Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 14. febrúar 1990 Þingsályktunartillaga Guðna Ágústssonar, um breyt- ingar á lífeyrissjóðakerfinu, til nefndar á Alþingi: Bylting á nú- verandi kerf i Nú er tíl umfjöllunar í félags- málanefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar frá Guðna Ág- ústssyni, þingmanni Suðurlands, þar sem lagðar eru til mjög róttækar breytingar á núverandi lífeyrissjóðakerfi. Þar er gert ráð fyrir að þegar einstaklingur- inn komi út á vinnumarkaðinn, stofni hann eigin eftírlaunasjóð, er varðveitist í bankakerfinu. Samkvæmt tillögum Guðna, yrði lífeyrissjóðakerfið lagt niður í nú- verandi mynd og því annaðhvort breytt í hagsmunasamtök er störf- uðu í hverju kjördæmi, eða heildar- samtök sjóðféíaganum til sóknar og varnar í réttindabaráttu og varð- veislu á því fjármagni sem hann legði til hliðar á eigin lífeyrissjóðs- reikningi. Inn á sína eftirlaunasjóðs- bók myndi hver einstaklingur greiða núverandi framlag, 10% af launum, og væru allar greiðslur bundnar á henni, þar til eftirlaunaaldri væri náð. Endurgreiðslur hæfust síðan á aldursbilinu 65 til 70 ára og reiknað með að þeim lyki á tuttugu árum, eða við 90 ára mörkin. Að þeim tíma loknum tæki við tekjutrygging ríkis- ins, en í dag eru 916 einstaklingar eldri en níutíu ára. Hlutverk lífeyrissjóðanna er ann- ars vegar tekjutrygging í ellinni og hins vegar að þjóna sem tryggingar- sjóður ef andlát eða áföll bera að höndum. Samkvæmt þingsályktun- artillögunni er gert ráð fyrir að stofnaður verði sérstakur gegnum- streymissjóður við Tryggingarstofn- un ríkisins, er sjái um örorkugreiðsl- ur ogskyldar lífeyrisgreiðslur. Gjald til þessa sjóðs yrði innheimt með sköttum og endurgreitt beint til bótaþeganna. Guðni hefur varpað fram þeirri hugmynd að gjaldið verði 1-2% af öllum Iaunum,ogdragist frá þeim 10% sem renna í eftirlauna- sjóðinn. - ÁG Gauksmýri í V-Húnavatnssýslu: Sambýli fatla á næstun opnað Nú eru miklar h'kur á að starfsemi á vegum svæðisstjórnar fatlaðra á Norðurlandi-vestra hefjist á Gauks- mýri í Vcstur-Hún. á þessu ári. Eins og kunnugt er festu Þroska- hjálparfélögin í Skagafirði og Húna- vatnssýslum kaup á jörðinni Gauks- mýri á síðasta ári. Nú hefur fengist heimild hjá þvf opinbera til að ráða starfsfólk og bendir allt til að starf- semi geti hafist síðari hluta þessa árs, þar sem heimild til að reka staðinn liggur nú fyrir. Að sögn Allans Morthens fram- kvæmdastjóra Svæðisstjórnar á Norðurlandi-vestra hefur stjórnin lengi haft áhuga á að koma upp sambýli fyrir fatlaða í sveit. Astæður þess eru einkum þær að á Norður- landi-vestra eru nokkrir fatlaðir ein- staklingar sem vilja gjarnan búa í sveit og því hefði Svæðisstjórn talið rétt að koma upp þeim möguleika og til þess hentaði Gauksmýri að flestu leyti ákaflega vel. Bæði væri húsa- kostur ágætur og jörðin vel í sveit sett. Allan bjóst við að íbúar á GaukSmýri yrðu 5 og fjöldi starfs- manna svipaður. Ljóst er að starfs- fólk verður í fyrsta lagi ráðið um mitt næsta ár og því munu væntan- legir íbúar vart flytja inn fyrr en næsta haust. Allan sagði að með tilkomu sambýlis á Gauksmýri til viðbótar þeim sem fyrir eru á Siglu- firði og Sauðárkróki ykist verulega þjónusta við fatlaða á þessu svæði þannig að hún gæti talist í viðunandi horfi. Þessu til við bótar má geta þess ! nú er verið að teikna hús sem ætlafi er mikið fötluðu fólki. Það verður byggt á Sauðárkróki og standa vonir * til að það verði tilbúið eftir tvö ár. Allan sagði að með tilkomu þess húss mætti segja að þörfinni fyrir sambýli á þessu svæði yrði að miklu leyti fullnægt. Ö.Þ. Fljótum Mikil skipaumferð hefur verið um Rifshöfn undanfarið. Á myndinni sjást Hofsjökull og Selfoss samtímis í höfninni sl. fðstudag. Tímamynd Ægir Óvenju margir landlegudagar hjá Rifsbátum: Ótíð hamlar veiðum Ægir Þórðarson, Hellissandi Mikil ótíð hefur verið við Breiðafjörð það sem af er þessu ári og hafa landlegudagar verið óvenju margir. T.d. hafa þeir bátar, sem falla undir sameiginlega kvótann og voru í stoppi frá fyrri hluta desembermánaðar til 15. janúar, aðeins getað farið í örfáa róðra á þessu ári vegna veðurs og stóru bátarnir hafa misst úr allt upp í átta róðra frá áramótum sem er óvenju- lega mikið á ekki lengri tíma. En þessi