Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. febrúar 1990 Tíminn 3 Salmónellusýking í folöldum í Austur- Landeyjum í fyrrasumar gæti allt eins komið upp annarstaðar á landinu þar sem aðstæður eru svipaöar: Fyrirbyggjandi að- gerðir þegar hafnar Svipaðar aðstæður og þegar salmóneliusýking kom upp í folöldum í Austur-Landeyjum í lok síðasta sumars, eru fyrir hendi víða um land. Að sögn Eggerts Gunnarssonar dýra- læknis og sérfræðings á Tilraunastöð Háskólans I meinafræði, á Keldum er það nánast tilviljun að þessi sýking hafi komið upp í Landeyjunum, en hann telur að um einstakt tilvik sé að ræða sem ekki þurfi að eiga sér stað aftur. verulegt tjón hlytist af, en salmon- ella í folöldum greindist á einum fjórum bæjum til viðbótar. „Við erum nú að rannsaka bæði hrafna og máva allstaðar á landinu og það hefur ekki komið svo há smittíðni fram í þeim eins og var í Landeyjunum. Það er ljóst að salm- ónellan hefur náð að magnast upp, en ekki er gott að segja hvernig smit hefur borist í upphafi. Svo fóru að folöld að drepast vegna sýkingar og fuglinn leggst á hræin og smitast. Hann smitar síðan vatnsból og beiti- land og þá drepast fleiri folöld. Þannig kemur upp vítahringur sem magnar upp smitið," sagði Eggert aðspurður hvað það væri sem hefði gerst í Landeyjum. Þar sem salmónellan smitast með vatni, smitaðist þá ekki annar bú- peningur? „Við höfum ekki fundið sýkingu, hvorki í nautgripum né sauðfé. Þetta virðist eingöngu hafa verið bundið við hross. Ungviðið er næmast fyrir smiti, þannig að það eru eingöngu folöld sem þannig smituðust,“ sagði Eggert. Hann sagði að rannsóknir hefðu verið gerðar á gæs vegna þessa, en engin salmónella hafi fundist í henni. Sömuleiðis fannst ekki sýking í driti álfta sem rannsakað var. Hvað er til ráða? „Það sem hægt er að gera, er að rjúfa smithringinn. Ber þá fyrst að nefna að fækka verður vargfugli og koma í veg fyrir að vargfugl komist í æti. Ganga vel frá sorpi, sláturúrgangi, sjá til þess að frárennslismál séu í lagi og síðast en ekki síst að urða vel og jafnóðum hræ dýra sem drepast." Þegar er farið að vinna að fyrir- byggjandi aðgerðum um allt land til að koma í veg fyrir að salmónellus- ýking viölíka þeirri í Austur-Land eyjum skjóti upp kollinum á nýjan leik. Heimamenn í Austur-Landeyjum óskuðu eftir fundi, sem fram fór í fyrrakvöld í félagshcimilinu Gunn- arshólma. Til hans voru boðaðir fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti, land- iækni, yfirdýralækni og veiðistjóra. Að sögn Eggerts var um að ræða almennan fræðslufund til að upplýsa fólk um sahnónellu, hvernig smit bærist og hvernigmætti verjast því. Forsaga þessa er að í lok síðasta sumars drápust nokkur folöld á bæj- um í Austur-Landeyjum og við rann- sókn var salmónellusýking staðfest. í framhaldi var farið að velta því fyrir sér hvernig á þessu stæði og hvernig smit hafi getað komið til. Við athugun á hröfnum og mávum kom í ljós að 60 til 80% þeirra voru sýktir. Vitað hefur verið um áratuga- skeið að fuglinn er smitberi, en hins vegar er hlutfall sýktra fugla vana- legast ekki nema 6 til 7%. Folöldin sem drápust voru aðal- lega á tveim bæjum, þannig að Er möguleiki á að salmónella þrífist ennþá í því vatni, sem er hugsanleg smitleið í þessu tilfelli? „Salmónella lifir í jarðvegi hugsan- lega í sjö til níu mánuði. Skepnur er sýkjast hreinsa sig yfirleitt á einum til tveim mánuðum, þannig að við vonumst til að þessi hætta verði liðin hjá næsta surnar. Þó geta alítaf leynst smitbcrar meðal dýranna og eins í umhverfinu. Þetta getur alltaf komið upp, en ef menn bregðast rétt við þá á sýkillinn ckki að ná svo mikilli útbreiðslu, eins og gerðist á þessum tveim bæjum í lok sumars," sagði Eggert. Sláturhúsið á Hvolsvelli tók þetta mál mjög föstum tökum við slátrun sl. haust, að sögn Eggerts. Hreinlæti var aukið og aðgæsla var aukin við alla slátrun. Þá voru reglulega tekin sýni frá öllum bæjurn á þessum slóðum til að athuga hvort salrnón- ella