Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.02.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miövikudagur 7. febrúar 1990 ri.wr\ivo Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suöurgötu 3 á Sauöár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriöjudaga og miövikudaga kl. 9-12, sími 36757. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarf élögi n. Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í Félagsbæ, Borgarbraut4, Borgarnesi, föstudaginn 9. febrúar kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Hafnarfjörður Fulltrúaráðsfundur mánudaginn 12. febrúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Forval til bæjarstjórnarkosninga fer fram á fundinum milli kl. 21.00 og 21.30. Stjómin. í*. rn^ 'fwm ........r mm :" ^ Ingibjörg Pálmadóttir Steinunn Sigurðardóttir Andrés Ólafsson m Akurnesingar Fundur um bæjarmálefnin í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut laugardaginn kl. 10.30. Allir velkomnir. Bæjarfulltrúarnir FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Tilboð óskast í uppsetningu loftræstitækja í sjúkrahúsiö. Innifalið í verkinu er breyting á pípulögnum og tenging loftræstitækjanna við pípulagnakerfið. Loftræstisamstæðan afkastar 44 þús. m3/klst. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 30. mars 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, og hjá Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen á Akureyri, til og með föstudags 9. febrúar gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins, fimmtudaginn 15. febrúar 1990, kl. 14.00. INNKAUPASTOFIMUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Ólafs Inga Þórðarsonar mjólkurfræðings Borgarbraut 45, Borgarnesi verður gerð frá Borgarneskirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14. Bílferð verður frá BSlkl. 11. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða önnur líknarfélög. Guðbjörg Ásmundsdóttir Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir Guðjón Ólafsson Jóna Sólveig Ólaf sdóttir ÞórðurÓlafsson Jón Róbert Rósant Ásmundur Ólaf sson Brynja Ólaf sdottir EinarÓlafsson Ólafur Ingi Ólafsson Ragnheiðurólafsdóttir Guðmundur Ólafsson bamabörn og barnabarnabörn. Sigurgeir Sigmundsson Gréta María Dagbjartsdóttir Ósk Ólafsdóttir Þorieifur Ingólfsson Svanhildur Skúladóttir Ingibjörg Sóiveig Bragadóttir Gyrðir Elíasson Rannveig Sigurjónsdóttir BÆKUR Rousseau - Conrad - Faulkner Rousseau's Political Writings. Edited by Alan Ritter and Julia Conaway Bondanella. Norton 1988. Joseph Conrad: Heart ol Darkness. Edited by Robert Kirnbrough. Norton 1988. William Faulkner: The Sound and the Fury. Edited by Oavid Winter. Norton 1988. Norton forlagið hefur gefið út verk um 80 höfunda í mjög vönduð- um krítískum útgáfum. Þessi þrjú rit eru sýnishorn þessarar starfsemi. Textar viðkomandi rita eru endur- skoðaðir, þeim fylgja ítarlegir inn- gangar og síðan forsendur að ritun bókanna, umhverfi og áhugamál höfundanna, ævi þeirra og uppruni er rakið og þessir þættir tengdir kveikjunni að ritun verkanna. í lokin er útgáfusaga ritanna rædd og fjallað um gagnrýnina þegar ritin komu út og síðari tíma gagnrýni og umfjöllun rakin. Rit Rousseaus um ójöfnuð, póli- tíska hagfræði og samfélagssáttmála eða grundvöll ríkisvaldsins eru hér birt í nýjum þýðingum á ensku. Þessi rit komu fyrst út: 1755 um ójöfnuðinn; 1755 um pólitíska hag- fræði, birtist fyrst sem ritgerð í fimmta bindi Encyclopædiunnar; um samfélagssáttmálann kom í fyrstu út 1862. Áhrifum þessara rita og rit- gerða mátti líkja við volduga spreng- ingu