Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.02.1990, Blaðsíða 7
Miövikudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Davíö Erlingsson: Miðstöð í neti samstarf s Hin fræðUegu verkefni Þjóðfræðistofnunar Norðurlanda eru af ýmsu tagi. í formálsorðum fjárveitingartillögunnar fyrir 1990 segir svo: „Starfsemi stofnunarínnar beindist áður einkum að talningum og skráningu heimUdaefnis, gerð bókfræðirita o.þ.u.líks, svo og að því að gangast fyrir umræðufundum og halda námskeið og fræðaþing. Á síðari árum fer meira fyrir verkefna-starfsemi (projekt), sem hefur haft í för með sér að það er orðið helzta viðfangsefni stofnunarinnar að stuðla að samræmingu og samnýtingu þeirra rannsókna sem eiga sér stað við þjóðmennta- stofnanirnar í löndunum. Þetta merkir að NIF safnar hugmyndum að rannsóknaverkefnum, myndar hópa fræðimanna til að framkvæma þau, leggur fram fjárstuðn- ing og aðstoð við skipulagningu verkefnanna og tíl að koma þeim af stað, og aðstoðar í Iokin við að koma niðurstöðun- um út á prenti". Hér er að vísu ekki nákvæmlega frá sagt, en þó lýsa þessi orð vel því lykilhlutverki sem NIF gegnir sem miðstöð í eins konar neti þjóð- fræðistofnana. Með því að nota NIF þannig sem miðstöð til skipu- lagningar á verkefnum, nýtist fé miklum mun betur til rannsókna en ella mundi verða færi á, og vitanlega á þetta ekki aðeins við um fé, því að starfskraftar fræði- mannanna nýtast einnig oft miklu betur á þennan hátt. Tilvist mið- stöðvarinnar gerir kleift að ráðast í áhugaverð verkefni sem einstakur aðstandandi mundi aldrei treysta sér til við, og hún stuðlar líka að því að leyst verkefni geti myndað samfelldari framlög en ella til þekkingar á þjóðmenningunni. Þessi geta samvinrtustofnunar- iimar til þess að stórbæta fræðileg- an árangur og gildi rannsóknar- verkanna, sem að er unnið t.d. úti við útjaðra netsins, er einmitt það sem þyngst hlýtur að vega þegar ákvörðun skal tekin um framtíð- ina. NIF hefur æ betur og betur verið að sanna þessa getu sína í verki. Fjarveitingar ur ýmsum attum Sá partur árlegrar fjárveitingar sem ætlaður er beint til fræðivið- fangsefnanna mundi hrökkva skammt. Féstyrk sinn sækja aðifjar verkefna mestan í ýmsar áttir, svo sem til vfsindasjóða landanna, margvíslegra einkasjóða o.s.frv. Um skeið var oft miðað við helm- ingaskipti, en á síðari árum er hlutur NIF í kostnaði oft miklu minni en svo, en þá er ekki talin sú hjástoð sem þaðan fæst í öðru en fé og torveldlega verður talin í peningum. Mikilvægastur er oft stuðningurinn þaðan við upphaf og lok verka. Mörg er orðin bókin, sem hugmyndin spratt fram á fundi eða ráðstefnu á vegum NIF, vinnu- aðferðin var hugsuð og hönnuð í samráði á þeim bæ, þar fékkst e.t.v. fé til að halda sérstakan fund um málið, undirbúa það og ýta úr vör, ... og að síðustu átti svo bókartextinn leið undir vökul augu rýnenda hjá NIF og gegnum texta- vinnsluverkstæðið þar á leið til prentunar, e.t.v. í ritröðinni NIF Publications, sem nú telur á þriðja tug binda síðan hún fór af stað 1972, en e.t.v. annars staðar. Ráðstefnur og birtingar Á síðara helmingi 30 ára starfs- ævi hafa umræðufundir og ráð- stefnur á vegum NIF aðallega beinzt á tvær brautir. Önnur þeirra er röð af samkomum um viðfangs- efni og vandamál þjóðfræða- söfnunar og safna og það að gera hvers konar þjóðmenningarlegar heimildir finnanlegar og aðgengi- legar til úrvinnslu (Arkivering och dokumentation). Þessu hefur tengzt starf að því að koma á samræmdri aðferð milli stofnan- anna í slíkum efnum, á þann hátt að koma mætti tölvutækni við, Stefnubreyting menningarmála- samvinnu Norðurlanda? 