Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 8. febrúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT JÓHANNESARBORG- Bandaríski blökkumanna- leiötoqinn Jesse Jackson kom til Suour-Afríku þar sem hann mun dvelja í vikutíma og hvetja blökkumenn til dáöa. PEKING — Sextíu og fimm Kinverjar hafa verið dæmdir til dauða vegna þrælasölu í Anh- ui héraði. Fólkið hafði selt fjölda kvenna og barna í ánauð undanfarin ár. Þá hafa 3535 manns verið handteknir og 2937 verið dæmdir fyrir þræla- hald í Anhui héraðinu sem er eitt það fátækasta í Kina. Yfir- völd hafa náð að bjarga rúm- lega 10 þúsund konum og börnum úr höndum þrælahald- ara að undanförnu. Segir í frétt Alþýðublaðsins í Kína að undanfarin tíu ár hafi þræla- hald í Anhui aukist gífurlega. BONN — Vestur-þýsk stjórn- völd hvöttu austur-þýsku stjórnina til að hefja þegar samningaviðræður um gjald- eyrissamband ríkjanna. Gert er ráð fyrir að sami gjaldeyrir muni ríkja og þannig verði komið í veg fyrir hrun efna- hagslífs í Austur-Þýskalandi. BEIRÚT — Rauðakrossliðar fengu fylgd franskra sendi- ráðsmanna til að koma fórnar- lömbum innbyrðis átaka krist- inna manna í Líbanon til hjálpar. Að minnsta kosti 350 manns hafa fallið í átökunum og hefur Samir Geagea leið- togi Líbönsku hersveitanna beðið Frakka um að grípa inn í og stöðva andstæðinginn Michel Aoun. PRAG — James Baker utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna varaði ríki Austur-Evrópu um að hvika frá lýðræðisstefnu sinni. Ef slíkt yrði gert myndu Bandaríkjamenn beita sér fyrir að þau ríki yrðu einangruð á alþjóðavettvangi. Baker kom til Moskvu í gær. PRAG - Gífurlega öflug sprenging varð í sovéskri her- stöð í Tékkóslóvakíu í fyrrinótt. Sveppalagað sprengiský lagði upp af herstöðinni og eldar kviknuðu í nærliggjandi skógum. Sem betur fer fórst enginn í sprengingunni sem varð vegna þess að allar öryggisreglur í tengslum við vopnabúr voru brotnar, ef marka má talsmann sovéska hersins í Tékkóslóvakiu. ÚTLÖND Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna styrkir stööu sína eftir sögulegan miðstjórnar- fund sovéska kommúnistaflokksins: Kommúnistaflokkurinn lætur af valdaeinokun Valdaeinokun sovéska kommúnistaflokksins er lokid og fjölflokkakerfí mun veröa komið á í Sovétríkjunum. Frá þessu var gengiö á miðstjórnarfundi sovéska kommúnista- flokksins ■ gær. Eru þetta róttækustu breytingar sem orðið hafa í Sovétríkjunum frá því í byltingunni 1917. Á fundi miðstjórnar flokksins í gær voru umbótatillögur Mikhaíls Gorbatsjofs samþykktar, en þær miðuðu að „mannlegum, lýðræðis- legum sósíalisma". Ein tillagan var að nenta 6. grein sovósku stjórnar- skrárinnar úr gildi, en hún kvað á um aö sovéska kommúnistaflokkn- um bæri forystuhlutverk í Sovétríkj- unum. Harðlt'numennirnir í sovéska kommúnistaflokknum hafa því endanlega orðið undir í valdabarátt- unni, en þeir reyndu þó sitt besta á miðstjórnarfundinum scm stóð í þrjá daga, degi lengur en ráð var lyrir gert. Gagnrýndu harðlínumennirnir umbótastefnu Gorbatsjofs harðlega og sökuðu hann um að hafa hrakið Sovétríkin fram á hengiflug upp- lausnar og stjórnleysis. Gckk gagn- rýnin svo langt að einhverjir fulltrúar kröfðust afsagnar Gorbatsjofs. í tillögum Gorbatsjofs er ekki einungis gert ráð fyrir að afncma valdaeinokun kommúnistaflokksins, heldur er gert ráð fyrir róttækum breytingum á skipulagi hans. Fækk- að verður í miðstjórn flokksins þannig að þar sitja 200 fulltrúar, mynduð verði ný stjórnmálanefnd þar sem fulltrúar allra fimmtán Sov- étlýðveldanna eiga sæti, í stað emb- ættis aðalritara kemur voldugt emb- ætti formanns kommúnistaflokksins og verða tveir varaformenn kjörnir. Breytingar þessar sættu mikilli andstöðu harðlínumanna, en um- bótasinnar fullyrtu að ef flokkurinn gcrði ekki umbætur á sjálfum sér í tíma þá myndi hann hljóta örlög annarra kommúnistaflokka í Aust- ur-Evrópu, missa tiltrú og völd. 70 skæruliðar felldir Hermenn á Filippseyjum hafa undanfarna þrjá daga gert harða hríð að skæruliðum kommúnista. Tæplega sjötíu skæruliðar voru felld- ir þegar hundruðum hcrmanna var sigað á hrciður þeirra á Malindang fjalli í Zamboanga del Sur héraði sem er 770 knt suðaustur af höfu- ðborginni Manila. Einungis átta her- menn féllu og tíu særðust. Þetta cru fyrstu meiriháttar bar- dagar stjórnarhersins á Filippseyjum og skæruliða Nýja alþýðuhersins, sem undanfarin 20 ár hefur barist