Tíminn - 08.02.1990, Page 6

Tíminn - 08.02.1990, Page 6
6 Tíminn Timiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ástandið í Líbanon 15 ára samfelld borgarastyrjöld í Líbanon hefur tekið á sig enn nýja mynd með blóðugum bardögum sem geisað hafa undanfarna daga milli kristinna manna innbyrðis. Ruglingur þessarar styrjaldar er orðinn slíkur að ekki er að finna neinar skiljanlegar meginlínur um deiluefni eða milli hverra deilur standa. Samkvæmt alhæfingarskilningi um allt sem varðar ástand í löndum fyrir botni Miðjarðarhafs eiga trúarbragðadeilur að vera upphaf og endir ófriðar á þessum slóðum. Og varla verður því móti mælt að þarna slær saman margs konar þjóðmenningu og trúarsið, sem ekki er hægt að samhæfa í sjálfu sér og hlýtur allraf að verða vandamál í náinni sambúð þjóðernisminnihluta og trúarhópa innan sömu ríkis- heildar eða undir sameiginlegu stjórnkerfi, af hvaða tegund sem það er. Hvað sem öllum menningar- og trúarmun líður í fjölþjóðasamfélögum, mega menn ekki horfa framhjá því sem í rauninni er aðalmálið, að það er stjórnkerfið sjálft sem reynist ófullkomið þegar út af ber. í rauninni er það ekki fjölbreytni menningarinn- ar og margvísleiki trúarbragðanna sem ástæða er til að mæna á og gera að syndahafri illinda og ófriðar í fjölþjóðasamfélögum, heldur er það ófullkomleiki stjórnmálanna, sá meginannmarki sem það er á stjórnskipulagi - ef það á að vera lýðræðislegt - að það tryggi ekki eðlilega valddreifingu milli þjóðfé- lagsaflanna. Líbanon er lítið land. Það á sér að vísu óralanga sögu, eins og þessi heimshluti allur, en í nútímaskiln- ingi er þetta ungt ríki og pólitísk nýsmíði, sem aldrei hefur orðið að því gagni sem til var ætlast. Líbanon átti þó að verða fyrirmyndar lýðræðisríki með stjórnarskrá sem stæðist kröfur vestrænna hugsjóna um efni og tilgang stjórnskipunarlaga. Með sama hætti og evrópskar þjóðir gerðu sér títt um nýstofnað Ísraelsríki, litu þær vonaraugum til lýðræðislandsins Líbanon, þessarar vinjar í Arabaheiminum, þar sem lýðræði og fjölhyggja í trú og menningu og góð skólamenntun áttu að einkenna þjóðfélagið. Arið sem borgarastyrjöldin braust út hafði allt verið undirbúið að Líbanon gerðist aukaaðili að Evrópu- ráðinu ásarnt ísrael. Að sjálfsögðu var sífelldur ágreiningur í líbönskum stjórnmálum vegna þess að menningar- og trúar- minnihlutarnir deildu um völd í landinu og undu ekki valddreifingarákvæðum stjórnarskrárinnar. En til borgarastyrjaldar hefði ekki þurft að koma í þeim mæli sem reyndin er, ef ekki hefðu utanaðkomandi og erlend öfl hlaðið undir deilurnar og lagt stríðandi fylkingum stríðsvopn í hendur. Vopnin spruttu ekki upp í landinu sjálfu nema að litlu leyti, og sú uppspretta hefði jxirrið skjótt, ef ekki hefði verið séð fyrir vopnasendingum erlendis frá með þeim af- leiðingum sem nú blasa við, að Líbanon er algjört óstjórnarland og sú fræga borg Beirút, sem kölluð var París Miðausturlanda, er í rúst. Ekki skal gert lítið úr þjóðfélagsandstæðum í þessu litla landi. En borgarastyrjöldin sem þar ríkir og orðin er að krónísku ástandi, hefur fyrst og fremst nærst á aðsendum vopnum og pólitísku viljaleysi stórveld- anna um að friða landið. Fimmtudagur 8. febrúar 1990 Um óhræsið hið nýja í Læknablaðinu/fréttabréfí lækna, sem er faglegt tímarit með styttri greinum og tilkynningum til að auka