2. grein þannig að rannsóknarefni hvar- vetna af Norðurlöndum gæti orðið tiltækt fræðimanni á einum stað. Fyrsta samkoman af þessu tagi var haldin 1974, og hafa ýmsar skrár og leiðbeiningarit verið birt, m.a. í ritröð stofnunarinnar, NIF Public- ations. Hin brautin er hin eiginlegri fræðiþing (Ámneskonferenser), sem tekið hafa fyrir ákveðin fyrir- bæri í þjóðfræðum og stundum grundvallarhugtök. Það sem sam- an hefur verið borið á slíkum þingum hefur í ýmsum tilvikum komið út í bókarformi í NIF Pu- blications. Má hér til dæmis nefna þing um gildi andlegra þjóð- mennta, haldið 1984, en bókin Folklorens betydelse kom út í NIF Publications nr. 18, 1987. v Safna- og rannsóknarstörf Norðurlandabúa, Finna, Svía, Dana og Norðmanna hafa lengi notið virðingar víða um heim. Hér er svið þar sem þessar þjóðir hafa getað verið og eru veitandi. NIF hefur gefið út fréttabréf um það ¦ sem gerist í fræðunum, nefnt Newsletter, síðan 1972. Af því koma fjögur tölublöð á ári. Það hefur um nokkra hríð verið gefið út á ensku einvörðungu, enda á þetta litla tímarit sér álíka marga viðtakendur út um víða veröld sem á Norðurlöndunum sjálfum, en þeir eru nokkuð á annað þúsund í hvorri deild. Þetta rit hefur í raun- inni ennþá meira gildi fyrir þjóð- menningarfræðing sem starfar við erfiðar aðstæður og lítinn bókakost á stöðum eins og t. d. í Asíu eða Afríku heldur en t.d. heima í Noregi eða Finnlandi. Lögverndun þjódfræda Fullyrða má að NIF hefur gengið í fararbroddi í heiminum um starf að varðveizlu og lögverndun þjóð- fræða. Forstöðumaður stofnunar- innar er einn af höfundum viðmið- unar-reglugerðar um þessi efni sem nú hefur verið samþykkt af alls- herjarþingi Menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, UN- ESCO. Um þetta mál var áður ítarlega fjallað á vegum NIF á ýmsum fundum. Þing var haldið um það í Bjðrgvin 1986, en afrakst- ur þess geta menn lesið í bókinni Vern av folklore (NIF Publications nr. 19), 1988. Þessu starfi tengist ennfremur það, að stofnunin hefur skipulagt og framkvæmt fáein verkefni sem gætu orðið fyrirmynd að fleirþjóðlegri samvinnu um varðveizlu þjóðfræða, með því að halda vettvangsnámskeið í f jarlæg- um löndum (í Kína 1986, á Ind- landi 1989) í samvinnu við heima- menn, til þess að mennta safnara og rannsóknarmenn þar, svo sem við verður komið á skömmum tíma, og safna nokkru þjóðfræða- efni um leið. Þess má reyndar geta að þjóðmenningarfræðingar á Norðurlöndum eru ekki allir á því máli, að NIF ætti að beita sér utan Norðurlanda á þennan hátt. Það hefur lengi verið fastur liður í starfseminni að fá til Norðurlanda þjóðmenningarfræðinga annars staðar úr heiminum, og hefur NIF skipulagt ferðir þeirra milli há- skólasamfélaganna til fyrirlestra- halds og viðkynningar. Hingað á land hafa ýmsir þessara gestafyrir- lesara komið, en satt að segja höfum við þó farið mjög varhluta af þeim. Miklu fleiri hafa ekki komið hingað. Um það veldur miklu ferðakostnaður, en einnig áhugi gestanna sjálfra og það að Lauri Honko, forstöðumaður um langa hríð, og Bente Alver, stjóm- arformaður síðastliðin 3 ár. Reimund Kvideland, forstöðu- maður NIF frá næstu áramótum. getan til að hagnýta sér þetta hér á landi hefur ekki verið sem skyidi. Menntun rannsóknarfólks Á ýmsan hátt reynir NIF að bregðast við heimi miðlunarbylt- ingarinnar og fjölþjóðasamskipta. Sá heimur gerir kröfur um nýjan hugsunarhátt og nýjar leiðir í rann- sóknum, enda hafa viðhorfsbreyt- ingar og nýjungar í ýmsum grein- um þjóðmenningarfræða verið örar á þessu þriggja áratuga ævi- skeiði, ekki sízt einmitt nú. Af þessu leiðir kröfur m.a. um nýja menntun og menntunarhætti rann- sóknarmanna í nútíð og framtíð. Nú er í undirbúningi á vegum NIF rannsóknarmannanámskeið (forsk- arkurs), sem haldið verður sumarið 1991, einhvers staðar í Finnlandi, því að um þetta