leyndist, sem ekki reyndist vera. „Sýni voru tekin úr folöldum á hverjum einasta bæ á stóru svæði, án þess að viö yrðum varir við salmón- ellu," sagði Eggert. Nú höfum við íslcndingar veriö að státa okkur af því að hér sé allt hreint oc afurðir góðar. Er það liðin tíð? „Við fylgjunt í kjölfar hinna þjóðanna. Þetta hcfur verið lengi vandamál erlendis, og einnig hér á landi í alifuglarækt, en ekki í öðrum búpeningi, nenia örlítið í svtnum. Ég held að þetta sé einstakt tilvik sem ætti ckki að þurfa að koma upp aftur og menn hafa náð tökum á," sagði Eggert. Hann sagði að þó svo salmónella hafi í þessu tilviki komið upp í Austur- Landeyjunum, þá væru aðstæður svipaðar víða annar- staðar og gæti hún því komið upp hvar sem er og hvenær sem er. „Það er nánast tilviljun að þetta kemur upp í Landeyjunum," sagði Eggert. Aðspurður hvort salmónella gæti gert fiskeldi skráveifu, sagðist hann ekki telja það. „Þcssi salmónella fjölgar sér ekki nema við ákveðið hitastig og það þarf mikið magn af henni til að sýkja og þær aðstæður hcf ég ekki trú á að séu til staðar í fiskeldinu," sagði Eggerl. Að sögn Eggerts hefur veiðistjóri þegar hafið stórfcllda herferð gegn vargfuglinum og heilbrigðiseftirlitiö er þegar tekið til viö að brýna fyrir mönnum að ganga vel frá sorpi og frárennsli og öðru þcss háttar. -ABÓ Þingmannafrumvarp er gerir ráö fyrir aö bankaútibú og sparisjóöir geti annast afgreiöslu fyrir LÍN: Lánasjóðinn á landsbyggðina Lagt hefur verið fram á þingi frumvarp er gerir ráð fyrir að tryggt verði að bankaútibú, eða sparisjóðir á landsbyggðinni, geti annast af- greiðslu fyrir Lánasjóð íslenskra námsmanna. I greinargerð með frumvarpinu segir að málið sé lagt fyrir, vegna þess að brýnt sé að leiðir milli Lánasjóðsins og stúdenta eða um- boðsmanna þeirra, séu sem greiðast- ar. Nemendur sem rétt eigi á lánum frá sjóðnum komi frá öllum lands- hlutum og stundi nám við ýmsa skóla bæði hér og erlendis. Þeir er stundi nám erlendis þurfi að hafa umboðsmann hér heima til þess að koma nauðsynlegum gögnum varð- andi námsframvindu sína og fjárhag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Algengast sé að slíkur umboðsmað- ur sé foreldri, eða annar nákominn og mjög erfitt og nánast ógerlegt sé fyrir aðstandendur utan að landi að taka að sér slíkt umboð fyrir nem- endur er komi af landsbyggðinni. í annan stað hafi á undanförnum árum verið stofnaðar nýjar brautir við skóla úti á landi, er bjóði upp á nám sem er lánshæft samkvæmt reglum sjóðsins. Þar eru nefndir sem dæmi þeir 85 stúdentar er stunda nám við Háskólann á Akureyri, auk þeirra fjölmörgu sem eru við nám á verk- mennta- og tæknibrautum. Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Danfríður Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Halldór Blöndal, Jón Helgason og Karl Steinar Guðnason. -ÁG Þrjú hús í verkamannabústaðakerfinu í byggingu á Sauðárkróki: Mikil eftirspurn er eftir húsnæði Á vegum Verkamannabústaða á Sauðárkróki eru nú í byggingu þrjú hús sem staðsett eru við Kvistahlíð. Tvær íbúðir önnur tveggja en hin þriggja herbergja verða í hverju húsi. Fyrirhugað er að afhenda íbúð- irnar í árslok 1990. Að sögn Hilmis Jóhannessonar formanns stjórnar verkamannabústaða á Sauðárkróki bárust tvær umsóknir um hverja íbúð þegar þær voru auglýstar í haust. Sagði Hilmir í samtali við fréttaritara að sér virtist síður en svo minnkandi eftirspurn eftir húsnæði á Sauðárkróki t.d. bárust 13 umsóknir um eina verkamannaíbúð sem aug- lýst var til endursölu fyrir skömmu. Ibúðirnar sem nú eru í byggingu eiga að kosta fullfrágengnar 5,9 millj. og 6,8 þær stærri. Verktaki við húsin er byggingafélagið Hlynur. Þess má að lokum geta að á vegum Sauðár- króksbæjar eru nú tvö hús með sex íbúðum í byggingu og mun þar vera um kaupleiguíbúðir að ræða. - ÖÞ. Frá byggingarstað við Kvistahlíðina á Sauðárkróki fyrirskömmu. T.mamynd«þ. Stöndum saman um landsliðið okkar HEIMSMEISTARA-HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.