Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Miðvikudagur 7. febrúar 1990
Miðvikudagur 7. febrúar 1990
Tíminn 9
Heimsmeistarakeppnin í handknattleik hefst í lok febrúar í hinni nýfrjálsu Tékkóslóvakíu:
„Fyrsta stórmótið
eftir byltinguna“
- segir Jiri Zeman sendiherra Tékka á íslandi sem heldur með
Logn ríkir nú í handknattleiksheimin-
um, en það er aðeins lognið á undan
storminum. Sjálf úrslitakeppni heims-
meistaramótsins er framundan og liðið
æfir nú af kappi fyrir átökin í Tékkóslóv-
akíu.
íslenska landsliðið mun taka á móti
Rúmenum, Svisslendingum og Hollend-
ingum, áður en haldið verður í austurátt.
Rúmenar koma fyrst og leika þrjá leiki
gegn okkar mönnum, 10., 11. og 12.
febrúar og verða allir leikirnir í Laugar-
dalshöll. Svisslendingar leika hér 15. og
16. febrúar, einnig í Höllinni og Hollend-
ingar sækja okkur heim rétt áður en lagt
verður upp og leika hér tvo leiki, 22. og
23. febrúar.
Tékkóslóvakía
Stóratburðir hafa átt sér stað í Tékkó-
slóvakíu síðustu vikur, kommúnista-
íslendingum þegar
Tékkar eru
ekki að leika
Eftir
Björn
Leósson
MS'
stjórnin féll, eins og annars staðar í
Austur-Evrópu og nýir menn tóku við
stjórninni. Tíminn heimsótti tékkneska
sendiráðið í Reykjavík til þess að for-
vitnast um undirbúning keppninnar og
ástandið í Tékkóslóvakíu.
Tékkneski sendiherrann á íslandi, Jiri
Zeman, tók á móti blaðamanni og fletti
í gegnum kynningarbækling heimsmeist-
arakeppninnar. Sendiherrann krossaði
yfir myndir af nokkrum helstu íþrótta-
forkólfum Tékkóslóvakíu, en myndir af
þeim prýddu bæklinginn. „Þessi var
rekinn og þessi líka og annar er kominn
í staðinn,“ sagði sendiherrann, þegar
hann krossaði yfir mynd af forseta
íþróttasambands Tékkóslóvakíu og fleiri
fyrirmönnum. „Það hafa verið gerðar
.miklar breytingar í heimalandi mínu í
kjölfar byltingarinnar," sagði Zeman.
„Ég var 8 daga í Prag fyrir skömmu og
hafði tækifæri á að sjá með eigin augum
hvað hefur gerst. Ég er ekki viss um að
ferðamenn taki eftir breytingunum,
nema þeir hafi komið áður til landsins.
Fólkið er mun ánægðara og opnara en
áður og nú blakta aðeins tékkneskir
fánar við hún, rauði fáninn er horfinn.
Þegar ég ók frá Prag tók ég eftir að öll
áróðursskiltin sem á stendur „Lifi
kommúnisminn" og þess háttar, eru
horfin. Þá hefur nöfnum verið breytt,
götur heita ekki lengur Lenínstræti, eða
nöfnum rússneskra hershöfðingja, held-
ur heita þær sínum gömlu nöfnum frá því
fyrir síðari heimsstyrjöldina.
Heimsmeistarakeppnin í handknatt-
leik er fyrsta stórmótið í íþróttum sem
haldið er eftir byltinguna, en ég vil
gjarnan kalla þessar breytingar byltingu.
Mönnum er mikið í mun að sýna að við
getum skipulagt svona mót og allt gangi
upp. Það eina sem skipuleggjendur hafa
áhyggjur af er að lítið verði um áhorfend-
ur. Handbolti er ekki vinsælasta bolta-
greinin í landinu, knattspyrna, íshokkí,
blak, körfubolti og tennis eru greinar
sem allar eru vinsælli en handbolti. Það
verður alltaf fullt af fólki á leikjum
tékkneska liðsins, en á öðrum leikjum
gæti orðið fámennt. Ekki bætir úr skák
að bestu dagar tékknesks handknatt-
leiks, þegar landsliðið var heimsmeistari,
eru liðnir.“
Sendiherrann hafði nokkrar áhyggjur
af tékkneska liðinu, þó einkum mark-
vörslunni. „Barda er einn besti mark-
vörður heims, en hann er ekki búinn að
ná sér eftir slæm meiðsl. Næstu mark-
verðir landsliðsins eru ekki nógu góðir
og því verður maður að vona að Barda
verði að fullu búinn að ná sér fyrir
keppnina.
Annars held ég með íslandi, þegar
Tékkóslóvakía er ekki að spila,“ sagði
Zeman, sem mun verða íslenska liðinu
samferða á mótið.
„Þegar íslenska liðið tók þátt í móti í
Bratislava í nóvember komu fram kvart-
anir út af matnum. Slóvakar eru mikið
fyrir feitan og mikið kryddaðan mat og
ég skil vel að mönnum líki slíkt misvel.
Ég hef talað við Jón Hjaltalín um
mataræði liðsins og beðið sérstaklega
um góðan mat fyrir íslenska liðið meðan
á keppninni stendur. Þeir fá ekki ýsu, en
íþróttahöllin í borginni Zlín þar sem íslenska liðið mum keppa í riðlakeppninni. Það er tímanna tákn að fyrir „byltinguna“ í vetur hét borgin Gottwaldov en hefur nú aftur fengiö sitt upphaflega nafn.
örugglega silung, þannig að maturinn
ætti að verða líkari því sem menn eiga
að venjast,“ sagði Jiri Zeman.