upplýsingastreymi milli lækna á landinu, er nú farið að birta skáldskap. Um cr að ræða nýja útgáfu eða stílfærða útgáfu af einu vinsælasta kvæði Jónasar Hallgrímssonar, sem áhöld eru um hvar liggur grafínn, ÓHRÆSINU. I Læknablaðinu er kvæðið kallað „Óhræsið hið nýja“ og mun það hafa verið frumflutt á árshátíð Læknafélags Reykjavíkur fyrir skömmu. I hinni nýju útgáfu er Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra kominn í hlut- verk fálkans en sérfræðingar í hlut- verk rjúpunnar. Ekki kannast Garri þó við þá ímynd sérfræðings sem dregin er upp í þriðju vísunni í kvæðinu og hefur þó átt erindi nokkrum sinnum á læknastofu. Þá hefur það verið Garri sem nagar neglurnar en ekki sérfræðingurinn. Fagleg umræða Engu að síður virðist aðstoðar- ráðherrann framkalla áður óþekkta eiginleika hjá þessari virðulegu stétt manna auk skáld-. legra tilþrifa. Skáldskapurinn í Læknablaðinu er ágætur og mun líflegra form faglegrar umræðu en margt annað sem þar hefur birst. En eins og allir vita sem eitthvað hafa fylgst með faglegri umræðu lækna og raunar fleiri stéttarfélaga þá felast faglegheitin í umræðunni að verulegu leyti í því að menn stappa stéttvísi og samstöðu hver í annan gagnvart viðsemjendum sín- um um kaup og kjör. Garri telur því fulla ástæðu til að fleiri stéttar- félög taki upp faglega umræðu af þessu tagi og vegna þess að hér er á ferðinni dýrt kveðið sýnishorn er Finnur Ingóifsson. bæði Ijúft og skylt að rýna örlítið betur í „Óhræsið hið nýja“ Óhræsið hið nýja Finnur var á fundi Framsóknar í hjörð, allvel sér hann undi augun voru hörð. Sá hann sérfræðinga sem sína verstu fjendur, og áfram þrefa og þinga þeir lengi hann og Gvendur. Léttur er ei sá leikur að lækka kostnaðinn, ef einhver verður veikur þá versnar hagurinn. Elting ill er hafin erfið staðan er, ráðherrann vanda vafinn vill ekki beita sér. Einn var inná stofu erfíða tíma sér, líkur Ijótri vofu lamandi óttinn er. Nagar neglur bleikar næstum upp í Fingur, um raunamæddur reikar ráðlaus sérfræðingur. Finnur fer á stúfa fjendur sína að sjá, reiður skal samning rjúfa, rífa, bíta, og slá. Að sköpuðu láta skeika hann skal sem fyrst á þing, illa, er létt að leika lítinn sérfræðing. Ekki fylgir þetta nýja kvæði þó frumgerðinni nákvæmlega eftir og enginn settur í hlutverk gæðakon- unnar góðu sem „dregur háls úr lið“. Vonandi verða örlög sérfræð- inganna ekki þau sömu og rjúpunnar þó Læknablaðsskáldskapurinn gefi slíkt ótvírætt til kynna. Hver er gæðakonan? Sjálfur heilbrigðisráðherra gæti hugsanlega tekið að sér hlutverk. gæðakonunnar en hann hefur hins vegar lítinn áhuga á rjúpna- veiðum þó slíkt sé vinsælt sport meöal lækna sjálfra. Garri treystir sér ekki til að ráða í þessar merku rúnir og kveða upp úr með dýpri merkingu þess að um gæðakonuna góðu er ekki fjallaö í Óhræsinu hinu nýja. Þess vegna hljóta orð Jóhannesar úr Kötlum að verða lokaorð Garra: „Gömul útslitin gáta þó úr gleðinni dró: Hvað hét hundur karls sem í afdölum bjó?