Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. ________S 28822________ SAMVINNUBANKINN L í BYGGDUM IANDSINS ÍSá PÓSTFAX TÍMANS 687691 VaMngahúaiO Múlakaffi ALLTAF í LEKMNNI 37737 38737 Tíniinn MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 Skuldarar brugðust snarlega við innheimtuaðgerð fjármálaráðuneytisins: 500 MANNS GERÐU UPP BÍLASKATTA Fimmhundruð manns lögðu leið sína á skrifstofu Tollstjóra í gær til að gera upp vangoldinn þungaskatt og bifreiðagjöld frá fyrra ári eða árum. Innheimtust um 10 milljónir króna þegar í stað vegna þess. Eins og Tíminn greindi frá í gær hófust innheiml uaðgerðir vegna vanskila á þungaskatti og bifreiðagjöldum sem samtals námu 720 iiiilljoiiuin króna og í Reykjavík einni er taUð að vanskil nemi um 280 milljónum króna, vegna 3-4 þúsund bifreiða. Tveir hópar lögreglumanna fóru um bæinn í gær til að klippa númer af þeim bifreiðum sem eigendur höfðu ekki staðið í skil- um við að borga umrædd gjöld. Númer voru tekin af 20 bifreiðum, en lögreglan var ekki eins lengi með klippurnar á lofti og ráð var fyrir gert vegna þeirra snörpu viðbragða sem fólk sýndi þegar í gærmorgun. „Ég er með tvo þykka og mikla doðranta hér á borðinu yfir þá sem skulda bifreiðagjöldin. Upphæðirnar eru allt frá nokkrum krónum og upp í hálfa milljón króna í einhverjum tilfellum, en flest hlaupa á nokkrum þúsund- um," sagði Jónas Hallsson yfirlög- regluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík í samtali við Tímann. Nýir listar hafa nú verið gerðir, þar sem þeir sem greiddu skuldir sínar í gær 'eru ekki lengur meðal skuldara og verður unnið eftir þeim lista í dag. Annars er ætlunin að ganga ekki mjög hart fram í afklippingum í dag, til að gefa fólki kost á að greiða skuldina, en Lögregla og starfsmaður Tollstjóra fjarlægja skráningarnúmer bifreiðar, þar sem ekki bifreiðagjöld höfðu ekki verið greidd. Túnamynd Árni Bjarna Svona líta miðamir út sem bifreið- arnar fá í stað númeraspjaldanna. Tímamynd Árni Bjarna á morgun verða innheimtuaðgerð- irnar hertar á ný. Björn Hermannsson tollstjóri sagði í samtali við Tímann að innheimtan hafi gegnið mjög vel þennan fyrsta dag, enda um leið og opnað var á skrifstofu Toll- stjóra í gærmorgun streymdu skuldararnir að til að gera upp sín mál. Undir lok vinnudags í gær höfðu um 500 manns sem skuldaði þungaskatt og bifreiðagjöld lagt leið sína til Tollstjóra og greitt það sem þeim bar eða samtals um 10 milljónir króna. Björn sagði að aðgerðum yrði haldið áfram, eða þar til komið væri hreint borð. Þá sagði Björn að gera mætti ráð fyrir því að eitthvað meira hafi inn- heimst í gengum gíró hjá bönkun- um, sem berst embættinu eftir tvo daga. „f þeim tilfellum þurfa menn að vera á varðbergi og sýna kvittanirnar," sagði Björn. -ABÓ Ami Stefánsson úr Reykjavík meistari: Bréfskák '89 lokið Arni Stefánsson úr Reykjavík sigraði á 11. Bréfskákþingi íslands sem lauk fyrir skömmu. Arni hlaut átta og hálfan vinning af 10 mögu- legum og sæmdarheitið Bréfskák- meistari Islands 1989. í næstu sætum í landsliðsflokki urðu Askell Örn Kárason Kópa- vogi, Jón Kristinsson Hólmavík og Bjarni Magnússon Reykjavík þeir hlutu allír 7 vinninga. þessir