMFN James Bow, Haukar Björn Bollason, ÍR Páll Kolbeinsson, KR Falur Harðarson, ÍBK BL Körfuknattleikur Birtir upp hjá Haukum Haukar stálu stigunum tveimur af Grindvíkingum í Grindavík í gærkvöldi. Haukar sigruðu með einu stigi 64-65(32-29). Þegar níu sekúndur voru til leiksloka voru Grindvíkingar einu stigi yfir og með boltann, en tókst að klúðra honum í Haukahendur sem þökk- uðu fyrir sig og skoruðu sigur- körfuna. Að Hlíðarenda báru Þórsarar sigurorð af Valsmönnum 90-92 (43-47). f Njarðvík voru ÍR-ingar heldur betur kjöldregnir af heimamönnum, sem sigruðu með 43 stiga mun, 124-81. Það var 10 mín kafli sem gerði gæfumun- inn, þar sem Njarðvík gerði 20 stig gegn engu ÍR- inga og breytti stöðunni úr 28-16 í 48-16. Eftir þessi ósköp áttu ÍR-ingar aldrei möguleika. Patrick Releford var stigahæstur leikmanna og gerði hann 40 stig fyrir Njarðvík. Fyrsti sigur Zurbriggens á þessu ári Svissneski skíðagarpurinn Pirmin Zurbriggen bætti við forystu sína í stigakeppni heimsbikarkeppninnar er hann sigraði í risastórsvigi í Co- urmayer á Italíu í gær. Þar með vann kappinn. sinn fyrsta sigur á nýja árinu. Guenter Mader frá Austurríki varð í öðru sæti í gær og Peter Runggaldier frá ítalíu varð þriðji. Helsti keppinautur Zurbriggens í heildarstigakeppni heimsbikarkepp- ninnar, Norðmaðurinn Ole Christi- an Furuseth, varð að sætta sig við 16. sætið í gær, en honum urðu á slæm mistök í keppninni. Zurbriggen hef- ur nú 83 stiga forystu í stigakeppn- inni. í fyrradag sigraði Mateja Svet í stórsvigi kvenna í Veysonnaz í Sviss. Anita Wachter frá Austurríki varð önnur og Diann Roffe frá Banda- ríkjunum varð þriðja. BL Meistaramót Islands í frjálsíþróttum innanhúss: Keppt verður á fjórum stöðum um næstu helgi Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss mun fara fram í Reykjavík helgina 10--11. febrúar nk. og mun lijálsíþiótladeild KR sjá um framkvæmd mótsins. Keppnis- greinar, hlaup, stökk og köst bæði karla og kvenna, verða samkvæmt reglugerð FRÍ um mótið. Keppnin hefst í Baldurshaga kl. 10 f.h. báða dagana en verður síðan fram haldið í Laugardalshöllinni kl. 15 báða dagana. Keppni í stangar- stökki mun fara fram í KR-húsinu sunnudaginn 11. febrúar og hefst kl. 14.30 en keppni í kúluvarpi fer fram í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 11. febrúar og hefst kl. 12.00. Það er von frjálsíþróttadeildar KR að vel takist til um framkvæmd mótsins og þátttaka verði bæði mikil og glæsileg. BL Hl íslenskar getraunir: ~ Einn var með tólf rétta Getraunateningurinn var í aðal- hlutverki á getraunaseðlinum um síðustu helgi. Vegna vatnsveðurs varð að fresta 5 leikjum sem á seðlinum voru og hent var uppá hvaða merki ætti við hvern leik. Þessi örlagaríki getraunatening- ur er með 12 hliðum og er skipting táknanna 5-4-3. Einn tippari náði 12 réttum þrátt fyrir teningaköst og hann varð rúmlega 800 þúsund kr. ríkari. Sá var með opinn seðil sem keyptur var á skrífstofu Getrauna í laugar- dal. Seðilinn tilheyrír hópnum GRM, sem styður Breiðablik. 29 raðir komu fram með 11 réttum og koma 11.586 kr. í hlut hvers og eins. Úrslit leikjanna urðu þessi: Charlton-Arsenal ......fr. 1 Coventry-Chelsea ......3-2 1 Liverpool-Everton......2-1 1 Man. United-Man. City . . 1-1 x Nottingham Forest......3-1 1 QPR-Aston Villa ......fr. x Sheffield Wed.-Millwall . . 1-1 x Southampton-Derby .... fr. 1 Wimbledon-Luton......fr. x Plymouth-Wolves ......0-12 Watford-West Ham.....fr. x WBA-Oldham ........2-2 x BL IW0= Laugardaqurkl.14:55 6. LEIKVtKA- 10. febl 1990 1 X 2 Leikur 1 AstonVilIa - Sheff. Wed. Leikur 2 Chelsea - Tottenham Leikur 3 Everton - Charlton Leikur 4 Man. City - Wimbledon Leikur 5 Millwall - Man. Utd. Leikur 6 Norwích - Liverpool Leikur 7 Bamslev - Svindnn Leikur 8 Oxford - W.B.A. Leikur 9 Portsmouth - Newcastle LeikurlO PortVale - Watford LeikurH Sunderland - Blackbum Leikur 12 Wolves - Ipswich Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Leíkur 6 í beinni úts. á RÚV !!!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.