“ Garri VÍTT OG BREITT Ertni við Júlíus Sólnes Eftir því sem helst niá ætla, er hugmyndin um stofnun umhverfis- ráðuneytis nú illvígasta ágreinings- efni Sjálfstæðisflokksins við ríkis- stjórnina. Allan fyrrihluta þingtím- ans og það sem af er síðari hluta hans hefur ekki á öðru gengið meira en að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins berðist gegn þessu máli og legði við flokksæru sína að tefja fyrir því að þetta mál fengi þinglega meðferð. „Þingleg meðferð“ Að vísu taka sjálfstæðismenn ekki önnur orð fremur sér í munn en að þetta mál skuli fá „þinglega meðferð". Gallinn er bara sá að þeir kalla það eitt „þinglega meðferð“ að meirihluti þingsins, sem styður frumvarp ríkisstjórnar- innar um umhverfisráðuneyti, falli frá stuðningi við það frumvarp og styðji í þess stað frumvarp sem sjálfstæðismenn flytja um það sem þeir kalla „samræmda stjórn um- hverfismála" og getur út affyrir sig verið fullgilt þingmál minnihlut- ans, þótt ekki hafi það meirihluta- stuðning. Annað eins hefur nú skeð í þingsögunni eins og það að minnihluta og meirihluta greini á um þingmál. í lýðræðis- og þing- ræðislöndum verður minnihluta- skoðun að víkja fyrir atkvæðum meirihlutans og þykir ekki óþing- legt. Skrýtin málafylgja Þess vegna undrar mann að heyra þetta langdregna raus sjálf- stæðismanna, sem þeir viðhafa í þingsölum að það sé óþinglegt af ríkisstjórninni að vilja halda sinni skoðun fram um yfirstjórn um- hverfismála og hvetji meirihluta sinn til að koma málinu fram, þegar það bætist nú við að þing- meírihlutinn fyrir málinu vill verða við tillögu ríkisstjórnarinnar og afgreiða málið eftir réttum þing- sköpum með fullkomlega eðlileg- um hraða. Sjálfstæðismenn beita hins vegar skipulögðu þófi í mál- inu, sem farið er að ganga út yfir allt sem eðlilegt er. Fyrr má nú vera málafylgjan. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki venjuleg málafylgja. Á bak við þetta höfuðágreinings- efni sjálfstæðismanna við ríkis- stjórn og meirihluta Alþingis er mögnuð pólitísk ertni við einn mann sem á þingi situr og er ráðherra að auki, Júlíus Sólnes. Þessi ertni kemur ágætlega fram í orðum formanns þingflokks sjálf- stæðismanna, Ólafs G. Einarsson- ar, í viðtali við Morgunblaðið í gær þegar hann segir að þessi dráttur sem hann vill að verði á afgreiðslu frumvarps um umhverfismálaráðu- neyti, yrði til þess að „Sólnes yrði að þola það svolftið lengur að vera hagstofuráðherra". Það er auðvit- að mergurinn málsins. Með öllum þessum látum, þessum „fíflagangi" í kringum umhverfismál á Alþingi (eins og Ólafur orðar það sjálfur) eru sjálfstæðismenn að ergja Júlíus Sólnes, koma í veg fyrir það að hann geti á stjórnskipulegan hátt sinnt umhverfismálum eins og mál- efnasamningur ríkisstjórnarinnar um skiptingu verkefna milli ráð- herra gerir ráð fyrir. Hlass hefndarinnar Það er mikil skömm fyrir Alþingi að umræða um umhverfismál skuli hafa verið dregin niður á þetta plan. Fyrir fornkunningjasakir þykir mörgum það líka illt að svo vænn maður sem Ólafur G. Einars- son er um margt skuli vera látinn draga þetta hlass hefndarinnar yfir Júlíusi Sólnes. Sá sem þessar línur ritar hefur að vísu ekki verið mestur áhugamaður um umhverfis- ráðuneyti án þess að hann treysti sér til að gera lítið úr gildi þess, einfaldlega vegna þess að ýmis rök mæla með því að „samræmd stjórn umhverfismála" þurfi að vera á einum stað og fer þá litlu að muna hvort stjórnskipuleg yfirstjórn heiti umhverfismálaráðuneyti eða ein- hverju ófínna nafni. Umræður um svo mikilvægan málaflokk mega ekki enda í tómum orðhengils- hætti, hvað þá grófri ertni við einstaka menn. I.G. > I‘ *M 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.