fjór- menningar voru í nokkrum sér- flokki því næstu menn hlutu fjóra og hálfan vinning. í meistaraflokki urðu efstir og jafnir Jón Jóhennes- son og Gunnar orn Haraldsson báðir úr Reykjavík hlutu sjö og hálfan vinning af 10 mögulegum, þriðji varð Jón Magnússon Reykja- vík með sjö vinninga. í almennum flokki sigraði Sigurjón Þorkelsson Vestmannaeyjum með fimm og hálfan vinning af sex mögulegum. Þetta er í annað skipti sem Árni Stefánsson sigrar á Bréfskákþingi íslands. í fyrra skiptið var það í mótinu sem lauk 1982 en það var í fjórðaskipti sem mótiðvarhaldið. ÖÞ: Flying Tigers: Afgreiðslugjöld fyrirríkisstjórn Flugfax, umboðsaðili Flying Tigers hér á landi, mun á næstu dögum leggja fyrir ríkisstjórnina beiðni um að hún beiti sér fyrir lækkun afgreiðslugjalda fyrir vélar FER RADUNEYTID AÐ KANNA BEIN JÓNASAR? „Ég trú því að bein Jónasar séu grafin á Þingvöllum. Þetta var að vísu mjög umdeilt á sínum tíma og sjálfsagt færst aldrei endanlega úr þessu skorið," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra þeg- Bti hann var spurður út í þá fullyrð- ingu Björns fh. Björnssonar í ríkis- sjónvarpinu að bein Jónasar lægju enn í danskri mold. Steingrímur á sæti í Þingvallanefnd. Steingrímur sagðist hvorki hafa séð sjónvarpsþátt Björns né grein í .i i- :-.r (.;>.!, l -. i,- - ii.l \A, .1. .' '.> . ímI Tímans í gær um jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar og ætti því erfitt með að tjá sig um málið. Hann sagði þó hugsanlegt að forsætisráðu- neytið eða Þingvallanefnd hefði af- skipti að málinu. -EÓ flugfélagsins. Flugleiðir hafa einka- rétt á afgreiðslu flugvéla á Keflavík- urflugvelli samkvæmt samningi við ríkisstjórnina og hefur fyrirtækið ekki verið tilbúið að lækka af- greiðslugjöldin. Hefur þetta leitt til þess að vélar Flying Tigers eru svo til hættar að lenda hér á landi á leið sinni til Japan. Hafa menn verulegar áhyggjur af því að þetta kunni að valda óbætanlegu tjóni á stöðu ís-, lenskra sjávarafurða á mörkuðum í Japan. Guðmundur Þór Þormóðs- son hjá Flugfaxi sagði í samtali við Tímann í gær að Flugleiðir væru að fórna heildarhagsmunum fyrir ímyndaða einkahagsmuni. Á tímabilinu apríl-desember sl. fluttu Flying Tigers 430 tonn frá íslandi til Japan. Mestur hluti þess var ferskur lax og hefur sjávaraf- urðadeild SÍS hingaðtil tekist að senda lax vikulega á markað f Japan. Hefur það skipt miklu máli varðandi stöðu vörunnar á markaðinum. í gær tókst að bjarga málunum með því að senda skammt þessarar viku í gegnum Bandaríkin sem er mun dýrara, tekur lengri tíma og getur haft veruleg áhrif á gæði vörunnar. Um var að ræða 6 tonn af laxi og er verðmætið rúmar þrjár milljónir króna. Þess má að lokum geta að útflutn- ingsaðilar sjá góða möguleika varð- andi Japansmarkað og er eftirspurn- in mun meiri en laxeldisstöðvar hér heima hafa getað sinnt hingað til, en Japanir vilja eingöngu 7-8 punda lax. Guðmundur sagði að þegar stöðvarnar næðu því marki að fram- leiða 400-500 tonn á mánuði þá mætti reikna með því að fjórðungur framleiðslunnar færi á Japansmark- að, sem þýðir sölu fyrir 52 milljónir • á mánuði. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.