Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. febrúar 1990 Tíminn 5 Staða biðreiknings Útvegsbankans reyndist 300 milljónum króna lakari en talið var við uppgjör bankans í apríl 1987: Skuldbindingar ríkisins 1,8 m vegna Útvegsbanka í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðna Ágústssonar um það hversu miklar skuldbindingar ríkissjóður hafi tekið á sig við sölu Útvegsbankans kemur fram að á núgildandi verðlagi nema skuldbindingarnar 1.850 milljónum króna. Eru þar meðtaldar lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna bankans. í svari ráðherrans kemur fram að niðurstaða biðreikningsins í lok síð- asta árs var 300 milljónum lakari en talið var við uppgjör bankans í apríl 1987. í svari ráðherrans segir orðrétt: „Niðurstaða á uppgjöri biðreikn- ingsins í árslok 1989 sýnir tæplega 300 millj. kr. viðbótarafskrift og hafa því heildarafskriftir útlána orð- ið um 716 millj. kr. miðað við verðlag í aprílmánuði 1987 í stað416 millj. kr. afskrifta við uppgjör á Útvegsbanka íslands í aprílmánuði 1987. Er þá ekki tekið tillit til óinnheimtra krafna sem áætlaðar eru um 100 millj. kr.“ f svari ráðherrans kemur fram að á verðlagi miðað við maí 1987 eru skuldbindingar ríkissjóðs vegna sölu Útvegsbankans alls 1.132 milljónir króna. Á verðlagi desembermánað- ar sl. eru þetta skuldbindingar upp á 1.850 milljónir króna. Þess má geta að lífeyrisskuldbindingar Eftirlauna- sjóðs starfsmanna Útvegsbankans eru þarna meðtaldar og eru þær áætlaðar 550 milljónir á verðlagi ársins 1987. Sérstök lög voru sett um sölu Útvegsbankans íslands árið 1987 og í lögunum var gert ráð fyrir sérstakri matsnefnd sem meta skyldi eiginfjár- stöðu bankans og miða matið við þann dag er Útvegsbankinn h.f. yrði stofnaður á rústum hins fyrrnefnda. 29. desember 1987 var gerður samningur milli Útvegsbankans h.f. og ríkissjóðs um að færa skuldbind- ingar tiltekinna lánþega á sérstakan viðskiptareikning. Samkvæmt þess- um samningi átti síðan endanlegt uppgjör vegna þessara sérstöku skuldunauta að fara fram og kostn- aður vegna þeirra að falla á ríkis- sjóð. í svari viðskiptaráðherra segir að sumir af þessum sérstöku lánþegum sem ekki fylgdu með í kaupunum við stofnun Útvegsbankans h.f. séu gjaldþrota sumir en flestir hinna séu á barnti gjaldþrots. í fyrrnefndum samningi frá 29. desember 1987 hefði verið ráð fyrir því gert að loka biðreikningnum um áramótin 1988-1989. Það hefði hins vegar ekki vcrið gert vegna þess að ekki hefði þá verið lokið endanlegu uppgjöri ýmissa stórra mála sem biðreikníngnum tilheyrðu. Því hetði ve^jf) ákveðið að fresta lokauppgjöri um'Sitt ár, eða til ársloka 1989. Sigurður Þórðarson, vararíkisendur- skoðandi, sagði ísamtali viðTímann í gær að lokauppgjörið yrði tilbúið og lagt lram á allra næstu dögunt. Aðspurður sagði Sigurður að þessi niðurstaða hefði ekki komið nefnd- armönnum svo mjög á óvart. „Þegar menn skoðuðu biðreikninginn í upp- hafi var ljóst að meira myndiJéggjast á ríkissjóð, það munar kannski 100 milljónum sem er ekki há upphæð í þessu dænii. Þetta kom okkur því ekki á óvart þó okkur þyki þessar fjárhæðir auðvitað hrikalegar." Þess ntá að lokurn geta að fyrir- spyrjandi, Guðni Ágústsson, er að láta skoða þetta mál nánar. -sá/ssh Innheimtuaðgerðir vegna vangoldins þungaskatts og bifreiðagjalda hafa skilað verulegum árangri, en ekki borga allir: Númer klippt af 30 bílum Innheimtuaðgerðir vegna van- samtals 50 bifreiðum í Reykjavík á goldinna bifreiðaskatta héldu þeim tveim dögum sem innheimtu- áfram í gær og höfðu að vinnudegi aðgerðirnar hafa staðið yfir, en loknum 380 einstaklingar komið fyrsta daginn voru afskipti höfð af og gert upp sínar skuldir. Þær voru 25 bifreiðum en af 20 þeirra voru flestar hverjar fremur smáar, en í númer klippt. gær innheimtust um 4 milljónir Eins og Tíminn greindi frá námu króna. heildarskuldir vegna vangoldins Hóparnir tveir, sem gerðir eru þungaskatts og bifreiðagjalda 720 út.til að leita uppi bíla þeirra sem milljónum króna. Þar af var skuld ekki hafa staðið í skilum með bifreiðaeigenda í Reykjavík um þungaskatt og bifreiðagjöld, 280 milljónir króna. klipptu í gær númer af 30 bifreið- Þessum innheimtuaðgerðum um. Hefur því verið klippt af verður haldið áfram. -ABÓ Auðbjörg frá Ólafsvík bjargaði þremur sjómönnum frá Hellissandi í blindhríðog