„Mér er sagt að sovéska liðið sé
ósigrandi um þessar mundir og níu
önnur lið séu álitin líkleg til afreka í
keppninni. Ég ræddi við menn heima
þegar ég var þar á ferð, þar á meðal son
minn sem er íþróttafréttamaður við
útvarpið í Prag. Menn nefndu Júgóslava,
Ungverja, Svía, Rúmena, íslendinga,
Pólverja, A-Þjóðverja, S-Kóreumenn og
Spánverja auk Sovétmanna, sem sterk-
ustu þjóðirnar í keppninni," sagði Jiri
Zeman sendiherra Tékkóslóvakíu á ís-
landi og bætti við að Jiri væri tékkneska
nafnið fyrir Georg.
Beinar útsendingar
Ríkissjónvarpið mun verða með við-
búnað vegna heimsmeistarakeppninnar.
Bjarni Felixson og Samúel Örn Erlings-
son fara til Tékkóslóvakíu, Bjarni mun
lýsa öllum leikjum íslenska liðsins i
sjónvarpi og Samúel í útvarpi. Þetta er
sama gengi og lýsti frá B-keppninni í
Frakklandi.
Hjátrú hefur skapast í kringum lýsing-
ar Bjarna Fel. því liðið mun ekki hafa
tapað leik sem Bjarni hefur lýst og
handknattleiksmennirnir sjálfir vilja
ólmir fá Bjarna til Tékkóslóvakíu.
Leikirnir í riðlakeppninni, sem fram
fer í borginni Zlín, sem fyrir byltinguna
hét Gottwaldov, verða gegn Kúbu 28.
febrúar, gegn Spáni 1. mars og gegn
Júgóslavíu 3. mars.
Að riðlakeppninni lokinni tekur við
keppni í milliriðli, en sú keppni mun fara
fram í Bratislava. Ekki er ljóst gegn
hverjum verður leikið, en þrjú efstu liðin
í riðlunum komast í milliriðlana. Líklegt
er að mótherjar íslands í milliriðli verði
Sovétmenn, A-Þjóðverjar og Pólverjar.
Úrslitakeppnin verður í Prag 9. og 10.
mars. Þann 9. verður leikið um 11.-12.
sætið og 5.-6. sætið, en daginn eftir
verður leikið um önnur sæti, þar á meðal
um 3.-4. sætið og 1. sætið. Þeir tveir
leikir verða sýndir í beinni útsendingu í
Ríkissjónvarpinu.
Hópferðir
Fjórar ferðaskrifstofur verða með
hópferðir til Tékkóslóvakíu vegna
keppninnar. SAGA og ÚRVAL/UT-
SYN annars vegar og FARANDI og
FERÐABÆR hinsvegar. Á öllum þess-
um ferðaskrifstofum var sömu fréttir að
fá, sárafáir höfði látið bóka sig, en mikið
var um fyrirspurnir.
Mismunandi ferðatilhögun mun vera í
boði, bæði er hægt að fara út og fylgjast
með keppninni í heild og einnig að mæta
til leiks þegar keppni í milliriðlum hefst.
Verðið fyrir þessar ferðir er á bilinu
77-86 þúsund. Innifalið er flugfar,
akstur, fararstjórn, aðgöngumiðar, gist-
ing með morgunverði og 1/2 fæði í Zlín
og Bratislava.
Hjá Faranda og Ferðabæ er hver að
verða síðastur að tryggja sér sæti í
hópferðinni. Aðeins um 10 manns hafa
bókað sig í ferðirnar og því ríkir óvissa
um hvort af hópferðinni verður. „Við
erum að missa af hótelplássi og aðgöngu-
miðum, við höfum ekki lengri frest á
þessum hlutum. Það er því raunverulega
að verða of seint að panta sér far, en
málin skýrast nánar á næstu klukkutím-
um,“ sagði viðmælandi blaðsins hjá
Ferðabæ.
Hjá Sögu og Úrval/Utsýn munu 20-30
manns hafa bókað sig í ferðirnar. Einn
ferðaskrifstofumaður sem blaðið ræddi
við sagði, að almennt peningaleysi hjá
fólki gerði strik í reikninginn og eins væri
fólk í vafa um framgöngu íslenska liðsins
í keppninni. Annar benti á að íslending-
ar væru alltaf seinir að taka við sér og
vildu helst ákveða svona ferð með stutt-
um fyrirvara. Ferðaskrifstofurnar þurfa
að panta hótel og aðgöngumiða með
góðum fyrirvara og því er þeim vandi á
höndum. Hjá Faranda og Ferðabæ gæti
orðið að hætta við ferðina vegna fámenn-
is, nema eitthvað mikið gerist og það
fljótlega. Hjá Sögu og Úrval/Útsýn verð-
ur áfram hægt að bóka sig næstu daga,
en fólki er bent á að ekki verður hægt að
bæta við sætum í ferðirnar á síðustu
stundu. Sem sé, fólk hefur áhuga en er
hikandi.
3 vikur til stefnu
En þangað til keppnin hefst mun
athygli manna hérlendis beinast að ís-
lenska landsliðinu og undirbúningi þess,
hvernig gengur liðinu í leikjunum fram
að keppninni, hvaða leikmenn koma til
með að verða valdir til fararinnar, verður
undirbúningstíminn nægur og rétt skipu-
lagður?
En þrjár vikur eru til stefnu þar til
mótið hefst og augu landsmanna munu
þá beinast í austurátt að Pilzen, Prag,
Ostrava, Zlina, Presov, Bratislava og þó
einkum Zlín, til að byrja með.