reynist sem um mörg önnur þarfafyrirtæki NIF á síðari árum að Finnar hafa reynzt skilningsgóðir og drjúgir að styrkja þau. A þessu námskeiði verða þátttakendur hvaðanæva úr ver- öldinni, ásamt námsfólki frá Norðurlöndum. Tölu þátttakenda verður að takrriarká, en vonandi verður Islendingur eða fleiri meðal þeirra. Of langt yrði að reyna að gera hér nánari grein fyrir að hverju er stefnt með námskeiði þessu. Þegar að þessu er hugað, skýtur skökku við að leggja til að afnema NIF um leið og það er. einmitt forgangsverkefni í menn- ingarmálaáætlun landanna að gera sameiginlegt átak til að endurnýja menntun rannsóknarmanna. Gildi fyrir ísland - Nytjarnar af NIF hér á landi eru að vísu talsverðar, en þó eru þær miklu minni en efni þeirrar stofn- unar standa til. Þessu veldur van- búnaður okkar á fræðasviðinu. Við eigum tvær virkar safnstofnanir, sem hvor um sig er deild í stærri stofnun. Þær eru þjóðháttadeildin í Þjóðminjasafninu og þjóðsagna- og þjóðkvæðadeildin í Stofnun Árna Magnússonar. Kennslu- og rannsóknastofnun í þjóðfræðum er ekki til við háskóla okkar, og til skamms tíma ekki einu sinni kenn- arastaða með rannsóknaskyldu. Nú er loks komin kennarastaða í þjóðfræði við félagsvísindadeild háskólans, og hægt er að nema þar nám í þjóðmenningarfræði, en aðeins sem aukagrein, enn sem komið er. Þetta rannsóknasvið hefði átt að fá fulla viðurkenningu og starfrækslu fyrir löngu, þannig að hægt væri að ljúka í því aðal- greinarprófi og stunda síðan rann- sóknir til doktorsprófs. Hugmyndir í þá áttina hafa raunar legið í loftinu annað slagið allar götur síðan um 1930 og er furðulegt, hve lítt hefur mjakazt, enda þótt marg- vísleg kennsla í ýmsum greinum þjóðmenningarfræði hafi raunar átt sér stað undir höttum annarra fræðigreina (sagnfræði, íslenzkar bókmenntir). Með slíkum hætti fá fræðin ekki dafnað sem þau geta. - Flest, ef ekki allt í háskólanum okkar byggist á aðfluttum hug- myndum, og mig grunar að hin mikla (og líka aðflutta) virðing fyrir bókmenntaarfinum frá mið- öldum sé í rauninni það sem hafi staðið rannsóknum munnmennta- fræða fyrir þrifum hjá okkur. - Á þessu þarf að verða mikil breyting, en um hana er ekki staður til að ræða nánar hér. Fordæmi fyrir aðrar greinar Frá fólki í ýmsum öðrum fræðum heyrast stundum aðdáunarraddir -jafnvel eilítið blandnar afbrýði - um starfsemi NIF fyrir þjóðmenn- ingarfræðin á Norðurlöndum og þær stofnanir og fólk sem að þeim starfa. Ýmsar aðrar greinar mættu óska sér hliðstæðra samvinnustofn- ana. Þyngst vegur, að NIF orkar því sem einstakar háskólastofnanir og söfn koma alls ekki í verk ein og sér, og NIF samræmir átök þeirra til miklu samfelldari árang- urs en ella mundi nást. Eins og ljóst er orðið af þessari stuttu lýsingu hefur NIF verið þjóðfræðarannsóknum á Norður- löndum ómetanleg lyftistöng. Yrði vilji embættismannanefndarinnar að afnema hana að veruleika, biðu þessar rannsóknir mikið og marg- víslegt tjón við það, þá yrði ólíkt örðugra að ná markvissu og sam- ræmingu rannsóknarverkanna. Þjóðmenningarfræðin á Noður- löndum mega alls ekki missa NIF. Það kemur afar illa heim við eðli og markmið norrænnar samvinnu, ef ríkisstjórnir og þjóðþing Norðurlanda telja það ekki vera forgangsverkefni sitt að halda uppi með fullri reisn og krafti starfsemi sem miðar að því að auka þekkingu Norðurlandabúa á menningararfi sínum. Því lengur og meir hugað er að hlutverki, starfi og gildi Þjóðfræðistofnunar Norðurlanda, þeim mun fjarstæðukenndari virð- ist tillagan um að leggja hana niður. Taki Ráðherranefndin eigi að síður þá fráleitu ákvörðun, verður óhjákvæmileg nauðsyn að leita Ieiða til að skapa NIF nýjan starfs- grundvöll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.