ótíð hefur samt ekki náð að lama atvinnulífið á Hellis- sandi og Rifi, því stærri bátarnir hafa fiskað vel þegar gefið hefur. i Mikil skipaumferð hefur verið 4. um Rifshöfn í síðustu viku. Hvíta- nes lestaði hér saltfisk á miðviku- dag og á föstudaginn voru Hofsjök- ull og Selfoss í Rifshöfn á sama tíma. Hofsjökull lestaði freðfisk en Selfoss kom með salt og eru húsin að losa birgðir og birgja sig upp af salti, enda stutt í að vetrar- vertíðin hefjist af fullum krafti. Pað er ekki á hverjum degi sem tvö af stærstu farskipum íslendinga eru samtímis í Rifshöfn, en þegar það skeður er eins gott að meiri hluti bátaflotans sé á sjó, því þau taka mest allt hafnarstæðið undir sig, eins og raun bar vitni sl. föstudag. Það var mikið um að vera þenn- an dag, vörubílar að koma og fara og fólk að forvitnast; kranar að hífa og viktarmaðurinn leit varla upp. Myndaðist við þetta hin besta stemmning. Góð byrjun fyrir Neshrepp, en höfnin fór undir hans stjórn sl. áramót. Allir bátarnir frá Rifi eru enn á línu, en vanalega skipta þeir ekki yfir á netin fyrr en um mánaðamót in febrúar-mars. Aflahæstir Rifsbáta frá áramót um eru: Rifsnes 195 tonn Tjaldur 174 - Hamrasvanur 169 - Hamar 161 - Saxhamar 147 - Ný hljóðflutningslín tekin frá Egilsstöðum til Hafnar í Hornafirði gagnið á næstu vikum: TENGIR HOFN VIÐ SVÆÐISÚTVARPID Ný hljóðflutningslína Pósts og símamálastofnunar, frá Egils- stöðum til Hafnar í Hornafirði, verður tengd nú á næstu vikum. Þetta gerir að verkum að unnt verður að tengja suðursvæði Austurlandskjördæmis dreifi- kerfi Svæðisútvarpsins á Austur- landi, en fyrirhugað er að Ríkis- útvarpið leigi línuna fyrir rúm- lega eina milljón á ári. Þetta kom fram í svari Svavars Gestssonar menntamálaráðherra við fyrirspurn Jóns Kristjánssonar þing- manns Austurlands, um útbreiðslu svæðisútvarps í fjórðungnum. Ennþá vantar fjóra senda f dreifi- kerfi Rásar 2 á Austurlandi, svo að það nái til sama svæðis og FM-dreifi- kerfi Rásar 1. Um er að ræða senda í Álftafirði, Lóni, Almannaskarði og Borgarhöfn. Uppsetning þessara senda hefur enn ekki verið tímasett, en áætlaður kostnaður hennar er 5,6 milljónir. Að sögn menntamálaráðherra mun hann, í framhaldi af fyrirspurn Jón Kristjánsson alþingismaður. Jóns Kristjánssonar, óska eftir því við Ríkisútvarpið að fá tímasetta áætlun um framkvæmd þeirra þátta sem enn er eftir að tímasetja varð- andi útbreiðslu svæðisútvarps á Austurlandi. - ÁG VERÐBOLGAN 18,2% SÍÐUSTU 3 MÁNUÐI Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 23,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækk- að um 4,3% og jafngildir sú hækk- un um 18,2% verðbólgu á heilu ári. Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaður mið- að við verðlag í byrjun febrúar- mánaðar. Vísitalan í febrúar reyndist vera 141,4 stig (maí 1988=100) eða 1,6 hærri en í janúar. Samsvarandi vísitala sam- kvæmt eldra grunni (febrúar 1984=100) er 347,1 stig. Þessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu Islands. Þar segir einnig að af einstökum verðhækkunum megi nefna að 11,4% hækkun viðhalds- kostnaðar húsnæðis í kjölfar upp- töku virðisaukaskatts hafði í för með sér um 0,5% vísitöluhækkun, 6% hækkun á oriofsferðum til útlanda olli um 0,2% hækkun og hækkun á mat- og drykkjarvöru hafði í för með sér um 0,2% hækkun á vísitölunni. Verðhækk- un ýmissa annarra vöru- og þjón- ustuliða olli alls um 0,7% hækkun vísitölu framfærslukostnaðar. SSH Vilja fá embættí umboðsmanns barna Foreldrasamtökin í Reykjavík hafa sent öllum þingmönnum bréf þar sem kvatt er til stofnunar em- bættis umboðsmanns barna. Petta mál hefur tvisvar sinnum farið fyrir Alþingi, annars vegar í formi þings- ályktunartillögu og hins vegar í formi frumvarps. I hvorugt skiptið fengu hugmyndirnar fullnægjandi af- greiðslu. Tilgangurinn með stofnun em- bættis umboðsmanns barna er að tryggja réttindi barna í samfélaginu og að tillit sé tekið til hagsmuna þeirra við löggjöf og aðrar stjórn- valdsákvarðanir. í fréttatilkynningu frá samtökun- um segir að til séu margar „hryllings- sögur" um slæma meðferð á ungum einstaklingum í ýmsum opinberum ranghölum, sem beint eða óbeint megi rekja til óheppilegrar ákvarð- anatöku stjórnvalda. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.