gegn yfirvöldum á Filippseyjum. Hermogenes Esperon talsmaður hersins sagði að hermennirnir hefðu komið um hundraö skæruliðum á óvart þar sem þeir dvöldu í búðum sínum. Margir skæruliðar reyndu að flýja, en lentu í klóm hermannanna, að sögn Esperon. Renato De Villa yfirmaður land- liers Filippseyja sagði eftir árásina að Nýi alþýðuherinn ógnaði ekki lengur ríkisstjórn Filippseyja þar sem helstu lciðtogar skæruliða hafi verið handteknir undanfarin tvö ár. Er talið að herstyrkur skæruliða hafi fallið úr 25 þúsundum manna í 19 þúsund á einu ári og halli mjög undan fæti hjá þeim. Ríkisstiórnin vill vopnahlé Ríkisstjórn marxista í Angóla segist vilja semja vopnahlé við UNITA skæruliðahreyfinguna þrátt fyrir að stjórnarherinn hafi náð á sitt v;dd mikilvægum stöðv- um skærtiliða í suð-austurhluta Angóla. Það var Jose Éduardo Dos Sant- os forseti Angóla sem skýröi frá því að stjórnin byði skæruliðunum upp á vopnahlé, en forsetinn stað- hæfði að stjórnarherinn hefði liert- ekið bæinn Mavinga þar sem UNITA hafði bækistoðvar sínar. Sagði Santos að stjórnarherinn hefði ráðist af alefli gcgn skæru- liðasveitunum vegna þess að skæruliðar hefðu stóraukið árásir sínar að undanförnu. -Ríkisstjórn okkar stefnir ekki að algerum hernaðarsigri, sagði Santos og sagðist reiðubúinn að leyfa sjálfstæðum frambjóðendum að taka þátt í þingkosningum. Einungis stjórnarflokkurinn hefur nú leyfi til að bjóða fram. Hernaðarscrfræðingar telja að stjórnarherinn hafi lagt allt í söl- urnar við að ná Mavinga til að ríkisstjórnin hafi betri stöðu í friðarsamningum. Vopnahlé hafði náðst í Angóla fyrir sjö mánuðum, en það hélt ekki lengi. Fimmtán ár eru liðin frá því að borgarastyrjöld- in í Angóla hófst. Mikhaíl Gorbatsjof styrkti mjög stöðu sína í Sovétríkjunum í gær. Harðlínumennirnir í kommúnistaflokknum lutu í lægra haldi þegar róttækar umbótaáætlanir Gorbatsjofs voru samþykktar í miðstjóm flokksins. Valda- cinokun kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum er lokið og framundan er fjölflokkakerfi. Mikil ólga í Pakistan: Bardagar í Karachi Öryggissveitir og æstir and- stæöingar ríkisstjórnar Pakist- ans böröust af mikilli hörku á götum Karachi, næst stærstu borgar landsins á miðvikudag. Tuttugu og tveir menn féllu og sextíu særðust. Læknar og lögregla í Karachi, sem var lömuð af allsherjarverk- falli, sögðu að fjórir hinna föllnu hefðu verið lögreglumenn. Flestir hafi fallið fyrir byssukúl- um. Læknar á Jinnah og Abbasi sjúkrahúsunum í Karachi hafa lýst yfir neyðarástandi og hafa öll frí læknaliðs og sjúkraliða verið aftur- kölluð til að sinna hinum særðu. -Hinir særðu liggja á gólfunum. Við höfum ekki fleiri sjúkrarúm. Við Itöfum beðið fólk um að gefa blóð, sagði einn læknir á Jinnah sjúkrahúsinu við fréttamenn. Bardagarnir hófust milli lögreglu sem studd var af hermönnum eftir að fimmtíu vopnaðir menn réðust á lögreglustöð í Karachi til að freista þess að leysa úr haldi fólk sem handtekið hafði verið vegna allsherj- arverkfallsins á miðvikudag. Verkfallið er ólöglegt, en það er hin öfluga Mohajir þjóðarhreyfingin sem fyrirskipaði verkfall í Karachi. Hreyfingin hefur sakað stuðnings- mcnn Benazir Bhutto forsætisráð- herra um að hafa rænt áttatíu með- limum Mohajir. Var verkfallinu ætl- að að þrýsta á um að fólkinu yrði sleppt. UMSJÓN: Hallur Magnússon BLAÐAM Borgarstjórakosningar í Kólumbíu: Skæruliðaforingjar stefna ótrauðir á borgarst jóras tóia Tveir helstu leiðtogar M-19 skæru- liðasamtakanna í Kólumbíu sem nýlega hafa gert friðarsamning við stjórnvöld hyggjast bjóða sig fram til borgarstjóra í tveimur helstu borg- um Kólumbíu. Carlos Pizarro æðsti leiðtogi M-19 hcfur skráð sig sem frambjóðandi í borgarstjórakosningunum í höfuð- borginni Bógóta. Næstráðandi hans, Antonio Navarro Wolf mun hins vegar bjóða sig fram í borginni Cali, sem er þriðja stærsta borg Kólumb- íu. M-19 hefur alla tíð átt nokkurn stuðning í Calí sem er 330 km suðvestur af höfuðborginni Bógóta. Telja M-19 liðar sig hafa góða mögu- leika á sigri þar. M-19 undirritaði friðarsamning við stjórnvöld í nóvembermánuði síðastliðnum. Samkvæmt þeim samningi leggja skæruliðar niður vopn og leiðtogarnir tveir fengu sakaruppgjöf. M-19 eru hvað frægust fyrir að hafa hertekið Dómshöllina í Bógóta árið 1985. Þá létust um hundrað manns þegar herlið yfirbugaði skæruliðana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.