sem umturnaði pólitískri með- vitund þeirra sem þau verkuðu á og þess vegna hefur því oft verið haldið fram að þessi rit hafi átt mikinn þátt í viðhorfsbreytingum þeim í stjórn- málum sem urðu meðal forsenda frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789 og þess sem fylgdi. Útgefendurnir birta síðan stutt yfirlit um lífshlaup Rousseaus og kafla úr játningum hans og síðan viðbrögð ýmissa samtíðarmanna hans og kunnra höfunda síðari tíma. . Meðal þeirra eru Voltaire, David Hume, Samuel Johnson, Casanova, Kant, Tolstoy og frá síðari tíma höfundum eru birtar umsagnir eftir Robert Nisbet, Simone Weil og Benjamin R. Barber. í bókarlok er ritaskrá og registur. Meðal kunnustu rita Faulkners og Conrads eru The Sound and the Fury og Heart of Darkness. Útgáf- urnar eru hér báðar endurskoðaðar og síðan birtist ítarleg umfjöllun um efnið, höfundinn og gagnrýnina fyrr og síðar. Hér má finna nöfn margra kunnra gagnrýnenda og greinar þeirra um verkin. Verkin eru því umfjölluð frá mjög mismunandi sjónarhornum og skilningur samtíð- armanna höfundanna og seinni tíma gagnrýnenda kemur til skila. Báðar þessar bækur eru taldar til merkustu bókmenntaverka bók- menntasögunnar og sem slík eru þau skynjun höfundanna á þeim við- fangsefnum sem sögurnar snúast um og þar með þann raunveruleika sem höfundarnir skyggna. Birting gagnrýninnar og um- fjöllunin um kveikju verkanna frá ýmsum sjónarhornum eykur skilning á þörf höfundanna og nauðsyn að skrifa sögurnar og jafnframt skilning á þeim áhrifum sem verkin höfðu á sínum tíma og síðar. Útgáfustarfsemi Nortons forlags- ins á ýmsum merkustu verkum bók- menntanna og verkum þeirra sem mótað hafa heimsmyndina fyrr og nú, svo sem Darwins, Machiavelli, Mills, Marx, Watsons (DNA) o.fl. o.fl. kemur fjölmörgum í góðar þarfir og öll eru þessi verk mjög vönduð og fræðilega örugg. LESENDUR SKRIFA Stef na lífsins og réttur draumaskilningur Draumur er vökureynsla annars manns og berst sofandanum fyrir fjarhrif. Meðan á draumi stendur samsálast hinn sofandi maður hér, draumgjafanum, þeim sem draum- urinn stafar frá og venjulegast er íbúi annarrar jarðstjörnu í öðru sólhverfi. f flestum tilvikum veit hvorugur af þessu sambandi meðan á því stendur. Þetta samband gefur dreymand- anum möguleika á að kanna lífheima annarra hnatta. Draumsambandið er oftast svo náið að draumþeganum finnst hann vera sjálfur gerandinn í draumnum og þessvegna var það í raun einhver mesta uppgötvun, sem gerð hefur verið á jörðu hér, að átta sig á eðli draumlífsins og skilja að dreymand- inn er ekki gerandinn . í draumi, heldur annar maður. Hér varð að hafa hlutverkaskipti, frá því sem áður hafði verið haldið, og einmitt þessi nýi skilningur gæti leitt til algjörrar stefnubreytingar á högum mannkynsins, ef þeginn væri og hagnýttur í þágu lífsins. Hann er fyrsta skrefið til nýs heimsskilnings, fyrsta skrefið til nýrra vísinda, sem fela í sér meiri breytingar til bóta, en nokkurn gæti, að órannsökuðu máli, órað fyrir. Um er að ræða skilning- inn og uppgötvunina á alsamband lífsins í alheimi, skilninginn á því að allt líf á öllum hnöttum er tengt órofa fjarhrifaböndum. Við jarðarbúar verðum - vitandi vits - að leita sambanda við lengra komnar vitverur annarra mann- kynja, til þess að hin sanna lífstefna gæti komist á, á jörð okkar. Líf- geislasambönd er hér um að ræða, sambönd er gætu aukið okkur vit og góðvild. Og fslendingar hafa öllum öðrum þjóðum betri skilyrði til að koma á bættum samböndum við lengra komna vini, því meðal fslend- inga var hin brautryðjandi uppgötv- un gerð og