Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.02.1990, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 ! - RlKISSÍóP NÚTIMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN Lí BYGGÐUM LANDSINS iðá PÓSTFAX TÍMANS 687691 Múlakaffi ALLTAF í LEIÐINNI Q 37737 36737 Tíminn FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990 Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir allar forsendur vera fyrir hendi til að markmið kjarasamninganna um 6-7% verðbólgu náist: Verðum að hafa strangt aðhald í efnahagsmálum Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar segir ríkissjóð verða að gæta aðhalds í útgjöldum ef takast eigi að lækka vexti. Hann segir að staða efnahagsmála þjóðarinnar sé nú með þeim hætti að góðar líkur séu á að markmið nýgerðra kjarasamninga náist og verðbólga verði á bilinu 6-7% á árinu. „Ef forsendur samninganna halda gæti veröbólga orðið 6-7% frá upphafi til loka árs. Ef verð- bólga minnkar með þessum hætti ættu nafnvextir að geta lækkað verulega og þar með skapast meiri möguleiki á stöðugleika í efna- hagslífinu. Það sem helst gæti stefnt árangri í þessa veru í tvísýnu er að ekki verði nægilegt aðhald í efnahagslífinu á næstunni. Ef að- hald er ekki nægjanlegt gæti myndast þensla sem gæti haft í för með sér launaskrið og meiri vcrð- lagsbreytingar," sagði Þórður. í endurskoðaðri þjóðhagsspá spáir Þjóðhagsstofnun 6-7% verð- bólgu á þessu ári, en í desember spáði hún 10,5% verðbólgu. Spáð er að kaupmáttur standi í stað, en falli ekki um 3% eins og spáð var. „Það er mjög mikilvægt að það vcrði nægilegt aðhald í peninga- málum og ríkisfjármálum. Halli á ríkisfjármálum má ekki aukast. Ef hallanum er mætt með auknum lántökum á innlendum Iánamark- aði, en ekki niðurskurði útgjalda að neinu marki, hefur það áhrif til hækkunar á vöxtum. Þeim mun meiri sem hallinn verður á ríkis- sjóði, þeim mun hærri verða vext- irnir. Eins er mikilvægt að þess verði gætt að útlán og peningamagn aukist ekki óhóflega á næstunni. Ég held að þó að nafnvextir lækki verulega eigi að vera hægt að hafa aðhald í peningamálum þar sem raunvextir lækka ekki. Ef myndast mikil lánsfjáreft- irspurn núna í kjölfar kjarasamn- inganna verður að tryggja að útlán aukist ekki með því að beita þeim tækjum sem menn hafa. Þau tæki eru vextirnir fyrst og fremst." -Telur þú að menn hafi sett sér Þórður Friöjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. raunhæf markmið með nýgerðum kjarasamningum? „Þessi markmið geta verið raun- hæf í sjálfum sér. Það er ekkert sem sjálfkrafa brýtur þau niður ef menn halda rétt á málum. Það sem gerir það að verkum að ef til vill er betra tækifæri núna en oftast áður til að ná árangri er að skilyrði í þjóðarbúinu eru betri núna. Halli á viðskiptum við önn- ur lönd er minni og þar með betra samræmi milli þjóðartekna og þjóðarútgjalda heldur en verið hefur um langt skeið. Það er betra jafnvægi í ríkisfjármálum, betra jafnvægi á peningamarkaði og það eru betri almenn rekstrarskilyrði útflutningsgreina. Þetta þrennt hefur kannski ekki farið jafn Ijós- lega saman lengi og þess vegna ætti að vera betra tækifæri til ná þessum markmiðum en áður.“ -EÓ Nýr strætó höfuðborgar- svæðisins Nýlega var undirritaður stofn- samningur Almenningsvagna b.s. en fyrirtækinu er ætlað að halda uppi almenningssamgöngum á höfuð- borgarsvæðinu, utan starfssvæðis SVR. Fyrirtækið tekur til starfa 1. janúar 1993 en þá renna út sérleyfi þeirra sem sjá um almenningssam- göngur á svæðinu. Samstarf verður haft við Reykjavíkurborg um sam- eiginlegar skiptistöövar og tengingu við leiðakerfi SVR. Aðild að liinu nýja byggðasamlagi eiga sex sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu: Bessastaðahreppur, Garðabær, Hafnarfjörður, Kjalar- neshreppur, Kópavogur og Mos- fellsbær. SSH KVEIKT í Á BENSÍNSTÖD Slökkviliðið í Reykjavík var kall- að að bensínstöð ESSO við Stóra- gerði í fyrrakvöld, vegna elds er þar logaði. Þegar að var komið var eldurinn slokknaður. Eftir um- merkjum að dæma hafði verið kveikt í bensíni við stöðina og sást sót á skyggni stöðvarinnar. RLR fékk málið til meðferðar, en til tveggja pilta sást er þeir hlupu á brott, en ekki hafði í gær tekist að hafa upp á þeim. -ABÓ íslenskar hænur verpa nú 3-4 kílóum meira á ári en fyrir tíu árum. Þær eiga þó langt í land með að ná __ systrum sínum: Evrópskar hænur verpa T5 kílóum meira á ári íslenskar hænur verpa nú 3-4 kííóum meira ári en þær gerðu fyrir tíu árum. Eftir sem áður verpa þýskar og hollenskar hænur 4-5 kílóum meira á ári en þær íslensku. Þetta kom fram í erindi sem Eiríkur Einarsson frá Félagi eggjaframleið- enda flutti á ráðunautafundi Búnað- arfélags íslands. Eiríkur segir unnt að ná fram töluverðri hagræðingu í framleiðslu og dreifingu eggja, sér- staklega með því að flytja inn nýja varpstofna. Samkvæmt forðagæsluskýrslum eru 230 þúsund hænur í landinu. Bændur með hænur eru samkvæmt sömu skýrslum 424, þar af eru um 50 bú með yfir 200 hænur. Smáfram- Ieiðendum hefur fjölgað nokkuð á síðustu árum. í fjölda ára hafa verið flutt inn egg frá Noregi til stofnræktar. Hingað til hcfur ekki fengist leyfi til að flytja inn erfðaefni frá öðrum löndum af ótta við smitsjúkdóma. Nú er talið að stofninn sem er í landinu afkasti u.þ.b. 13-14 kílóum af eggjum á ári, en fyrir aðeins um 10 árum var þessi tala í kringum 10 kíló á ári. I löndum eins og Þýskalandi og Hollandi eru stofnar sem verpa ca. 18 kílóum á ári og nota til þess mun minna fóður en við þekkjum hér á landi. Fóðurkostnaður er langstærsti kostnaðarliðurinn við eggjafram- leiðsiuna. Reiknað er með að hann sé um 43% kostnaðarins og þá er ekki reiknað með fóðurkostnaði vegna eldis hænuunga. Laun eru aðeins um 10% kostnaðar við fram- leiðsluna. Talið er að hægt sé að ná fram umtalsverðri framleiðniaukningu með því að flytja inn afkastabetri hænsnastofna sem nýta fóðrið betur. í dag þarf um 3,5 kíló af fóðri til að framleiða eitt kíló af eggjum. Ef að hægt væri að komast af með 2,4 kíló af fóðri mynd hvert meðalbú spara u.þ.b. 1,8 milljónir króna. Fram- leiðslukostnaður myndi lækka um 15-20%. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.