miklum sjógangi: Mannbjörg er Doddi SH sökk Mannbjörg varð er Doddi SH 222 sökk út af Rifi á Snæfellsnesi um kl. 19.30 í gærkvöldi. Þriggja manna áhöfn var á bátnum, sem er tæp tíu tonn, og komust þeir allir um borð í gúmmíbát. Auðbjörg frá Ólafsvík var á siglingu tveimur mílum á undan Dodda þegar óhappið varð. Skipstjórinn á Auðbjörgu hafði ver- ið í talstöðvarsambandi við Dodda. Nokkrum mínútum eftir að því sam- tali lauk heyrðu skipverjar á Auð- björgu neyðarkall. Þeir sneru skipi sínu við og þrátt fyrir blindhríð og mikinn sjógang sáu þeir neyðarblys í tvígang sem þeir gátu farið eftir. Auðbjörg fann gúmbátinn fljótlega og verður það að teljast mesta mildi þar sem slíkur björgunarbátur er illgreinanlegur í miklum sjógangi. Skipverjarnir náðust um borð í Auðbjörgu sem sigldi með þá til hafnar í Ólafsvík um klukkan 20.30 í gærkvöldi. Eins og áður sagði er talið að báturinn hafi sokkið unt klukkan 19.30, þá á leið til lands eftir að hafa verið við veiðar á miðjurn Breiðafirði. Talið er að Doddi SH hafi fengið á sig sjó, lagst á hliðina og sokkið á svipstundu. Sjómennirnir þrír eru allir frá Hellissandi og heilsaðist þeim ágæt- lega í gærkvöldi. Akureyri: Skipu lagsbreytingar hjá íslandsbanka Tillögur bankaráðs íslandsbanka um skipan útibúa bankans á Akur- eyri voru nýverið kynntar starfs- mönnum myrðra nýverið. í tillögun- um kemur m.a. fram að eitt kjarna- útibú verður á Akureyri, auk þjón- ustuútibús. Þá var einnig greint frá því að staða aðalútibússtjóra á Ak- ureyri verði auglýst laus til umsóknar nú þegar. Útibú íslandsbanka á Akureyri Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins hefur lýst því yfir að hún sé ekki andvíg undanþágu fyrir íslenskan æðardún frá innflutnings- banni á æðardúni. Ákvörðun um þetta var tekin að undangengnu eru nú fjögur. Þrjú eru staðsett í miðbænum, og eitt í Lundarhverfi. Samkvæmt tillögum bankaráðs mun útibúið í Lundarhverfi áfram verða rekið sem þjónustuútibú, en útibúin þrjú í miðbænum sameinuð í eitt stórt að Skipagötu 14, útibúið í Hafnarstræti 107 verður sameinað aðalútibúinu í vor, og í haust er reiknað með að útibúið við Geisla- götu 14 verði sameinað aðalútibú- samráði milli vestur-þýska umhverf- ismálaráðuneytisins og fram- kvæmdastjórnar EB. Innflytjendur íslensk æðardúns í Vestur-Þýska- landi hafa þégar fengið undanþágur. inu. Samkvæmt upplysingum Kristínar Jónsdóttur útibússtjóra í Skipagötu 14 er gert ráð fyrir að húseignir bankans við Hafnarstræti og Geisla- götu verði seldar. Kristín segir að húsnæðið við Skipagötu nægi bank- anum alveg, þar megi reka 50 manna útibú, en starfsmenn bankans á Ak- ureyri weu nú 40, og ekki gert ráð fyrir neinum breytingum í því efni. Sem stendur leigir bankinn hluta af húsnæði sínu, og á auk þess hlut í húsnæði sem nú rekur verslun og myndbandaleigu. Samningar standa nú yfir við húsfélagið að bankinn fái það húsnæði til afnota. Sem áður sagði verður staða aðalútibússtjóra auglýst laus til umsóknar nú þegar, og segir Kristín að gera megi ráð fyrir að í lok mars liggi fyrir hverjir muni skipa æðstu stöður íslands- banka á Ákureyri. HÍÁ-Akureyrí GRÆNTLJÓSÁDÚN Guðmundur Daníelsson rithöfundur er látinn Guðmundur Danfelsson rithöf- undur og kennari lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi að kvöldi 6. febrúar. Guðmundur var mikil- virkur rithöfundur og skrifaði yfir fjörutíu bækur á ferli sínum, þó hann hafi lengst af gegnt fullu starfi sem kennari. Guðmundur hefði orðið áttræður í október á þessu ári hefði hann lifað, en hann fæddist 4. október 1910 að Gutt- ormshaga í Holtahrepp í Rangár- vallasýslu. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson bóndi og Guðrún S. Guðmundsdóttir. Kennaraprófi lauk Guðmundur árið 1934 frá Danmarks Lærerhöj- skole í Kaupmannahöfn. Guðmundur kenndi víðsvegar um land og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum um ævi sína, bæði tengdum skólamálum og rit- smíðum. Guðmundur var kvæntur Sig- ríði Arinbjarnardóttur. Meðal ritverka Guðmundar voru fjölmargar skáldsögur og munu án efa flestir kannast við Spítalasögu hans sem kom út í Guömundur Daníelsson, rithöf- undur og kennari. fyrsta sinn 1971. Þess má að lokum geta að heild- arsafn ritverka Guðmundar var gefið út í september síðastliðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.