Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 9 > því geta landsmenn flett upp öllum orðatiltækjum sem til eru í málinu: bur u málrækt notuð og er þá algengast að tveúnur er slegið saman og er framanskráð 'dæmi um slíkt. Þar er slegið saman orðatiltækjunum „þar liggur hundurinn grafínn' „Ég hika ekki við að tala um að orðatiltæki séu notuð á rangan eða réttan hátt. í því sambandi sýnist mér að það sé málvenjan sem ráði. Síðan vil ég einnig taka mið af því sem finna má í viðurkenndum textum, en um það atriði eru ekki allir sammála. Ég geri ráð fyrir því að ég teljist frekar íhaldssamur þegar ég er spurður út í hvað telst gott eða vont mál." Hvað finnst þér um það tungutak Bibbu á Brávallagötunni? „Mér finnst það hræðilegt og ekki með öllu meinlaust. Þetta truflar málkennd unglinga. Það er verið að snúa öllu við og skrumskæla málið. Þetta er ekki minn húmor." Þú heldur ekki að þetta veki fólk til umhugsunar? „Ég held frekar að þetta rugli fólk. Það er stundum hægt að hlæja að þessu orðabrengli, en ég held að það hafi verið allt of mikið af því í þessum þáttum," sagði Jón. „Að berja í bakkann" Jón segir að ekki sé algengt að finna ranga notkun á orðatiltæki í rituðu máli. Þau dæmi sem hann hefur safnað eru flest úr skólaritgerðum en nokkur eru úr talmáli. Ein tegund rangrar notkunar á orðatiltækjum er þegar tveimur orðatil- tækjum er slengt saman í eitt. Dæmi: „berja í bakkann" (sbr.: klóra í bakkann og berja lóminn), „draga saman kvíarn- ar" (sbr.: draga saman seglin og færa út kvíarnar), „það er margt í mysunni" (sbr.: það er margt í kýrhausnum og það er maðkur í mysunni) og „þar liggur fiskurinn grafinn" (sbr.: þar liggur/er hundurinn grafinn og þar liggur fiskur undir steini). Dæmi um orðatiltæki sem eru á ein- hvern hátt brengluð eru: „oft veldur lítil þúfa þungu hlassi" (þ.e. veltir) og „hell- ast úr lestinni" (þ.e. heltast úr jlestinni). Fjölmörg dæmi eru til um að fólk segi annars vegar og Tímsmynd Árui Bjania „að vera á öndverðum eiði", en orðatil- tækið er „að vera á öndverðum meiði". Jón segir að hin rétta mynd orðatiltækis- ins eigi erfitt uppdráttar í nútímamáli. í sumum tilfellum er álitamál hvaða mynd orðatiltækisins er hin rétta. Sem dæmi um þetta má nefna orðatiltækið að „stemma stigu við e-u" en algengt er að segja, „stemma stigu fyrir e-u". Annað dæmi er, „leika á alls oddi" eða „leika á als oddi". Halldór Halldórsson hefur sýnt fram á að upprunalegasta mynd orðatiltækisins er „leika alsolla", en hæpið er að leggja til við fólk að nota þá mynd. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.