Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 7. fébrúar 1990 > .• . » I I V • f I 1 Timinn 9 í lok februar í hinni nýfrjálsu Tékkóslóvakíu: nska liðið mum keppa í ríðlakeppninni. Það er tímanna tákn að fyrir „byltinguna" í vetur hét borgin Gottwaldov en hefur nú aftur fengið sitt upphaflega nafn. sjónvarpi og Samúel í útvarpi. Þetta er sama gengi og lýsti frá B-keppninni í Frakklandi. Hjátrú hefur skapast í kringum lýsing- ar Bjarna Fel. því liðið mun ekki hafa tapað leik sem Bjarni hefur lýst og handknattleiksmennirnir sjálfir vilja ólmir fá Bjarna til Tékkóslóvakíu. Leikirnir í riðlakeppninni, sem fram fer í borginni Zlín, sem fyrir byltinguna hét Gottwaldov, verða gegn Kúbu 28. febrúar, gegn Spáni 1. mars og gegn Júgóslavíu 3. mars. Að riðlakeppninni lokinni tekur við keppni í milliriðli, en sú keppni mun fara fram í Bratislava. Ekki er ljóst gegn hverjum verður leikið, en þrjú efstu liðin í riðlunum komast í milliriðlana. Líklegt er að mótherjar íslands í milliriðli verði Sovétmenn, A-Þjóðverjar og Pólverjar. Úrslitakeppnin verður í Prag 9. og 10. mars. Þann 9. verður leikið um 11.-12. sætið og 5.-6. sætið, en daginn eftir verður leikið um önnur sæti, þar á meðal' um 3.-4. sætið og leikir verða sýndir í Ríkissj ónvarpinu. 1. sætið. Þeir tveir beinni útsendingu í Hópferðir Fjórar ferðaskrifstofur verða með hópferðir til Tékkóslóvakíu vegna keppninnar. SAGA og ÚRVAL/UT- SYN annars vegar og FARANDI og FERÐABÆR hinsvegar. Á öllum þess- um ferðaskrifstofum var sömu fréttir að fá, sárafáir höfði látið bóka sig, en mikið var um fyrirspurnir. Mismunandi ferðatilhögun mun vera í boði, bæði er hægt að fara út og fylgjast með keppninni í heild og einnig að mæta til leiks þegar keppni í milliriðlum hefst. Verðið fyrir þessar ferðir er á bilinu 77-86 þúsund. Innifalið er flugfar, akstur, fararstjórn, aðgöngumiðar, gist- ing með morgunverði og 1/2 fæði í Zlín og Bratislava. Hjá Faranda og Ferðabæ er hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í hópferðinni. Aðeins um 10 manns hafa bókað sig í ferðirnar og því ríkir óvissa um hvort af hópferðinni verður. „Við erum að missa af hótelplássi og aðgöngu- miðum, við höfum ekki lengri frest á þessum hlutum. Það er því raunverulega að verða of seint að panta sér far, en málin skýrast nánar á næstu klukkutím- um," sagði viðmælandi blaðsins hjá Ferðabæ. Hjá Sögu og Úrval/Útsýn munu 20-30 manns hafa bókað sig í ferðirnar. Einn ferðaskrifstofumaður sem blaðið ræddi við sagði, að almennt peningaleysi hjá fólki gerði strik í reikninginn og eins væri fólk í vafa um framgöngu íslenska liðsins í keppninni. Annar benti á að íslending- ar væru alltaf seinir að taka við sér og vildu helst ákveða svona ferð með stutt- um fyrirvara. Ferðaskrifstofurnar þurfa að panta hótel og aðgöngumiða með góðum fyrirvara og því er þeim vandi á höndum. Hjá Faranda og Ferðabæ gæti orðið að hætta við ferðina vegna fámenn- is, nema eitthvað mikið gerist og það fljótlega. Hjá Sögu og Úrval/Útsýn verð- ur áfram hægt að bóka sig næstu daga, en fólki er bent á að ekki verður hægt að bæta við sætum í ferðirnar á síðustu stundu. Sem sé, fólk hefur áhuga en er hikandi. 3 vikur til stefnu En þangað til keppnin hefst mun athygli manna hérlendis beinast að ís- Ienska landsliðinu og undirbúningi þess, hvernig gengur liðinu i leikjunum fram að keppninni, hvaða leikmenn koma til með að verða valdir til fararinnar, verður undirbúningstíminn nægur og rétt skipu- lagður? En þrjár vikur eru til stefnu þar til mótið hefst bg augu landsmanna munu þá beinast í austurátt að Pilzen, Prag, Ostrava, Zlina, Presov, Bratislava og þó einkum Zlín, til að byrja með.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.