boðuð þjóðinni. Henni ber því að leiða þetta mál fram til sigurs, sjálfri sér og öllum öðrum þjóðum til blessunar. Hér er um að ræða breytingu slíka að leiða mundi til heimshvarfa slíkra til almennrar farsældar langt umfram það, sem nokkru sinni áður hafa verið mögu- leikar á í sögu heimsins. ísland yrði þá í sannleika „farsælda frón", og allar þjóðir heims mundu vakna fagnandi við hina nýju dögun. Skuggar vítis mundu þá hverfa en birta hins sanna lífs renna upp um alla jörð. Ingvar Agnarsson. VIÐSKIPTALÍFIÐ Þverrandi Aralhaf Yfirborð Aralhafs hefur lækkað um 15 metra á síðustu 30 árum og að flatarmáli hefur það skroppið saman um nálega helming. Fiskiþorp, sem forðum stóðu á strpndum þess, eru nú um 35-75 km inni í landi. Salt í vatni þess hefur aukist úr 10% í 23%. Meginástæða þessa er minnkandi úrkoma á vatnasvæði fljótanna tveggja sem í það renna, Amudarja og Syrdarja (hinna fornu Oxus og Jaxartes). Á þurrum árum nær nyrðra fljótið, Syrdarja, naumlega í Aralhaf. Til sín segir líka að vatn út fljótunum er haft til áveitu og þá álíka mikið á árum venjulegrar úr- komu sem á þurrum árum, en á þeim mun allt að helmingur rennslis syðra fljótsins, Amudarja, fara á akra í Uzbekistan og og Turkmenistan. Uppþornun veldur uppfoki á ná- lægum landsvæðum (einkum í Turk- menistan) en á þeim búa um 35 milljónir manna sem flestir eru ísl- amskrar trúar. Þótt þeim fjölgi um 3% á ári, hraðar en öðrum þjóðum Ráðstjórnarríkjanna, búa þeir við lélegt heilsufar og við meiri ung- barnadauða (46-58 af þúsundi), en annars staðar þekkist í Ráðstjórnar- ríkjunum. Að nokkru er það rakið til versnandi umhverfisskilyrða. Þá er því haldið fram að ofan á annað bætist að mikil notkun áburðar á baðmullarakra (um 0,6 tonn á hekt- ara) spilli jarðvatni. Vísindamenn í syðstu lýðveldum Ráðstjórnarríkjanna gæla af þessum sökum enn við þá hugmynd að veita síbersku stórfljótunum Ob-Irtisj og Jenisei suður á bóginn þótt sú hug- mynd hafi verið kveðin í kútinn snemma í stjórnartíð Gorbatsjovs. Stígandi Kaup Siemens á Nixdorf Siemens keypti 51% af hlutabréf- um í Nixdorf 10. janúar 1990 (á DM 450-600 milljónir, að á er giskað, en kaupverðið hefur ekki verið upp gefið). Úr eigin tölvudeild og Nix- dorf mun Siemens mynda dótturfyr- irtæki, Siemens-Nixdorf Informa- tionsysteme. Samanlagðar brúttó tekjur Nix- , dorf og tölvudeildar Siemens námu um $ 8,2 milljörðum. A tölvumark- aði í Evrópu hafði IBM eitt meiri umsvif þá, en þau voru tvisvar og hálfu sinnum meiri, $ 20,2 milljarð- ar. í Vestur-Þýskalandi, á markaði stórra tölva, var hlutur IBM 70%, en Siemens 20% 1989, en á markaði hinna smærri var hlutur Nixdorf um 25% og Siemens um 7%. Á sviði hugbúnaðar var Nixdorf öflugt. A eftirstríðsárunum var Nixdorf eitt þeirra fyrirtækja sem hraðan uppgang hlutu, en stofnandi þess, Heinz Nixdorf, lést 1986. Næsta ár, 1987, var nettó arður Nixdorf DM 264 milljónir og DM 26 milljónir 1988, en það ár hafði slegið í baksegl og nam tap þess fyrstu 9 mánuði 1989 um DM 465 (en á árinu öllu DM 600-1.000, að á er giskað). Talið er, að starfsfólki Nixdorf, nú um 30.000 talsins, verði fækkað í 24.000. Kaup Siemens á GEC-Osram Snemma í janúar 1990 keypti Siemens51% af hlutabréfum í GEC- Osram af hinu breska General Elec- tric Company. GEC-Osram var sett á fót 1986 og greiddi Siemens þá £ 40 milljónir fyrir 49% af hlutabréf- um þess. Talið er, að Siemens hafi nú greitt £ 30-35 milljónir fyrir þessi 51% þeirra. - Að undanförnu mun Osram hafa selt fimmtu hverja ljósa- peru á Bretlandi. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.